Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Refsiaðgerðirnar á írak hafa verið afar umdeildar, en lífsmáti þarlendra ráðamanna er í litlu samræmi við eymdina.
Lifa í veHystmgum
Öryggisráð Samein-
uðu þjóðanua sam-
þykkti í gær að refsi-
aðgerðum á írák verði
ekki aflátt um hríð.
Á þeim átta árum sem liðin eru
frá því refsiaðgerðir voru settar á
Irak - þær hörðustu frá upphafi
sem Sameinuðu þjóðirnar hafa
samþykkt - er talið að írakar hafi
orðið af um 115 milljörðum doll-
ara í tekjum af olíusölu. Það
samsvarar rúmlega 8.000 millj-
örðum króna.
Leiðtogar Iraks halda því fram
að matvælaskort, vannæringu og
lát Ijölda fólks, ekki síst barna,
megi rekja beint til þessara refsi-
aðgerða. Vestrænir stjórnarer-
indrekar og sérfræðingar í mál-
efnum þessa heimshluta segja
þó að margir aðrir þættir vegi
einnig þungt, og má þar nefna
vanhæfni stjórnvalda, kúgun al-
mennings, mismunun þjóðernis-
hópa - og svo gegndarlausa
eyðslu Saddams Hussein, sem
m.a. hefur látið byggja upp for-
setasvæðin frægu sem fulltrúar
Sameinuðu þjóðanna fengu fyrst
aðgang að fyrir nokkrum vikum.
Á forsetasvæðunum átta eru
samtals um þúsund byggingar,
og er mikið í þær lagt, að því er
fulltrúar Sameinuðu þjóðanna
segja. Innréttingar eru í dýrari
kantinum, innfluttur marmari og
íburðarmikil húsgögn. Umhverf-
is þær eru líka miklir skrautgarð-
ar þar sem engu hefur verið til
sparað. Og fyrir allt þetta var
greitt á því tímabili sem refsiað-
gerðirnar hafa verið í gildi.
Með lúxusþotu til New York
Onnur dæmi um flottræfilshátt
ráðamanna í Irak má nefna. Þeg-
ar Tarik Aziz, aðstoðarforsætis-
ráðherra, ferðaðist frá Bagdað til
New York í nóvember síðastliðn-
um til þess að kvarta hjá Orygg-
isráði SÞ undan refsiaðgerðun-
um, þá fór hann síðasta spölinn
frá París með Concorde, dýrustu
farþegaþotu heims, þar sem
dekrað var við Aziz og aðstoðar-
menn hans sjö í þjónustu, og
fengu þeir sælkeramat og bestu
vín sem í boði eru. Ferðin fram
og til baka kostaði 8.453 dollara
á mann, að sögn flugfélagsins Air
France. Það gera rúmlega
600.000 krónur á mann.
Saddam Hussein og nánustu
samstarfsmenn hans hafa því
greinilega ekki orðið fyrir barð-
inu á refsiaðgerðunum í sama
mæli og aðrir Iandsbúar. Samt
hafa þeir notað sér erfiðleika al-
mennings óspart til þess að hafa
áhrif á álit umheimsins.
Snúa refsingunni sér í hag
Um svipað leyti og Aziz sat í
Concorde vélinni á leiðinni til
New York voru embættismenn í
Bagdað til dæmis að sýna
bandarískum og evrópskum
blaðamönnum hvernig umhorfs
væri á barnadeild eins sjúkra-
hússins, sem ekki var víst fögur
sjón, og sögðu að ástandið mætti
rekja beint til refsiaðgerðanna.
Þá studdu stjórnvöld mót-
mælaaðgerðir sem vöktu tölu-
verða athygli erlendis, þar sem
fólk gekk lylktu liði með tómar
barnalíkkistur um götur Bagdað
til þess að minna á að dánartíðni
barna undir fimm ára aldri hefur
hækkað úr 7.000 upp í 57.000 á
ári milli áranna 1989 og 1996.
„Irak hefur með hreint snilld-
arlegum hætti notað sér refsiað-
gerðirnar sem útspil,“ sagði vest-
rænn stjórnarerindreki sem er
nýlega kominn frá Irak. „Stjórn-
völd hafa í raun snúið refsing-
unni sér í hag, því með henni
afla þeir sér viðurkenningar að
nýju og hún hjálpar jafnvel
stjórninni að lifa lengur."
Hvaða böm svelta?
Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna, UNICEF, telur að meira
en ein milljón barna yngri en
fimm ára þjáist af langvarandi
næringarskorti - en það er nærri
þriðjungur allra barna á þeim
aldri í Irak. Stjórnarerindrekar
og starfsmenn hjálparstofnana
eru þó farnir að spyrja nánar út í
orsakir þessarar eymdar, sem
börnin búa við.
Mörg þeirra barna, sem dvelj-
ast á sjúkrahúsum í Bagdað, eru
frá héruðum Sjíta og Kúrda, sem
ríkisstjórnin hefur að verulegu
leyti lokað fyrir aðgangi að mat-
vælum og lyfjum, að sögn stjórn-
arerindreka.
Matarskorturinn er einnig enn
erfiðari viðfangs vegna óhag-
kvæmra og afkastalítilla stjórnar-
hátta. „Afkastageta kerfisins var
vonlaus án þess að stríð kæmi til
sögunnar,“ sagði einn stjórnarer-
indrekanna í landinu. „Þegar
stríð bætist við og þar að auki
harðlyndi stjórnarinnar, þá er af-
leiðingin dauð og deyjandi
börn.“
- Los Angeles Times
HEIMURINNI Vísbending
Lögreglustt órinn segir af sér
BELGIA - Flótti barnaníðingsins Dutroux í Belgíu hefur dregið
nokkurn dilk á eftir sér. Bæði dómsmála- og innanríkisráðherrar
landsins hafa sagt af sér og í gær tilkynnti Jean Luc Dehaene, forsæt-
isráðherra, að yfirmaður belgísku lögreglunnar hygðist einnig segja af
sér embætti. Jafnframt hvatti Dehaene aðra háttsetta embættismenn
í lögreglunni og dómsmálaráðuneytinu til að segja af sér. Stjórnar-
andstaðan hefur auk þess lagt fram vantrauststillögu á hendur
stjóminni, en ekki þótti Iíklegt að hún verði til þess að stjórnin falli.
Strangir foreldrar
AUSTUBRIKI - Nærri 90% allra foreldra í Austurríki telja það ósköp
eðlilega uppeldisaðferð að slá börn utanundir ef þau eru óþekk, að
því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun. Þá telur tæpur þriðjungur
þeirra að rétt sé að flengja þau af og til, og stundum jalnvel með bar-
efli.
Lestu blaðið og taktuþdtt í leiknum!
550 oooo
Þú greiðir ekkert umfram venjulegt símtal
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 - 11
Kópavogsbær Gæsluvöllur Ný gæsluvöllur verður opnaður í maí við Lækjarsmára í Kópavogi. Tvær 60% stöður eru því lausar til umsóknar frá 1. maí nk. Um- sóknarfrestur er til 26. apríl. Launakjör samkvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags Kópa- vogs. Nánari upplýsingar gefur daggæslufulltrúi Félagsmálastofnunar Kópavogs, sími 554 5700.
w Einingarfélagar! Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar verður haldinn á Fosshótel KEA fimmtu- daginn 7. maí nk. kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. \ Ársreikningar liggja frammi á skrifstofum félagsins. Félagar fjölmennið - kaffiveitingar. Stjórnin.
Orlofshús Frá og með mánudeginum 4. maí hefst útleiga á neðanskráðum orlofshúsum á vegum Sjómannafélags Eyjafjarðar. Húsin eru leigð viku í senn og ber að greiða vikuleiguna við pöntun á húsunum. Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið sumarhús leigð hjá félag- inu sl. þrjú ár hafa forgangsrétt til kl. 16.00 þann 11. maí nk. Húsin sem í boði eru, eru á eftirtöldum stöðum: lllugastöðum í Fnjóskadal og Hraunborgum í Grímsnesi. Einnig er félagið með samvinnu við Tjaldvagnaleigu Akureyrar í formi niðurgreiðslna til félagsmanna. Pantanir á tjaldvögnum eru gerðar í síma 897 3296. Einnig minnum við á íbúðirnar í Reykjavík, en leigan á þeim er með venjubundnum hætti allt árið. Sjómannafélag Eyjafjarðar, Skipagötu 14, sími 462 5088.
Framboðsfrestur til sveitarstjórnarkosninga í Eyjafjarðarsveit 23. maí 1998 rennur út laugardaginn 2. maí 1998 kl. 12.00. Yfirkjör- stjórn tekur á móti framboðslistum þann dag kl. 11.00- 12.00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi. Berist aðeins einn listi, framlengist framboðsfrestur til kl. 12, mánudaginn 4. maí 1998. Tekið skal fram að fjöldi meðmælenda með hverjum lista skal vera að lágmarki 20 og að hámarki 40. Syðra-Laugalandi 27. apríl 1998, yfirkjörstjórn Eyjafjarðarsveitar, Auður Eiríksdóttir, Emilía Baldursdóttir, Níels Helgason.