Dagur - 01.05.1998, Side 2

Dagur - 01.05.1998, Side 2
1 £ ro u t \ i 2 - FÖSTUDAGUR 1 n n t \ í t J ’a MAÍ 1998 FRÉTTIR rD^tr Nýja bíó á Akureyri gæti komist aftur í gagnid sem kvikmyndahús med haustinu. mynd: bús Aftur samkeppni í bíó- meimingu Akureyrar Nokkrir aðilar hafa keypt Nýja bíó og hyggjast opna í haust. Tugir milljóna króna í upphyggingu. Hlutafélag stofiaað. Nokkrir fjárfestar í Reykjavík og á Ak- ureyri hafa keypt Nýja bíó á Akureyri. Að sögn Odds Thorarensen, fráfarandi eiganda, hefur húsið verið til sölu allt frá því að það skemmdist i bruna í september árið 1996. Lengst af þjón- aði það hlutverki kvikmyndahúss en til skamms tíma var Nýja bíó rekið sem skemmtistaður og diskótek. Eftir brun- ann hefur verið horft til Nýja bíós sem hugsanlegs tónlistar- eða leikhúss fyrir Akureyrarbæ en ekki verður af því úr þessu. Bíó og ráðstefnux Húsið var auglýst fyrir 18 milljónir króna en ekki fékkst uppgefið hvert endanlegt verð var. Einn kaupend- anna, upplýsti í gær að tilgangurinn með kaupunum væri að nýta húsið sem kvikmynda- og ráðstefnuhús. Hann sagðist telja góðan markað fyrir annað bíó á Akureyri, þar sem fyrir er Borgarbíó. Ekki síst ef menn litu til fjölda biósala í Reykjavík. Langt er um liðið síðan tvö bíó voru rekin á Akur- eyri. Nýrra fjárfesta óskað Haukur Grettisson og Davíð Gunnars- son Frostrásarmenn á Akureyri munu vera frumkvöðlar að kaupunum, en með þeim í þessum viðskiptum eru þrír aðilar úr Reykjavík, sem allir eru kunn- ir úr viðskiptalífinu. Þeir hafa hins veg- ar ekki staðið í kvikmyndahúsarekstri fyrr. Að sögn eins þeirra mun nú verða stofnað hlutafélag um reksturinn og eru áhugasamir velkomnir í þann pott. Sögufrægt hús Ljóst er að mikið fé eða tugi milljóna þarf til að koma húsinu í horf. Eigend- urnir sögðust í gær vera bjartsýnir á að það tækist fyrir haustið en bentu á að kaupin væru ekki aðeins gerð með gróða í huga. Þeim væri annt um að þetta fornfræga hús stæði ekki lengur í niðurníðslu. Nýja bíó stendur við Ráð- hústorgið og var reist árið 1929. — Bh Miklar sögur ganga af hóp- ferð sem knattspyrnuá- hugamenn fóru í til Ítalíu á vegum íslenska útvarps- félagsins. Heil flugvél var tekin á leigu og haldið til Milanó, en þegar þangað kom var allt í steik. likki bætti úr skák að fararstjór- amir kunnu ekkert í ítölsku. Leit út fyrir að ferðalangamir fengju hvorki að komast á æfingu hjá stórliðunum né skoða söfn þeirra. Þá kom starfsmaður keppi- nautarins, Magnús Einarsson á Rás 2, til hjálp- ar, en hann var í ferðinni og talar góða ítölsku. En fáu var hægt að redda á staðnum þvl að heim- sóknir til félaga eins og AC Milan og Inter þurfa góðan undirbúning. Mörgmn þótti skondið að sjá starfsmann tónlistardeildar Ríkisútvarpsins bjarga því sem bjargað varð í Milanóferð ís- lenska útvarpsfélagsins og túlka og liðsinna hópnuin - þar með talið fararstjórunum! Kostim útvarps- og sjón- varpsefnis þykir keyra úr hófi frain, ckki síst þegar sjálft Ríkisútvarpið á í hlut. Um þetta var rætt í Heita pottinum í blaðinu í gærdag. í sundlaugar pottunum í gærmorgun var bætt við þessar fregnir. Á Rás 2 Ríkisútvarpsins er þáttur um tölvuleiki, „Leikur ehm“ fluttur skemmtilega og áheyrilega af sérfræðingi á sunnudöguin. En hvemig er svo í pottinn búið? Jú, Skífan kostar þáttinn, - en þetta fyrirtæki Jóns Ólafssonar fjölmiðlarisa, er einmitt stærsti innflytjandi tölvuleikja í Iandi hér. Þáttastjórinn er verslun- arstjóri Skífunnar, Ólafur Þór Jóelsson. Innflytj- andi Nintendo leikjanna mun ekki hress......... Magnús Einarsson. V Reykjavík ,°5 Sun Mán Þri Mið mm Akureyri Sun Mán Þri Mið S3 SV3 SV4 VNV2 NNA4 SV3 SSV3 SV3 NNA3 SV3 SSV4 S4 NV2 N4 SSV4 SSV3 SV4 N4 Stykkishólmur 9 Sun Mán Þri Mið mm C Sun Mán Þri Mid mm Egilsstaðir S3 SV4 SV4 N3 NNAS SSV4 SSVS SV3 NNA5 Bolungarvík S2 SV2 SV3 SSV2 N3 SSV3 SA1 SV4 NV2 Kirkjubæjarklaustur °C Sun Mán Þri Mið m™ 151 ----- ----1-15 .5 mm'iM. SV4 SV4 SSV2 NNA4 NNA5 SSV3 S5 VNV2 NNA5 VSV2 VSV3 SV4 VSV3 NA2 VSV3 VSV3 VSV3 VNV2 Blönduós Stórhöfði %SV3 SV2 S2 NNV1 NNA2 SSV3 SSV4 SV3 NNA4 SSV4 VSV6 SV6 VSV5 NNA4 VSV4 SV5 VSV5 NV3 Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hveijum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Vestan gola eða kaldi, smá skúrir um vestanvert landið, annars skýjað að mestu en úrkomulítið. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast sunnan- lands. Færð á vegum Á VestQörðum eru hálkublettir á Dynjandisheiði og Steingrímsfjarðarheiði. Á leið- inni í Árneshrepp er þæfingur og aðeins fært jeppum. A Hellisheiði eystri er snjó- þekja og einnig á leiðinni um Vatnsskarð til Borgarfjarðar eystri. Þæfingur er á Mjóafjarðarheiði. Að öðru leyti er góð færð á landinu. Öxulþungatakmarkanir eru víða á vestan- og norðanverðu landinu vegna aurbleytu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.