Dagur - 01.05.1998, Síða 6

Dagur - 01.05.1998, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR l.MAÍ 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstotir: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöiuverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVIK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Dagur laiuiafólks 1 fyrsta lagi Að þessu sinni heldur launafólk upp á baráttudag sinn með kjarasamninga bundna fram á næstu öld. Það skýrir vafalaust hvers vegna kröfur um stórbætt launakjör eru ekki meginefni ávarpsins sem Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Kennarasamband Islands og Iðnnemasambandið senda frá sér í tilefni dagsins. Þar er meiri áhersla lögð á önnur atriði svo sem að verja velferðar- kerfið, beijast gegn spillingu í opinbera kerfinu og knýja á um réttláta skattlagningu heimilanna. Allt eru þetta kröfur sem snúa einkum að pólitískum stjórnvöldum. í öðru lagi Um leið og verkalýðshreyfingin horfir fram á veginn á baráttu- degi sínum þarf hún að líta í eigin barm. Verkalýðsforystan virðist ekki njóta mikils trausts samkvæmt skoðanakönnunum. Auðvitað er það alvárleg mál fyrir stéttarfélögin ef þjóðin virð- ist „bera meira traust til þeirra aðila sem verið hafa í farar- broddi fyrir ýmsum skerðingum á kjörum launafólks en sínum eigin forystumönnum," eins og Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar & Framsóknar, kemst að orði í forystugrein í nýjasta fréttablaði félagsins. Lítil almenn þátttaka í starfsemi félaganna, jafnvel í stjórnarkjöri þar sem tveir listar eru í boði, er líka alvarlegt tákn um að eitthvað meira en lítið sé að. 1 þriðja lagi Áberandi er hversu litlu hlutverki forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni gegna í æðstu valdastofnunum stjórnmálanna - hvort sem er á Alþingi eða í stjórnum stærstu bæjarfélaganna. Aður fyrr voru verkalýðsforingjar gjarnan í lykilstöðum í ís- lenskum stjórnmálum. Það er liðin tíð, jafnvel í þeim flokkum sem kenna sig við alþýðuna. Að undanförnu hafa ýmsir for- ystumenn í hreyfingunni lagt áherslu á að félagshyggjuflokkar taki höndum saman. Þeir virðast reiðubúnir að leggja sitt lóð á vogarskál sameiningar á vinstri væng stjórnmálanna, enda getur hún aukið pólitísk áhrif verkalýðshreyfingarinnar. Elías Snæland Jónsson. Breyttir tímar Það vekur sérstaka athygli að útgerðarmaður og fiskvinnslu- forstjóri skuli hafa orðið hlut- skarpastur í kapphlaupinu um að eignast Hamragarða í Reykjavík, húsið þar sem Hriflu Jónas bjó seinasta hluta ævinnar. I Degi í gær var upp- lýst að fjölmargir aðilar hafi sóst eftir þvf að eignast húsið sem er bæði glæsilegt og sögu- frægt, og að á endanum hafi það verið Sighvatur Bjarnason, ungur forstjóri úr Vestmanna- eyjum, sem gat boðið hæst. Óhjákvæmilegt er í framhaldi af þess- um kaupum annað en fagna því að út- gerð og fiskvinnsla skuli vera orðnar svo arðbærar grein- ar að enginn geti við þær keppt í fast- eignakaupum í miðri Reykjavíkur- borg. Framsókn og kirkjan Þeim mun athyglisverðari verður þessi styrka fjárhags- staða útgerðarinnar og kannski sérstaklega Vinnslu- stöðvarinnar í Eyjum, að það voru engir aukvisar sem buðu á móti Sighvati. Þarna var Framsóknarflokkurinn að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eftir að hafa verið á götunni um nokkurra missera skeið. Þó húsnæðismál fram- sóknarmanna hafi verið í upp- námi frá því að NT ævintýrinu lauk er hins vegar ljóst að þar fer flokkur með stórt og kröft- ugt bakland sem getur safnað miklum peningum ef á þarf að halda. Annar keppinautur Sig- hvatar í Vinnslustöðinni var Sighvatur Bjarnason i V/nnslustödinni í Vest- mannaeyjum. heldur ekki á flæðiskeri stadd- ur. Það var sjálf kaþólska kirkj- an og hefur hún sjaldan mikl- að fyrir sér hlutina ef hún hef- ur talið sig þurfa að kaupa hús. Staða sjávarut- vegs En sjávarútvegsmógúllinn í Eyjum lagði báðar þessar miklu stofnanir að velli, kirkj- una og Framsóknarflokkinn. Garra sýnist það vera til marks um breytt styrkleika- hlutföll í íslensku samfélagi. Árum saman hefur sjávar- útvegurinn verið í þeirri stöðu að helst hefur ekki mátt anda á hann svo hann fari ekki á hausinn. Þar hefur Vinnslustöðin ekki verið nein undan- tekning. Allan þenn- an tíma hefur sjávar- útvegurinn búið við ríkulegan skilning lands- manna á stöðunni og sérstak- lega hafa framsóknarmenn verið óþreytandi á að útskýra að ekki megi Ieggja álögur á sjávarútveginn á meðan hann er í þessari erfiðu stöðu. Nú þegar sjávarútvegsforstjóri gróflega yfirbýður framsóknar- menn og neitar þeim um Iang- þráð og eftirsóknarvert heimili hljóta þeir líka, eins og aðrir, að sjá að það eru breyttir tím- ar hjá greininni. Sjávarútveg- urinn er risinn úr öskustónni, hans tími er kominn. GARRI. STEFÁNJÓN HAFSTEIN skrifar Á baráttudegi verkalýðsins stend- ur eitt mál ofar öðrum. Aldrei þessu vant ekki kjararánið. Ekki jafnlaunastefna. Ekki samningar sem felldir hafa verið úr gildi. Ekki aðför að réttindum og ekki heldur nauðsyn jafnréttis. Heldur eyðimörk. í þessari eyðimörk er framtíðar- auður landsins. Sú auðlind heitir „ósnortin víðerni". Nú á að taka hálendið og færa undir fámennis- stjórn nokkurra hreppa sam- kvæmt landamerkjum sem ör- lagasaga íslensku sauðkindarinn- ar skóp þegar hún rótnagaði það. Færa á yfirráð örfárra manna lengst inn í land, svo langt að þaðan snéri enginn maður öldum saman sem þangað villtist. Jökul- heimar fara undir stjórn „aðliggj- andi sveitarfélaga" eins og það er orðað á órökvísan hátt um þau Iönd sem hæst ber í byggð. Sá verkalýður sem í dag fagnar sín- um degi verður sviptur rétti til landsins. Sá réttur verður skipu- Land í þjóðareign Iagður með stjórnvaldsaðgerðum í hendur örfárra manna sem munu í reynd hafa forræði með hálendinu og ráða framtíð þess. Þetta er frekleg aðför að al- mannahagsmunum. Vakning Síðustu daga hefur orðið vakning í samfélaginu. I öllum stjórnmálaflokkum er fólk sem er í mjög harðri, tilfinningaþrung- inni og rökvissri andstöðu við þann hluta frumvarps til sveitarstjórnarlaga sem Drottning háiend- varðar hálendið. Á síðustu 's'ns- stundu virðist sem tekist hafi að koma í veg fyrir að þetta mál verði knúið í gegn. Jafnaðar- menn hafa staðið fastir fyrir frá upphafi með Rannveigu Guð- mundsdóttur í broddi fylkingar; Kvennalistinn með Kristínu Hall- dórsdóttur; Olafur Orn Haralds- son formaður umhverfisnefndar sem virðist heillum horfinn undir öryggri forystu félagsmálaráð- herra og umhverfisráðherra. Þeir mætu menn verða að hugsa sinn gang. Krafan um að hálendið verði ein skipulagsheild er full- komlega rökrétt. Krafa alls al- mennings í landinu um jafnan rétt til þess að ráða mál- um þess jafngildir engan veginn vantrausti á þau sveitarfélög sem um er að tefla. Þessi krafa er jafn- réttiskrafa. Krafa um að fólk verði í fyrirrúmi. lagsins staðið hetjulega gegn eigin flokki Þmgmenn þéttbýlis Um þátt Alþýðubanda- í þessu máli virðist það helst hægt að segja að því hafi tekist að sannfæra sjálft sig um að tekist hafi að fá einhveijar þær breytingar í gegn sem fullnægðu hagsmunum verkalýðs á mölinni. í því finnst EKKI EINN þing- maður sem ekki er tilbúinn að semja sig að niðurstöðu sem skiptir hálendinu upp í smáræm- ur inn á jökla og sviptir allan al- menning áhrifum. Sem betur fer virðist einkar klaufaleg málsmeð- ferð stjórnarliða hafa kveikt á perunni hjá flokknum sem kenn- ir sig við alþýðu, nóg til að hann samfylki með hinum flokknum sem það gerir til að fá málinu frestað til hausts. Um það furðufyrirbrigði sem gegnir því rismikla nafni Sjálf- stæðisflokkur gilda engin lögmál stjórnmálafræða né rökvísi. Hvað á flokkurinn marga þingmenn í Reykjavík og Reykjanesi, Akureyri og Vestíjörðum? Svo aðeins séu nefnd nokkur héruð sem flokkur- inn er tilbúinn að svipta tilkalli til hálendisins? Hvað er öll þessi hersing að hugsa? Hugsar hún yf- irleitt? Á baráttudegi verkalýðsins stendur eitt stórt baráttumál og bíður úrslita á næstu dögum: ósnortin víðerni, land í þjóðar- eign. Ætlarþú í kröfugöngu 1. maí? Herdís Sigurbergsdóttir Jyrirliði íslandsnieistaraliðs Stjörn- tinnar í handbolta. „Nei, al- veg áreiðan- lega ekki. Fjöl- skyldan á frí 1. maí - og það ger- ist nú ekki oft á þessum bæ - og þeirrar sælu ætlum við alveg áreiðanlega að njóta með öðrum hætti en að þramma í kröfugöngu." Júlíus VífiH Ingvarsson framhvæmdastjóri og í 4. sæti á lista Sjálfstæðisfloldtsins í Reykjavík. „Sumir líta því miður á gönguna 1. maí með svipuð- um aug- um og sumir trúmenn líta á kirkjusókn. Að þeir sem mæti ekki séu ekki baráttubræður. Eg mun ekki mæta í kröfugönguna í dag, en það segir ekkert um af- stöðu mína til frídags eða bar- áttu launafólks." Helena Eyjólfsdóttir tryggingafulltrúi á Akureyri. „Nei, ég ætla ekki að vera í bænum. Eg ætla austur á Vopna- fjörð að heim- sækja þar dótt- ur mína og hennar fjölskyldu, sem þar búa. Á samkomur 1. maí hef ég ekki farið síðan ég var barn, þeg- ar ég fór með pabba.“ Jónína Benediktsdóttir „Nei, ég verð að vinna. Er með nám- skeið í lífeðlis- fræði. Eg mun þess í stað hugsa hlýlega til hinna vinnandi stétta í landinu - einsog ég geri alltaf. Aðalmálið að mínu mati er að hinar vinnandi stéttir í landinu fái hærri laun svo þær geti lifað lífinu lifandi." líkanisþjálfari.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.