Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 7
I X^wr ÞJÓÐMÁL FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1998 - 7 1 i Kröfuganga í Reykjavík á 1. maí. Meðal krafna verkafólks er útrýming atvinnuleysis, sanngjarnara skattakerfi og fjölskylduvænt samfélag. Laimaiiiisréttið verði leiðrétt! 1. maí ávarp Fulltriia ráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík, BSRB, Iðnnemasam- bands íslands og Kennarasambands ís- lands. Islenskt þjóðfélag tekur örum breytingum. Verkalýðshreyfingin á þar stóran þátt. Með kjara- samningum í byrjun þessa ára- tugar lagði hún grunninn að þeim stöðugleika í verðlagi sem nú ríkir. I síðustu samningum náði verkalýðshreyfingin fram nokkurri kaupmáttaraukningu en mikið vantar á að almenn taxtaiaun séu viðunandi. Enn höggva stjórnvöld í vel- ferðarkerfið. Sameiginleg velferð er betur tryggð með velferðar- kerfi en markaðskerfi. Heilbrigði er ekki markaðsvara heldur nátt- úrulegt ástand sem fer hvorki eftir framboði eða eftirspurn. Sama á við um ýmsa samfélags- lega þjónustu. Stjórnvöld hafa stofnað til mestu fjármagns- flutninga Islandssögunnar. í sjávarútvegi gengur sameign þjóðarinnar kaupum og sölum í stórfelldu gróðabraski og vel- stæðar ríkisstofnanir eru færðar ijármagnseigendum á silfurfati. A undanförnum vikum hefur komið í ljós mikil spilling hjá æðstu stjórnendum Landsbanka íslands. Það vekur grunsemdir um að vfðar kunni að vera pottur brotinn í siðferði stjórnenda fyr- irtækja og stofnana. Mikilvægt er að fulltrúar almennings hafi jafnan fullan aðgang að öllum upplýsingum um laun og önnur kjör æðstu stjórnenda. Kjör eiga ekki að vera felumál. Gervifyrirtæki Gervifyrirtæki og gerviverktaka af ýmsu tagi er undankomuleið frá sköttum og öðrum skyldum sem ber að taka á af fullri hörku. Samtök launafólks fordæma harðlega „svarta atvinnustarf- semi“ þar sem skattsvikarar koma sér undan samfélagslegum skyldum en ætlast samt til þess að eiga rétt á samfélagslegri þjónustu. Þrátt fyrir að í síðustu kjara- samningum hafi náðst fram breytingar á skattlagningu heim- ilistekna eru þær skattlagðar meir en aðrar tekjur. Samtök launafólks leggja ríka áherslu á réttláta skattlagningu og gera kröfu til þess að atvinnuvegirnir greiði meira til reksturs samfé- lagsins. Hins vegar hafa stjórn- völd lagt áherslu á að létta skött- um af fyrirtækjum og arði af rek- stri. Vel menntað launafólk Ríkustu þjóðir heims stefna hraðbyri í átt til þekkingarsamfé- lags en rannsóknir, þróun og sí- menntun eru aðalsmerki þess. Ef við stefnum á þekkingarsam- félagið verðum við að breyta meðal annars skattastefnunni. Þvi er nauðsynlegt að gera skat- ta af rekstri, umhverfi og auð- Iindum gildari en nú. Skattar eiga að vera stjórntæki til um- hverfisverndar auk þess að stan- da undir kostnaði við velferðar- kerfið og þekkingarsamfélagið. Þá verður vel menntað launafólk að auðlind sem gerir okkur sam- keppnishæf á erlendum vett- vangi. Til þess er nauðsynlegt að byggja upp fjölbreytt starfs- menntakerfi og öfluga símennt- un sem mun leiða landið inn í nýja öld tækni, framfara og tæki- færa. Heldur hefur dregið úr at- vinnuleysi. Eftir sem áður eru þúsundir einstaklinga án at- vinnu. Atvinnuleysi kvenna er mun meira en karla enda hefur hefðbundinn starfsvettvangur kvenna einkum orðið fyrir barð- inu á niðurskurði genginna ára. Atvinnuleysi er smánarblettur sem samfélaginu ber skylda til að afmá. Fjölskyldan Samvera foreldra og barna er besta vörnin gegn fíkniefna- neyslu ungs fólks. I Ijósi vaxandi fíkniefnaneyslu er nauðsynlegt að búa betur að fjölskyldulífi. Það verður best gert með því að gera íjölskyldum kleift að lifa mannsæmandi lífi af dagvinnu- tekjum. Fjölskyldunni er lífs- nauðsynlegt að tekið sé tillit til hennar í bótakerfinu og sam- ræma bótakerfið þannig að ungu fólki sé gert kleift að hefja sam- búð. Nú falla allar bætur til ein- stæðra foreldra niður við upphaf sambúðar en samsköttun hefst ekki fyrr en ári síðar. Þetta órétt- læti kemur beinlínis í veg fyrir að fólk hefji sambúð og ýtir undir hjónaskilnaði. Samtök launafólks hafa alla tíð gert kröfu til mannsæmandi launa fýrir 8 stunda vinnudag. Atvinnurekendur og ríkisvald hafa verið helsta hindrunin í vegi þess. Þegar verkalýðshreyf- ingin er sökuð um óbilgjarnar kaupkröfur er launafólk að gera kröfur um mannsæmandi laun fyrir dagvinnu. Þá er verkalýðs- hreyfingin að gera kröfu til betra fjölskyldulífs. Þá er launafólk að gera kröfu til meiri samveru for- eldra og barna. Einmitt þá eru atvinnurekendur helsta hindr- unin fyrir betra fjölskyldulífi launafólks. Samkvæmt kjarasamningum fá karlar og konur sömu laun fyr- ir sömu vinnu. Hins vegar ákveða atvinnurekendur að greiða körlum og konum ekki sömu laun fyrir sömu vinnu. Það munu þeir gera á meðan hefð- bundinn og lögbundinn munur er á fjölskylduábyrgð karla og kvenna. Akvæði kjarasamninga um rétt til fjarvista og launa vegna veikinda barna ber að stórbæta. En meira þarf til. Að- kallandi er að jafna rétt og skyld- ur foreldra til fæðingarorlofs. Verðtryggiog Nú eru 15 ár Iiðin frá því að hætt var að greiða verðbætur á laun. Þá voru gefin fyrirheit um að afnema verðtryggingu á lán- um þegar verðlag hefði haldist stöðugt um nokkurn tíma. Við þau fyrirheit hefur ekki verið staðið. Enn eru húsnæðislán verðtryggð þrátt fyrir að verð- bólga hafi verið lítil undanfar- andi 5 ár. Löngu er orðið tíma- bært að verðtrygging verði af- numin af húsnæðislánum. Ekk- ert þeirra ríkja sem við miðum okkur við hefur verðtryggingu á húsnæðislánum. Engin rök mæla með því að vextir af hús- næðislánum ráðist af verðlagi á neysluvöru. Nú stefnir jafnvel í að húsnæðislán hækki vegna kostnaðar við að breyta inni- haldslýsingu á umbúðum neysluvöru! Er ekki mál að linni? Húsnæöisfnunvarpid Félagsmálaráðherra fyrirhugar breytingar á félagslega húsnæð- islánakerfinu. Frumvarp hans miðar að því að leysa sveitarfélög úr þeirra eigin snöru jafnframt því að leysa rfkissjóð undan því að leggja fram fé til félagslegra íbúðalána. Megin tilgangur frumvarpsins er að leysa vanda annarra en skjólstæðinga félags- Iega íbúðakerfisins. Verkalýðs- hreyfingin mótmælir harðlega vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar við afgreiðslu húsnæðisfrum- varpsins og krefst þess að því verði vísað frá og viðræður tekn- ar upp við verkalýðshreyfinguna um framtíð félagslega húsnæðis- kerfisins. Samtök launafólks ganga nú fram undir kjörorðinu: Sterkari saman. A þessari öld hefur sam- staða launafólks skilað veruleg- um árangri við uppbyggingu vel- ferðarþjóðfélagsins. Þeirri bar- áttu lýkur aldrei. I umróti sam- tímans eru sterk öfl að verki sem vilja feiga þá hugsun sem vel- ferðarkerfið er reist á. Þess vegna er mikilvægt að launafólk standi vörð og snúi bökum sam- an í sameiginlegum hagsmuna- málum. Mörg sóknarfæri eru sjáanleg ef við sarheinum krafta okkar: Útrjhnum atvinnuleysi. Tryggjum réttlátari skiptingu þjóðarauðsins. Eflum velferðarþjónustuna. Sanngjarnara skattakerfi. Sátt um húsnæðiskerfið. Eyðum launamisrétti. Enga launaleynd sem hylur launamisrétti. Burt með gervifyrirtæki og gerviverktöku. Upprætum svarta atvinnu- starfsemiFjölskylduvænt samfé- lag J l

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.