Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 10
10 - FÖSTUDAGUfí 1. MAÍ 199 8 rD^tr Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar HILMARS S. EINARSSONAR Sólbakka Bakkafirði. Þórhalla Jónasdóttir, Steinar Hilmarsson, Hilmar Þór Hilmarsson, tengdadætur og barnabörn. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu HALLDÓRU S. JÓNSDÓTTUR Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, áður til heimilis að Dalsgerði 3f, Akureyri. Rannveig Helga Karlsdóttir, Þormóður Helgason, Einar Karlsson, Sigurjóna Sigurjónsdóttir, Heiöa Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar, fóstri, sonur, bróðir, mágur, tengdafaðir, tengda- sonur og afi BERGSVEINN AUÐUNSSON skólastjóri lést á heimili sínu að Vesturhúsum 14, Rvík þann 28. apríl. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 6. maí kl. 13.30. Sigríður Ólöf Þóra Sigurðardóttir, Ingibjörg Bergsveinsdóttir, Hörður Bjarnason, Auðunn Bergsveinsson, Jón Ósmann, Ágúst Ingi Davíðsson, Inglbjörg Þorbergsdóttir, Auðunn Bergsveinsson, Guðjón Atli Auðunsson, Jórunn Sigurjónsdóttir, Haraldur Auðunsson, Sigurbjörg Guttormsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Agnes Harðardóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi YNGVI ÖRN AXELSSON frá Ási, lést þann 24. apríl á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útför- in fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 4. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Margrét Nikulásdóttir, Smári Steingrímsson, Claire Crocott, Þorvaldur Yngvason, Elínborg Sigvaldadóttir, Axel J. Yngvason, Birna Snorradóttir, Kristinn S. Yngvason, Auður G. Yngvadóttir, Helgi H. Schiöth, Ásgeir Yngvason, Hildur Óladóttir, afabörn og langafabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi VILHELM ÞÓRARINSSON, Svarfaðarbraut 1, Dalvík, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 24. apríl, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju mánudaginn 4. maí kl. 13.30. Inga Benediktsdóttir, börn, tengdabörn og sonarsynir. ÞJÓÐMÁL Sterkari saman Ávarp 1. maínefndar verkalýðsfélaganna á Akureyri 1998. I dag 1. maí á hátíðs- og baráttu- degi verkalýðshreyfingarinnar komum við saman til að líta yfir farinn veg. Hveiju hefur barátta undanfarinna ára skilað okkur? Við horfum einnig fram á veginn og veltum fyrir okkur hver næstu verkefni okkar verða. Fyrir ári síðan vorum við með nýjan kjarasamning í höndunum. Með honum voru vonir bundnar við aukin kaupmátt og bættan hag. Jafnvel var talað um að kaupmáttur gæti aukist um á annan tug prósenta á samnings- tímanum. Við spurðum. Gengur þetta eftir? Svar okkar í dag er já, en. En af því að kökunni er enn- þá ójafnt skipt. Þrátt fyrir að kaupmáttur sé með því hæsta sem hann hefur verið á þessum áratug búum við enn við órétt. Ef tölur og hlutfallstölur eru skoðaðar er hægt að tala um góð- æri á Islandi. Landsframleiðsla jókst um 4,5% á síðasta ári spá fyrir 1998 er 3,5% aukning. Verð- bólga er lág. Vextir með þvf Iægs- ta sem þeir hafa verið. Flest fyrir- tæki að skila hagnaði í rekstri. Er þá ekki allt í góðu gengi? Nei það er það ekki. Misrétti og spilling Við búum enn við mikið misrétti í launamálum. Við höfum séð eitt dæmi um spillingu sem viðgengst í íslensku þjófélagi undanfarnar vikur. A þessu ári eru 15 ár frá því að verðbætur voru reiknaðar á Iaun. Þá voru gefin fyrirheit um að þegar verðlag hefði náð stöðug- Frá kröfugöngu verkalýðsfélaganna á Akureyri. leika og hann haldist um nokkurn tíma, mundi verðtrygg- ing afnumin af lánum. Við þau fyrirheit hefur enn ekki verið staðið nema að Iitlu leyti. Aratugum saman hafa samtök launafólks krafist strangara skattaeftirlits. Nokkuð hefur miðað en þrátt fyrir ágætt starf Skattrannsóknarstjóra ríkisins og starfsmanna hans er enn mikið starf óunnið í eltingaleiknum við skattsvikara. Samtök launafólks fordæma harðlega alla svokallaða „svarta atvinnustarfsemi". Enn eru húsnæðislán verð- tryggð þrátt fyrir að verðbólga hafi verið Iítil undanfarandi 5 ár. Ekkert þeirra ríkja sem við mið- um okkur gjarnan við hefur verð- tryggingu á húsnæðislánum. Nú er orðið meir en tímabært að verðtrygging verði afnumin af húsnæðislánum. Stjórnvöld hafa ekki staðið við gefin loforð um að ráðast gegna atvinnuleysi og stuðla að fjölgun starfa. Velferðarkerfið Heilbrigðis- og velferðarkerfið á enn undir högg að sækja. Stöðugt er verið að auka niðurskurð á þjónustu við sjúka og aldraða. Samvera foreldra og barna er besta forvörnin gegn fíkniefna- neyslu ungs fólks. I ljósi vaxandi fíkniefnaneyslu er nauðsynlegt að búa betur að fjölskyldulífi. Það verður best gert með því að gera fjölskyldum kleift að lifa mannsæmandi lífi af dagvinnu- tekjum. Samtök Iaunafólks hafa alla tíð gert kröfu til mannsæm- andi launa fyrir 8 stunda vinnu- dag. Við skulum vera minnug þess að alltaf þegar verkalýðs- hreyfingin er ásökuðu um óbil- gjarnar kaupkröfur er launafólk að gera kröfur um mannsæmandi laun fyrir dagvinnu. Einmitt þá er verkalýðshreyfingin að gera kröfu til betra fjölskyldulífs. Einmitt þá er launafólk að gera kröfu til meiri samveru foreldra og barna. Einmitt þá eru atvinnu- rekendur helsta hindrunin fyrir betra fjölskyldulífi Iaunafólks. Samtök launafólks ganga nú fram undir kjörorðinu: Sterkari saman. A þessari öld hefur sam- staða launafólks skilað veruleg- um árangri við uppbyggingu vel- ferðarþjóðfélagsins. Þeirri bar- áttu lýkur aldrei. I umróti sam- tímans eru sterk öfl að verki sem vilja feiga þá hugsun sem velferð- arkerfið er reist á. Þess vegna er mikilvægt að Iaunafólk standi vörð og snúi bökum saman í sam- eiginlegum hagsmunamálum. Félagar! Stöndum saman. Verj- um réttindi okkar. Gegn laimamisrétti Ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganua í Hafnarfirði og Starfs- manuafélags Hafnar- fjarðar 1. maí 1998. Við gerð síðustu kjarasamninga veturinn 1997 Iögðu verkalýðsfé- Iögin í Hafnarfirði mikla áherslu á að hækka Iægstu launataxtana umfram önnur laun og draga þannig úr því mikla launamis- rétti sem ríkir í landinu. Með samningi við atvinnurekendur, sem undirritaður var það sama ár, töldu félögin sig hafa náð að stærstum hluta fyrrgreindu markmiði. Stjórnvöld og at- vinnurekendur lýstu því ítrekað yfir að lengra yrði ekki gengið, því fyrirtækin og þjóðarbúið þyldu ekki meir launahækkanir en gert væri ráð fyrir í samningn- um og það sama ætti við um laun allra annarra hópa Iaunafólks í l'andinu. Þessi orð reyndust hjóm eitt. Stjórnvöld og atvinnurekendur hirtu ekki um að standa við orð sín eftir að samið hafði verið við láglaunafólk heldur sömdu við önnur stéttarfélög sem á eftir komu um verulega mikið meiri Iaunahækkanir. Láglaunafólk innan ASI fékk að meðaltali um 15% kauphækkun í sinn hlut en mörg stéttarfélög sem sömdu síðar fengu verulega meiri hækk- anir fyrir sitt fólk eða allt upp undir 30%. I stað þess að stfga skref fram á við í átt til Iauna- og Iífskjara- jöfnunar í landinu situr fólkið sem vinnur á lægstu töxtunum eftir og má nú þola meira launa- misrétti en nokkru sinni fyrr. Viðhorf stjórnvalda til kjara- samninga sjómanna hljóta að vekja upp spurningar um hvort Iýðræði og frjáls samningsréttur ríki í Iandinu. Itrekað verða sjó- menn að sætta sig við að stjórn- völd og Alþingi grípi inn í kjara- viðræður þeirra við útgerðar- menn með lagasetningu. Engin önnur stétt manna hér á landi hefur jafnoft og þeir orðið fýrir því að löggjafinn svipti þá frjáls- um samningsrétti sínum. Við vörum Alþingi og stjórnvöld við svona vinnubrögðum. Þau eru ólýðræðisleg og gerð til að hygla útgerðarmönnum á kostnað sjó- mannastéttarinnar. Sátt verður ekki á íslenskum vinnumarkaði meðan Alþingi fót- um treður frjálsan samningsrétt stéttarfélaga og friður mun ekki rfkja meðan atvinnurekendur og ríkisstjórn hlunnfara viljandi þá sem Iægstu Iaunin hafa og auka sífellt Iaunamisréttið í landinu. Verkalýðsfélögin krefjast þess: - að stjórnvöld virði frjálsan samningsrétt launafólks - að næg atvinna verði fyrir alla - að fiskvinnslufólk búi við sama atvinnuöryggi og aðrir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, HÓLMSTEINN S. JÓHANNESSON, Þorleifsstöðum, Skagafirði, sem lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 22. apríl sl., verður jarðsunginn frá Miklabæjarkirkju laugardaginn 2. maí, kl. 14. Gunnfríður Björnsdóttir, Inga Björk Hólmsteinsdóttir, Guðmundur Matthíasson, Margrét Björg Hólmsteinsdóttir, Óskar Halldórsson, Sigríður Birna Hólmsteinsdóttir, Halldór Helgi Halldórsson, Þorleifur Benedikt Hólmsteinsson, Jónína Lára Stefánsdóttir, Hólmfríður Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.