Dagur - 01.05.1998, Page 4

Dagur - 01.05.1998, Page 4
20 - FÖSTUDAGUR l.MAÍ 1998 Leikfélag Akureyrar Söngvaseiður The Sound of Music eftir Ricliard Rodgcrs og Oscar Hammerstein II, sýn. föst. 1. maí kl. 20.30 UPPSELT sýn. laug. 2. inaí kl. 20.30 UPPSELT sýn. sunnud. 3. maí kl. 16.00 laus sæti sýn. föst. 8. maí kl. 20.30 laus sæti sýn. laug. 9. maí kl. 20.30 UPPSELT sýn. sun. 10. maí kl. 16.00 sýn. föst. 15. inaí kl. 20.30 sýn. laug. 16. maí kl. 20.30 UPPSELT sýn. miö. 20. maí kl. 20.30 sýn. fimm. 21. maí kl. 20.30 sýn. laug. 23. maí kl. 20.30 sýn. suim. 24. maf kl. 20.30 Síðustu sýniiigar „Saltið er gott. en ef saltið missir selt- una. með hverju viljið þér þá krydda það? llafið salt í sjálfum yður, og hald- ið frið yðar á milli. “ 9. 50. Markúsar- guðspjall Einleikur Aóalsteiiis Bergdal. á Renniverkstæðinu. Lýsing: Ingvar Bjönisson. Leikmynd: Manfred Lcmke. Leikstjóm: Trausti Ólafsson. sýn. fimmt. 7. maí kl. 20.30 sýn. fimmt. 14. maí kl. 20.30 sýn. sunn. 17. maí kl. 17.00 síðustu sýningar á Akureyri í BústaóaMrkju í Reykjavík 31.maikl. 20.30 ogl.júníkl. 20.30 Gjafakort á Markúsarguðspjall tilvalin fermingargjöf Landsbanki íslands veitir handhöfum gull-debetkorla 25% afslátt. Miðasalan cropin þriðjud.nninilud. kl. 13 17, föstud.-sunnud. fram aö sýnlngu. Símsvari allan sólarhringinn. Munið pakkaferðiniar. Stmi 462 1400 cr styrktaraðih Lcikféiags Akurcyrar MENNINGARLtFIÐ í LANDINU bóka 1 Elias Snæland Jónsson ritstjóri HILLAN Hetjaán höfundar Brennu-Njálssaga hefur Iöngum verið Islendingum kær. Þótt væntanlega sé af sú tíð að al- þýðumenn geti mælt heilu kafl- ana af munni fram í kaffitímum, vekur sagan enn forvitni og áhuga auk þess sem hún er sem fyrr flaggskip íslenskra bók- mennta. Nægir að minna á mikla aðsókn að námskeiðum, þar sem Njála er krufin til mergjar, tíðar endurútgáfur hin síðari ár og sí- kvikar deilur um einstök atvik og persónur sögunnar. Að ólgeymdri leitinni endalausu að hinum eina sanna höfundi. „Jafnvel vísindamenn hefur hún gert að börnum," segir Einar Olafur Sveinsson í riti sínu „Á Njálsbúð" um áhrif Njálu á Is- lendinga. Það eru orð að sönnu. Fornsögurnar hafa almennt haft ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00 Grandavegur 7 - Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsd. í kvöld föd. nokkur sæti laus - Id. 9/5 - Id. 16/5 næstsíðasta sýning - sud. 24/5 síðasta sýn- ing. Óskastjarnan eftir Birgi Sigurðsson 8. sýn. sud. 3/5 örfá sæti laus - 9. sýn. sud. 10/5 örfá sæti laus - 10. sýn. fid. 14/5 nokkur sæti laus - 11. sýn. Id. 23/5 - 12. sýn. mvd. 27/5. Fiðlarinn á þakinu- Boch/Stein/Harnick Á morgun Id. - föd. 8/5 - föd. 29/5. Ath. aðeins fimm sýningar eftir. Meiri gauragangur Ólafur Haukur Símonarson Fid. 7/5 - föd. 15/5 næstsíðas- ta sýning - fid. 28/5 síðasta sýning. Smíðaverkstæðið kl. 20.00 Poppkorn - Ben Elton Sud. 3/5 - sud. 10/5 - föd. 15/5 - sud. 17/5. Ath. sýningin er ekki við hæfi barna. Litla sviðið kl. 20.30 Gamansami harm- leikurinn - Eve Bonfanti og Yves Hundstad. [ kvöld föd. uppselt - sud. 3/5 uppselt - Id. 9/5 uppselt - sud. 10/5 uppselt - fid. 14/5 uppselt - Id. 16/5 uppselt. Miðasalan er opin mánud.- þriðjud. 13-18, miðvikud.-sun- nud. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. gífurleg áhrif á hugarheim og gjörðir landans, eins og gjörla má lesa um í „Hetjan og höfundur- inn“ - nýrri bráðskemmtilegri bók eftir Jón Karl Helgason. Segja má að hér fari hann í fót- spor Matthíasar Jóhannessen sem greindi áhrif sögunnar á ís- lenskar bókmenntir í „Njála í ís- lenzkum skáldskap." Svið Jóns Karls er hins vegar víðtækara: bók hans er eiginlega úttekt á Njálu í íslensku þjóðlífi, einkum á þessari öld. Þar koma margar persónur og leikendur við sögu, þótt tvær „hetjur" ráði einkum ríkjum; sagan sjálf og skáld þess- arar aldar á íslandi, Halldór Kilj- an Laxness. Hatrömm átök Jón Karl rekur ítarlega í bók sinni hvernig afstaða fræðimanna til Njálu og annarra fornsagna hef- ur breyst í tímans rás. Átökin hafa gjarnan verið á milli þeirra sem töldu sögurnar sannan vitn- isburð um forna frægð og hinna sem litu fyrst og fremst á til dæmis Njálu sem glæsilegt bók- menntaverk. En hann fjallar líka skilmerki- lega um afstöðu almennings til Islendingasagna, riQar upp sér- kennilegt framlag spíritista til málsins og gefur skemmtilega innsýn í þær hatrömmu pólitísku deilur sem urðu á fyrri hluta ald- arinnar um hver mætti gefa forn- sögurnar út og hvernig. Þar tók- ust andstæðar stjórnmálafylking- ar í reynd á um hver „ætti“ bók- menntaarfinn. I því drama, sem Jón Karl færir hér í leikritsform, fóru fjandvinirnir Halldór Kiljan Laxness og Jónas Jónsson frá Hriflu með aðalhlutverkin. Eitt eftirminnilegasta og umdeiidasta atvikið í Njáissögu: Hallgerður hús- freyja á Hlíðarenda launar Gunnari manni sínum kinnhestinn. Hver er höfunduriim? Eins og fram kemur í nafni bókar- innar veltir Jón Karl mjög fyrir sér breyttum hlutverkum hetjunnar og höfundarins í tímans rás. Þar vekur margt til umhugsunar. íslendingasögur eru fyrst og fremst óður til mikilla hetja sem drápu mann og annan, aðallega sjálfum sér til heiðurs. Höfundar sagnanna létu hins vegar hvergi nafna sinna getið. Á síðari tímum hafa margir orðið til að ýta hetjunni af stalli, jafnvel sjálfum Gunnari á Hlíð- arenda. Samtimis hefur höfund- urinn í vaxandi mæli fengið hetjuhlutverk í samfélaginu - samanber Nóbelsskáldið. Jón Karl lýsir því yfir á einum stað að í fermingarveislum svari hann því gjarnan til að Einar Olafur Sveinsson sé höfundur Njálu. Sú fræðilega útgáfa á sög- unni sem Einar annaðist á sjötta áratugnum hafi í raun þjónað hlutverki frumtexta Njálssögu allar götur síðan (bls. 220). Þann texta er einfaldlega ekki að finna í einu handriti frá fyrri öldum. Slík viðhorf fullnægja að sjálf- sögðu ekki þeim sem leita að höfundi Njálu, enda fela þau í reynd í sér þá skoðun að það sé enginn einn höfundur Njálu til: þeir séu margir og hafi átt við söguna á ýmsum tímum. Þrátt fyrir líkurnar á að þetta sé rétt er það von margra að við ritun Njálu hafi einn snillingur ráðið mestu. Einhver einn maður hafi búið til úr eldri heimildum þetta snilldarverk á sama hátt og ýmsir snjallir höfundar þessarar aldar hafa samið sögulegar skáld- sögur upp úr margvíslegum rit- uðum heimildum. Slíkar pælingar breyta hins vegar engu um mikilfengleika verksins. Njálssaga er sjálf mesta hetja íslenskrar bókmenntasögu og þarf engan höfund til. Hátíðarhöld verkalýðsfélaganna á Akureyri 1. maí 1998 13.30 Safnast saman við Alþýðuhúsið. 14.00 Lagt upp í kröfugöngu undir leik Lúðrasveitar Akureyrar. Hátíðardagskrá í Alþýðuhúsinu að lokinni kröfugöngu. Ávarp 1. maí nefndar: Guðmundur Ómar Guðmundsson form. FBE. Aðalræða dagsins: Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ. Ávarp: Jóna Steinbergsdóttir formaður FVSA. Fjölbreytt skemmtidagskrá: Gunnar TVyggvason og Herdís Ármannsdóttir. Kórfélagar úr Tónlistarskóla Akureyrar. Stúlknatríó úr MA tekur lagið og verður með atriði fyrir börnin. Kaffiveitingar í tilefni dagsins 1. maí merki og pennar verða seldir í tilefni dagsins Dansleikur verður haldinn um kvöldið frá kl. 22.00 til 03.00 Frænka hreppstjórans sér um fjöriö, Aðgangur ókeypis. STARFSMANNAFÉLAG AKUREYRARBÆJAR NOHOORLANOS VYÆW VEHKSTIORAFÉXAG AKUREYRAR OG NAGRENNIS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.