Dagur - 01.05.1998, Síða 7
FÖSTVDAGUR T. MAt 1'9V 8 - 23
Fórnarbakkar í vegkantinum. Venjulegur
sjoppueigandi leitar eftir samstillingu alls sem
er með því að gleðja guðina.
Matur
Athafnamaður í sveitinni hefur
sett upp litla þjónustumiðstöð
þar sem fegðurðin er mest. Við
akrana standa ekki ósnotur smá-
hýsi sem hann leigir, en þar sem
vegurinn hlykkjast, er veitinga-
staður með verönd þar sem er
eitthvert feg-
ursta útsýni
á jörð. Allt er
fullkomið,
alveg eins og
beint frá
skaparanum
eins og
hann hefði
viljað hafa
það ef hann
væri póst-
kortasali.
Hrís-
grjónastallar,
smátjarnir,
blómskrúð,
pálmar við
sjónarrönd,
gaukar sem
gala, veifur
sem hjala við
vind sem
Iætur allt
bærast und-
urhægt. Svo
kemur silfur-
regn af
himni: gróðr-
arskúr sem
ekki sést í
sólinni en
birtist sem
þétt glitrandi
net í forsælu
trjánna.
Froskur dirf-
ist að ropa,
en hann á
þetta land
líka. Hér ber
þjónninn
brosmildi
fram steikt
kjöt á teini,
grjón og
kjúkling í karrísósu og bjór og ís
og ávexti og biður um - kannski
sex hundruð krónur. Kaffí inni-
falið meðan næsti skúr gekk yfír.
Nudd
Regnpollar gufa fljótt upp af
malbikinu. Ubud heitir smábær-
inn sem hefur umlukið næstu
listamannaþorp og skartar einna
mestu aðdráttarafli þeirra staða
sem saman mynda „hjarta Bali“.
Skrftið: þetta fólk sem byggir
smáeyju á hinu hlýja og gjöfula
Indlandshafi er meira fyrir fjöll-
in. Eldspúandi fjöllin inn til
Iandsins. Öll rúm snúa höfða-
laginu til eldfjallsins helga. Þar
býr sköpunarkrafturinn. Hér í
fjalllendinu og aðliggjandi hæð-
um nær menningarlífið hámarki
meðan strandbæirnir eru
sódómur og gómorrur ferða-
þjónustu. I Ubud er höll á horn-
inu hjá stóra markaðnum og við
aðalgötuna fínir veitingastaðir
sem bjóða sætabrauð og reykta
önd við Iótustjörn - eða hvað-
eina - en í hallargarðinum eru
hinir sérstæðu balísku dansar
iðkaðir á kvöldin við undirleik
ásláttarsveita. Dansmeyjarnar á
glitbúningum leika átök góðs og
ills og hver handarhreyfing er
þrungin merkingu eins og hjá
skurðlækni, liðamótalausar
Iendar sveiflast og hálsinn eins
og slanga - en skemmtilegast að
horfa á kotroskinn svipinn meyj-
anna undir gylltum kórónum
meðan þær blimskakka augum í
takt við dansinn - allt eftir sett-
um reglum sem aldavenja hefur
slípað í form.
Síðdegis er þorpið frekar latt
eftir 34 stiga hita í hádeginu, en
þó ekki svo að ekki megi særa
Hard Rock Bali: það eina sem er hart
á Bali?
Og það eina sem er Ijótt á Bali? Hundarnir,
þessi heldur vörð um heimiHs-búddann.
fram nuddkonur og sveina til að
bera olíur á skrokka gönguhrólfa
og taka auma vöðva föstum tök-
um áður en slakað er á í eim-
baði. A meðan nær undirbún-
ingur kvöldmáltíðar heima hjá
Ketut gestgjafa hámarki. Hann
byrjaði í gær að undirbúa hlað-
borðsveislu á baiíska vísu fyrir
ferðamenn. I
morgun þeg-
ar hanarnir
hófu upp
raust var
hann á fullu
með konu
sinni að
blanda
kryddin tólf í
hinar ýmsu
kássur, og
síðdegis var
hann búinn
að grafa önd
í bananahýði
til að reykja
við logandi
kol. Þegar
skyggir koma
forvitnir
ferðalangar
sem lesið
hafa um
þessa viku-
legu veislu,
þeir setjast
að langborði
og borga 350
krónur á
mann með-
an Ketut út-
skýrir rétt-
ina.
I.ífið er
eilíft
Hér er eng-
inn dauði.
Aðeins eilíf
hringrás.
Þegar fólk
deyr skiptir
miklu að
halda veg-
lega bálför og gleðjast yfir því að
sá sem manni þykir vænt um
skuli hafa losað sig við þetta
hulstur um sálina sem líkaminn
er. Presturinn heldur athöfn þar
sem andi hins framliðna er sett-
ur í kókoshnetu og hún borin
með virðingu í fjölskylduhofið.
Hringrásin er eilif. Börnin koma til að njóta ástar og umhyggju þvíþeirra er að sjá þeim öldnu farborða siðar, og gera bálförina
virðulega svo sá sem deyr fái sameinast öndum forfeðranna i heimilishofinu.
Þar eru andar allra forfeðra
Ketuts gestgjafa nú. Páskadags-
máltíðin hefst. Önd, svínafita,
kjöt á teini, kartöflur í olíu, egg,
grænmeti, gijón. Guðalíkneskin
í íjöskylduhofinu eru runnin
saman við myrkrið. Sem er fullt
af friði - og forfeðrum.
Bali er barnaeyjan. Allt snýst um börnin
og undarlegt hve þau eru prúð og frjá/s-
leg og laus við arg, þras og læti. Og
brosið erfa þau...
Lifsbaráttan hefur sinn gang i uppvaski hjá lítilli testofu og bóndinn gengur til akra með sigð i hönd. „Engar vélar, “ sagði hann.
i