Dagur - 01.05.1998, Síða 13

Dagur - 01.05.1998, Síða 13
 F Ö S TU D AGU R 1 . MAÍ 19 9 8 - 29 1,25 dl þurrt sérrí 1 Á tsk. óreganó salt og pipar tómatur, sneiddur 125 g fetaostur, mulinn 30 g smjör Blandið kjöti saman við olíuna, hvítlauk, sítrónusafa, lauk, sérríi, óreganó, salti og pipar. Penslið 4 arkir af álpappfr með olíu og skiptið kjörblöndunni á arkirnar, setjið tómatsneið ofan á kjötið í hverjum pakka, ostinn á tómatinn og stráið svo ögn af óreganó yfir, setjið smjörklípur efst. Brjótið pappírinn vandlega saman því ekkert má leka út. Bakið við 200°C hita í eina klst. Berið fram með brauði og salati. Linda Barbara Björnsson er eiginkona Jakobs Björnssonar bæjarstjóra sem jafnframt er efsti maður á lista Fram- sóknarflokksins. Jurtakryddað lambalæri 2 -2Á kg lambalæri 1 tsk. salt 2 tsk. provencekryddblanda 1 -2 dl rauðvín fylling: 1 búnt af steinselju 1 tsk. óreganó 1 tsk. provencekryddblanda 2 hvítlauksrif 1 tsk. salt 'A tsk. svartur pipar Lærið er úrbeinað, fitan hreins- uð og fyllingin hrærð saman. Hún fer síðan ofan á kjötið, sem vafið er saman og bundið þannig að hún sé inni í hálf- gerðri rúllu. Kjötið er kryddað að utan, sett í 175°C heitan ofn í um 50 mín. Rauðvíni ausið yfir annað slagið. Látið bíða í 15 mín. áður en rúllan er skorin. Soðið af kjötinu er síðan notað í sósuna. Með lærinu er gott að hafa soðnar gulrætur, mýktan lauk og soðnar kartöflur sem eru skorn- ar í skífur. Þetta er allt steikt létt á pönnu í smjöri og kryddað með salti og pipar. Látið malla aðeins undir Ioki áður en það er borið fram. Súkkulaðikaka með möndlubotni botn: 300 g kransakökumassi 4 egg súkkulaðimús: Á dl kakó 1 dl sykur 2 tsk. vanillusykur 250 g kotasæla 1 'á dl rjómi Á dl ristaðar möndluflögur sykur Kransakökumassinn er rifinn niður í matvinnsluvél, eggin sett saman við hann og allt hrært vel saman. Smjörpappír er klipptur í kökuform, massinn settur í formið og bakaður á 175°C hita í um 30 mín. Þegar fyllingin er gerð eru möndluflögurnar ristaðar á pönnu. Kotasæla er sett í mat- vinnsluvél, kakói, sykri og vanillusykri blandað saman við og allt hrært vel. Þá er rjóminn hrærður og settur varlega út í kotasælublönduna. Botninn er kældur vel áður en súkkulaðimúsin fer ofan á hann og möndluflögum stráð yfir. 77 hvað er Bill Gates iainh eigmiega rmur hur? U www.fjolnet.is/svarid Smelltu þér á netiö islan islandia internet Einstaklingsþjónusta 11 1 §U II 9 1111 9 hreinsum lóðina s m l\iú er vetur úr bæ og ruslið úr görðunum á að fara sömu leið. Tökum höndum saman með hækkandi sól og fegrum lóðirnar okkar fyrir sumarið. Eins og undanfarin ár leggjum við okkar af mörkum og verðum með sérstaka hreinsunardaga frá laugardeginum 2. maí til sunnudagsins 10. maí. Þessa daga fara borgarstarfsmenn um hverfin og hirðafulla ruslapoka. Pokar verða afhentir í hverfabækistöðvum gatnamálastjóra. Þeim sem þurfa að losa sig við annað en garðaúrgang er bent á endurvinnslustöðvar Sorpu. Atak í §öfnun Spilliefna Sumartími endurvinnslustöðva Sorpu hefst laugardaginn 2. Þá er opið þar alla daga frá kl. 12:30 til 21:00. Endurvinnslustöðvarnar í Reykjavík eru á fjórum stöðum: Við Ánanaust gegnt Mýrargötu. Við Sævarhöfða gegnt malbikunarstöðinni. Við Gylfaflöt austan Gufunesvegar. Við Jafnasel í Breiðholti. mai. Látum ekki spilliefni safnast saman í heimahúsum, geymslum eða á lóðum. Notum nú tækifærið, gerum hreint fyrir okkar dyrum og komum hættulegum efnum í öruggar hendur. Borgaryfirvöld, í samvinnu við spilliefnanefnd, standa fyrir móttöku spilliefna laugardagana 2. og 9. maí á eftirtöldum stöðum: Skeljungur v/Birkimel og Hraunbæ. Olís v/Álfabakka, Gullinbrú, Álfheima og Sæbraut/Kleppsveg. Esso v/Stóragerði. Endurvinnslustöðvar Sorpu. Skorað er á forráðamenn fyrirtækja að taka til á lóðum sínum. Fyrir stóra og fyrirferðarmikla hluti er bent á Geymslusvæðið í Hafnarfirði, sem hreinsunardeild gatnamálastjóra leigir út. Við tökum pokann þinn Verum samtaka í söfnun spilliefna. Sýnun* viiSfií*nHÍ í veH° Borgarstjórinn í Reykjavík -hreinsunardeild gatnamálastjóra E. Backman Auglýsingastofa

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.