Dagur - 05.05.1998, Side 11

Dagur - 05.05.1998, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR S. MAÍ 19 9 8 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Sani Abacha hershöfðingi, yfirmaður herstjórnarinnar í Nígeriu. Mörgum finnst hann hafa gengið of langt með þvi að tryggja sér forsetaembætti landsins eftir að herstjórnin iætur af vöidum síðar á árinu. Abadta storkar örlögimuin Fréttaskýrendur telja allar likur á því að stutt sé í blóðug átök í Nígeríu. I október á þessu ári á borgaraleg stjórn að taka við völdum af her- stjórninni sem stjórnað hefur Nígeríu, fjölmennasta ríki Afr- íku, undanfarin ár. Tvær síðustu helgar hafa þó ekki boðað góð tíðindi fyrir þá sem vonast til þess að komist verði hjá alvarlegum átökum í tengslum við stjórnarskiptin. Þann 25. apríl hunsaði stór hluti Nígeríubúa kosningar sem áttu að veita Sani Abacha hers- höfðingja stuðning til þess að vera áfram við völd eftir stjórnar- skiptin. Þess í stað sýndu lands- menn ótvírætt fram á óvinsældir Abacha með dræmri kosninga- þátttöku. Og nú um helgina létu sömuleiðis fáir sjá sig í friðsam- legum mótmælaaðgerðum, sem baráttuhópar fyrir lýðræði boð- uðu til í því skyni að neyða Abacha til þess að láta af völd- um. Lítið varð úr friðsamlegum fjöldamótmælum. Þess í stað brutust út óeirðir í Ibadan, næst stærstu borg Nígeríu, og lágu sjö manns í valnum að þeim lokn- um. Svo virðist sem Ieiðtogar stjórnarandstöðunnar njóti álíka lítillar virðingar meðal Nígeríu- búa og Abacha hershöfðingi. Efaahagurinn í rúst Abacha heldur völdum sínum með því að beita af fullri hörku bæði her og lögreglu. Enginn trúverðugur stjórnarandstöðu- hópur hefur skotið upp kollin- um. Og efnahagur landsins er á hraðri niðurleið vegna orku- skorts. Fréttaskýrendur, bæði innlendir sem erlendir, segja að þetta valdi því að allt stefni í blóðugar óeirðir sem gætu grafið undan stöðugleika og aukið enn frekar á fátækt víða í nágranna- ríkjum Nígeríu. Spennan jókst verulega í síð- asta mánuði þegar aðstoðar- mönnum Abachas tókst að koma því svo fyrir að hann yrði eini frambjóðandinn til forsetaemb- ættis í borgaralegri stjórn sem meiningin er að taki við af her- stjórninni í október. Þar með voru að engu gerðar vonir Níger- íubúa um friðsamlega stjórn- málabaráttu í Iandinu, og telja fréttaskýrendur að með því hafi Abacha aukið verulega hættuna á því að til ofbeldis verði gripið. Svartar liorfor „Það sem Nígería þarf á að halda eru bænir, fullt af bænum. Við erum komin á það stig núna,“ sagði Stephen Olugbemi, prófess- or í stjómmálafræði við háskólann í Lagos, höfuðborg Nígeríu. Fréttaskýrendum ber þó ekki saman um hve Iangt eða skammt sé í að Nígería steypist fram af brúninni. Ríkisstjórnin hefur boð- að til kosninga þann 1. ágúst til þess að fá staðfestingu á áfram- haldandi setu Abachas í embætti þjóðarleiðtoga. „Eg er ekki viss um að okkur takist einu sinni að halda það út fram í ágúst,“ sagði einn stjórnarerindreki sem dvelst í Nígeríu. Allt verði Iogandi í of- beldi áður en hægt verði að halda þær kosningar. „Fg hef miklar áhyggjur," sagði annar sendiherra, en bætti því þó við að ómögulegt sé að segja hversu lengi stjórnin geti haldið í horfinu áður en allt springur. SpiUingin verri en nokkru sinni Abacha hrifsaði til sín völdin fyr- ir rúmlega fjórum árum, og versnandi efnahagur er farinn að reyna verulega á taugarnar í Níg- eríubúum. Spilling hefur alltaf verið viðloðandi í Nfgeríu, en er nú verri en nokkru sinni. Þótt Nígería hafi yfir að ráða miklum auðlindum - fullt af olíu og góðu ræktarlandi - þá er ástandið þannig að landsbúar geta hvorki aflað sér nægilega mikils af mat- vælum né eldsneyti til eigin þarfa. Fjölmargar verksmiðjur og fyr- irtæki hafa hætt starfsemi. Vest- rænn hagfræðingur gat sér til um að atvinnuleysi í landinu gæti verið milli 25 til 30 prósent. I höfuðborginni, Lagos, má sjá at- vinnulausa Nígeríubúa grípa til nánast hvaða ráða sem er til þess að sjá sér farborða - þeir setja upp heilu veitingahúsin, viðgerð- arverkstæðin, barnaheimilin og rakarastofurnar á gangstéttar- brúninni. Margir halda því fram að þessi slítandi barátta fyrir Iífs- ríðurværi sé ein ástæðan fyrir því hversu seinir Iandsbúar hafa ver- ið til þess að andæfa ríkisstjórn- inni sem þeir eru andvígir. En undir niðri ólga alls konar hagsmunaárekstrar í Nígeríu, sem flestir hveijir snúast á einn eða annan hátt um völd eða pen- inga, og verða æ oftar kveikjan að blóðugum átökum líkt og gerðist á föstudaginn í Ibadan. Enda þótt myndast hafi í Níg- eríu nokkuð sterk hefð fyrir borg- aralegu samfélagi og menntastétt sé vaxandi þá er enginn leiðtogi til staðar sem hefur nægilega breiðan stuðning til þess að veita Abacha mótvægi. Ut um allt land er algengt að til átaka komi milli nágranna- hópa út af landadeilum eða stjórn sveitarfélaga. Stuðnings- menn Abacha segja að hann sé eini maðurinn sem hefur nægan styrk til þess að halda aftur af slíkum átökum. Einn stjórnarerindreki segir hættu á að smærri átök af þessu tagi geti breiðst út og hrundið af stað valdaráni háttsettra yngri yf- irmanna i hernum, sem ekki hafa enn fengið sinn hlut í valdaspill- ingunni sem gert hefur eldri her- foringjana að auðugum mönn- um. Umdeilt upphaf mynthaudalagsms EVRÓPUSAMBANDIÐ - Jose Maria Gil-Robles, Troseti Evrópu- þingsins, sagði það vera slæma byijun á myntbandalaginu að samið hafi verið um að fyrsti bankastjóri nýja seðlabankans, Hollendingur- inn Wim Duisenberg, láti af störfum eftir fjögur ár til þess að hleypa Jean-CIaude Trichet, núverandi seðlabankastjóra Frakldands, að. En um helgina var samþykkt að 11 ríki taki þátt í myntbandalaginu til að byrja með. Seðlabankinn tekur til starfa þann 1. júlí nk. og nýja myntin, evróið, hefur göngu sína um næstu áramót. I stofnsáttmála myntbandalagsins er skýrt tekið fram að seðlabankastjórinn eigi að sitja í átta ár án undantekninga. Friðarviðræður í London BRETLAND - Jasser Arafat, forseti Palestínumanna, og Benjamín Netanja- hu, forseti Israels, voru í London í gær þar sem þeir áttu - hvor í sínu lagi - fund með Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Fyrr um daginn hittu þeir - einnig hvor í sínu Iagi - Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, að máli. Viðræðurnar voru haldnar að boði Tony Blairs í því skyni að reyna að hleypa nýju blóði í friðarferlið. Ekki var þó búist við miklum árangri af fundun- um, enda eru Israelsmenn nýbúnir að hafna tillögum Bandaríkjamanna um brottflutning frá frekari Iandsvæðum á Vesturbakkanum. Bensínþurrð í Danmörku DANMÖRK - Ekki náðist samkomulag í verkfallsdeilunni í Dan- mörku um helgina, en samningaviðræður halda samt áfram þótt ekki hafi verið að heyra neinn sáttatón í fulltrúum vinnuveitenda né laun- þega. Bensín var nánast á þrotum í gær og í dag, þriðjudag, verður meirihluta verslana í landinu lokað vegna verkbanns atvinnurekenda ef ekki verður búið að ná samkomulagi. Hugsanlegt var einnig talið að ríkisstjórnin gripi inn í deiluna og setti Iög sem binda enda á verk- fallið. Sprengja faunst í Belfast NORÐUR-IRLAND - Lögreglan í Belfast fann í gærmorgun sprengju og var hún gerð óvirk áður en hún sprakk. Hafði sprengj- unni verið komið fyrir nærri þeirri Ieið sem hlauparar í Belfast-mara- þonhlaupinu áttu að fara síðar um daginn. Næsta nágrenni var iok- að um brfð meðan gengið var úr skugga um að ekki væru fleiri sprengjur. Námuverkamenn í verkfalli ÚKRAÍNA - Námuverkamenn í Úkraínu eru komnir í verkfall og liggur öll starfsemi í 30 námum um land allt niðri. Þeir hafa mátt bíða í tíu mánuði eftir þ\'í að fá greidd launin sín, en ríkisstjórnin hefur árum saman reynt að halda halla á ríkissjóði niðri með því að draga Iaunagreiðslur. Sýslumaðurinn á Ákureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, s. 462 6900. UPPB0Ð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Ak- ureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Gránufélagsgata 46, hl. 01-01-02, Ak- ureyri, þingl. eig. Ketill Guðmundsson, gerðarbeiðandi Fjárfestingarbanki at- vinnul. hf., föstudaginn 8. maí 1998 kl. 10.00. Hafnarstræti 86, íb. 01-02-01, Akur- eyri, þingl. eig. Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Hildur María Hans- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, föstudaginn 8. maí 1998 kl. 10.00. Hólar, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Njáll Kristjánsson og Halla Svanlaugsdóttir, gerðarbeiðendur Eyjafjarðarsveit og Stofnlánadeild landbúnaðarins, föstu- daginn 8. maí 1998 kl. 10.00. Móasíða 1, verslun I, Akureyri, þingl. eig. Leikráð ehf., gerðarbeiðendur Bílanaust hf., Landsbanki íslands, Sýslumaðurinn á Akureyri og Vátrygg- ingafélag íslands hf., föstudaginn 8. maí 1998 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 4. maí 1998. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. Vísbending Lestu blaðið ogtaktuþdtt íleiknum! 550 oooo Þú grciðir cklert umfram venjulegt símtal - The Washington Post

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.