Dagur - 13.05.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 13.05.1998, Blaðsíða 1
1 „Myndimarfrá Mósambík em tilfinningaverk. Þærlýsa stríði og harðræði. Mikilli grimmd. Flótta og endur- komu. Þærsegja sögu. “ Þetta segir Jóhann Þorsteinsson hjá Þró- unarsamvinnustofnun Islands en það er hann sem á hvað stærstan þátt í því að myndlistarsýning frá Afríkuríkinu Mósam- bík verður að veruleika á Listahátíð 1998. Myndlist frá Afríku sést sjaldan á Islandi og því má segja að sýningin sé einsdæmi. Það eru verk þriggja mósambískra lista- manna sem verða sýnd í Ráðhúsi Reykja- vfkur frá 17. maí til 7. júní. Listamennirn- ir sem sýnd verða verk eftir eru Chissano, Mucavele og Malangatana en allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa alist upp við fátækt úti á Iandi, hafa haldið ungir til borgarinnar, kynnst listamönnum og hafið fyrir þeirra tilstuðlan eigin listferil. Allt okkur í óhag Þar sem Jóhann er starfsmaður Þróunar- samvinnustofnunar íslands í Mósambíkvar hann beðinn að taka það að sér að velja verk þessara þriggja listamanna fyrir sýninguna og koma þeim hingað til lands. Hann segir þetta hafa verið þægilegt „hobbí" í upphafi sem hafi undið upp á sig. Mikill timi hafi farið í að finna og velja réttu verkin og eins það að tala fólk til. A þessum slóðum sé skrifræðið mikið og ákveðið orðalag hafi þurft til að hlutimir gengju vel fyrir sig. Leyfi hafi þurft frá Ríkislistasafninu og toll- yfirvöldum að hreyfa verkin til og nauðsyn- legt hafi verið að fylgjast vel með hlutunum til að ekkert óæskilegt færi ofan í kassana og hingað upp til íslands. Eftir að hafa valið verkin og gengið frá tilskildum leyfum þurfti að koma verkun- um til Jóhannesarborgar. Og það gekk sannarlega ekki þrautalaust fýrir sig. „Þetta gekk allt hægt og rólega eins og hlutirnir ganga í Mósambík. Það var hins vegar þrem dögum fyrir áætlaðan flutning sem allt fór að snúast okkur í óhag. Flutn- ingafyrirtækið brást, við áttum ekki að fá verk eins listamannsins afhent og allt leit út fyrir að annað flutningafyrirtæki sem við leituðum til ætlaði að bregðast okkur á Iokadegi, sem var 30. apríl.“ Þurfti að hagræða sann- leikauunt Aðal vandamálið snéri þó að landamærum Mósambík og Suður-Afríku, en þeim er Iokað klukkan þrjú, og kassamir urðu að komast þar í gegn fyrir 1. maí, sem er frí- dagur, annars hefði allt farið úrskeiðis. „Klukkan tólf á hádegi þann 30. apríl átti eingöngu eftir að fá yfirlýsingu ffá tollinum um að kassamir mættu fara úr landi en þá var þess krafist að við opnuðum kassana aft- ur. Eg neitaði því og stóð í stappi til tvö en þá fengum við að fara í gegn. Ég býst við að tollaramir hafi haldið að við væmm búnir að missa af landamærunum og þess vegna sagt já, of seint að sjálfsögðu, sem þýðir að ég borgaði ekki réttum aðila nógu mikið til að hlutimir gengju smurt fyrir sig. Það er alltaf svolítið erfitt að komast að því hverj- um er best að borga. Oft eru það smákarlar sem menn ráða ekkert við, ekki embættin sem slík,“ segir Jóhann. Tveggja tíma akstur var að landamær- unum sem þýddi að klukkan var orðin fjögur þegar flutningabíllinn renndi þar að. „Eg var orðinn æði stressaður á þess- um tfma en á einhvern óútskýranlegan hátt tókst að fá bílinn í gegn. Með óskap- legum látum að vísu og með því að hag- ræða sannleikanum verulega.“ Gekk að lokum með látiun Verkin em komin til Islands og segir Jóhann þau lýsa skapandi hugsun listamannanna þriggja. „Chissano er einn þekktasti lista- maður Mósambík. Hann vann aðallega í tré, stein og jám. Malangatana er álitinn einn besti málari Afríku og er ákaflega fjöl- hæfur Iistamaður. Hann tók á sínum tíma þátt í sjálfstæðisbaráttu landsins og sat í hálft annað ár í fangelsi sem pólitískur fangi. Mucavele er „naívisti" og með sér- stakan stíl. Myndimar hans eru frekar svip- aðar og mér dettur það helst í hug að hann sé enn að leita að listinni.“ Sammerkt eiga verk listamannanna þriggja frá Mósambík það að vera tilfinn- ingaverk. „I þeim túlka listamennimir þjóð- líf lands síns. Land í stríði sem fylgir mikil grimmd og harðræði þannig að íbúamir Jóhann Þorsteinsson starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar Islands í Mósambík. Hann á stóran fjýja en j,orna margjr hejm aftur petta eru þátt í því að myndlistarsýning afrískra listamanna verður á Listahátíð. mynd pjetur. ákaflega sterkar myndir og ég ætla rétt að vona að fólki þyki sýningin einstök." HBG BJÓÐUM ÚRVALS ÚTSÆÐI Aburður, yfirbreiðslur og öll verkfæri sem til þarf Ráðgjöf sérfræðinga um garð- og gróðurrækt GRÓÐURVÖRUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS G A R Ð Y RKJUMANNA SmiSjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 321 1 • Fax: 554 2100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.