Dagur - 13.05.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 13.05.1998, Blaðsíða 6
22 - MIDVIKVDAGUR 13.MAÍ 1998 HEIMILISLÍFIÐ I LANDINU ElínAlbertsdóttir, rit- stjóri Húsa og híbýla, er vanari því að skoða annrra híbýli en sýna sín eigin. Hún tekurá móti okkurífallegu raðhúsi við Lækjar- hvamm í Hafnarfirði, en gatan sú hefur tví- vegisfengið verðlaun semfallegasta gatan í bænum. Þegar komið er inn í húsið er dökkt tréverk áberandi en það myndar skilrúm milli hæða og inn í eldhúsið. „Þetta er karakt- er hússins," segir Elín en það eru aðeins þrír mánuðir síðan hún flutti í raðhúsið. „Við erum búin að búa í Hafnarfirði í rúm sextán ár þótt það hafi aldrei verið ætlunin að gerast Gaflarar. En við sjáum svo sannarlega ekki eftir því að flytja hingað og viljum hvergi annars staðar vera.“ AntUdiúsgögmn frá nöfnu Þau höfðu eina viku til að flytja og gera það sem þurfti á nýja staðnum. „Það var hörkupúl meðan á því stóð en ég er fegin núna þar sem oft vill dragast að gera hlutina séu þeir-ekki gerðir strax. Við máluðum öll herbergi og breyttum eldhúsinu lítilshátt- ar en vorum í sjálfu sér heppin hversu húsið var í góðu ástandi og vel um það hugsað af fyrri eigendum," segir Elín. Eldhúsið er skemmtilega gult. Veggir eru málaðir í mildum gul- um Iit en gluggatjöld, diskamott- ur og veggborði eru með sams- konar sítrónumynstri. A borðinu eru gulir skrautmunir og blóm. Þessi guli litur fer sérlega vel með dökkri viðarinnréttingunni og svarbláum borðplötunum. Á heimilinu er mikið af göml- um húsgögnum sem Elín fékk frá nöfnu sinni, Elínu Jónatans- dóttur, en hún ólst upp að hluta til hjá henni og eiginmanni hennar, Þorsteini Jónssyni húsa- meistara. „Eg hef alla mína ævi verið meira eða minna hjá henni nöfnu minni, t.d. borðaði ég alltaf hjá henni á aðfangadag og fór með þeim hjónum í sumar- leyfi svo eitthvað sé nefnt. Hún er heldur ekki Iangt frá mér núna því hún dvelur á Sól- vangi. Það var einlæg ósk hennar að ég eignaðist þessi húsgögn og það er mér mikils virði að geta varðveitt þau áfram því þau eru hluti af bernsku minni og uppeidi." Elín sýnir okkur myndir af sér fimm ára gamalli í sófanum sem grammófónn frá sjötta áratugn- um, mikil mubla en þarfnast viðgerðar. Nokkuð góður garður er við húsið jafnt að framanverðu sem aftan en af svölunum úr stof- unni er frábært útsýni yfir sjó- inn og Snæfellsjökull blasir við í góðu skyggni. „Þetta er nánast eins og út í sveit,“ segir Elín. „Við erum með gróðrarstöð hér næstum í bakgarðinum og fugla- söngurinn er nær stöðugur." Kaþólska kirkjan i Hafnarfirði er rétt fyrir ofan húsið og þar niður með er svolítið dalverpi, þar sem maður bíður eiginlega eftir að sjá kýrnar koma labbandi, rétt eins og í sögunni um Heiðu. Eiginmaður Elínar hefur yndi af garðvinnunni og finnst það mikill kostur að eiga eigin garð en húsmóðirin er al- veg sátt við að sitja í sólbaði og láta honum eftir vorverkin í garðinum. -VS Elín heldur hér á uppáhalds bókinni sinni, Kvennafræðaranum, en þetta eintak var áður i eigu Guðrúnar frá Lundi. Gamli grammófónninn er laglegur, en þarfnast viðgerðar. Þarna hefur Elín búið til fjölskylduhorn, safnað saman myndum afýmsum fjölskyldu- meðlimum. Elín hefuránægju af gömlum hlutum eins og sjá má á heimili hennar. Hlutum sem eiga sérsögu. nú prýðir stofu hennar. „Borð- stofusettið er íslenskt. Það var smíðað á trésmíðaverkstæði á Þóroddsstöðum árið 1957, árið sem ég fæddist, og er einstak- lega vandað að öllu leyti. Ég er sérstaklega hreykin af því að það skuli vera ís- Ienskt,“ segir hún. Elín hefur ánægju af göml- um hlutum eins og sjá má á heimili hennar. Hlutum sem eiga sér sögu, eins og hún orðar það. Hún segist oft fara í antíkbúðir, bæði hér heima og erlendis, til að skoða Borðstofusettið er íslenskt handverk, hannað og unnið hér á landi og sérlega vönduð smíði. og handleika þessa gömlu, fal- Iegu muni. Fallegur fuglasöngur Hún hefur Iíka mikla ánægju af bókum og í stofunni er skemmtilegur glerskápur sem geymir margar bækur. „Sjáðu þessa hér,“ segir Eh'n. „Þetta er uppáhaldsbókin mfn, Kvenna- fræðarinn, gefin út árið 1904. Bókin hefur ekki síst gildi þar sem hún var eitt sinn í eigu rit- höfundarins Guðrúnar frá Lundi." Barnaherbergi eru á neðri hæðinni svo og sjónvarpsstofa og vinnuherbergi þeirra hjóna, Elínar og eiginmanns hennar, Ásgeirs Tómassonar frétta- manns. I sjónvarpsherberginu er / eldhúsinu ber mikið á sítrónumynstri sem gerir að verkum að dökk eld- húsinnréttingin nýtur sín vel. Eh'n segist kunna vel við gula litinn og finnst hann léttur og notalegur. myndir: bd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.