Dagur - 13.05.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 13.05.1998, Blaðsíða 11
MIBVIKUDAGUR 13.MAÍ 1998 - 27 Xfc^MT LÍFIÐ í LANDINU FOLKSINS MEINHORNIfl • Meinhyming- ur leggur til að Atlanta flugfé- lagið lækki hita- stigið í flug\él- um sínum svo farþegar þurfi ekki að fækka klæðum á Ieið- inni eins og gerðist í flugi frá Mallorca lyrir fáeinum vikum. • Meinhyrning- ur þolir ekki leti þá sem kemur fram í óskýrum framburði og hálfsögðum orð- um margra þeirra sem tala í Íjósvakafjöl- miðla ... og ekki aðeins þeirra sem í fjölmiðl- ana tala, heldur einnig fólksins á götunni. Erum við virkilega orðin svo dofin að við nennum ekki að tala? • Meinhyming- ur telur fátt eins óþolandi og kæruleysi. Kæruleysi gagn- vart náungan- um, umhverf- inu, lífinu ... allsheijar kæru- Ieysi er að ganga af mann- § ninu dauðu. þolandi. Jörmundur Ingi Hansen, allsherjargoði ásatrúarmanna, helgar „allt hálendi íslands til ævar- andi eignar og notkunar allra íslendinga, með hinni fornu landnámsathöfn." Náttúraná sinn rétt JÖRMUNDUR INGI ALLSHERJARGOÐI SKRIFAR Til alþingismanna og ráðherra: Hin svokölluðu hálendisfrumvörp ríkisstjórnarinnar eru nú til umræðu á Alþingi. Þykir mönnum sem réttindi mikils meirihluta þjóðarinnar séu þar fyrir borð borin. Eitt hefur gleymst í þessari umræðu allri, Iandið sjálft. Landið, landvættirn- ar og náttúran eiga sinn rétt. Þetta var tryggt í Ulfljótslögum við stofnum þjóðveldisins. Þegar Iand var numið hér í öndverðu fór það þannig fram að gerður var samningur við landið, landvættirnar um afnot landsins. Um raunverulegan eignarrétt í nútíma skilningi orðsins var ekki að ræða, heldur rétt ákveðins manns, eða ættar til landnytja. Menn voru, og eru enn að sjálfsögðu, ábyrgir gerða sinna gagnvart landinu. Um- gengni um landið hefur því miður ekki alltaf verið til fyrirmyndar og eru sum þau spjöll, sem þar hafa verið unnin, óbætanleg. Er nú mál að þessu Iinni. Sú ákvörðun að setja hálendið undir stjórn eins ráðherra, en skipta síðan stjórnsýslunni niður á miíli þeirra hreppa sem að hálendinu Iiggja er ávís- un á óreiðu og skipulagsslys. Fleiri nefndir, kærunefndir og yfirnefndir hafa aldrei leyst neinn vanda. Minnumst þess að ef við slítum sundur landið munum við einnig slíta sundur lögin. Allsherjargoði hefur nú helgað allt hálendi Islands til ævarandi eignar og notkunar allra íslendinga, með hinni fornu landnámsathöfn. Landnám - helgun hálendlsins Hér á eftir fer þula sú er Jörmundur Ingi allshetjargoði fór með við helgun hálendisins. Jörmundur hefur rann- sakað hvernig landnámsmenn helguðu sér land við upphaf Islandsbyggðar og mun sá texti er hér birtist fara nokkuð nærri því. Nefni ég til í það vætti, alla þá er orð mín heyra, er ég vinn eið að þessum haugi, baugeið, að allt það er ég hér geri er það sem ég veit réttast og sann- ast og helst að lögum. Hjálpi mér svo Freyr og Njörður og hinn almáttki As. Lýsi ég staðarhelgi - Lýsi ég mannhelgi - Lýsi ég þinghelgi Lýsi ég landhelgun á há- lendinu öllu og eignarhaldi allrar alþýðu, með ám og vötnum, skógum og völlum, fjöllum og dölum, öllum gögnum og gæðum, til nota og nytja oss til handa, niðj- um vorum og erfingjum öll- um, getnum og ógetnum, bomum og óbomum, nefndh eignar fastra. Skal svo haldast meðan mold er, og menn lifa. Heyri jötnar, heyri hrímþursar, synir Suttunga, sjálfir ásliðar, hve ég fyrir m og ónefndum, til og yfirráða fuilra og Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Síminn lesendaþjónustu: 460 6111 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. býð, hve ég fyrir banna, landspjöll öll mönnum, landsbrigðir öllum mönnum. Landhelgun vorri til staðfestu tendra ég eld þennan og munum vér fara eldi um landið allt frá austri til vesturs, frá norðri til suðurs og allt um kring. Heiti ég griðum, heiti ég sáttum, landvættum öllum, álfum, disum og máttkum vörðum. Veri þeir er vera vilja en fari þeir er fara vilja, mér og mínum að meina- lausu. Skulu menn allir umgangast landið afvirðingu og eigi spilla landkostum né valda skaða, en efvaldi þá skulu menn fyrir bæta og svo um búa að eigi fælist landvættir við. Haldi jörð griðum uppi en himinn varði ofan og úthafið allt um kring. Meðan heiðnir menn Hof blóta og Kristnir menn Kirkju sækja. Meðan Eldur brennur, vindur vex og veitir vötn til sjávar. Meðan skip skríð- ur, himinn hverfist, sólskin snæ lægir. Meðan karlar komi sá, sól skín, jörð grær, móðir mög fæðir. Meðan fura vex, laxar ganga og hreinar renna, valur flýgur vorlangan dag og standi honum beinn byr undir báða vængi. Að svo búnu lýsi ég hálendið fullnumið og sættir fullar ogfastar milli þjóðar og landvætta. Veri Goðin holl þeim er halda en gröm þeim er rjúfa. H rossa rækta rsa mtök Eyfirðinga og Þingeyinga Aukakynbótasýning vegna yfirvofandi hitasóttar í hrossum er fyrirhug- uð á Hlíðarholtsvelli á Akureyri dagana 18. og 19. maí nk. Sýningin er fyrir allt félagssvæði samtakanna. Skráning fer fram á skrifstofum búnaðarsambandanna og lýkur fimmtudaginn 14. maíkl. 17.00. Minnt er á að niðurstaða blóðflokkaprófs stóðhesta þarf að liggja fyrir áður en sýning fer fram. Frestur til að panta undir stóðhesta er framlengdur til 31. maí vegna óvissu um stóðhestahaldið í sumar. Hrossaeigendur eru eindregið varaðir við því að flýta fyrir útbreiðslu veikinnar og hvattir til að forðast samgang við bæi þar sem veikin kann að vera til staðar. Stjórnin. VERSLUN ARHÚSNÆÐI til leigu frá 1. júnf nk. Til leigu er verslunarhúsnæði Heilsuhornsins, Skipagötu 6, Akureyri. Húsnæðið er ca. 70 m2, staðsett á besta stað í miðbæ Akureyrar. Upplýsingar næstu kvöld kl. 7-9 í síma 462 3088. TILDOÐ Solfkjöffors kr. 396,- kg Hrísolundur fyrir þig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.