Dagur - 13.05.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 13.05.1998, Blaðsíða 4
20-MIÐVIKVDAGUR 13. MAÍ 1998 rD^tr LÍFIÐ í LANDINU UMBUÐA- LAUST Ragnhildur Viglúsdóttir skrifar „Þið komið og farið, en ég verð alltaf hér,“ er sagt að embættismaður hafi sagt við stjórn- málamann eitt sinn. Mér verður oft hugs- að til þessara orða og þá um leið hversu mikilvægt það hlýtur að vera fyrir stjórn- málamenn að fá embættismennina í lið með sér. Að ég tali nú ekki um hversu mikilvægt það er fyrir lýðræðið að emb- ættismennirnir sitji ekki of lengi á valda- stólum sínum og að sama skapi að stjóm- málamenn fái tíma til að láta til sín taka innan steinrunninnar stjórnsýslunnar. Emhæff i smennimir ráða Þegar ég fór fyrst að skipta mér af pólitík var ég þriðji varamaður í lítilsmetinni nefnd. Mér fannst sjálfgefið að við stjórn- málamennimir legðum lfnurnar og réð- um því sem við vildum ráða. Til þess vor- um við kosin, til þess var Iýðræðið. Það var því sjálfgefið að starfsmaðurinn færi í einu og öllu eftir því sem við sögðum. Síðar varð ég sjálf starfsmaður lítilsmet- innar nefndar og fannst sjálfsagt að ég réði því sem ég vildi ráða. Eg sá að sú var raunin hvert sem ég leit innan stjómsýsl- unnar sem ég var orðin hluti af. Stjórnmálamennirnir réðu aðeins því sem embættismennirnir leyfðu þeim að ráða, eða leyfðu þeim að halda að þeir réðu. I raun réðum við embættismenn- irnir öllu sem við vildum ráða. Sumir réðu auðvitað meiru en aðrir og stundum var hárfín valdabarátta milli mismunandi embættismanna og menn víluðu ekki íyr- ir sér að reyna að beita fyrir sig stjórn- málamönnum sem héldu í einfeldni sinni að þeir væru að stjórna bæjarfélaginu. Það tjóaði lítt fyrir æðsta yfirmann bæjar- ins að gefa út hástemmdar yfirlýsingar í fámenni eða fjölmenni, án fulltingis emb- ættismannanna strandaði allt einhvers staðar í kerfinu. Boðleiðirnar þið skiljið, svo langar og flóknar. Ekki halda að ég sé bara að tala um Akureyri, ástandið er ef- laust ekki verra þar en gengur og gerist í öðrum bæjarfélögum. Sjáið t.d. Reykja- víkurborg. Heimildir mínar meðal borgar- „Ættu kjósendur kannski að greiða þeim flokki at- kvæði sitt sem mestar líkur eru á að geti fengið embættismennina í lið með sér?“ spyr Ragnhildur Vigfús- dóttir í pistli sínum. iwmm starfsmanna segja mér að margt hafi breyst á þessu kjörtímabili til hins betra. Þar hefur borgarstjórn telcist að fá emb- ættismennina í lið með sér með einum eða öðrum hætti. Hvað skyldi þeim takast að gera fengju þeir að minnsta kosti eitt kjörtímabil enn? ... eða stjónunálamennimir? Sumir embættismenn - og jafnvel stjórn- málamenn - fylgjast með tíðarandanum, t.d. nýjum straumum og stefnum í starfs- mannamálum og stjórnunarháttum, með- an aðrir ríghalda í það gamla sem hefur jú reynst vel undanfarinn aldarfjórðung í það minnsta. Skil eru víða að koma milli þeirra sem vilja taka þátt í nauðsynlegum breytingum og hinna sem vilja ekki taka þátt í einu né neinu, aðeins þreyja þorr- ann uns þeir komast á eftirlaun. Það er sjaldnast nóg að bæjarstjórn boði breyt- ingar, það er undir embættismönnunum komið hvort þær komast í gegn eða verða aðgerðarleysinu að bráð. Það stoðar lítt fyrir stjórnmálamenn að æpa, grátbiðja eða hóta, embættismennirnir ráða í flest- um tilvikum ferðinni. Auðvitað tekst ein- um og einum pólitíkus að koma smá róti á yfirborðið, t.d. með því að semja beint við starfsmann sinn um kaup og kjör en fara ekki rétta boðleið. En embættismað- urinn leiðréttir slíka vitleysu um leið og færi gefst, stjórnmálamaðurinn gufar jú upp og allir gleyma honum skjótt en embættismaðurinn situr fastast á pottlok- inu og kemur í veg fyrir að uppúr sjóði víðar. Þessir þankar eru ef til vill ekki viðeig- andi núna þegar kosningar eru í nánd, eða hvað? Ættu kjósendur kannski að greiða þeim flokki atkvæði sitt sem mestar líkur eru á að geti fengið embættismenn- ina í lið með sér - eða haft stjórn á þeim og komið góðu til leiðar þrátt fyrir þá. Loftkastalinn kemur noröur Ahugaverð tíðindi berast inn í leikhúsheim Akureyrar: Loft- kastalinn er á leið norður. Þegar LA pakkar saman yfir sumarið að gamalli þjóðlegri hefð kemur Loftkastalinn inn á Renniverk- stæðið með þrautreynt kassa- stykki til að kitla hláturtaugar. „Sumarbyltingin" sem hófst í höfuðborginni fyrir nokkrum árum utan við garð stóru leikhús- anna er að teygja sig norður á bóginn. Samtímis bætast við þau áform að halda áfram næsta vet- ur ef vel gengur með „létt“ leikhúsverk á Renniverkstæðinu. Leikfélag Akureyrar fær nú sömu samkeppni og gert hefur usla í leikhúslífi borgarinnar. Hvað þýðir það? Loftkastalinn hefur gengið vel með því að setja upp vinsældavæn stykki sem líkleg eru að skila hagnaði, og alveg borðleggjandi staðreynd að Borgarleikhúsið hefur fengið að finna fyrir því, og Þjóðleik- húsið sjálfsagt líka. Leikfélag Ak- ureyrar mun þurfa að hugsa sinn gang. All hressilega. Kleniiiia LA er menningarleg nauðsyn á Akureyri, en er alveg á mörkum hins byggilega heims fyrir at- vinnuleikhús með Iistrænan metnað. Samkeppni frá „léttu" leikhúsi á Renni- verkstæðinu mun setja LA í enn meiri klemmu. Félaginu verður þröngvað í harða samkeppni um þann rjóma sem Loftkastalinn vill fleyta ofan af áhorf- endahópnum, en verður samtímis að réttlæta opinber framlög með menning- MENNINGAR VAKTIN Stefán Jón Hafstein skrifar Úr Söngvaseiði Leikfélags Akur- eyrar: dúndrandi ánægja og mylj- andi aðsókn, sem skilar tapi. Loft- kastalinn gerir ekki út á slíkt. arlegum metnaði. í þeirri stöðu rúmast engin mistök. Söngvaseiður Mistök á borð við Söngvaseið eru dæmi um það sem LA getur ekki leyft sér. Það er sorglegt að þessi vinsæla sýning, sem rækilega hefur slegið í gegn, skuli engu skila í kassann nema tapi. I einu orði sagt er ekki hægt að leyfa sér svona. Söngvaseiður er dæmigert kassastykki sem á að borga salt í grautinn. Söngva- seiður er Iíka dæmigert verk sem hægt hefði verið að sýna reglulega í allt sum- ar við dúndrandi móttökur ferðamanna. Hægt hefði verið að skipta út í hlutverk- um þeirra sem ekki geta haldið áfram, en þjálfa stöðugt upp nýja áhöfn til að halda gullgerðarvélinni gangandi. Þess í stað er hætt, þegar ný vertíð er rétt að byrja. Þúsundir manna fara á hreyfingu um landið í sumar. Söngvaseiður hefði getað orðið gífurlegt aðdráttarafl fyrir bæinn og skilað inn miklu fé. Til bæjar- ins og til Leikfélagsins. Sýningin er ná- kvæmlega það sem þarf til að fá ferða- menn til að gista eina eða tvær nætur. Þess í stað er sjoppunni lokað. Og má víst þakka fyrir, því annars hefði tapið bara orðið meira. Svona geta menn ekki leyft sér að starfa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.