Dagur - 13.05.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 13.05.1998, Blaðsíða 2
18 - MIÐVIKUDAGVR 13. MAÍ 1998 LIFIÐ I LANDINU L' SMÁTT OG STÖRT UMSJÓN: JÓN BIRGIR PÉTURSSON Gylfi Guðjónsson ökukennari og frambjóðandi. Jónas Kristjánsson ritstjóri DV. „Þannig er að konan mín kemur oft á Ieiki og á undirbúnings- tímabilinu fyrir eitt sumarið horfði hún á marga leiki í kulda og var alltaf í bleikum ullar- nærbuxum sem hún átti. A undir- búningstímabilinu gekk okkur vel þannig að hún þorði ekki annað en að mæta á alla leiki eftir það í nærbuxunum góðu...“ Ásgeir Elíasson knatt- spymuþjálfari í DV í gær. Exemið í Mosanum Stjórnmálaumræður eru í lágmarki enda þótt aðeins séu 10 dagar til sveitarstjórnakosninga. I Mosfellsbæ glotta sjálfstæðismenn út í ann- að þegar nafn Gylfa Guðjónssonar ber á góma. Hann var talinn maðurinn bak við sigur fram- sóknarmanna fyrir fjórum árum með öflugri útgáfu á Mosfellstíðindum. Gylfi er ökukenn- ari og fer um allan bæ með nemendur sína. Hann hittir marga, safnar þá fréttum og aug- lýsingum í blað sitt, jafnframt því sem hann kennir fólki að aka. En Gylfi á ekki framtíð fyrir sér í pólitík. Hann vildi áfram 3. sæti list- ans, fékk ekld. Hann vildi skipulagsmálin, fékk ekki heldur. I fjórtánda sætið fór hann, - býð- ur nú fram sér, og biður fólk að setja ex við emm, X-M. I Mosanum er listinn því kallaður Exemið... Efnileg ritdeila í uppsiglingu Morgunblaðið er sakað um sóoaskap í ritstjórn sinni, og Sverrir Hermannsson sagður á lágu siðferðisstigi í leiðara DV í gær. Jónas Krist- jánsson gagnrýnir Morgunblaðið fyrir að rétt- læta í leiðara birtingu á fúkyrðaflaumi banka- stjórans fyrrverandi, ekki síst í garð tveggja rit- stjóra Dags. Jónas telur að ritstjórar Dags standi jafnkeikir eftir ummæli Sverris um tík- arsyni, - en það geri hins vegar ritstjórar Morgunblaðsins ekki og sé blaðið að „velja sér óþarflega lágt tilvistarstig." Hér má vænta svara Morgunblaðsritstjóranna Matthíasar og Styrmis og efnileg ritdeilda kann að vera í uppsiglingu. Ekkert Búddahof, ekkertjólaland Kópavogsbúar áttu von á að í bæ þeirra risu bæði Búddahof og Jólaland. Hvorugt virðist ætla að verða raunin. Búdda er í tvennskonar kreppuástandi. fslenskir búddatrúarmenn eru náttúrlega komnir í hár saman um staðsetn- inguna eins og okkar er von og vísa, og suður í Taílandi fínnst mönnum ekki rétt að flytja fé til íslands meðan yfír gengur peningakreppa í Asíu. Jólalandið hafa íbúarnir sjálfír blásið af, vilja ekki sjá jólasveininn nema þessa þrettán daga ársins. Kópavogur verður þvf að láta sér nægja búðirnar í Kópavogsdal, Elkó og vænt- anlega stórverslun Debenhams, - sem vanar búðakonur segja okkur reyndar að sé „ekkert ofboðslega smart...“ Sigriður Arnar- dóttir ritstýrir Vikunni, sem er nýtt blað með gamalkunnu efni. Hin eina sanna VIKA kom inn á ansi mörg heimili hér á landi fyrr á árum og varla til það manns- bam sem þekkti ekki blaðið. Tímaritið Vikan hefur ekki verið gefín út um tíma, en nú fá lands- menn að sjá hana aftur, ekki sama blaðið, heldur nýtt blað með þessu gamalkunna nafni. Ritstjóri nýju Vikunnar er ís- lendingum að góðu kunn. Starf- aði enda Iengi hjá Ríkisútvarpinu og Sjónvarpinu, sinnti þar ýms- um störfum; var sjónvarpsþula, umsjónarmaður þáttarins „í sannleika sagt“, sá um „Samfé- lagið í nærmynd'1 og nú síðast ritstjóri Dægurmálaútvarpsins. Ritstjórinn heitir Sigríður Arn- ardóttir og með henni eru á blað- inu aðrir velþekktir starfsmenn Ríkisútvarpsins eins og til dæmis ritstjórafull- trúinn sem heitir Anna Kristine Magnúsdóttir stjórnandi hins vinsæla þáttar „Milli mjalta og messu“. Tímalaust blað „Fyrsta tölublað verður komið í verslanir á þriðjudaginn," segir Sigríður „og það er ýmislegt nýtt þar á ferðinni. Fyrir það fyrsta er blaðið ódýrt, kostar aðeins 399 kr. Vikan verður 56 síð- ur og kemur út hálfsmánaðarlega fyrst í stað en þegar frammí sækir mun hún koma vikulega og bera þá nafn með rentu.“ Efnistök blaðsins eru að mörgu leyti sótt til Norðurlandanna og segir Sigríður Vikuna eiga að vera heimilislegt blað, sem hefur manneskjuna í öndvegi og kannski fyrst og fremst blað sem lítur tilveruna jákvæðum augum. „í Vikunni verður að fínna lífs- reynslusögur fólks, krossgátur, sakamálasögur, ráðleggingar frá heimilislækni og félagsráðgjafa, viðtöl við áhugavert fólk, lista- kokka og margt fleira, semsagt mjög fjölbreytt," segir hún. í fyrsta tölublaði verður smásaga eftir Þórarinn Eldjárn, en hann samdi hana sérstaklega fyrir Vik- una. Einnig leitar blaðið að hæfileikaríku fólki og efnir til smásagnasamkeppni þar sem vegleg verðlaun verða í boði, að sögn Sigríðar. „Við byggjum mikið á samskiptum við fólkið f landinu og höfum fundið gífurlegan góðvilja og áhuga á blaðinu, þótt fyrsta tölublað hafi ekki litið dagsins ljós,“ segir Sigríður. „Það er greini- legt að fólk hefur áhuga á slíku blaði, enda selj- ast dönsku heimilisblöðin vel hér á landi.“ -VS ÍVikunniverdur aðfinna lífsreynslu- sögurfólks, kross- gátur, sakamála- sögur, ráðlegging- arfrá heimilis- lækni ogfélags ráðgjafa. SPJALL ■ FRÁ DEGI TIL DAGS Hafí móðir náttúra gefíð þér gjafmildi, eru hendur þínar og hjarta ávallt tilbú- in að gefa. Þó svo að þú eigir ekkert í höndum þínum, þá er hjarta þitt fullt af gjöfum sem þú getur gefíð. Frances Hodgson Burnett Atburðir dagsins •1947 samþykkti Alþingi lög um að Sauðárkrókskauptún skyldi vera kaup- staður og sérstakt lögsagnarumdæmi. • 1949 var fyrsta gas túrbínan sett upp í Wilmar Arizona og var henni ætlað að dæla upp gasi. • 1981 var Jóhannes Páll II páfi fyrir skoti á Péturstorginu í Róm. Hann slapp með skrekkinn, særðist að vísu. Fædd á þessum degi • 1950 fæddist rokkstjaman Peter Gabriel sem var í hljómsveitinni Genesis. • 1950 fæddist Ifka Stevie Wonder söngv- ari sem þekktur var fyrir sín Ijúfsáru ástarsöngva. • 1842 fæddist Arthur Sullivan tónskáld. Sullivan og Gilbert, félagi hans, sömdu margar skemmtilegar og léttar óperur. Þeim félögum er oft ruglað saman við Gilbert O'SulIivan, sem var söngvari og skáld en sá var heldur seinna á ferðinni og söng annars konar söngva. Vísa dagsins Eitt sinn hitti Sigurður Breiðfjörð Hjálm- ar frá Bólu og fylgdi honum að Blöndu. Þegar Sigurður kom yfir ána kastaði hann þessari stöku til Hjálmars: Stí er bónin eftir ein ei skal henni leyna. Ofan yfir Breiðfjörðs bein, breið þú stöku eina. Hátíðisdagar I Singapore halaa búddatrúarmenn upp á afmæli Buddha í dag. I kaþólskri trú er þessi dagur helgaður mörgum dýrlingum. Þar má nefna, St. Andrew Hubert Foumet, St. John the Si- Ient, St. Peter Ragalatus og St. Solomon. Afmælisbam dagsins Breski rithöfundurinn Daphne du Maurier fæddist árið 1907. Flestar sögur hennar gerast á heimaslóðum hennar í Comwall á Bretlandi, en hún er tvímælalaust frægust fyrir skáldsögu sína, Rebekku, sem kom út árið 1938. Alfred Hitchcock gerði um ævina þijár bíómyndir eft- ir sögum hennar: Rebecca, Jamaica Inn og Birds. Þá gerði Nicolas Roeg fræga mynd eftir smásögu hennar Don’t Look Now. „íþetta sinn mála ég mig ekki út í horní“ Tölvaní dag Fyrir þá sem vilja leyna fyrir öðrum því sem þeir eru að skrifa á tölvuna er ágætt að vera með leyndarkóðunarforrit. Þetta forrit, CodeDrag er alveg skothelt að sögn. Hægt er að sækja það til: www.fim.uni-linz.ac.at/codedrag/code- drag.htm I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.