Dagur - 13.05.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 13.05.1998, Blaðsíða 3
 MIDVIKUDAGUR 13.MAÍ 1998 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Ég er að passa litla bróður - Já, sæl Aðalheiður Lilja. Hvernig gengur með þennan nýja framboðslista í Skaga- firði, Vinsældalistann? „Eg vona að það gangi vel. Undirtekirnar hafa verið alla vega, sumir segja reyndar að við séum krakkar sem ekkert vitum út á hvað stjórnmál ganga, en sjálf lítum við svo á að við séum að hræra upp í gamaldags sveitapólítík. Það er ekki van- þörf á.“ Hafa fulltrúar gömlu flokkanna haft samband við ykkur vegna þessa framboðs og hefur þú heyrt hvemig þeim líst á þetta? „Ég hef heyrt að þeir séu sumir hveijir ekki spenntir fyrir þessu. Ég veit til að mynda ekki hvort ég þori að koma í bráð inn í Framsóknarhúsið á Sauðár- króki, en ég gekk í flokkinn þeg- ar ég var fimmtán ára.“ - Fimmtán ára! Hvað var í gangi? „Mér leist bara svo vel á stefnu flokksins að ég vildi ólm verða framsóknarkona og hef verið það síðan. En ég veit ekki hvað verður nú.“ - Nú voruð þið með ýmis skemmtileg mál á ykkar stefhuskrá, svo sem að setja upp styttu af Geirmundi Val- týssyni, koma upp nætur- klúbbi í Lýtingsstaðahreppi og fleira í þessum dúr. Hvernig hafa undirtektir verið? „Ja, ég hef nú ekkert heyrt frá Geira en ég frétti af viðtali við hann þar sem hann sagðist telja þetta tilhlýðilegt þar sem hann ætti fjörutíu ára afmæli sem tónlistarmaður í ár. Hvað varðar þennan næturklúbb þá hafa undirtektir Lýtinga verið góðar, unga fólkið fremra verður að geta komist út að skemmta sér.“ - Heyrðu, þú ert í 1. sæti, bróðir þinn í 2. sæti, systir þín í 11. sæti og síðan er pabbi þinn í 22. sæti á Skagafjarðarlistan- um. Eru þið samhent fjöl- skylda? „Mér leist bara svo vel á stefnu flokksins að ég vildi ólm verða fram- sóknarkona, “ segir Aðalheiður Lilja Úlfarsdóttir, sem skipar efsta sæti Vinsældalistans í Skagafirði. „Já, það held ég. Við systkinin erum það að minnsta kosti og þó pabbi sé á Skagafjarðarlistan- um er hann ekkert að troða sinni pólítík upp á okkur.“ - Heyrðu, þetta á að vera örstutt hjá mér, en mér þætti nú betra ef ég næði í þig á eft- ir til að geta haft þetta yfír svo ég segði satt og rétt frá. Verð- ur þú heima? „Pottþétt. Ég er að passa litla bróður minn og verð heima eitt- hvað áfram, að minnsta kosti fram að kvöldmat." Flat- brauð og ost- arfrá KEA - Sigga Dóra, blessuð. Hvað er að frétta að austan? „Ja, ég er nú hér komin með hann Jón Brynjar rútubílstjóra í kvöldmat til okkar, en hann er á leiðinni með krakka úr 9. og 10. bekk Vopnaljarðarskóla til ykkar á Akureyri þangað sem á að fara í skólaferðalag. Og sá fær nú al- deilis fínt að éta.“ - Einsog hvað... „Ja, bíddu nú við. Jú, hér er ég með flatbrauð, hangikjöt, hangi- „Vopnafjörður er alltofmikill fram- sóknarstaður, “ segir Sigríður Dóra Sverrisdóttir á Vopnafirði. kjötssalat, heilhveitibrauð, osta frá KEA og síðan eru hér afgang- ar af ostaköku og ijómatertu úr afmælinu hennar mömmu sem var á sunnudaginn var. Þetta er nú svo mikið fínirí að þú verður eiginlega að leggja á þig þriggja tíma akstur hingað austur til að koma í kvöldmat hjá mér.“ - Já, er vegurinn um Vopna- fjarðarheiði orðinn þokkaleg- ur. Nú heyrðust af því fréttir að hann væri einn allsheijar drulludammur... „Hann er nú að skána, ég heyrði á fólki sem fór þarna um á laugardaginn. En þú getur alveg farið þarna um á þín- um blaðamannabíl. Ert þú ekki á drossíu? - Nei, blessuð vertu. Ég er nú bara á gam- alli Toyotu-Tercel, fjórtán ára gamalli. Heyrðu, hvað er að frétta úr pólítíkinni fyr- ir austan? „Ja, hér eru komnir fram þrír boðslistar, það eru listar is landi á áttatíu símskrefi Sigurður Bogi Sævarsson, slær á þráðinn og kannar mannlifið i landinu Sögrn: af Sæmundi ásebinm - Veðurstofan. Já, er Þór á hafísdeild- inni við? „Já, bíddu andartak." „Þór hér.“ - Já, blessaður, Sigurður Bogi á Degi hérna. Heyrðu, mig langaði til þess að spyija þig um Oddafélagið, þar sem þú ert formaður. Ég fékk bréf þar sem fram kom að þið eruð að afhjúpa á Odda á Rangárvöllum minnisvarða um Sæmund á Selnum og verður það gert á sunnudaginn kemur. Stendur félagið að þessu? „Ekki einvörðungu, sr. Sigurður Jóns- son í Odda, ritari félagsins, hefur verið prímousmótor í þessu og hefur félagið stutt hann. Þetta hefur fengið góðar und- irtektir og fjárframlög hafa einna helst komið úr heimahéraði, og það mun standa á stöpli undir varðanum.11 - Ég var einhversstaðar búinn að heyra að þetta væri afsteypa af þeirri styttu sem er fyrir framan Háskóla Is- lands... „Já, það er rétt hjá þér og við höfum þurft að hafa samvinnu við háskólann um þetta og einning hefur þurft að greiða all- nokkra upphæð í höfundargjöld til As- mundarsafns. Nú og síðan erum við með Oddastefnu á laugardaginn þar sem rætt verður um ýmis mál er varða Oddastað í nútíð og framtíð." - Hvað verður helst talað um? „Ég get nú nefnt þér það að flutt verð- ur m.a. erindi sem Helgi Hannesson frá Sumarliðabæ í Holtum, sem er faðir „Á Oddastefnu verður flutt erindi eftir Helga i Sumarliðabæ í Holtum, þar sem hann leiðir rök að því að Sæmundur fróði sé frumhöf- undur Njálu, “ segir Þór Jakobsson. Heiðars blaðamanns hjá ykkur á Degi, þar sem Helgi leiðir rök að því að Sæmundur fróði sé frumhöfundur Njálu. Þá kenn- ingu byggir hann m.a. á því hve margir af ættingjum hans komi við sögu í þessu meistarastykki. Auðvitað byggir ritgerðin ekki á vísindalegum kröfum, en grunnur- inn er góður.“ - Heyrðu, síðan er annað sem mig langar til að spyrja þig um. Hvemig fínnst þér þetta nýja form veðurfrétta á Stöð 2? „Mér finnst þetta framför að mörgu leyti, og þetta hefur vakið áhuga margra. Reyndar eru viss smáatriði sem þarf að laga; hitatölu- og vindhæðarmörkin mættu vera stærri og Islandskortið er kannski svo skrautlegt að það dregur at- hygli frá veðurfréttunum sjálfum. En annars hef ég ekki séð þetta alla daga, stundum er ég alveg bundinn við að segja veðurfréttir í gamla-bíó, en svo kalla ég Sjónvarpið, og því get ég ekki alltaf náð nýja-bíói, þó ég glaður vildi.“ Sjálfstæðismanna og óháðra, Alþýðubandalagsins og óháðra og síðan Framsóknarflokks- ins. Ég sjálf er í þriðja sæti á Alþýðubandalagslistanum og við ætlum að halda okkar hlut hér og ekki láta Framsókn ná völdum, en þeir hafa verið án þeirra síðustu tvö kjörtímabil." - Já, það er nú líkast til, er ekki Halldór Asgrímsson fæddur þarna... „Ja, ég er ekki pottþétt á því, en hann var að minnsta kosti mikið hér sem krakki hjá afa sínum og ömmu. En hann er náttúrulega alinn upp á Höfn í Hornafirði, einog allir vita. En hér er pólítíkin frjálsleg og tvö framboð opin óháðu fólki svo þeir sem ekki vilja binda trúss sitt við stjórnmálaflokka geti engu að síður komið sínum sjónarmiðum á framfæri.“ Oflítil föt af afa þínum - Sæll, Auðunn Örvar. Heyrðu, hvað getur þú sagt mér um sumartísku unga fólksins á Suðurlandi. Hvernig fötum vill hin sunnlenska æska helst klæðast um þessar mundir? „Auðvitað fötum frá mér! Nei það er nú kannski of mikið sagt og ekki sann- gjarnt. En ætli það séu ekki helst svona einhver mátulega hallærisleg föt sem hæst ber núna, þröngar skyrtur og jakkar hjá ungum herrum. Svona líkt og of lítil föt af afa þínum. Hjá ungum stúlkum eru það sandalar, toppar og gróf síð pils. Og síðan er það líka þessi grófi stíll sem margir eru spenntir fyrir; hjólabrettatísk- an svonefnda. Þar er ég að tala um hettu- peysur, víðar gallabuxur og strigaskó af ýmum toga.“ - Er þessi fatatíska bundin sérstak- lega við einhvern ákveðinn aldurshóp? „Nei, þetta hefur verið að ná til fleiri. Aður fyrr var þessi grófi fatastíll bundinn við aldurshópinn 14 til 17 ára, en ég sé ekki betur en að þetta sé nú að færast út. Nær í dag líka orðið til fólks sem er þetta 27 og 28 ára. Og fólki líkar þetta harla vel.“ - Hvað eru eiginlega margar fata- búðir á Selfossi? „Ég held að þær séu að minnsta kosti „Síðan þessigrófi stíll sem margir eru spenntir fyrir; hjólabrettatískan svonefnda, “ segir Auðunn Örvar Pálsson á Selfossi. sex, fyrir utan kaupfélagið þar sem kjaftar hver tuska. En annars er helsta sam- keppni okkar fatakaupmanna á Selfossi við Reykjavíkina, ég gæti nú best trúað því að ekki nema 20 til 30% af fötum Sunn- lendinga væru keypt fyrir austan fjall." - Nú er það gegn siður meðal æsku- fólks að eyða sumarhýrunni í að kaupa föt, hvemig leggst þá sumarið í þig og hvar vinna krakkar á Selfossi helst á sumrin? „Veistu það, Bogi, þetta verður ábyggi- lega mjög gott sumar. Ég bara finn það á mér. Krakkar hér munu hafa næga vinnu enda geta þau alltaf gengið inn í þetta venjulega; það er bæjarvinnan hjá þeim yngri og þegar þau eldast er það humar á Stokkseyri, jógúrtdósirnar í mjólkurbúinu og síðan vinna hjá ýmsum öðrum fyrir- tækjum hér á Selfossi, svo sem kaupfélag- inu, í Set, Hótelinu og fleira gæti ég nefnt.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.