Dagur - 13.05.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 13.05.1998, Blaðsíða 10
26 - MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 LÍFIÐ t LANDINU Reykj avíkur- meistaramótið Vormót hestamannafélaganna eru nú komin á fullan skrið. Um síðustu helgi var Reykjavíkur- mótið í hestaíþróttum haldið í Víðidalnum og var þátttaka mik- il. Þar var keppt í ijórgangi og fimmgangi, tölti og gæðinga- skeiði. Flokkarnir voru 5: Opinn flokkur, áhugamannaflokkur, ungmennaflokkur, unglinga- flokkur og barnaflokkur. Enn var Oddur frá Blönduósi á ferð- inni og sigraði Sigurbjörn Bárðarson á honum í opna flokknum bæði í tölti og fjórgangi. I áhugamanna- flokknum í tölti sigraði Auður Stefánsdóttir á Röðli og Lára Grimm í ung- mennaflokknum á Glæsi, í unglinga- flokknum Þórdís E. Gunnarsdóttir á Gyllingu og í barnaflokknum Steinar T. Vilhjálmsson. I fjórgangi í áhugamannaflokki sigr- aði Marían Gunnarsdóttir á Hyl, í ung- HESTAR Kári Arnórsson skrifar Orríferekki norður. mennaflokki Lára Grimm á Glæsi, í unglingaflokki Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Djákna og í barnaflokki Maríanna Magnús- dóttir á Ekkju. I fimmgangi í opna flokknum sigraði Sveinn Ragnarsson á Brynjari, í áhugamann flokkn- um Þórunn Eyvindsdóttir á Gjöf, í ungmennaflokki Davíð Matthíasson á Stjörnuglóð, í unglingaflokki Jóna Ragn- arsdóttir á Mána. Gæð- ingaskeiðið vann Sigur- björn Bárðarson á Snarfara og ungmennaflokkinn vann Davíð Jónsson á Dropa. 1 Stigahæsti knapi í opnum flokki var Sigurbjörn Bárð- arson með átta gull. Geysismenn voru með opið íþrótta- mót á Gaddstaðaflötum á laugardaginn. Það var World Cup mót og greint verð- ur frá úrslitum á hestasíðunni á föstu- daginn. Veiran á fullri ferð Landbúnaðarráðherra hefur numið úr gildi fyrri reglugerðir um varnarlínur vegna hitasóttatrinnar í hrossum. Það er hins vegar nokkuð ljóst að eftir að veikin hefur borist norður á einn bæ í Skagafirði þá muni hún stinga sér nið- ur innan skamms á fleiri bæjum og sú hætta var auðvitað fyrir hendi að með auknum samgöngum sem fylgja vorinu myndi veiran berast um landið. Það er á vissan hátt mikil vonbrigði að ekki skyldi vera hægt að halda Norð- ur- og Austurlandi hreinu fram á sum- ar, þó svo það kunni að hafa verið óraunhæft. Menn velta því nú fyrir sér hvaða áhrif þessi nýja smitun kunni að hafa á mótahald í sumar. Þeim áhrifum er ekki hægt með neinu móti að gera sér grein fyrir. Því er ekki um annað að gera en halda áfram með undirbúning að landsmótinu eins og mótshaldarar hafa verið að gera og allt tal um að hætta við mótið á að fella niður en snúa sér að því að kynna þau hross sem líkleg eru til þátttöku og þá keppni sem þeirra á milli verður. Að velja sér landsmót Sú ákvörðun að afkvæmi Orra frá Þúfu skuli ekki mæta til heiðursverðlauna er mjög slæm fyrir mótið. Orri er með langhæstu kynbótaeinkunnina í ár og mér finnst það nánast skylda manna að slíkur afkvæmahópur mæti. Sú fyrir- bára að ekki hafi verið tök á því að mæta með hestinn sjálfan í góðu formi á.ekki að ráða úrslitum þegar verið er að fjalla um afkvæmadóm. Þessi ákvörðun gefur líka þeirri skoðun undir fótinn að menn fari að velja sér landsmót og er þannig bein af- Ieiðing þeirrar ákvörðunar að hafa landsmót annað hvert ár. En landsmót- in rísa varla undir nafni ef bestu hross- in mæta ekki til leiks. Menn fara þá líka að velta fyrir sér kostnaðinum sem því fylgir að flytja hrossin milli lands- fjórðunga og vilja frekar bíða tvö ár eins og Orradæmið sýnir. Ef þróunin verður með þessum hætti þá er það mjög nei- kvætt fyrir þá sem búnir eru að kosta til miklum fjámunum til þess að geta boð- ið upp á sem besta aðstöðu fyrir stór- mót. Eg tel mjög líklegt að eigendur Orra hefðu viljað fá heiðursverðlaun á hann núna, ef fjögur ár hefðu verið til næsta landsmóts. Það er eðli kynbóta- matsins að hestar lækka í einkunn þeg- ar þeir komast á efri ár vegna þess að þá er afkvæmahópurinn orðinn svo stór, ef hestarnir hafa verið vinsælir, og því líklegt að gæðin verði minni í heild. Það er t.d. ekkert öruggt að Orri standi efstur í kynbótamati eftir tvö ár þó lík- urnar séu miklar vegna þess hve hann stendur hátt núna. En hvað sem því Ifð- ur þá verður að ætlast til þess að þau hross sem vekja mesta eftirtekt og áhorfendur vilja sjá komi fram á lands- mótum. Lélegt sjálfsmat SVOJMA ER LIFID Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyija, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann ld. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Lesandi Lesandi hafði samband við þátt- inn og sagði það alltaf valda sér heilabrotum að fólk sem kvartar og kveinar yfir því að greiða fimmþús- und krónur í heilsuræktarstöðv- ar, færi kannski um aðra hverja helgi og keypti sér drykki á krá fyrir sjö þúsund og greiddi með bros á vör. Svona er lífið! Hefur þú einhver ráð við Iitlu sjálfsmati? Ég er að beijast við að bera mig saman við aðra og finnst ég alltaf vera verri eða minni manneskja en þeir sem ég ber mig saman við. Mér líður líka alltaf eins og ég segi einhverja vitleysu þeg- ar ég tala við fólk, að ég svari heimskulega og svoleiðis. Ein Iangt niðri. Kæra Iangt niðri. Mörgum líður líkt og þér einhvern tíma og öll höfum við verið langt niðri um tíma of fundist allt ómögulegt en hér eru nokkrir punktar til að fara eftir: Sæstu við sjálfa þig, veikleika þína, styrk og tilfinning- ar. Það merkir þó ekki að þú eigir ekki að vinna að því að bæta það sem þú ert ósátt við. Fyrirgefðu sjálfri þér mistök þín og sjáðu þau sem tækifæri til að læra og þroskast. Taktu þér tíma fyrir sjálfa þig til að læra, lesa, leika þér, skrifa eða hvað annað sem þig langar til að gera. Treystu hugsunum þínum og innsæi. Gerðu það sem orsakar að þér líður vel. Vertu stolt af áföngum sem þú nærð, bæði stórum og smáum. Settu þér raunhæf markmið og þroskaðu hæfileika þína. Dragðu fram jákvæða hluti, slepptu þessum neikvæðu. Sjáðu til þess að þú fáir góða næringu og nægan svefn og stundaðu einhverja líkamsrækt. Vertu innan um heil- brigt og jákvætt fólk. Ekki vera með endalausan samaburð við annað fólk. Engir tveir eru eins og því er ómögulegt að vera með slíkan samanburð. Rabarbari, illgresi eða sælgæti? Rabarbarinn er með því fyrsta sem kemur upp á vorin og strax í júní getum við far- ið að nota hann til matar. Þó rabarbarinn sé góður til matar og rfkur af C vítamíni, eru þeir til sem álíta hann illgresi, meðal annars vegna þess hve hann vex hratt og er duglegur að breiða úr sér fyrir utan að hann þykir ekki falleg planta. Hér á landi vaxa að minnsta kosti þrjár tegundir af rabarbara, en hann er upprunninn frá fjallahérðuð- um Asíu. Hann var upphaf- lega ræktaður vegna rótanna sem lyf voru unnin úr, en á 18. öld var farið að vinna leggina til matar. Tegundin Linnaeus er snemmvaxin. Ljósrauður neðst, með granna leggi og grænleitur efst. Bragðmildur en stundum nokkuð þurr. Victoría er heldur seinni til á vorin. Þetta er grófgerð- ur og stórvaxinn rabarbari, grænleitur en bleikur neðst. Af honum fæst mest upp- skera. Svo er það Vínrabarbar- inn. Hann er rauður bæði að innan og utan og mjög bragðgóður enda notaður til að brugga af saftir og vín. Hann er hægvaxta, safaríkur og góður til matar. AHur rabarbari vex best í góðum jarðvegi. Hann er þurftafrekur á áburð og vel þess virði að hlúa vel að hon- um. Best er að undirbúa rabarbaraplönturnar tíman- lega því hann tekur mjög fljótt við sér. Ef vel er um hann hugsað má fá uppskeru tvisvar á sumri. Best er að hreinsa beðið strax og frost er farið úr jörðu og ef flytja þarf plöntur ætti að gera það strax og hægt er að vorinu. Venjulega er fyrri uppskeran bragðbetri en sú síðari og því ætti að nota hana í grauta og og fínni uppskriftir en seinni uppskeruna í sultur og saftir. Sagtumpeninga • Peningar eru það sem þú notar þegar þú ert búin að eyða framyfir heimild á öllum kreditkortunum. • Peningar eru ekki allt - en vandamálið er hversu miklu máli þeir skipta samt. • Peningar kaupa ekki vináttu, en geta kannski leigt hana stöku sinnum. • Peningar kaupa ekki ást heldur, en þú hefur mildu betri samningsaðstöðu ef þú átt nóg af þeim. • Og hvort peningar kaupi hamingju, heldurðu virkilega að náunginn sem á 250 milljónir sé miklu hamingjusamari en sá sem á bara 200 milljónir? • Þegar peningar tala, tekur enginn eftir málfræðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.