Dagur - 13.05.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 13.05.1998, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 13.MAÍ 1998 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Hádegisleikhús, kvikmyndaklúbbur og Tjarnardansleikir eru meðal þess er fram mun fara í Iðnó sem er um það bil að verða kraftmikið menningarhús. „Okkurfannst vel við hæfi að hyrja glæsilega menningarlega endur- reisn Iðnó með Lax- ness-dagskrá. Hún slær tóninnfyrir það sem koma skal, “ segir Magnús GeirÞórðar- son, listrænn stjóm- andi Leikfélags ís- lands, en eins og kunn- ugt er kemur það í hlut félagsins að sjá um leikhúsrekstur og menningarstarfsemi í Iðnó. Laxness-dagskráin, sem fengið hefur nafnið Únglíngurinn í skóginum, var sett saman sér- staklega vegna opnunar Iðnó. Aðaláherslan er á Ijóð skáldsins og þar gegnir tónlist ríku hlut- verki. Mesta athygli mun senni- Iega vekja frumflutningur á lagi sem Halldór Laxness samdi ein- ungis tólf ára gamall. Pétur Grétarsson útsetur lagið en hann er tónlistarstjóri sýningar- innar. Segja má að í sýningunni komi fram rjóminn af leikhús- fólki landsins og það er hinn þaulvani og vandvirki leikhús- maður Viðar Eggertsson sem leikstýrir. Frumsýning verður í kvöld en aukasýningar verða þann 16. og 19. maí. Kraftmikið memmigarhús Það er óhætt að segja að menn- ingarunnendur hafi til margs að hlakka því Iðnó er um það bil að verða kraftmikið menningarhús, iðandi af lífi allan ársins hring, fari eins og skipuleggjendur þess áætla. Leiklistin mun vitanlega fá mikið rými en aðrar listgrein- ar munu einnig skipa veglegan sess. Magnús Geir segir fyrirhugað að setja upp í Iðnó fimm til sjö leiksýningar á ári. Fyrsta frum- sýningin verður í byijun júlí og þar er um að ræða nýtt íslenskt leikrit sem ekki hefur enn hlotið nafn, en að sögn er þetta lauf- fimm mínútur í flutningi. Þarna er á ferðinni hin dægilegasta menningarstund og hægt er að gæða sér á veitingum meðan á flutningi stendur. Þess má geta að Leikfélag íslands efnir til leikritasamkeppni um leikrit í hádegisleikhúsið og verður sú samkeppni auglýst síðar. Kvikmyndaklúbbur hússins sýnir sígildar kvikmyndir á mánudagskvöldum og verður hver mynd einungis sýnd einu sinni. Þriðjudagskvöldin eru tónleikakvöld og tónlistin verður af öllu tagi. Ekki má gleyma blómstra nú líkt og á fyrri árum. Fyrsti Tjarnardansleikurinn verður lýðveldisball 16. júní. Helgarnar í Iðnó verða Ijöl- skylduvænar. Barnaleiksýningar verða um helgar og sú fyrsta er Dimmalimm sem verður frum- sýnd næsta haust. Sögustundir fyrir börn verða fyrir hádegi um helgar og þar mæta listamenn og lesa uppáhaldsævintýrin sín. Kaffihúsið í Iðnó verður opið alla daga og hið sama á við um glæsilegan veitingastað en Rún- ar Marvinsson og félagar hans reka báða staðina. Það er óhætt að segja að menningarunnendur hafi til margs að hlakka því Iðnó er um það bil að verða kraftmikið menningarhús, fari eins og skipuleggjendur þess áætla. létt kómedfa með einvalaliði gamanleikara. Hádegisleikhús verður starf- rækt í húsinu tvisvar á ári, í einn og hálfan mánuð í senn. Þar verða flutt leikrit sem taka um það bil fimmtán til tuttugu og fiðluböllunum sem voru há- punkturinn á menningarlífi bæj- arins um árabil. Þau verða end- urvakin með Tjarnardansleikjum og þar verður matur, skemmtiat- riði og dans fram á nótt og vit- anlega mun rómantíkin Að lokum má geta þess að Klúbbur Listahátfðar verður opnaður næsta laugardagskvöld í húsinu og þar verða á hverju kvöldi tónlist og uppákomur innlendra og erlendra lista- manna. ■menningar r LIFIfl Stefán Jón Hafstein BókmumTao, bókmimiZen Lítið kver er einn af frjóöng- um vorsins, heitir eftir því hvort maður snjr henni upp, Bókin um Tao, eða ef maður snýr henni á haus, Bókin um Zen; nema að þessari bók er hvorki hægt að snúa upp né niður, hún snýr alltaf rétt. Passar: Hér er samansafn úr speki frá Austurlöndum, sem oft virk- ar þannig á vestræna les- endur að þeir vita hvorki hvað snýr upp né niður. Gunnar Dal safnar saman og skrifar formála um Tao og Zen. Hann er „viður- kenndur" vitringur um til- veruna. Formálinn um Zen veldur mildum vonbrigðum, snýst meira um skoðanir höfundar á djúphugleiðslu (sem hann skilgreinir ekki) en Zen hugsun. Þeir sem hafa lesið t.d. „Zen and the art of archery", svo ekki sé talað um enn dýpri fræði, verða óhjákvæmilega fyrir miklum vonbrigðum. Betri er inngangur hans að Taó hluta kversins, en í þessu tilviki varðar okkur ekkert um skoðanir eins og þessar: „Þekking á Taó er góð, en það kemur ekkert í staðinn fyrir Krist... En að sjálf- sögðu ber okkur að virða skoðanir og trú annarra manna.“ Þetta sýndarfijáls- lyndi á ekki heima í bók sem vill gera áhugafólki um djúpa lífsspeki gagn. Orð sem hægt er að skilja „Orð sem hægt er að skilja er ekki hið rétta Taó.“ Þetta er upphafið að góðum lestri á hinum ýmsu spakmælum. Gamlir vinir „Bókarinnar um veginn" hitta hér kunningja. Margt hérna er nánast orðrétt úr henni, en svo bæt- ast við ný spakmæli fyrir aðrar „aðstæður' - þess vegna um Landsbankamálið ef menn vilja. Spekin úr Zen kaflanum er full af þverstæðum, enda skilst manni af formála að sá eiginleiki sé mikilsverður í allri þeirri hugsun. „I aug- um búdda er enginn munur á upplýstum manni og fá- fróðum manni. Eini mun- urinn er sá að annar veit það en hinn ekki.“ Þetta er frábært kver sem fer vel í vasa og gerir biðina á strætóstoppistöð að bestu stund dagsins og auðgar þig hvar sem þú lætur staðar numið og hugleiðir það sem skiptir máli. Eða lætur það bara flæða. Því eins og gæti staðið um Zen: Sá sem hug- leiðir það sem skiptir máli hugleiðir ekki það sem skiptir máli. y

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.