Dagur - 16.05.1998, Síða 8

Dagur - 16.05.1998, Síða 8
- VAHj'garéaóúr' Í'6*/ taíií 199b LÍFIÐ í LANDINU L. Xfc^íir „Ég er menntaður f bankafræðum þar sem segir að ef þú tapar ekki einhverjum fjármunum þá er eitthvað að. Þá eru menn orðnir of varkárir." því að mig vantar t.d. víðtæka þekkingu á landbúnaðargeiranum en ég hef kosið að bæta þann veikleika með því að virkja vel þá þekkingu sem fyrir er á því sviði innan vinnustaðarins. Eg er með mjög góða menn mér við hlið eins og Sigurð Jó- hannsson aðalfulltrúa sem þekkir félagið manna best og ég get sótt í hans visku- brunn þegar ég vil. Með ráðningu Þórar- ins E. Sveinssonar sem aðstoðarkaupfé- Iagsstjóra kemur einnig inn mikil þekking þannig að ég er í þeirri ánægjulegu stöðu að hafa alla nauðsynlega kunnáttu við hendina án þess að þurfa að eyða tíma i að afla mér hennar sjálfur.“ - Var ráðning Þórarins þá að hluta til í þeim tilgangi að þú gætir einbeitt þér að því sem þú nýtur þín best í? „Já. Mér er ætlað að framkvæma fram- tíðarhugsun kaupfélagsins. Hvert á að stefnar Eg þarf að gefa mér góðan tíma í þá vinnu.“ - Hvernig var að starfa í Landsbankan- um? „Þar var mjög gott að vinna. Eg hafði mjög góða yfirmenn sem reyndar eru hættir núna. Það var sárt að sjá þá yfir- gefa stofnunina." Styður Sverri Hermaiuisson - Þá áttu við bankastjórana þrjá. Hefur þér fundist ómaklega að þeim vegið? „Þeir áttu alls ekki skilið að hætta með því móti sem varð. Þetta mál er að mínu mati miklu stærra en svo að hægt sé að afgreiða það sem eitthvert brennivíns- sukk og laxveiðióhóf hjá bankastjórum. Eg er bundinn bankaleynd og get ekki sagt það sem ég gjarnan vildi en ég les greinarnar hans Sverris og finnst þær mjög góðar. Eg hef mikið álit á Sverri og við höfum á margan hátt sömu skoðanir. Sverrir hefur unnið alveg feikilega gott starf hjá Landsbankanum og mér finnst illt að sumir úthrópi hann sem sukkara. Starfsferill hans á annað skilið. Glerhús- in í Iandinu eru mörg og margir þeirra sem kastað hafa steinum í bankastjórana þrjá að undanförnu, ættu nú að slaka á.“ - En hefur Sverrir ekki sjálfur verið ið- inn við steinkastið? „Jú, en það hafa líka ýmsir orðið vægast sagt missaga í þessu máli. Bankaleyndin bannar mér að ræða þetta frekar en ef spurt er um mína afstöðu þá þyrfti ekkert að neyða mig til að standa við hliðina á Sverri.“ - Væri gott að hafa hann þér við híið við stjórn KEA? „Já, ég væri alveg til í það, en ég efast reyndar um að hann þæði slíkt starf." Breytti bankaniun - Tókst þér að áorka einhverju í Lands- bankanum sem þú ert stoltur af? „Eg er e.t.v. ekki rétti maðurinn til að dæma um það en ég get nefnt þrennt sem ég er stoltur af. Utlánavöxtur bank- ans var hvergi eins mikill á Iandinu og í minni tíð og síðan gerði ég gangskör f að breyta afgreiðslusal bankans. Eg var ekki sáttur við hann og tel að bankinn hafi fengið miklu jákvæðara andlit en var. Eg er líka stoltur yfir stofnun sérstakrar þjónustudeildar fyrir stofnanir og fyrir- tæki. Henni stýrir nú góður vinur minn, Jakob Björnsson, lærifaðir, sem ég met mikils. Að starfa með honum var á við margra ára háskólanám." - Hvemig varð þér við þegar það gekk á götum bæjarins að þú værir ráðinn til KEA í e.k. gjörgæsluverkefni. Værir í raun yfirfrakki frá Landsbankanum til að veita aðhald? „Eg varð bara montinn þegar ég heyrði að menn teldu mig einhvern kraftaverka- mann úr bankanum. Eg þekki hvernig flestir tala um kaupfélagið. Maður heyrir yfirleitt bara tvennt: Annað hvort lof- ræðu, eða last þar sem kaupfélagið er sagt drepa allt niður. Það hefur farið í taugarnar á mér að menn tala ekki um KEA eins og fyrirtæki, heldur frekar eins og einhverja félagsmálastofnun. Það er ætlast til miklu meira af KEA en öðrum fyrirtækjum, líkt og það sé í einhverju mömmuhlutverki." Einstætt tækifæri - Hvað varð til þess að þúfórst til KEA? „Margar ástæður. Ein er augljóslega sú að þetta er í raun meira ábyrgðarstarf en að vera útibússtjóri Landsbankans. Onnur er að þetta er mjög spennandi starf og ég var stoltur yfir því að menn treystu mér fyrir félaginu. Svo eins og þú sagðir áðan, hafði ég mest verið í því sama og þetta er tæki- færi sem maður fær ekki oft á lífsleiðinni." - Hugsaðirðu þig lengi um? „Ja, ég reyndar neitaði starfínu íyrst þegar mér var boðið það, öllu var um- turnað sem ég hafði ráðgert. En þeir báðu mig að sjá til og gáfu mér smátíma. Þá skipti ég um skoðun.“ Eiríkur S. Jóhannsson, nýráðinn kaupfé- lagsstjóri KEA, er fæddur á Akureyri árið 1968. Foreldrar hans eru Jóhann Helga- son og Sigríður Arnadóttir, hann er næstyngstur sex systkina. Eíríkur er kvæntur Friðriku Tómasdóttur og eiga þau tvö börn. Námsferill Eiríks var hefð- bundinn framan af, BA, GA, MA eða Barnaskóli Akureyrar, Gagnfræðaskóli Akureyrar og Menntaskólinn á Akureyri. Síðan lá leið hans í hagfræði í Háskóla Islands þar sem hann útskrifaðist árið 1991. Þá fór hann til Bandaríkjanna þar sem hann lærði í Vanderbilt háskólanum í Nashville, Tennessee. Starfreynsla Ei- ríks er einkum bundin við Landsbankann á Akureyrí. Hann hóf sumarstörf þar að- eins 17 ára gamall og starfaði á sumrin til 1991. Eftir að námi lauk árið 1994 tók hann við fyrirtækjaþjónustu bankans og 1. júní árið 1996 var hann svo ráðinn úti- bússtjóri Landsbankans. Þeirri stöðu gegndi hann þangað til hann hóf störf hjá KEA fyrir nokkrum vikum. - / menntaskóla þóttirðu allt að því rót- tækur. Varst kallaður Eiki pönk og spilaðir i hljómsveit sem kennd var við viðumefn- ið. Er hægt að finna meiri andstæðu við kaupfélagsstjórastarf KEA? „Nei, kannski ekki. (hlær) Ég vildi reyndar alltaf meina þegar ég var í hljóm- sveitinni að músíkin væri miklu þróaðri en svo að hægt væri að kalla hana pönk.“ - Hefurðu gengið í gegnum mörg skeið? „Nei, nei. Ég er af bankaættum og hug- ur minn stóð snemma til Landsbankans. Svo hefur bara eitt leitt af öðru.“ Með góðiun iiiöiiiium - Hvort er það styrkur þinn eða galli þegar þú tekur við KEA, að starfreynsla þín er nær einungis bundin við Landsbankann? „Bæði og sennilega. Kosturinn er sá að ég þekki fjármálaheiminn mjög vel. Reynsluleysi á öðrum sviðum er bæði gott og vont. Maður nálgast þá umhverfið á óhefðbundinn hátt, fersk sýn er oft af hinu góða. Ég geri mér fulla grein fyrir KEA mö Hann erþrítugur en stýrírsamt einu stærsta Jyr- irtæki landsins. EiríkurS.Jó- hannsson erekki lengurpönkarí heldurkaup- félagsstjóriKEA. Hann ræðir Sverrí Hermannsson, við- brögð Bónusmanna, mömmukomplex KEA og margt margtfleira í viðtali við Björn Þorláksson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.