Dagur - 19.05.1998, Page 7

Dagur - 19.05.1998, Page 7
PRIDJUDAGUR 19.MAÍ 1998 - 23 LÍFIÐ í LANDINU að skoða málverkasýningu Errós gæða aðrir gestir sér á veitingum utan dyra. Þegar þeim er hleypt inn er þeim í byrjun einungis leyft að skoða sýninguna á neðri hæðinni. Kóngafólkið og Co. er á efri hæðinni og verðir standa við tröppur til að aftra því að al- þýðumenn villist þangað. Eft- ir nokkra bið þrammar hin kon- unglega hersing niður tröppurn- ar. Hinrik prins er í hrókasam- ræðum við Erró. I háttum minn- ir prinsinn allnokkuð á Jack Nicholson, er dálítið búralegur en grallaraiegur um leið og sennilega ágætlega skemmtileg- ur. Erró er nautnaleg gerð af karlmanni með síkvik augu sem láta fátt framhjá sér fara. Hann er einmitt sú tegund af karl- manni sem opnar sýningu á verkum sínum undir heitinu „Konur“. Persóna hans sýnist mun áhugaverðari en myndir hans sem að mestum hluta eru farnar að minna á iðnaðarfram- leiðslu. Forseti og drottning ganga úr húsi og næst á dagskrá er opnun á sýningu á kirkju- munum Danadrottningar í Þjóð- minjasafninu. Þangað ber mér að halda en þegar hér er komið sögu er ég þegar tekin að þreyt- ast á því að elta drottninguna. Deilt á Alþingi A leið upp á Þjóðminjasafn ákveð ég að koma við í Alþingis- húsinu til að senda Ossuri vini mfnum Skarphéðinssyni fingur- koss. Þegar þangað er komið er engu líkara en ég hafi villst inn á kosningamiðstöð R-Iistans því Mörður Árnason er á þingpöll- um og frammi á gangi er Einar Karl Haraldsson í farsímanum. Eg kem ekki auga á Össur en Davíð Odddsson situr í sæti sínu með forsætisráðherralegum ólundarsvip, enda er hin málglaða stjórnarandstaða í ham þennan dag. Það er Svavar Gestsson sem á orðið og horfir ábúðarmikill á Davíð um Ieið og hann sakar hann um aðför að Iýðræðinu með því að vilja koma í veg fyrir að Jóhanna Sigurðar- dóttir fái að flytja sínar tfu tíma málalengingaræður yfir þreytt- Mannfjöldinn hafði beðið með óþreyju eftir drottningu, eiginmanni hennar og forsetahjónunum. Þeim var vel tekið, með lófaklappi og fánaveifingum. Drottningin og Hinrik prins gáfu sér dágóðan tíma til að skoða sýningu Errós í Hafnarhúsinu og Erró og Gunnar Kvaran veittu leiðsögn. um þingheimi og jafn þreyttri þjóð. Davíð hefur meiri umburðar- Iyndi gagnvart málflutningi Svavars en ég, því hann situr kyrr í sæti sfnu og bregður ekki svip meðan ég stend upp til að fara um leið og ég tauta: ,/E, Svavar minn, af hverju ertu að verja þessa vitleysu?“ Þegar ég nokkrum mínútum síðar geng inn í Þjóðminjasafnið eru fyrstu manneskjur sem ég sé Guðrún Ágústsdóttir og Ástríður Thorarensen. „Mennirnir ykkar eru að hnakkrífast í Alþingishúsinu, segi ég. „Eina ferðina enn!“ segir Guð- rún, lítur á Ástríði og segir: ,/Etli það sé ekki þess vegna sem við erum svo góðar vinkon- ur.“ Enn sem fyrr kemst enginn áleiðis vegna kóngafólksins sem er inni í lokuðum sýningarsaln- um. Loks opnast dyr og fyrir- fólkið kemur fram. Þá gefst um leið besta tækifærið til að \irða Danadrottningu og mann henn- ar fyrir sér. Drottningin virðist bæði væn og vingjarnleg kona og prinsinn er enn sem fyrr í Jack Nicholson hamnum. Drottningarvakt lýkur „Einfalt og flott, sterk symból og enginn vaðall," segir kunningja- kona mín ein, afkastamikil hannyrðakona, um sýningu drottningar. Sýningin er heim- sóknar \drði eins og þeir fjöl- mörgu gestir sem standa í bið- röð við miðasöluna virðast sann- færðir um. Þegar ég held burt frá Þjóðminjasafninu í lok vinnudags er ég ekki svo miklu fróðari en áður um hagi Dana- drottningar. En hitt veit ég að það er svo mikið vesen í kring- um kóngafólk að ég hef ekki sér- legan áhuga á að fylgja því eftir meir en orðið er. Við þá iðju er maður aldrei annað en hornkerl- ing. Viltu verða rfk/ur... ... og auðga líf þitt með því að kynnast nýrri menningu? Loreida skiptinemi frá Venezúela ásamt systrum sínum og fósturforeldrum Björku Kristinsdóttur og Didrik Ólafssyni íjúní 1997. í lok ágúst eru væntanlegir 42 erlendir skiptinemar til íslands. Hefur þú áhuga á að opna heimili þitt fyrir ungu fólki í 5 eða 10 mánuði? Aljóða fræðsla og samskipti Laugavegur 26,101 Reykjavfk skrifstofa AFS sfmi 552 5450. Heimasíða http://www.itn.is/afs Nánari upplýsingar um hlutverk fósturfjölskyldu: Akureyri Margrét Dóra sími 461 1118 Húsavik Unnur sími 464 1059 Dalvík Ásta sími 466 1187 Sauðárkrókur Ásdís / Debbie sími 453 5285 Stykkishólmur Unnur sími 438 1041 Reykjavík Skrifstofa AFS sími 552 5450

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.