Dagur - 21.05.1998, Page 2
22 — FIMMTVDAGVR 2 1. MAÍ 19 9 8
Dagptr
LÍFIÐ í LANDINU
■ SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURDÓR
SIGURDÓRSSON
Steingrímur 1
Sigfússon.
Stal Össur
hálendinu?
Haraldur
Sigurðsson
skipulags-
fræðingur
í Mbl. 19. maí.
Þj áningarsvipuriiiii
Stjórnarsinnar hafa margir hverjir verið pirrað-
ir út í stjórnarandstöðuna fyrir málaiengingar í
ýmsum málum á Alþingi undanfarið. Guðni
Agústsson var í forsetastóli einu sinni sem oft-
ar í maraþonumræðunum og var kominn með
þjáningarsvip þegar enn einn stjórnarand-
stöðuþingmaður kom í pontu. Þá orti Kristín
Halldórsdóttir í slitrustíl í orðastað Guðna:
Á- er mikil þessi -þján
þraut og andlega pína.
Upp í pontu arkar bján-
-i meö ræðu sina.
Leysti niður um Pál
Steingrímur J. Sigfússon sagði í umræðum um
sveitarstjórnarfrumvarpið að Páll Pétursson
frá Höllustöðum væri með allt niðrum sig í
málinu. Þá orti séra Hjálmar Jónsson og sendi
Steingrími:
Andstæðingur frumvarps frægur
feykti öllu í bál.
Labbakútur litilþægur
leysti niðurum Pál.
Stílsnilld
Steinólfur Lárusson, bóndi í Fagradal í Dala-
sýslu, er mikill húmoristi og einstakur stflisti.
Einu sinni skrifaði hann vini sínum Pétri Þor-
steinssyni, sem þá var sýslumaður Dalasýslu
bréf. Þar var hann að fara fram á að Pétur
kannaði möguleikann á að fram færi rannsókn
á því hvort ekki mætti nýta tijónukrabba sem
mikið er af í Hvammsfirði. Grípum niður í
bréfið þar sem Steinólfur lýsir skepnunni:
„Hér framundan láðinu býr ein sérkennileg
sjókind bæði djúpt og grunnt og virðist vera af
stjarnfræðilegri stofnstærð en meðal stærð
þessa kvikindi sem einstaklings er svipuð og
eitt handsápustykki Savon de París en þó fram
mjókkandi og endar í tijónu búkurinn...
Sladdandi hljóð
Þessu næst koma ýmsar lýsingar á dýrinu og
einnig hve erfitt honum hafi reynst að aflífa
það. Einna best hafi dugað að hella yfir það
bensíni. Og síðan segir: „Bíður það þá örlaga
sinna mjög stillilega en þegar því fer að eymast
biðin, gefur það frá sér sladdandi hljóð sams-
konar sladdandi hljóð mátti heyra í baðstofum
hér áður fyrr einkum fyrripart nætur, þegar
griðkonur feitar voru gnúðar sem ákafast til
frygðar... Síðar mun ég birta fleiri perlur úr
bréfínu.
Úlafur Sigurðsson
er áfangastjórí í
Borgarholtsskóla.
Skóli fyrir alla
brautir. Þar má nefna nýja braut
sem kölluð hefur verið fjöl-
menntabraut, en hún er ætluð
nemendum sem eru óráðnir um
sitt framhaldsnám.11
í Borgarholtsskóla
eru allarvenjulegar
hóknámshrautir,
náttúrfræðibraut, Styttri náinsbrautir
^ I skolanum hara veriö 1 uppbygg-
félagsfræðibraut Og in8u rsl>'ttri starfsnámsbrautir,
° sem yfirleitt eru tveggja ára nám.
gangi kerfisbreyting sem tengd er JflfHfihraUt Sem IxkW ^nnars vegar er þa<> félagsþjón-
merkum samningi sem Fræðslu- ’ " ustubraut, sem veitir nemendum
Borgarholtsskóli er nýr fram-
haldsskóli í Borgarholtinu og fer
þar fram Ijölbreytt nám, bæði í
dagskóla og kvöldskóla.
„Þessi skóli er bæði verknáms-
og bóknámsskóli og nú eru um
20 brautir í honum,“ segir Ólafur
Sigurðsson, áfangastjóri í Borg-
arholtsskóla. „Baunar eru þær
fleiri þetta skólaárið því það er í
miðstöð Bílgreina gerði við ráðu-
neytið á sínum tíma um nýskipan
bílgreinanáms í Borgarholts-
skóla. Þannig erum við með
nemendur úr bæði gamla og nýja
kerfinu í bílgreinum eins og er.“
Ný fjölmenntabraut
„Er Borgarholtsskóli nánast ein-
göngu fyrir þá sem vilja læra málmsmíði og bíl-
greinar eins og stundum heyrist?
„Nei, það er reginmisskilningur, því hér eru
allar venjulegar bóknámsbrautir, náttúrfræði-
braut, félagsfræðibraut og málabraut, sem Iýkur
með stúdentsprófi," svarar Ólafur. „Reyndar er
u.þ.b. helmingur nemenda í bílgreinum og
málmiðngreinum en svo höfum við einnig fleiri
með stúdentsprófi.
SPJALL
menntun og starfsþjálfun í ýms-
um greinum félagsþjónsustu og
svo verslunarbraut, sem á að vera
nokkuð sambærileg verslunar-
prófi. Af henni útskrifast verslun-
arfræðingar og í vor eru einmitt
fyrstu nemendur að útskrifast af
þessum tveim brautum.
Nú eru í skólanum tæplega
500 nemendur, en sá fjöldi kemur til með að
aukast nokkuð og segist Ólafur helst búast við
Qölgun á bóknámsbrautunum. „Svo erum við að
undirbúa og skoða möguleika á nýjum brautum,
bæði á bók- og starfsnámssviðum. Verkefnin eru
mörg og stór og skólinn nýr, hér er því öflugt
þróunarstarf, áhugasamt starfsfólk og geysilega
góð stemmning," segir Ólafur að lokum. -vs
■ FRÁ DEGI TIL DAGS
Eftirvæntingin er stækkunargler
morgundagsins.
(Höf. ók.)
Þetta gerðist
• 1983 var Asmundarsafn, safn Asmund-
ar Sveinssonar við Sigtún í Reykjavík
opnað formlega.
• 1981 var Francois Mitterand kosinn
forseti Frakklands.
• 1979 varð Elton John fyrstur popp-
stjarna til að koma fram í Sovétríkjun-
um.
• 1945 giftu þau sig, Lauren Bacall og
Humphrey Bogard.
• 1927 lenti Lindburgh í París eftir að
hafa flogið sólóflug yfir Atlantshafið.
Fædd þennaii dag
• 1921 fæddist Andrey Sakharow, hinn
sovéski.
• 1917 fæddist Raymond Burr leikari, sá
er lék lögmanninnn Perry Mason.
• 1904 fæddist Robert Montgomery leik-
ari.
Hátíðisdagur
Uppstigningardagur er í dag, en hann er
á fimmtudag, fjörutíu dögum eftir páska
og getur borið upp á 30. aprí til 4. júní.
Hann er haldinn til minningar um
himnaför Krists og á sér ekki forkristnar
fyrirmyndir. Islenska nafnið er sennilega
komið úr fornensku. Dagurinn var meðal
mestu kirkjuhátíða að fornu en engar
heimildir eru um helgigöngur hérlendis
þennan dag eins og tíðkaðist í grannlönd-
unum og ekki um aðra siði eða þjóðtrú
tengda deginum.
(Sagu daganna)
Vísa dagsins
Loftvarnarmerki var eitt sinn gefið á Ak-
ureyri og flýði fólk í loftvarnarbyrgi og
kjallara, en ekki gátu allir fengið sæti í
einum kjallaranum vegna þrengsla. Karl-
menn rýmdu sætin fyrir kvenfólkinu og
var þá kveðin þessi vísa:
Fljóðin efla eigin hag
eftir gömlum vanda,
og kunna enn það Uíalag,
að láta okkur standa.
Afmælisbam dagsins
Andrei Sakharov, eðlisfræðingur og
einn mikilvægasti andófsmaður
Sovétríkjanna, fæddist 21. maí árið
1921. Hann er maðurinn sem bjó
til fyrstu kjarnorkusprengju Sovét-
ríkjanna. Hann er einnig maðurinn
sem mótaði hugtökin glasnost og
perestroika, sem Gorbatsjov tók síð-
an upp eftir honum. Sakharov hlaut
friðarverðlaun Nóbels árið 1975.
Maður nokkur brá sér í skemmtiferð út
fyrir sína heimabyggð og heimsótti þéttbýl-
isstað nokkurn, ónefndan. A næturrölti
sínu um miðbæinn rakst hann á mann
sem honum þótti líklegur húmoristi.
Akvað að segja honum brandara og spyr
sem svo:
„Hefurðu heyrt um Kínverjann sem
borðaði svo hratt að hann þurfti prjóna-
vél?“
Og ekki stóð á svari heimamannsins:
„Nei - látt’ann vaða!“
Tölvan í dag
Arabaheimurinn er fyrir nokkru síðan
kominn á Internetið. Netfang dagsins er
www.arab.net/welcome.html og þar er að
finna upplýsingar um öll arabaríkin og allt
mögulegt um menningu og þjóðfélög
araba. Ein síðan er t.d. helguð arabískri
matargerð, og önnur úlföldum.
L