Dagur - 21.05.1998, Qupperneq 4

Dagur - 21.05.1998, Qupperneq 4
-FÍMMTUDÁGUR Íl. M'A[Í 19 9 8 Dagúr LÍFIÐ í LANDINV Búseta í Grafarvogi jafn- gildir refsivist að sumra áliti en er þetta svona slæmt? Nei, aldeilis ekki. Grafarvogurinn er hinn ágætasti til búsetu og þar býr frábært fólk upp til hópa. Stundum mætti halda að íbúar Grafarvogs til- hejrðu sérstökum þjóð- flokki: „Gövöð, og kemstu þá nokkurn tíma heim til þín? Er þetta ekki svakalega langt í burtu?“ og aðrar slíkar spurningar dynja á manni og maður er í hreinustu vandræð- um með að hemja brosvöðvana. Jú, ég kemst heim á hverjum degi, stundum meira að segja tvisvar á dag ef ég er hepp- in og svakalega Iangt frá hveiju? Það gleymist nefnilega stundum að nafli al- heimsins er ekki á neinum einum stað, Hann helgast af því hvert þú þarft að fara hverju sinni og hvernig þjónustan er í ná- grenni við þig. Hún er bara frn í Grafarvogi, takkfyrir. Eg hef búið í Grafarvoginum í tæp þrjú ár, tók ákvörðun um að flytja af Kjalar- nesi mest vegna sívaxandi bílaútgerðar Ijölskyldunnar, en hún stefndi orðið í dá- góðan flota. Þegar maður flytur af stað þar sem ótakmarkað útsýni er til allra átta, vind- urinn blæs frjálslega (stundum mjög frjálslega) og hefur þar að auki kynnst þeim lúxus að búa í einbýlishúsi með stórri lóð, þá er úr vöndu að ráða. ÖII hús sem komu til greina fyrir sex manna fjöl- skyldu reyndust heldur dýr, sérstaklega þegar það var haft í huga að fasteignin sem flutt var úr, var óseld. Þá var ekki um annað að ræða en að byggja og af því að Kópavogur og Hafnar- fjörður hafa ekki komist inn á kortið hjá mér sem vænlegur búsetukostur þurfti að leita eftir byggingarlóð í Reykjavík. Það var svo sem enginn skortur á þeim, frekar spurning um hvaða hverfi í Grafar- vogi skyldi velja. Allt nýbyggingarhverfið var heldur óhrjálegt og upprifið og leit ekki beinlínis út fyrir að verða nokkurn tfma byggilegt. En Ióð fengum við í Borg- arholti, Ióð sem var meðfram valin vegna þess að ekkert átti að byggja í vesturátt, þar var óhindrað útsýni. Fyrir neðan hús- ið var gert ráð fyrir göngustíg og vel sást til Esjunnar og upp í Mosfellsveit. Sem sagt, útsýniskröfunum fullnægt. Vegurinu merkilegi Við fluttum svo inn í húsið um miðjan nóvember, þá önnur fjölskyldan sem flutti í hverfið. Það var dálítið eins og að vera einn í heiminum. Engin götuljós, ekkert hús sýnilegt á þrjár hliðar og ann- að eftir því. Reyndar engir veggir inni í húsinu heldur og ekki laust við að maður sakni þeirra daga að hafa bara tjöld fýrir baðherbergisveggi og geta setið í baði og spjallað við gesti og gangandi. Svona bað- stofumenning, kammó og kósí. Gottí Grafar- vogi Svo kom VEGURINN. Vegurinn sem Iiggur niður að eiðinu sem tengir Geld- inganes við land og fer nú hringinn í kring um hverfið. Það var eins og við manninn mælt, daginn eftir að hann kom hófst um- ferð sem síðan hefur verið nokkuð stöðug og jöfn. Hvernig fréttist af þessum vegi og hvað allir þessir bílar vildu þarna niðureft- ir var okkur ekki Ijóst og er raunar ekki enn, því það var nefnilega ekki nokkur skapaður hlutur þar. Hvorki framhald á veginum, né nokkurt hús. En umferðin um þennan veg hefur haldið áfram æ síðan og gaman að fylgj- ast með fólki sem er á leið út í Geldinga- nes, í fjöruferð eða bara að aka, ganga eða hlaupa þarna um. Byggingar og fótbolti Hverfið hefur byggst hratt upp, því er ekki að neita. Fyrir ofan mig er kominn veggur af blokkum og þeim fylgja börn. Mikið af börnum sem leika sér áhyggju- laust daginn út og daginn inn og langt fram á kvöld eins og íslenskra barna er siður á vorin og sumrin. Það er alveg frá- bært að fylgjast með kofabygginum og öðrum byggingum barnanna, hvernig þeim tekst að gera móann og hamrana fyrir ofan hverfið að ævintýralandi og sjá þau skoppa niður í Qöru til að kanna allt það merkilega sem þar er. Lengi vel var dálítið langt í verslun fyrir okkur í Borgarholtinu. Það er nú reyndar ekki rétt, það var ekkert langt, en fyrir þá sem eru orðnir spilltir af því að hafa stór- markað á örðu hverju götuhorni, er langt að aka 3 kílómetra í búð. En Jóhannes í Bónus bjargaði því og nýjustu frengir herma að Hagkaup ætli sér að opna heila kringlu uppi á hæðinni, með tilheyrandi bíói og afþreyingarstöðum. Þar með er séð fyrir því að hægt sé að koma hýrunni bæði fljótt og vel fyrir kattarnef. Gullmbrú, sívinsælt umræðuefni En hvernig er að búa í Iandemahverfi, langar leiðir frá miðbænum? Jú, við bíð- um eftir sundabrautinni, þessari sem á að létta á umferðinni og gera okkur fært að komast á svipstundu í miðbæinn. Ennþá eru ekki komnir skólar allsstaðar, en þeim fer Ijölgandi og ekki að sjá að ungviðið bíði verulegan skaða af því að fara í skóla- bíl tvisvar á dag, heldur virðist það ef eitt- hvað er, þjappa þeim ágætlega saman. Umferðin um Gullinbrú er sívinsælt umræðuefni, en af einhverjum ástæðum er það svo, að þegar boðað er til funda um hana, þá mæta alveg voðalega fáir. Sjálfstæðismenn mæta jú alltaf og svo ýmist borgarstjórinn eða Guðrún Agústs- dóttir sem segja okkur að þetta sé allt að koma, en hinn almenni borgari viriðist ekki mjög áhugasamaur, af hvaða ástæð- um sem það nú er. Auðvitað er það svolítið pirrandi að bíða í Iangri röð bíla á morgnana og stundum á kvöldin, en eiginlega er þetta hvorki verra né betra en umferðin um Miklubrautina eða Seljabrautina eða... Eitt hefur gott hefur þó skapast af þessari umferðarmenningu allri saman og það er samheldni íbúanna, sem hvar og hvenær sem er geta tekið umferðanmálin sem umræðuefni, til að tengja inn á næsta íbúa, alveg gulltryggt! UMBUÐA- LAUST Ertu alltaf fastur í umferöinni á Gullinbrú? Umferðin um Gullinbrú er stundum þung og hæg á morgnana og kvöldin og það fer í taugarnar á sumum. En hún þarf ekkert að fara í taugarnar á fólki, bara að gera eins og hér segir. 1. Leggðu af stað 10 mín. fyrr en venju- Iega þó það kosti að þú verðir að vakna aðeins fyrr. Farðu bara fyrr í rúmið, þú vakir hvort sem er allt of lengi frameftir. 2. Leggðu af stað 10 mín. seinna en venjulega þá ætti versta umferðin að vera búin og þú kemur svona nokkurn veginn á sama tíma samt. 3. Farðu í strætó. Hann kemst að vísu ekkert hraðar en hinir bílarnir, en ef nógu margir fara í strætó, þá er Umferðin um Gullinbrú er stundum þung. minni umferð og hann kemst hraðar. 4. Æfðu þig í að syngja einhver góð lög á Ieiðinni. 5. Ljúktu við verkefnin sem þú áttir eft- ir. 6. Æfðu hugleiðslu á meðan þú bíður. 7. Lestu góða bók, það er mesta furða hvað maður kemst yfir. 8. Fáðu þér vinnu í Grafarvogi, þá þarftu bara að fara innan hverfis og getur gengið í vinnuna. 9. Fáðu þér næturvinnu, þá ertu að fara inn í hverfið á morgnana og út úr því á kvöldin. Engin umferð!

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.