Dagur - 21.05.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 2 1.MAÍ 199 8 - 2S
Thyur:
LÍFIÐ í LANDINU
bréfleiðis, málið skýrt fvrir þeim og for-
eldrum boðin aðstoð.
„Þó meginmarkmið Miðgarðs sé að
halda utan um félagslega þætti í hverf-
inu,“ segir Regína kímin, „þá stoppar ekki
síminn hér vegna fyrirspurna um skipu-
lags- og vegamál, sem greinilega höfða
mjög sterkt til fólks.“
Karlar í minnihluta
I Miðgarði starfa nú ] 5 manns og segir
Regína eftirspurn eftir þjónustu mjög
milda.
Regína Ásvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs.
„Fagþekking starfsmanna er gríðarmikil
þegar allt er talið, en í Miðgarði starfa:
Sálfræðingar, félagsráðgjafar, kennari,
leikskólakennarar, iðjuþjálfi, hjúkrunar-
fræðingur, tómstundaráðgjafi, lögregla og
svo auðvitað framkvæmdastjóri, sem jafn-
framt er félagsráðgjafi," segir hún.
„Sumir starfsmanna hér hafa tvenns-
konar menntun og þykir okkur það gott
vegna þess að eftir því sem þekkingin
innandyra er fjölbreyttari, því betra," seg-
ir Regína. Langflestir starfsmanna Mið-
garðs eru konur, en aðeins þrír karlmenn
starfa við miðstöðina. „Það má ekki
gleyma honum Skúla húsverði,11 segir
Regína, og þar með eru karlarnir orðnir
fjórir. „Þetta er ekki vegna þess að við
viljum ekki karla," bætir hún við, „heldur
eru þessi störf að mestu leyti þess eðlis af
einhverjum ástæðum að konur hafa valist
til þeirra frekar en karlar."
Regína segist að lokum vera afar
ánægð í starfinu og segir miðstöðina hafa
farið vel af stað og eiga eftir að eflast enn
með tímanum. -VS
Miðstöðin Miðgarður, sem
opnuð var 13. dag septem-
bermánaðar 1997, hefur á
þeim stutta tíma erhún hef-
urstarfað, sannaðgildi sitt
fyriríbúa hverfisins.
Miðgarður er til húsa á efri hæð verslun-
armiðstöðvarinnar við Langarima, í vina-
legu rými, sem Regína Asvaldsdóttir,
framkvæmdastjóri, segir þegar vera
sprungið utan af starfseminni.
Samstarf við lögreglu
„Meginmarkmið okkar eru þrjú,“ segir
Regfna. „I fyrsta lagi að veita íbúum
hverfisins sérfræðiþjónustu á þverfagleg-
um grunni, en inni í því felst m.a. öll fé-
lagsþjónusta, sálfræðiþjónusta í skólun-
um, ráðgjöf til leikskóla, eftirlit með dag-
mæðrum, aðstoð við tómstundastörf og
með því tenging við ITR.
I öðru lagi að stuðla að íbúalýðræði og
stuðla að því að íbúum séu kynnt hvað
þeir geta haft áhrif á sjálfir. Ibúarnir eiga
tvo fulltrúa í hverfisnefnd Grafarvogs
sem er stjórnarnefnd Miðgarðs. Og ekki
má gleyma Grafarvogsráðinu, en í því eru
fulltrúar frá öllum stofnunum og félögum
í Grafarvogi og eru það nú um 50 manns.
í þriðja lagi að auka samvinnu á milli
ríkisstofnana og Miðgarðs. Þar hefur okk-
ur gengið best hvað varðar lögreglu, en
við höfum nú starfandi fulltrúa úr for-
varnardeild lögreglunnar hér í húsinu.“
Regína segir samstarf Iögreglunnar og
Miðgarðs hafa skapað ný og skemmtileg
vinnubrögð og viðhorf. Nú sé það orðin
regla að hafi lögregla afskipti af barni eða
unglingi innan lögráðaaldurs, þá sé haft
samband við foreldra símleiðis eða
Miðgarður - nafli
alheimsins í Grafarvogi
Ánægður með
tómstundastarflð
Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra er
einn þeirra sem fluttu hvað fyrstir í
Grafarvoginn. „Eg kann ákaflega vel við
mig hér í Grafarvogi, hér er gott að
búa,“ segir hann. „Við byggðum okkur
hér parhús fyrir 10 árum og höfum síð-
an smám saman verið að koma okkur
fyrir, innrétta, fegra lóðina og svo fram-
vegis. Eg er líka afar ánægður með það
kröftuga og Ijölbreytta íþrótta-, æsku-
lýðs- og kirkjustarf sem hér fer fram og
tel það raunar einn lykilþátt þess fagra
mannlífs sem hér blómstrar."
Finnur Ingólfsson er hæstánægður með tómstundastarfið í Grafarvoginum.
Fín sundlaug
„Ég og fjölskylda mín höfum búið í Rimahverfinu í rúm tvö ár,“ segir Hákon Óli Guð-
mundsson. „Mér finnst mjög gott að búa hér, hverfið er rólegt og barnvænt. Uppbygg-
ing skóla og íþróítamála er til fyrirmyndar að mínu mati, íþróttasvæðið og sundlaugin
eru hvorutveggja mjög góð.“