Dagur - 26.05.1998, Page 8

Dagur - 26.05.1998, Page 8
8 -I’RIÐJUDAGUR 2 6. MAÍ 1998 FRÉTTASKÝRING Tímamót Litlar breytingar urðu á fylgi stjómmála- flokkaima í kosning- iiinim iiin helgina þeg- ar á heildina er litið. Sameiginlegum fram- boðum vegnaði al- mennt heldur illa en sigur Reykjavíkurlist- ans í borginni markar tímamót. Sigur Reykjavíkurlistans verður að teljast stærstu tíðindi nýaf- staðinna sveitarstjórnarkosn- inga þótt hann hafi ekki komið mjög á óvart þar sem kannanir höfðu spáð þvf að listinn héldi meirihlutanum. Afhroð Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði hefur einnig vakið athygli en þegar á heildina er litið verða litlar breytingar á stöðu flokkanna. Ef marka má viðbrögð for- manna stjórnmálaflokkanna á kosninganótt geta allir flokkar vel við úrslitin unað. Sjálfstæð- isflokkurinn vinnur víða stóra sigra. Framsóknarflokkur tapar sumsstaðar miklu fylgi, en bæt- ir einnig verulega við sig á stöku stað. Sameiginlegum framboð- um gekk ekki mjög vel og hafa víðast minna fylgi en félags- hyggjuflokkarnir höfðu saman- lagt í kosningunum 1994 en unnu þó stóra og sæta sigra í einstaka bæjum. MiMðáfall Osigurinn í borginni er greini- lega mikið áfall fyrir Sjálfstæð- isflokkinn eins og sést hefur á viðbrögðum forystumanna hans. Borgin hefur verið höfuð- vígi flokksins og mikilvæg upp- eldisstöð því margir flokksmenn hafa byijað sinn pólitíska feril í nefndum Reykjavíkur eða öðr- um störfum fyrir borgina. Þetta er í fyrsta sinn sem félags- hyggjuflokkarnir vinna í borg- inni tvö kjörtímabil í röð og það er greinilega beiskur bikar. Víðast annars staðar á land- Vísbending Lestu blaðið og taktu þátt í leiknum! 550 oooo V-X V-X Þú greiðir ekkert umfram venjulegt símtal inu geta sjálfstæðismenn hins vegar verið mjög ánægðir með útkomu flokksins. A landsvísu er fylgi hans svipað og í kosn- ingunum 1994. Það vekur ekki síst athygli þar sem flokkurinn er í ríkisstjórn en venjulega hef- ur hann goldið þess í sveitar- stjórnarkosningum. Nú vinnur hann hins vegar víða stóra sigra. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi á öllu Suður- landi nema í Reykjavík, Mos- fellsbæ og Árborg en í síðar- töldu sveitarfélögunum settu Mosfellslistinn og Dizkólistinn strik í reikninginn. Framsóknarmaður í Hafnarfirði Framsóknarmenn bættu veru- Iega við fylgi sitt í Kópavogi og Hafnarfirði og kom nokkuð á óvart, að minnsta kosti höfðu kannanir ekki gefið það til kynna. Flokkurinn bætti við sig manni í Kópavogi og kom að manni í Hafnarfirði sem ekki hefur gerst í 16 ár. Annars staðar á Suðurvestur- landi stendur fylgi Framsóknar- flokksins í stað nema hvað hann tapar talsverðu fylgi í Þor- lákshöfn og Árborg. Árborg er reyndar nýtt sveitarfélag og samanburður þH erfiður, en Framsókn fær 9 prósentustiga minna fylgi þar en flokkurinn hafði á Selfossi og virðist unga fólkið á Dizkólistanum hafa höggvið djúp skörð í raðir fram- sóknar- og sjálfstæðismanna. Vilja ekki samfylkingu syðra Sunnlendingar virðast ekki yfir sig spenntir fyrir sameiginleg- um framboðum. Þau tapa alls- staðar sunnan heiða nema í Reykjavík og sumsstaðar mjög stórt. Neslistinn á Seltjarnar- nesi missti ellefu prósentustig til Sigurgeirs Sigurðssonar bæj- arstjóra og félaga á D-listanum. Kópavogslistinn fékk nærri 10 prósentustiga minna fylgi á laugardaginn en Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti höfðu samanlagt 1994. Tapið var líka stórt í Reykjanesbæ þar sem sameiningin átti hvað lengstan aðdraganda eða 8 pró- sentustig og í Mosfellsbæ snéru 7% þeirra sem kosið höfðu fé- lagshyggjuflokkana 1994 við þeim bakinu í þetta sinn. Stórsigur í SnæfeUsbæ Gengi samfylkingarsinna var mun betra á Vesturlandi. Borg- arbyggðarlistinn fékk um 40% atkvæða og krækti sér í hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Stykk- ishólmslistinn fékk einnig mun meira fylgi en Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur höfðu síðast eða nærri 14 prósentustig. Á Akranesi bættu samfylkingar- menn aðeins við sig en þeir töp- uðu í Snæfellsbæ. Framsóknarflokkurinn tapar í öllum bæjum á Vesturlandi nema á Akranesi þar sem fylgið er svipað og 1994. Sjálfstæðis- flokkurinn tapar talsverðu fylgi á Akranesi og Stykkishólmi, stendur í stað í Borgarbyggð en gerir meira en að bæta þetta allt upp með fádæma góðum sigri í Snæfellsbæ. Þar hafði flokkur- inn 36,5% 1994 en fékk nú um 60% og eru engin dæmi um aðra eins fylgisaukningu í kosn- ingunum á laugardaginn. Risjótt gengi Gengi flokkanna allra var held- ur risjótt á Norðurlandi. Sjálf- stæðisflokkurinn jók verulega fylgi sitt í nýju sameinuðu sveit- arfélagi í Skagafirði, ef borið er saman við stöðu flokksins á Sauðárkróki 1994. Flokkurinn bætti einnig mjög við sig á Siglufirði eða nærri 16 pró- sentustigum. Hann jók fylgi sitt um 14 prósentustig í Olafsfirði og um nærri 12 prósentustig á Akureyri. Hins vegar misstu sjálfstæðismenn talsvert fylgi á Húsavík, Blönduósi og í nýju sameinuðu sveitarfélagi við ut- anverðan Eyjafjörð. Framsóknarmenn bættu við sig í Skagafirði eins og sjálf- stæðismenn og á Dalvík en biðu herfílegan ósigur á Akureyri og Húsavík. Á Akureyri missti flokkurinn 2 bæjarfulltrúa og fylgistapið var nærri 14 pró- sentustig eða aðeins meira en framboð Odds Halldórssonar, fyrrverandi bæjarfulltrúa flokksins, fékk. Langstærstir Sameiginlegt framboð hrósaði sigri á Húsavík. Húsavíkurlist- inn er Iangstærsta aflið í bæj- arpólit-íkinni þar með rúmlega 51% fylgi og hreinan meiri- hluta. Listinn fékk nærri 18 prósentustiga meira fylgi en Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag höfðu 1994. Sameiningarlist- inn á Blönduósi bætti einnig verulega við sig en í öðrum bæj- um á Norðurlandi var sameigin- legum framboðum heldur illa teldð. Akureyrarlistinn tapaði veru- legum hluta þess fylgis sem fé- lagshyggjuflokkarnir höfðu áður haft eða 10 prósentustig- um og sameiginlegum framboð- um gékk illa í Skagafirði og á Siglufirði. Rauði bærinn Vinstrimenn sönnuðu yfirburði sína í sameinuðu sveitarfélagi Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar með nærri 53% fylgi og traustan meirihluta 7 bæjarfulltrúa. Alþýðubandalag- ið hefur haft meirihluta á Nes- kaupstað í áratugi og bærinn stundum verið nefndur rauði bærinn eða litla Moskva en sameinað sveitarfélag á að heita Austurríki fái íbúarnir ein- hveiju um það ráðið. Á Austur Héraði og Horna- firði fengu sameiginleg framboð nokkuð meira fylgi en félags- hyggjuflokkarnir höfðu haft en ekki voru það stórar sveiflur. Sjálfstæðisflokkurinn vann enn einn 18 prósentustiga sigurinn á Seyðisfirði en tapaði lítillega á Hornafirði og Austur Héraði og niðurstaðan í Austurríki var flokknum sár vonbrigði. Það á einnig við um framsóknarmenn í Austurríki, en flokkurinn tap- aði einnig stórt á Seyðisfirði, bætti umtalsvert við fylgi sitt á Austur Héraði en stóð í stað á Hornafirði. Heldur aUtaf meiri- hlutanum Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihlutanum í þeim 6 bæjum þar sem hann hafði hreinan ATVR Akureyri óskar að ráða sumarstarfsmenn til afgreiðslu og lagerstarfa. Æskilegur aldur 20-40 ára. Upplýsingar veitir útsölustjóri á staðnum (ekki í síma), miðvikudaginn 27. maí frá kl. 10-15. ÁTVR Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.