Dagur - 29.05.1998, Síða 11

Dagur - 29.05.1998, Síða 11
FÖSTUDAGUR 29.MAÍ 1998 - 27 Tkgftr LÍFIÐ í LANDINU Ljósvaki frá Akureyri var eini stóðhesturinn í Eyjafirði sem náði landsmótseinkunn. Knapi Baldvin Ari Guðiaugsson. Kynbótadómar Eftir að dómum lauk í Gunnars- holti skruppu menn norður í land til að nota tímann áður en dómar byrjuðu í Reykjavík. Þetta var gert til þess að létta á aðal- forskoðuninni. Á Vindheimamelum komu 44 hross í dóm og þar af fengu 41 fullnaðardóm. í flokki stóðhesta 6 v. og eldri komu sex hestar í dóm og fengu tveir þeirra ein- kunn inn á landsmótið. Efstur stóð Hugi 7 v. frá Hafsteinsstöð- um með 8,13 fyrir sköpulag þar af 9 fyrir hófa og fyrir hæfileika 8,34 skeið- laus þar af 9 fyrir tölt, brokk, vilja og fegurð í reið. Hugi er undan Hrafni frá Holtsmúla og Sýn Feykisdóttur frá Haf- steinsstöðum. Aðaleinkunn Huga er 8,23. Annar varð Askur 8 v. frá Keldu- dal sonur Þáttar frá Kirkjubæ og Nasar frá Stokkhólma. Fyrir sköpulag fékk Askur 8,0 og fyrir hæfileika 8,39; aðal- einkunn 8,19 og hefur hækkað um 0.01. Þriðji hesturinn Skinfaxi 7 v. frá Þóreyjarnúpi er fast við inntökumörkin á Iandsmótið með 8,14 í aðaleinkunn en mörkin eru 8,15. Aðrir hestar í þess- um flokki voru mun Iakari. Keilir frá Miðsitju með 1. verðlaun Kjölur frá Hafsteinsstöðum undan Kjar- val og Kylju frá Kjartansstöðum var efstur í 5 v. flokknum með góða ein- kunn fyrir sköpulag 8,15 allt jafnar ein- kunnir en hæfileikarnir voru mun slak- ari 7,41; aðaleinkunn 7,7. Smiður frá Miðsitju sem er undan Otri og Kröflu fékk dágóða einkunn fyrir sköpulag 7,95 en var ekki sýndur í reið. Hins vegar var hálfbróðir hans Keilir sonur Ófeigs frá Flugumýri og Kröflu frá Mið- sitju með góðar einkunnir. Fyrir sköpu- lag fær hann 8,28 þar af 9 fyrir bak og lend og fyrir hæfileika 7,74: aðalein- kunn 8,01. Þessi hestur er aðeins 4ra vetra og lofar því góðu. Veiki punktur- inn hjá honum er brokkið eins og Spuna hálfbróður hans. Keilir var lang efstur í sínum flokki. Næstur var Gyllir frá Sauðárkróki sonur Hrafns frá Holts- múla og Gnóttar frá Sauðárkróki 7,78 fyrir sköpulag og 7,47 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,62. Bragur frá Miðsitju hlaut 8,15 fyrir sköpulag en var ekki dæmdur í reið. Hann er undan Polka frá Túnsbergi Náttfarasyni og Þotu frá Tungufelli sem var dóttir Fáfnis frá Laugarvatni. Ein 6 v. og eldri iim á landsmót Af hryssum 6 v. og eldri var efst Þröm 7 v. frá Hólum undan Viðari frá Viðvík og Þrennu frá Hólum. Fyrir sköpulag fékk hún 7,98 þar af 9 fyrir hófa og fyrir hæfileika 8,20; aðaleinkunn 8,09. Hún nær einkunn inn á landsmótið en ekki þeirri aðaleinkunn sem hún fékk 5 v. 8,17 og munar þar mest um lækkun fyrir hæfileika. Önnur varð Björk 7 v. frá Hólum sem einnig er Viðarsdóttir en móðirin er Birta frá Hólum. Birta fékk 7,93 fyrir sköpulag þar af 9 fyrir fótagerð og fyrir hæfileika 7,81; aðal- einkunn 7,87. Hún nær ekki inn á landsmót en hefur hækkað svolítið frá síðasta dómi. Snælda frá Ytra-Skörðu- gili 7 v. sem er dóttir Viðars og Snældu frá Ytra-Skörðugili Sörladóttur fékk mjög góðan hæfileikadóm 8,46 en byggingin er slök. Blæja frá Hólum sem er Kolfinnsdóttir fékk 9 fyrir tölt og 9 fyrir vilja. Hún er klárhryssa með 7,76 í aðaleinkunn. En það er sem sagt bara ein hryssa í þessum hópi sem náði einkunn inn á landsmótið. Kjarvalsdóttirin Þula frá Gígjarhóli undan Spætu Hrafnsdóttur frá Gígjarhóli varð efst af 5 v. hryssum með 8,00 fyrir sköpulag og 8,01 fyrir hæfileika: aðaleinkunn 8,01 og tryggði sér ferð á Melgerðismela. Eiirn stóðhestur á Akureyri náði landsmótseinkuiin Á Hlíðarholtsvelli á Akureyri komu 53 hross í dóm. Af stóðhestum 6 v og eldri var Ljósvaki Kjarvalssonur frá Akureyri efstur með 8,10 fyrir sköpulag og 8,34 fyrir hæfileika þar af 9 fyrir tölt; aðal- einkunn 8,22 og hefur hækkað örlítið fyrir sköpulag og hæfileika. Móðir hans er Kvika frá Brún v/Akureyri. Enginn hestur annar hlaut fullnaðardóm í þess- um flokki. Geisli frá Ási I sonur Vafa frá Kýr- holti og Vöku frá Ási var efstur í 5 v. flokknum með 7,65 fyrir sköpulag og 8,13 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,89. Góður reiðhestur en ekki nógu vel byggður. Dósent frá Brún undan Heldi frá Brún og Drottningu frá Brún fékk 7,88 fyrir sköpulag og 7,83 fyrir hæfi- leika skeiðlaus; aðaleinkunn 7,85. Hann lækkar örlítið í byggingu en tals- vert fyrir hæfileika en hann fékk 4ra v. 8,11 fyrir hæfileika. I fyrra var hann með 8,01 í aðaleinkunn. I floldvi 4ra v. var efstur Þytur frá Hóli II albróðir Gusts frá Hóli og fékk hann 7,62 í aðaleinkunn. Ljósvaki er því eini stóðhesturinn í þessari lotu sem náði inn á landsmótið. Af hryssunum 6 v. og eldri varð efst Mánadís 6 v. frá Torfunesi dóttir Hjart- ar frá Tjörn en móðirin er Ör frá Torfu- nesi. Mánadís fékk fyrir sköpulag 8,18 þar af 9 fyrir háls og herðar og 9 fyrir fótagerð. Fyrir hæfileika 7,97; aðalein- kunn 8,07 og þar með farseðil á lands- mótið. Brynja frá Stóra-Hofi 7 v. undan Gáska frá Hofsstöðumfékk 7,95 fyrir sköpulag og 8,00 fyrir hæfileika; aðal- einkunn 7,98. Dúkka frá Akureyri und- an Gassa frá Vorsabæ II og Skjónu frá Akureyri fékk 7,68 fyrir sköpulag og 8,11 fyrir hæfileika skeiðlaus þar af 9 fyrir tölt og fegurð í reið; aðaleinkunn 7.89. Tinna frá Akureyri dóttir Orra frá Þúfu og Hreyfingar frá Húsey var eina hryssan í þessum 5 v. flokki sem náði einkunn inn á landsmótið. Fyrir sköpu- lag fékk hún 8.00 og fyrir hæfileika 7,94: aðaleinkunn 7,97. Tvær 4ra v. hryssur náðu einkunn á landsmót. Drottning frá Efri-Rauðalæk dóttir Hrafns frá Holtsmúla og Kviku frá Brún fékk 8,25 fyrir sköpulag og 7,67 fyrir hæfileika skeiðlaus; aðalein- kunn 7,96 og Þoka frá Akureyri dóttir Gusts frá Hóli II og Kátínu frá Hömr- um v/Akureyri fékk 7,70 fyrir sköpulag og 8,03 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,86. HESTAR Kári Arnórsson skrifar Hljóðúrhonil... SVOJMA ER LIFID H Vigdís Stefánsdóttir skrifar © Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9—12. • Leið mig eigi í freistni. (Ég get svo auð- veldlega fundið leiðina sjálfur) • Taktu lífið ekki of alvarlega, það sleppur enginn lifandi frá því hvort sem er. • Hefði Guð ætlast til þess að ég gæti snert á mér tærnar, myndi hann hafa sett þær á hnén. Börn í aftursætum valda slysum, slys í aftursætum orsaka börn. Lífið á jörðunni er dýrt, en innifelur þó fría ferð í kring um sólina. Hraði lífsins veldur mér engum vandkvæðum, heldur hið snögga stopp við fararlok. Hvers vegna er það þannig, að þegar maður loksins hefur öll spilin á hendinni, þá ákveða hinir að tefla... Hugurinn er eins og fallhlíf, það er betra að hafa hann op- inn. Óbijótalegt leikfang er mjög hentugt til að skemma önnur leikföng. Peningar og aftnr peningar H Sæl Vigdís. Ég er dálítið reiður og mjög sár vegna framkomu ættingja konu minnar. Þannig er að fyrir nokkuð mörgum árum lánaði konan mín þessum ættingja sínum talsvert fé, til þess að viðkomandi gæti fest sér íbúð. Nú er málum svo komið að \dð ætlum að stækka við okkur og vantar uppá, en þessi ættingi segist ekki geta greitt lánið, þó svo að við sjá- um ekki betur en að þar sé til nóg af peningum, bæði hann og kona hans eru í vel launuðum störfum. Þetta lán var aldrei skjalfest eða slíkt, en bæði vita allt um það. Nú er spurningin, hvernig eigum við að bregðast við, því við sjáum ekki fram á að geta keypt öðruvísi en að fá þessa peninga, sem konan mín á með réttu. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Lesandi Umferðin „Nú er hvíta- sunnuhelgi og margir á ferð, þar sem þessi helgi hefur gjarnan ver- ið fyrsta stóra ferðaheígi ársins,“ sagði lesandi sem hringdi. „Mig lang- aði bara til að hvetja fólk til að aka varlega og muna eftir því að þó svo einhverjar mínútur sparist við að aka 20 km. hraðar á klst. þá er það ekki þess virði að leggja líf sitt að veði.“ Svo mörg voru þau orð og um- sjónarmaður tekur heils hugar undir þau, því allt of mörg líf hafa tap- ast í umferðinni. Ég held að besta Ieiðin sé sú að konan þín skrifi viðkom- andi bréf varðandi það að hún vilji fá þessa peninga greidda og setji allar forsendur niður. Hvar og hvenær lánið var tekið. Hversu hátt það var og hve mikið hefur verið endurgreitt, ef nokkuð. Taki afrit af bréfinu og eftir að svar hefur fengist við því, þá er hægt að halda áfram. Með lögfræðiaðstoð ef viíl. Raunar væri ekki vitlaust að hafa lögfræðing með í ráðum við bréfaskriftirnar strax í upphafi. Til þess að hægt sé að fá málið á hreint, verður að skjalfesta það einhvem tíma og eftir því sem lengri tími líður, því erfiðara verður það. Þetta er ósköp leiðin- legt, sérstaklega vegna þess að svona mál vilja eyðileggja vináttu og ættartengsl. ReyWaus hér eftir Reyldausi dagurinn er á morgun og af því tilefni er uppplagt að kynna nýjan valkost fyrir þá sem vilja losna við reykinn. Þetta er nikotínfrír úði sem kallast STOP SMOKING (en ekki hvað) og úðast hann undir tunguna og gefur gott bragð. Úðinn er framleiddur í Noregi og hefur fengið samþykki L\Tjaeftirlits ríkisins hérlendis. I úðanum eru eftirfarandi efni: 1) PLANTAGO MAJOR; Dregur úr tóbakslöngun. 2) AVENA SATIVA; Léttir á fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. 3) HCA. HYDROXY SÍTRÓNU-SÝRA: Dregur úr hungur- tilfinningu. Prófanir voru gerðar á Gjövik sjúkrahúsinu í Noregi á STOP SMOKING á nokkrum námskeiðum í að hætta að reykja, undir handleiðslu lækna, sálfræðinga og hjúkrunar- fólks. Helmingur fólksins notaði STOP SMOKING úðann samkvæmt leiðbeiningum eða uppundir 10 púst á dag undir tunguna og hinn helmingurinn minni skammt. Þeir hópar sem notuðu úðann í ráðlegum skömmtum voru með 67% ár- angur þ.e.a.s. hættu að reykja eftir námskeiðið, en seinni hópurinn sem notaði lítinn skammt náði aðeins 33% árangri. Mjög áhugaverð niðurstaða fékkst varðandi minnkaða matar- lyst eða 71% þátttakenda í könnuninni sögðu að matarlystin hefði minnkað. Hingað tii hafa hjálparefnin við það að venja sig af reyk- ingum innihaldið nikótín sem vanabindandi efni, er j>ví hér um nýjan valkost fyrir þá sem ætla sér lífið án reyks og síðast en ekki síst þá sem vilja halda í við sig.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.