Dagur - 03.07.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 03.07.1998, Blaðsíða 1
I Spenningurínn íDanmörku erí al- gleymingi vegna HM og svo er einnig hjá Dönum hérlendis. Danireru a.m.k. ökrýndir heimsmeistarar ífagnaðarlát- uml í kvöld keppa Danir við heimsmeistara Brasilíu í 8 Iiða úrslitum á HM í Frakklandi. Danir unnu frækinn sigur á Ólympíumeisturum Nígeríu í 16 liða úrslitum og hafa aldrei náð svo langt á HM. Spenningurinn í Danmörku er mikill en einnig meðal Dana sem búa hér á landi. Gaman að vera Dani Að sögn Michael Dal, formanns Dansk-íslenska félagsins á Islandi, eru á bílinu 500 -1000 Danir búsettir á Islandi. Hann á síður von á því að þeir muni safnast saman til að horfa á Ieikinn. „Margir þeirra sem hafa áhuga á þessu sérstaklega eru í sumarfríi og jafnvel ekki á landinu. Eg var búinn að hugsa mér að safna liði en það verður senni- lega ekki hægt.“ Michael hefur fylgst grannt með heimsmeistara- mótinu og danska liðinu. „Liðið olli mér vissum vonbrigðum í riðlakeppninni en Bo Johansson, landsliðsþjálfarinn, er þekktur fyrir að leika tak- tískt. Hann er mjög reyndur og mér sýnist hann í rauninni bíða með að sýna hvað virkilega býr í lið- inu. Þeir sýndu svo sitt rétta andlit á móti Níger- íu.“ Michael segist gjarnan vilja vera í Danmörku þessa dagana. „Það er gaman að vera Dani í dag og hefði verið gaman að vera á Ráðhústorginu í Kaup- mannahöfn eftir sigurinn á Nigeríu. Oftast fara menn samt í nánasta umhverfið, safnast saman á hverfiskránni eða heima hjá vinum og deila skemmtilegheitunum með einhverjum sem maður þekkir. Það er virkilega gaman.“ Úrslit ráðast í vítaspynmkeppni Michael segir þjóðarstoltið mildð þessa dagana. „Fyrir nokkrum árum hugsuðu Danir ekki svo mikið um það að vera Danir. í dag virðist hins vegar vera miklu meiri hug- ur í mönnum. Það hefur aukið gildi að vera Dani. Menn eru stoltari. Ég held að það sé m.a. tengt þessum góða árangri í fótboltanum, bæði í Evrópu- keppninni fyrir nokkrum árum og svo aftur núna.“ Michael segir erfitt að bera saman Evróputitilinn 1992 og árangurinn núna. „Evrópumeistara- titillinn var óvæntur og glæsilcgur. Árangurinn núna er ekki síðri en þetta er enn sem komið er enginn tit- ill,“ segir Michael og hlær. Fótboltinn er óútreiknanleg íþrótt þar sem allt getur gerst. Fáir áttu von á þvf að Danir ynnu Nígeríumenn en er möguleiki á móti Brasilíumönnum? „Allt getur gerst. Ef við leikum jafnvel og gegn Nígeríumönnum er möguleiki. Eg spái 1-1 og að leikurinn fari í vítaspymukeppni. Eg vona bara að við spil- um okkar leik en pökkum ekki í vörn. Ég held að það væri best, a.m.k. er það skemmtilegast fyrir áhorfandann." Heimsmeistarar í fSgnuði Mikið rill gjarnan meira og sumir Danir eru farnir að spá sér heimsmeistaratitíinum. „Við Danirnir erum einkum góðir í tvennu varðandi fótboltann. Við erum góðir í ■sjálfum fótboltanum en við erum heimsmeistarar í því að fagna góðum sigrum. Við höldum upp á sigra á viðeigandi hátt án þess að komi til ofbeld- is og átaka eins og virðist fylgja enskum og jafn- vel þýskum áhangendum." Þegar Danir unnu Evrópumeistaratitilinn 1992 sneru leikmennirnir heim sem þjóðhcljur. Verður það sama upp á ten- ingnum núna? „Ætli það ekki en það fer samt eft- ^ ir leiknum. Ef leikmennirnir leggja sig alla fram í leiknum skiptir engu hvernig hann fer. Þeir snúa heim sem þjóðhetjur." -JV „I/ið erum góðir í sjálfum fótboltanum en við erum heimsmeistarar í því að fagna góðum sigrum, “ segir Michael. BBBBBHHBa Fagnar Laudrup í kvöld? frmiMW Stæxðii: 13" Stæiðix: 14" Stætðii: 13 Stæiðii: 14 tnna Veið íiá 8.65 Verð frá Verð frá 9. 8.174,- stp.) Sterk og vönduð jeppadekk fyrir íslenskar aðstæður Gúmmívinnustofan ehf. Réttarhálsi 2, sími: 587 5588 Skipholti 35, sími: 5531055 Þjónustuaðilar um land allt. -I-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.