Dagur - 03.07.1998, Blaðsíða 6
22-FÖ STUDAGUR 3. JÚLÍ 1998
UtÉL
f|©r
_X^»«r
Ortónleikar
Á laugardag verða „ör-
tónleikar'* Möggu Stínu
í Kaffileikhúsinu í
Hlaðvarpanum.
Tónleikarnir eru
haldnir í tilefni af út-
gáfu smáskífunnar
„Naturally" en
hennar hefur verið
beðið með eftir-
væntingu síðan
Magga Stína spilaði
á „Popp í Reykjavík"
þar sem tónlist henn-
ar vakti mikla og verð-
skuldaða athygli.
Tónleikarnir hefjast
kl. 20.30, en húsið verð-
ur opnað kl. 22.00 og er
opið til 02.00.
■ HVAfl ER Á SEYDI?
Málverk i flugstöð
Nú stendur yfir sýning Hlífar Ásgrímsdóttur í flug-
stöð Leifs Eiríkssonar í Keflavíkurflugvelli, en Félag
íslenskra myndlistarmanna og Leifsstöð standa sam-
an að kynningu á verkum félagsmanna FÍM. Hlíf
sýnir þarna 8 verk sem unnin eru á þessu og síðast-
liðnu ári og er sýningarrýmið í landganginum. Verk
hvers listamanns verða til sýnis í 2-3 mánuði og
fylgja útgáfu tímaritsins Atlantica og er kynning á
viðkomandi listamanni í blaðinu hveiju sinni. Sýn-
ing Hlífar stendur til 15. ágúst.
Nýlistasafnið
„Listamenn á Barmi Einhvers"
heitir sýning sem verður opn-
uð í Nýlistasafninu við
Vatnsstíg laugardaginn 4.
júlí kl. 16.
Aðahlutverkin eru í
höndum Ásmundar Ás-
mundssonar, Erlings Þ.V.
Klingenberg og Magnúsar
Sigurðarsonar. I aukahlut-
verkum eru vinir þeirra frá
Bandaríkjunum, þeir Bruce
Conkle, David Diviney og
Justin Blaustein. Þessir lista-
menn eiga það sameiginlegt að
þeir eru fremur aðhlutamenn en
listamenn í útvíkkuðum skilningi þess hugtaks. Und-
anfarið hafa þeir leitað eftir séríslenskum einkennum
sem efnivið í listsköpun sinni og þar með leitað innávið
í sinn innri aðhlutamann fremur en útávið.
VESTIIRLAND
Norska húsið
I norska húsinu í Stykkishólmi hefur
verið opnuð myndlistarsýning Guð-
bjargar Lindar Jónsdóttur.
VESTFIRÐIR
Gleðigjafakvöld í Krúsinni
Gleðigjafakvöld verður í Krúsinni á
(safirði föstudaginn 3. júlí og laugar-
daginn 4. júli. Brandarakeppni með
glaesilegum vinningi. Hljómsveitin
Gleðigjafar, André Bachmann og
Kjartan Baldursson. Sérstakur gest-
ur ísfirðinga í fyrsta sinn: Aðalsöngv-
ari The Platters, Harold Burr, syngur
með hljómsveitinni.
NORÐURLAND
Tónlistarhelgi á Hvammstanga
Tónlistarhelgi verður haldin á
Hvammstanga nú um helgina. í
kvöld verður lifandi tónlist á tveimur
stöðum, á Selinu verður kaffi-
húsastemmning með Marinó og
Skúla og í VPS-húsinu verða tónleik-
ar með hljómsveitinni Vein.
Á laugardag kl. 14 verður tónlistar-
dagskrá í Félagsheimilinu þar sem
fram koma hljómsveit ásamt
kirkjukór Hvammstangakirkju, Karla-
kórnum Lóuþrælum og Lillukórnum.
Kl. 15.30 verður kaffileikhús og kaffi-
hlaðborð á Selinu í höndum Leik-
flokksins á Hvammstanga.
Kl. 21.00 verður popp- og dægur-
lagadagskrá í umsjá hópðsins „Á
HEGNER
Hegner er
þýskt gœðamerkl.
Gylfi Elcljárn Sigurlinnmon
Hnlshrcnmi 7, 220 HafnarfirOi
sími 5551212/Jax 5552652
ST/HL
I fararbroddi í 70 ár
KEÐJUSAGIR,
KRAFTMIKIL, LETT
OG GANGVISS VERKFÆRI.
HEKKKLIPPUR, LAUFSUGUR,
STAURABORAR, SLÁTTUORF,
STEINSAGIR.
Þýsk gæbavara
meb umhverfis-
þáttinn og öryggið
í öndvegi.
Góö varahluta-
og viðgeröa-
þiónusta.
V —
RÁÐGJÖF
SÉRFRÆÐINGA
UM GARÐ-
OG GRÓÐURRÆKT
STJHL
GROÐURVORUR
VEHSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA
Smiðjuvegj 5, Kópavogi, simi: 554 3211
<JV-
hálum ís“. Flutt verður dagskrá frá
sjöunda og áttunda áratugnum.
Stórdansleikur verður síðan í Félags-
heimilinu kl. 23-03 þar sem Stjörnu-
band Magnúsar Kjartanssonar,
Gunnars Þórðarsonar, Rúnars Júlí-
ussonar, Helgu Möller o.fl. leikur.
( gær opnaði Dóra Sigurðardóttir
sýningu á verkum sínum í VSP-hús-
inu.
Á laugardag kl. 14. verður opnuð
sýning á málverkum Jóns Eiríksson-
ar á Hótel Seli.
Hrönn á Blönduósi
Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður
opnar sýningu á verkum sínum í
Blönduóskirkju laugardaginn 4. júlí
kl. 15.00. Hrönn er þekkt fyrir silki-
máluð verk sem hún hefur unnið um
árabil, bæði nytjahluti og listmuni.
Síðasta sýningarhelgi
Málverkasýningu Guðnýjar Þórunnar
Kristmannsdóttur í Ketilhúsinu í
Grófargili á Akureyri lýkur sunnudag-
inn 5. júií. Þetta er önnur einkasýn-
ing hennar. Á sýningunni eru 7 olíu-
málverk unnin á árunum 1996-98.
Þetta er jafnframt opnunarsýning í
Ketilhúsinu eftir lagfæringar. Guðný
stundaði nám í Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands og útskrifaðist úr
málaradeild 1991. Sýningin er opin
kl. 14.00-18.00.
Skítamórall í Miðgarði
Hljómsveitin Skitamórall spilar í Mið-
garði í Skagafirði í kvöld og er dans-
leikurinn haldinn í samvinnu við út-
varpsstöðina FM 957 í tilefni þess
að stöðin er að hefja útsendingar á
Norðurlandi um þessar mundir. Ald-
urstakmark á dansleikinn er 16 ár.
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfr-
um
Á dagskrá um helgina er rölt í botni
Ásbyrgis kl. 20-21. Á leiðinni verður
fjallað um sögu Ásbyrgis og hugað
að lífríki. Lagt er af stað frá bíla-
stæðinu í botni Ásbyrgis. Á sama
tíma verður farið í stutt rölt um Vest-
urdal og verður lagt af stað frá húsi
landvarða.
Á laugardag kl. 14-17 verður farið í
göngu á austurbarm Ásbyrgis. Farið
verður upp Tófugjá og gengið suður
austurbarm Ásbyrgis að Ásbyrgis-
botni og til baka sömu leið. Lagt af
stað frá þjónustumiðstöð. Kl. 14-16
verður farið í rólega göngu í ná-
grenni Vesturdals og Hljóðakletta.
Á sunnudag kl. 14-16 verður barna-
stund í botni Ásbyrgis fyrir 5-12 ára.
Hugað verður að því stóra sem
smáa í náttúrunní, farið í leiki og
fleira skemmtilegt. Kl. 14-15 verður
barnastund við tjaldsvæðið í Vestur-
dal. Kl. 20-21 verður farið í rólegt
rölt á Eyjuna í Ásbyrgi. Farið er frá
þjónustumiðstöð.
Dagskráin er öllum opin og þátttak-
endum að kostnaðarlausu.
Myndlistarsýning í Varmahlíð
Á laugardag kl. 14 opnar Sigurður
Einarsson frá Selfossi yfirlitssýningu
á verkum sínum í ash keramik Gall-
erý í Lundi í Varmahlíð. Þetta er ell-
efta einkasýning Sigurðar en hann
hefur tekið þátt í fjölda samsýninga.
Sýningin er opin alla daga kl. 10-18
og stendur út júlímánuð.
Ásta Ólafsdóttir í Safnasafninu
Sunnudaginn 5. júlí verður opnuð í
Safnasafninu á Svalbarðsströnd
einkasýning á verkum eftir Ástu
Ólafsdóttur myndlistarmann í
Reykjavík. í þrívíðum verkum sínum
leitast Ásta við að myndgera kyrrð
og tilfinningar sem fólki reynist oft
erfitt að festa í hendi. Hún veltir fyrir
sér mætti línunnar, leitar að krafti í
látleysi og dulúð ævintýranna og
skírskotar til þjóðlegra gilda. Sýning
Ástu stendur til 1. ágúst og er opin
--------------&-----------------
mælirmeð...
• • * tónleikum Möggu Stínu í Kaffleikhúsinu. Hún er frá-
bær, hreint út sagt!
• • * textílsýningunni sem haldin verður í Blönduóskirkju,
þar sem Hrönn Vilhelmsdóttir sýnir verk sín. Hrönn er
snillingur með silkilitina.
• • - Stykkishólmi. í Norska húsinu er myndlistarsýning
Guðbjargar Lind Jónsdóttur að þessu sinni. Fínt að skreppa
aðeins út á land í góða veðrinu.
• • • sýningu Guðnýjar Þórunnar Kristmannsdóttur í Ketil-
húsinu í Listagilinu á Akureyri. Sýningunni lýkur nú um
helgina og því fer hver að verða síðastur.
kl. 11-18 daglega. f Safnasafninu
eru sjö aðrar sýningar; alþýðulist,
handverk, útsaumur og 370 brúður.
„Hestur í Iífi þjóðar“
f tilefni af Landsmóti hestamanna
verður haldin sýningin „Hestur í lífi
þjóðar“ á lestrarsal Amtsbókasafns-
ins að Brekkugötu 17 á Akureyri. Að
sýningunni standa Amtsbókasafnið
og Minjasafnið á Akureyri.
Á sýningunni er brugðið upp mynd-
um af hestinum eins og hann birtist í
munum og myndum i eigu Minja-
safnsins og bókmenntum frá Amts-
bókasafninu.
Sýningin verður opnuð laugardaginn
4. júlí kl. 14 og stendur til laugar-
dagsins 18. júlí. Opið er virka daga á
sama tíma og bókasafnið, þ.e. kl.
10-19 mánud., miðvikud. og föstu-
daga og kl. 10-20.30 þriðjud. og
fimmtudaga. Um helgar er opið kl.
13.-19.
AUSTURLAND
Samkeppni um kápumynd á
Ljóðasafn Austfirðinga
Félag Ijóðaunnenda á Austurlandi
efnir til verðlaunasamkeppni meðal
myndlistarmanna um land allt. Ósk-
að er eftir mynd sem ætlað er að
prýða bókarkápu en félagið gefur út
austfirskt Ijóðasafn á næsta ári. Um
málaða mynd skal vera að ræða og
skal hún vera á einhvern hátt tákn-
ræn fyrir Ijóðasafnið. Veitt verða
50.000 kr. verðlaun fyrir þá mynd
sem valin verður á forsíðu. Frestur til
að skila myndum í keppnina er til 1.
desember og þær skal senda rit-
stjóra bókarinnar, Magnúsi Stefáns-
syni, Brattahlíð, 750 Fáskrúðsfjörður
og gefur hann nánari upplýsingar í
síma 475 1211.
Skítamórall á Eskifirði
Hljómsveitin Skítamórall spilar á
dansleik í Valhöll á Eskifirði á laugar-
dagskvöld. Aldurstakmark 16 ár.
SUÐURLAND
Goslok í Vestmannaeyjum
Tökum öll þátt í því að gera gosloka-
hátíðina sem stendur frá föstudegi til
sunnudags skemmtilega og mætum
í skrautlegum búningum í skrúð-
gönguna, skreytum húsin, köttinn,
bátinn og bílinnn. Velkomin á goslok
í Vestmannaeyjum.
Hekluhraun
Listakot Laugavegi 70 og Hraun-
verksmiðjusalurinn opna sýninguna
„Fyrir jörðina" sem verður við Stein-
kross á Heklubraut, laugardaginn 4.
júlíkl. 15.00.
HÖFUÐBORCxARSWEÐIÐ
„Sumarkvöld við orgelið"
„Sumarkvöld vió orgelið" er tón-