Dagur - 03.07.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 03.07.1998, Blaðsíða 2
18-FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU i. A ÞAD ER KOMIN HELGI Hvaö ætlarþúað gera? „Að fólk hafi með sér skólfur, fötur, góðan galla og hugmynda- flug, “ segir Lilja Magnúsdóttir. Sandkastalar og kraftakeppni „Eg ætla um helgina að vinna í Leikjalandi, nýjum afþreyingarstað sem við erum að koma upp hér í þorpinu. Þar getur fólk m.a. farið í kajakasiglingar út á fjörð eða leildð sér í golfí,“ segir Lilja Magnúsdóttir, ferðamála- frömuður á Tálknafirði. Meðal þess sem ber hæst um komandi helgi á Vestfjörðum er sandkastalakeppni í Breiðavík við Patreksfjörð. Þangað geta allir mætt og reynt með sér í sandkastalagerð. Einu þátttökuskilyrðin eru að fólk hafi með sér „ ... skóflur, fötur, góðan galla og svolítið hugmyndafíug," einsog Lilja kemst að orði. „Svo reikna ég með að bregða mér á ball með Pöpum á Bíldudal á laugardagskvöld, en það er lokapunktur á kraftakeppninni Vest- fjarðavíkingi sem er hér um helgina," segir Lilja. „Þarfað byrja að slá um helgina," segir Sigurgeir Hreinsson, bóndi á Hríshóli. „Út í Bjarnarey til að ná tilfinningu fyrir eyjalífi og lundaveiði," segir Árni Johnsen. Heyskapur og grill „Vonandi kemst ég í heyskap um helgina. Að minnsta kosti ráðlegg ég ekkert annað. Eigin- lega þarf að byrja eitthvað að slá um helgina því annars gæti grasið sprottið úr sér alveg á örfáum dögum," segir Sigurgeir Hreinsson, bóndi á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit. Um aðra helgi verður landsmót hesta- manna haldið á Melgerðismelum í Eyjafirði og þangað ætlar Sigurgeir að mæta. „Ég er að vísu lítill hestamaður en gaman er að fara á samkomur til þess að hitta skemmilegt fólk og sjá fallega hesta. Síðan vona ég að um helgina viðri þannig að hægt verði að setja kjöt á grill,“ segir Sigurgeir. Háfinn á loft „Ég verð á hátíð í Eyjum um helgina í tilefni af því 25 ár eru liðin frá lokum eldgossins. Komið hefur verið upp samkomutjaldi við Vesturveg þar sem verða flutt, m.a. lög eftir Oddgeir og Asa í Bæ. Verður þessi dagskrá bæði föstudags- og laugardagskvöld,“ segir Árni Johnsen alþingismaður. En Arni kemur víðar við um helgina. Hann ætlar á sumartónleika í Skálholti á Iaugardag, en vera kominn aftur út í Eyjar um kvöldið. „Lundaveiðitímabilið hófst á miðvikudaginn, 1. júlí. Báturinn minn er klár og kominn á flot og ég ætla endilega að komast út í Bjarn- arey, rétt til þess að ná tilfinningu fyrir eyjalíf- inu og lundaveiðinni mun ég sjálfsagt bregða háfnum á loft,“ segir Arni Johnsen. Varla verður sagt að Helgi Hörður Jónsson, nú fréttastjóri Sjónvarps, hafi breyst mikið á þeim 22 árum sem eru liðin frá því stærri myndin hér að ofan var tekin. Enn er hann með myndarlegt fréttastjóraskegg þó hann hafi alls ekki verið frétta- stjóri í den tíð. Fyrir rúmum 20 árum var hann einn af liðsmönnum fréttastofu Út- varpsins - og þá var þessi mynd tekin. ■ LÍF OG LIST Listin að snúa aftur „Ég er þessa dagana að Jesa bókina '. Art of the Come Back, sem er eftir Donald Trump þann milda grósser í New York,“ segir Þorgils Óttar Mathiesen, forstöðumaður hjá Islands- banka. „Trump hefur skrifað þijár bækur um veraldarvafstur sitt vestanhafs, en hann á m.a. spilavíti í Atlanta og fjölda bygg- inga í New York. í þessari þriðju bók, sem við getum kallað í Listin að snúa aftur í lauslegri þýðingu, segir hann frá bakslagi í viðskiptalífí sínu og hvemig honum tókst, m.a. með góðri samningatækni, að ná sér aftur á flug. Ég les ekki mikið, en finnst alltaf gaman að áhugaverðum reynslusögum af þessu tagi.“ PORulLS UTTAR MATHIESEN Sjakalinn og Sean Penn Björgvin og Forest Gump „Síðast minnir mig að undir geislanum hafí verið diskur með lögunum úr kvikmyndinni For- est gump. Ég get þó varla talist mikill tónlistarunnandi, helst hlusta ég á þessa popptónlist sem gengur á útvarpsstöðvunum yfir daginn og oftast er ég með stillt á Bylgjuna. Af ein- stökum tónlistarmönnum þá þykir mér Jón Ólafs- son píanisti með meiru vera góður og Björgvin Halldórsson ber höfuð og herðar yfir aðra íslenska tónlistarmenn, enda gegn Hafnfirðingur." „Líklega hefur það verið myndin Sjakalinn með þeim Bruce Willis og Richard Gere sem ég sá síð- ast. Þetta er dæmigerð glæpa- mynd sem fjallar um leigumorðingja sem kemst í komapaní við rússnesku mafíuna og er virkilega í vondum málum. Önnur mynd sem ég hef nýlega séð er myndin Game, með þeim Sean Penn og Michael Douglas. Þetta er ágæt hasarmynd, en kannski einum of ótrúverðug. Um kvikmyndaval mitt almennt get ég sagt að það sé mjög opið og alls ekki einhlítt hvernig myndir ég vel mér á hverj- um tíma til að stinga í myndbandstækið." -SBS. ■ fra degi til dags Maður verður að reyna að brjótast í gegnum smáu hugsanimar sem ergja mann og út til hinna stóru, sem gefa kraft. Dietrich Bonhoeffer. Þetta gerðist • 1973 tilkynntu vísindamenn formlega að gosinu í Heimaey væri lokið. Það hófst 23. janúar. • 1948 var undirritaður samingur um nær 39 milljóna dala aðstoð Bandaríkj- anna við Island, svonefnda Marshall- aðstoð. • 1928 var farið á bifreið yfir Öxnadals- heiði í fyrsta sinn. Ferðin frá Blöndu- ósi til Akureyrar tók fimmtán klukku- stundir. • 1921 var hin Islenska fálkaorða stofn- uð. Hana á að veita þeim „sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður Is- lands“. Fædd þennan dag • 1951 fæddist Jean Claude Duvalier, forseti Haiti. • 1925 fæddist leikarinn Tony Curtis (Some like it hot). • 1909 fæddist Stavros Niachos Greece (Those fabulous Greeks). Vísa dagsins Þessi vísa var í vísnabók (Poesibók) stúlku nokkurrar: Ef að bragnar bjóða þér blíðu sína að veita, vita skaltu, að vandi er velboðnu að neita. Afmælisbam dagsins Afmælisbarn dagsins er tékkneski rit- höfundurinn Franz Kafka. Hann fæddist árið 1883 og dó 1924. Kafka skrifaði á þýsku og birti allmargar smásögur meðan hann lifði, þ. á m. Hamskiptin. Eftir andlát hans gaf Max Brod vinur hans út þrjár skáld- sögur Kafka, auk fleiri verka. Þetta voru Réttarhöldin, Höllin og Ameríka. Kafka hefur orðið mjög áhrifamikill höfundur. I verkum hans speglast myrk lífsviðhorf, stundum samofin afar sérkennilegri gamansemi, í þeim birtist einnig angist mannsins og þrá eftir samneyti við aðra. Brandarar Þau Jón og Gunna sátu við morgunverðarborðið daginn eftir gullbrúðkaupsdaginn og voru að spjalla. „Manstu eftir því Jón, þegar við sátum nakin við morgunverðarborðið morguninn eftir brúðkaupið?" Jú, Jón mundi það og þau ákváðu að prófa þetta aftur og sjá hvort ekki lifði svolítið í göml- um glæðurn. „Elsku Jón,“ sagði Gunna með sælubrosi á vör. „Mér hlýnar enn á brjóstunum við að horfa á þig svona nakinn.1' „Það er nú ekkert skrítið," sagði Jón þurrlega. „Með annað brjóstið í hafragrautnum og hitt í kaffinu!" Veffangið Ertu í vandræðum með það hvað á að kaupa af tölvum, íhlutum og slíku? Þá er ágætt að fara inn á þessa síðu: http://www.usadoday.com/ life /cyber/bonus/qa/techform.htmen þar er að finna mikið magn upplýsinga um tölvur, hvernig á að láta þær vinna rétt og hvað er best að kaupa hverju sinni fyrir þær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.