Dagur - 03.07.1998, Blaðsíða 11
Tfc^ur
LÍFIÐ í LANDINU
I R
FOLKSINS
MEINHORNIÐ
• Það er ógeðslegt
að sjá óléttar kon-
ur reykja eða fólk
sem vogar sér að
reykja í kring um
þær. Hvað er
að???? Er þetta
ósýnilega sam-
band milli móður
og barns farið að
virka þannig að
móðirin heyrir
fóstrið heimta
einn camel filt-
ers, eða er þetta
samband ekki til
þannig að hún
finnur ekki þegar
barnið engist um
af súrefnisskorti.
Það ætti að kæra
alla foreldra sem
reykja á með-
göngu og í kring-
um börnin sín fyr-
ir að stofna lífi
barnsins í hættu.
„Nú er meðalverð bíla til dæmis 2,5 milljónir en laun 1,2-1,7 milljónir sem sýnir að betur má en
gert hefur verið tii að fólk geti náð endum saman, miðað við afborganir afþessum eignum."
Markaðssetning
JÓN TRAUSTI HALLDÓRSSON
SKRIFAR
Okkur hér á íslandi vantar að læra að
markaðssetja okkur á öllum sviðum,
ekki síst á sviði verkalýðsforystu.
Það sem við gerum er að sýna forystu
þessa Iands hvað það kostar að reka
heimili verkamanns og taka mið af heíld
alls markaðarins, ekki litlum hluta eins
og gert hefur verið. Stutt dæmi er að
fyrir fjörutíu árum var kaup 1 króna og
maður gat keypt fulla máltíð fyrir krón-
una en miðað við gengi og það sem við
þurfum að borga við að fara út að borða
er ekki undir 1.250 krónum. En laun
hafa að sama skapi ekld fylgt þessari
þróun svo að við hér á íslandi getum
kallast matvinnungar eins og fyrir 40
árum.
Fyrir fimmtán árum voru lágmarks-
laun til að geta lifað af reiknuð af hag-
fræðingum, um 170 þúsund krónur en
hámark 270 þúsund krónur en nú hefur
það breyst miðað við stöðugt gengi
eigna svo sem bíla og húsnæðis en laun
standa í stað.
Nú er meðalverð bíla til dæmis 2,5
milljónir en laun 1,2-1,7 milljónir sem
sýnir að betur má en gert hefur verið til
að fólk geti náð endum saman, miðað
við afborganir af þessum eignum.
Dieselbílar menga minna og miðað
við staðla sem gefnir eru, þá þurfum við
að afnema þungaskatt til að minni
mengun miðað við Evrópustaðla gangi
upp og líka miðað við að við erum á öf-
ugu róli með álver hér og þar, þar sem
matarskortur er í heimi hér, þá á ég við
heilsufæði, eru menguð af geislavirkni
og fleiru við miðbaug jarðar. Og við sjá-
um gróðurhúsaáhrifin á allri jarð-
kringlu, hvernig náttúran verður villtari
með fleiri hvirfilvindum við miðbaug
jarðar.
En byrjum fyrst að Ieiðrétta vitleysuna
hér á landi með betri kjörum fyrir vinn-
andi fólk og jafnari skiptingu launa sem
veitir gírugum verksmiðjueigendum að-
hald í Ijármálum fyrirtækja og banka þar
sem er hvert hneykslisbruðlið á fætur
öðru en nær væri að láta bruðlið í kaup-
hækkanir en að sjá á eftir hverri krónu í
erlendar skuldir til að geta borgað
bruðlið niður hjá þessum peningastjörn-
um Islands sem eru of menntaðir til að
sjá hinn rétta tilgang í þessu sem og
öðrum málum, til dæmis markaðssetn-
ingu verkalýðs.
Strandgötu 31, 600, Akureyri
Þverholti 14,105 Reykjavík
Sími umsjónarmanns
lesendabréfa:
460 6111
Netfang: ritstjori@dagur.is
Símbréf: 460 6171/551 6270
Óskað ereftir að bréftii
biaðsins séu að iafnaði hálf til
ein vélrituð blaðsiða, 1000-1200
tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt
til að stytta lengrí bróf.
Bréfum þarf að fytgja fullt nafn,
heimilisfang og simanúmer.
Raddir fólksins -
vettvangur skoðanaskipta
Lesendasíða Dags er opin
öllum sem vilja tjá sig með
skrifum um ýmis þau mál
sem á þeim brenna. Þótt
sumarið sé tími útiveru,
ferðalaga og annars sem lítið
á skylt við það að setjast fyrir
fram tölvu eða ritvél og
skrifa bréf, þá er engu að síð-
ur margt í brennidepli sem
vert er að huga gaumgæfi-
lega að. Mörg þeirra mála
sem í deiglunni eru þarfnast
umræðu, skoðanaskipta. Lesendasíða
Dags er kjörinn vettvangur fyrir slík
skoðanaskipti. Hér fá raddir fólksins að
heyrast. Hér getur þú sagt þína skóðun.
Hefur þú skoðun á baráttuaðferðum
hjúkrunarfræðinga? Eru þessar aðferðir
óheiðarlegar, ef ekki hreinlega ólögleg-
ar? Hvað um kjaramál kennara? Stefnir
í sama ástand hjá þeirri stétt? Hvað
finnst þér um launakjör bæjarstjóra?
Allt þetta og ótalmargt fleira bíður
þess að þú segir skoðun þína lesandi
góður. Dagur er vettvangurinn.
—- -
FÖSTUDAGUR 3 . JÚLÍ 19 9 8 - 27
Hver þekkir
Þjóðveijana?
Hverþekkti þá Þjóð-
verja sem voru hérá
landi á millistríðsár-
unum?
Hefur einhver gögn um
þá undirhöndum?
Undirritaður vinnur að samn-
ingu og útgáfu bókar með Ijós-
myndum og frásögnum nokk-
urra þýskra gesta hér á landi á
millistríðsárunum. Þess vegna
auglýsi ég eftir sendibréfum,
Ijósmyndum eða öðru sem varð-
ar dvöl þeirra hér á landi, einnig
fólki sem man eftir þeim eða
veit nánari atriði varðandi veru
þeirra hér.
Helstir þeirra sem við sögu
koma eru þessir:
Dr. Bruno Schweizer þjóð-
háttafræðingur, dr. Hans Kuhn
prófessor, dr. Reihnhard Prinz
kennari og skólastjóri og Nora
kona hans. Aðrir eru m.a. Walt-
er Lorenz stúdent og einkakenn-
ari á ísafirði 1923-1924. Erich
KonsemuIIer stúdent (1924).
Regine Dinse kaupakona á
Breiðabólsstað á Skógarströnd
og líklega á Stað í Reykhólasveit
(1925-1926). Adolf Schröter
listmálari (1929-1978), dr.
Helmut Lotz á Kífsá við Akur-
eyri, Spath eða Spaeth stúdent,
skiptinemi í Skagafirði og Leo
Schwelzer nemandi á Hólabaki í
Vatnsdal og á Akureyri. Enn-
fremur vísindamennirnir dr.
Ferdinand Dannmeyer, dr. Jo-
hannes Georgi og Friedrich
Friedrichs, sem stunduðu rann-
sóknir í Aðalvík og í Eyjafirði
sumrin 1926 og 1927.
Þeir sem vita um eða hafa í
fórum sínum sendibréf, Ijós-
myndir eða önnur gögn um
þetta fólk eða hafa upplýsingum
að miðla eru vinsamlegast beðn-
ir að hafa samband við mig sem
fyrst eða Magnús Kristinsson,
Schmidener Str. 241, D 70374
Stuttgart, Þýskalandi, (sími og
fax (00) 49 711 5324052; net-
fang: kristinsson a z. zgs. dc).
Örlygur Hálfdánarson,
Hjarðarhaga 54, 107 Reykja-
vík, hs. 562 6658, vs. 581
3999 (íslenska bókaútgáfan).
Fax 568 3995 (íslenska bóka-
útgáfan).
„Frá því að hverfaverslanir Hagkaups fengu nafnið Nýkaup hafa verið gerðar
423 verðbreytingar. Þar afhafa 74 vörur hækkað í verði, en 349 vörur lækk-
að í verði.“
Verðlag Nýkaups
FINNUR ÁRNASON
FRAMKVSTJ. NÝKAUPS
SKRIFAR
Sá misskilingur kom fram í
fréttaflutningi þegar verslunum
Hagkaups var skipt upp í tvær
verslanakeðjur, annars vegar
Hagkaup og hinsvegar Nýkaup,
að við uppskiptin taldi fólk verð-
lag hafa hækkað í verslunum
Nýkaups. Þessi misskilningur
hefur verið þrálátur og vil ég þvf
koma á framfæri eftirfarandi
staðreyndum um verðlag í Ný-
kaup.
Frá því að hverfaverslanir
Hagkaups fengu nafnið Nýkaup
hafa verið gerðar 423 verðbreyt-
ingar. Þar af hafa 74 vörur
hækkað í verði, en 349 vörur
lækkað í verði. Verðvísitala Ný-
kaups hefur lækkað lítillega frá
þessum tíma, eða úr 100,04 í
99,96 stig.
Þessi niðurstaða er fengin
með því að verð er borið saman
á öllum vörum. Samtals var
grunnurinn 16.332 vörur og
verð þann 3. júnf, þegar verslan-
irnar báru nafn Hagkaups borið
saman við verð 27. júní í versl-
unum Nýkaups.
Við höfum haldið því fram að
verð í verslunum Nýkaups sé
óbreytt, þ.e. hafi ekki hækkað.
Sá misskilningur hefur hinsveg-
ar verið sterkur og þrálátur að
Nýkaup hafi hækkað verð. Eg
vona að þessar upplýsingar eyði
þessum misskilningi.