Dagur - 03.07.1998, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 - 21
Vjgpr.
LEIKHÚS
KVIKMYNDIR
TÓNLIST
SKEMMTANIR
urlöndunum heimsækja safnið
kl. 15.00. Auk þess verður
hefðbundin dagskrá, hand-
verksfólk verður við störf í hús-
unum og sýningarsalirnir opnir.
I Dillonshúsi verður rjóma-
kökudagur.
Þorgerður sýnir í
Kringlunm
Á laugardaginn verður opnuð
sýning á verkum Þorgerðar Sig-
urðardóttur í Kringlunni, í sýn-
ingarrými Gallerís Foldar. Þor-
gerður sækir myndefni sitt til
miðaldalistar og í myndum
hennar eru minni úr kirkjulist.
Uglan er tákn viskunnar og
ljónið tákn valdsins og hún
spyr: „Hvert stefnir valdið án
viskunnar?
Sönghópurínn Htjómeyki mun ásamt Guðna Franzsyni og Helgu Ingólfsdóttur
ftytja ný tónverk í Skálholtskirkju um helgina.
Dagana 4. og 5. júlí mun Sig-
urður Pétursson cand. mag.
flytja erindið Draumur Brynjólfs
biskups, sönghópurinn
Hljómeyki, ásamt Guðna Franz-
syni og Helgu Ingólfsdóttur
flytja ný tónverk eftir staðartón-
skáldin Elínu Gunnlaugsdóttur
\Og Báru Grímsdóttur. Dagskráin
\hefst kl. 14.30 með ávarpi sr.
Sigurðar Sigurðarsonar, vígslu-
I biskups.
■ UM
HELGINA
Norrænþjóðdansa-
sýning
Á sunnudaginn verður þjóð-
dansasýning í Árbæjarsafni. I
tilefni af norrænu þjóðdansa-
móti sem fram fer í Reykjavík
munu þjóðdansarar frá Norð-
Sýningin stendur til 22. júlí
og er opin á sama tíma og
Kringlan.
Tryggvi Ólafsson 1
Haligrímskirkju
Sýning Tryggva Olafssonar list-
málara í Hallgrfmskirkju, verð-
ur opnuð á sunnudaginn kl.
12.15, eftir messu. Tryggvi hef-
ur búið í Kaupmannahöfn í
nærri 40 ár, en heldur af og til
sýningar hérlendis. Ein mviida
Tryggv'a, sú sem hér sést, heitir
„Flug“, en hann kemur einmitt
fljúgandi til landsins til að
koma myndunum fyrir.
V________________________________/
Grease, Grease
Það ríkir Grease æði þessa
stundina á íslandi og samein-
astforeldrar og unglingar í því
æði. Söngleikurinn Grease
verðurnefnilega frumsýndurí
Borgarleikhúsinu íkvöld.
„Þetta verk eins og það er sett upp hér, er
allt annar handleggur en bíómyndin sem
margir muna eftir,“ segir Þorsteinn Stephen-
sen blaðafulltrúi. „Það er miklu meiri tónlist
í verkinu en í myndinni, lög sem ekki
komust inn í myndina og eru úr uppruna-
lega söngleiknum, en þessi söngleikur okkar
er blanda af þeim upprunalega og þeim lög-
um sem slógu í gegn í myndinni. I verkinu
kemur fram fjöldi ungra leikara, flestir nýút-
skrifaðir úr Leiklistarskólanum og þeir lofa
svo sannarlega góðu,“ bætir hann við.
Þorsteinn segir það athyglisvert að nú sé
verið að setja þetta verk í fyrsta skipti upp í
atvinnuleikhúsi hérlendis, en hingað til hef-
ur það eingöngu verið sett upp af áhugaleik-
hópum. Nú er líka verið að reyna það í
fyrsta skipti að hafa atvinnuleikhús opið allt
árið, en þau hafa verið lokuð yfir sumartím-
ann.
„Við fengum hingað enskan leikstjóra til
að setja sýninguna upp og semur hann
einnig dansa í samvinnu við Ástrósu Gunn-
arsdóttur, sem er þjóðkunn," segir Þor-
steinn.
„Það er líka annað sem er skemmtilegt við
þessa sýningu og það er að hún er uppfull af
skemmtilegum karakterum og í henni er
söguþráður. Þetta er ekki bara röð af lögum
og það fá mildu fleiri möguleika á því að láta
ljós sitt skína en aðalhetjurnar, jafnvægið er
mjög gott í þeim efnum,“ segir Þorsteinn.
Með aðalhlutverk fara þau Rúnar Freyr
Gíslason sem leikur Danny og Selma
Björnsdóttir sem leikur Sandy. Leikmynd
gerði Stfgur Steinþórsson og Ieikstjóri er
Ken Oldfíeld en honum til aðstoðar er
Randver Þorláksson Spaugstofumaður.
Næstu sýningar á Grease verða Iaugardag-
inn 4. júlí og sunnudaginn 5. júlí. -vs
Nú gefst íslendingum færi á að sjá söngleikinn Grease fluttan af atvinnumönnum og meira að segja á
sínu ylhýra og ástkæra móðurmáli, því Leikfélagið fól Veturliða Gunnarssyni að þýða verkið.
Sumarí
Skálholti
Stærsta og elsta sumartónlistar-
hátíð landsins, Sumartónleikar í
Skálholtskirkju, verður sett á
laugardag kl. 14.30. Að vanda
verður boðið upp á tónleika
fímm helgar í júlí og ágúst en
tónlistarhátíðin er nú haldin í
24. sinn. Tónleikahaldið verður
með svipuðu sniði og undanfar-
in ár, tónleikar haldnir á laugar-
dögum kl. 15 og 17 og á sunnu-
dögum kl. 15. Erindi sem tengj-
ast tónleikunum verða flutt í
Skálholtsskóla kl. 14, á laug-
ardardögum og sunnudögum kl.
17 verður messa með þáttöku
tónlistarmannanna og hefst
messan með tónlistarstund kl.
16.40.
Stólvers úr fornu íslensku
söguhandriti verður flutt, í nýrri
útsetningu Snorra Sigfúsar Birg-
issonar, en ekki er langt síðan
fannst ljöldinn allur af söng-
handritum í íslenskum handrit-
um sem fallið höfðu í gleymsku.