Dagur - 03.07.1998, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 3 . JÚLÍ 1998 - 23
Xfc^ur
íslandsdætur í myndllst
Á morgun
kl. 15.00
verður
opnuð
sýning á
málverk-
um ís-
Ienskra
kvenna í
Norræna
húsinu.
Við opn-
unina mun frú Vigdís Finnbogadóttir flytja ávarp og
Ásthildur Haraldsdóttir leika á flautu. Norræna húsið
og Kvennasögusafn Islands standa að sýningunni en
hugmyndin að henni kom fram í tengslum við bókina
„Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna“. Margar
myndlistarkonur eiga verk á sýningunni og hefur
Hrafnhildur Schram valið verkin á hana. Einnig verða
gamlir munir, penslar, litaspjöld og húsgögn úr eigu
elstu listakvennanna til sjoiis.
Alvöru sveitaball
I kvöld verður Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar í
Tjaldi galdramannsins að Lónkoti í Skagafirði. Sveit-
in hefur sveiflu sína kl. 23 en þar áður munu Álfta-
gerðisbræður hefja upp raust sína. Kvartettinn skipa
þeir Sigfús, Óskar, Pétur og Gísli Péturssynir frá
Álftagerði í Skagafirði.
Blönduósbær 10 ára
Blönduósbær heldur upp á 10 ára afmæli sitt þessa
dagana og á morgun verður fjölbreytt dagskrá af því
tilefni. Meðal annars verður boðið upp á útsýnis-
flug, leiktæki fyrir börnin, textíllistarsýningu og
grillveislu. Um kvöldið kl. 20.30 verður barnaball í
Félagsheimilinu með hljómsveitinni Sixties og
seinna um kvöldið heldur hljómsveitin dansleik fyrir
þá fullorðnu. Aðgangseyri á viðburðina verður stillt
í hóf og á suma kostar hreint ekki neitt.
leikaröð sem Hallgrímskirkja og List-
vinafélag Hallgrímskirkju hafa staðið
fyrir undanfarin sumur.
Laugardaginn 4. júlí kl. 12-12.30
leikur Karsten Jensen, organisti
Matteusarkirkjunnar á Vesturbrú í
Kaupmannahöfn, þrjú verk. Eftir Jo-
hann Sebastian Bach leikur hann
Prelúdíu, andante og fúgu í G-dúr
BWV 541, þrjá sálmaforleiki eftir
Jesper Madsen og Kóral nr. 1 í E-
dúr eftir César Franck.
Fyrstu kvöldtónleikar „Sumarkvölds
við orgelið" þetta árið verða sunnu-
daginn 5. júlí kl. 20.30. Þá mun
danski organistinn Karsten Jensen
leika tvö verk frá þarokktímaþilinu,
tvö dönsk verk og tvö frönsk.
Norrænt þjóðdansa- og
þjóðlagamót
Dagana 3.-12. júlí verður haldið nor-
rænt þjóðdansa- og þjóðlagamót
„Isleik ‘98“ á vegum Þjóðdansafé-
lags Reykjavíkur. Þátttakendur, sem
eru um 300, koma frá Noregi, Sví-
þjóð, Danmörku, Finnlandi, Banda-
ríkjunum og íslandi. Hluti dagskrár-
innar verður í Breiðholtsskóla en
Reykvíkingar munu án efa verða var-
ir við skrautbúið fólk víðar um bæinn
m.a. í Árbæjarsafni, Fjölskyldugarð-
inum og í Breiðholtskirkju. Einnig
munu gestir mótsins ferðast víða um
landið, s.s í Landmannalaugar, á
Kirkjubæjarklaustur, Skaftafell,
Vatnajökul, Kverkfjöll og Mývatn.
Setning mótsins verður í ráðhúsi
Reykjavíkur föstudaginn 3. júlí
kl.18.30.
Sunudaginn 4. júlí verður norræn
guðsþjónustu í Breiðholtskirkju þar
sem mótsgestir taka þátt í athöfn-
inni. Sama dag kl.14 verður skrúð-
ganga frá Mjódd þar sem Þjóð-
dansafélagið hefur aðstöðu sína. Þar
munu dansarar og hljóðfæraleikarar
klæðast þjóðbúningum og ganga að
Árbæjarsafni þar sem gestum og
gangandi gefst kostur á þjóðdansa-
sýningu og hljóðfæraleik. Hefst sýn-
ingin kl. 15. Einnig verður danssýn-
ing í Fjölskyldu- og húsdýragarðin-
um. „Isleik ’98“ verður slitið sunnu-
daginn 12. júlí að Hótel Örk í Hvera-
gerði.
Valka: Séð og heyrt
Sýningin SÉÐ OG HEYRT verður
sett upp í „Gallerí Hallsson" sem að
þessu sinni er staðsett í kjörbúðinni í
Máze sem er lítið þorp í Gudvda-
geainnu sýslu í Norður-Noregi.
Valka hefur hengt upp sögur sagðar
af íbúum um aðra íbúa í Máze á
upplýsingatöflu verslunarinnar í
þessu 300 manna þorpi. Ibúarnir eru
Samar, flestir skyldir eða innbyrðis
tengdir og hafa þeir verið að segja
Völku hinar og þessar sögur af ná-
grönnum sínum og ættingjum.
Annar hluti sýningarinnar er „Frá-
sagnarþjónusta", upplýsingar, frá-
sagnir og sögur í gegnum síma og er
númerið 00 47 7848 6081. Valka
verður við símann af og til allan sól-
arhringinn og hægt er að hringja án
aukagjalds. Venjulegt símtal kostar
38 krónur hver mínúta frá 8-19 en
28,50 kr. eftir klukkan 19.
Það er Hlynur Hallsson sem starf-
rækir „Gallerí Hallsson" sem er ávalt
staðsett á nýjum stöðum eftir hverja
sýningu.
Ferðafélag íslands
Ferðafélg íslands hefur á
undanförnum árum efnt til
ferða um eyðibyggðir.
Mesta athygli hafa vakið
ferðir á Hornstrandir, en
ferðir um eyðibyggðir á
Austfjörðum og á svæðinu
á milli Eyjafjarðar og Skjálf-
anda njóta vaxandi vin-
sælda. Á föstudag hefst
slík ferð, undir leiðsögn
Valgarðs Egilssonar læknis
sem stjórnað hefur slíkum
ferðum síðustu sumur.
Djass á Jómfirúnni
Fimmtu tónleikar veitinga-
hússins Jómfrúrinnar við
Lækjargötu fara fram laug-
ardaginn 27. júní kl. 16-18.
Að þessu sinni leika Reynir
Sigurðsson á víbrafón,
Björn Thoroddsen á gítar
og Gunnar Hrafnsson á
bassa.
Listhús Ófeigs
Laugardaginn 4. júlí opnar
Ragna Sigrúnardóttir mál-
verkasýningu í boði List-
húss Ófeigs að Skóla-
vörðustíg 5 í Reykjavík. Á
sýningunni verða 35 verk öll unnin í
olíu.
Spilavist í Gjábakka
Spiluð verður félagsvist að Fannborg
8 (Gjábakka) í kvöld kl. 20.30. Húsið
öllum opið.
Roman Signer í Nýlistasafninu
Svissneski listamaðurinn Roman
Signer opnar einkasýningu í Nýlista-
safninu við Vatnsstíginn laugardag-
inn 4. júlí kl. 16.
Roman Signer er einn af þekktari
myndlistarmönnum Svisslendinga í
dag en hann hefur tvívegis áður sýnt
á íslandi, 1996 í Slunkaríki og 1993 á
samsýningunni Borealis í Listasafni
íslands.
Signer sýnir tvær innsetningar í
Bjarta sal Nýlistasafnsins. Innsetn-
ingu meö hjóli og aðra með fiska-
búri. I Svarta sal verður sýnt mynd-
band af nokkrum verkum hans.
Sýningarnar eru opnar daglega frá
kl. 14-18 og þeim lýkur sunnudaginn
26. júlí. Aðgangur er ókeypis.
Söngskemmtun á 20m2
Þorvaldur Þorsteinsson opnar sýn-
ingu í samvinnu við Vasaleikhúsið í
sýningarrýminu 20mz, Vesturgötu
10a, laugardaginn 4. júlí kl. 16.00. Á
sýningunni er gestum gefinn kostur
á að njóta söngs og hljóðfærasláttar
í þjóðlegum anda.
Söngskemmtuninni verður fram
haldið sunnudaginn 5. júní kl. 15.00-
18.00 og siðan á sama tíma mið-
vikudaga - sunnudaga til 26. júlí.
Þorvaldur Þorsteinsson er myndlist-
armaður og rithöfundur og hefur ver-
ið leikhússtjóri Vasaleikhússins um
árabil.
Ljósmyndasýning í Sjóminja-
safninu
i Sjóminjasafni íslands að Vestur-
götu 8 í Hafnarfirði hefur verið oþn-
uð sýning á Ijósmyndum úr Skafta-
fellssýslu eftir Helga Arason. Mynd-
irnar sem eru teknar um 1915-1930,
hafa flestar viða skírskotun til hafs-
ins og sýna m.a. uppskipun við
brimsanda, bátasmiði, bjargsig o.fl.
Messa og Ijósmyndasýning
í Viðey
Á morgun verður gönguferð um
heimaeyna kl. 14.15. Á þessum
slóðum er hvað mest af sögu og frá
mörgu að segja. Byrjað verður við
leiði Gunnars Gunnarssonar og fjöl-
skyldu hans í Viðeyjargarði. Þaðan
verður gengið að Ábótasæti, Ráðs-
konubás, meðfram Sjónarhóli og að
Virkinu. Þaðan með áttæringsvör og
Sauðhúsavör um Hjallana og heim á
staðinn aftur.
Ljósmyndasýningin i Viðeyjarskóla
um lífið á Sundabakkanum í Viðey er
oþin frá kl. 13.20. Eins er um hesta-
og hjólaleiguna og grillskálann og
veitingahúsið í Viðeyjarstofu.
Á sunnudag messar sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson kl. 14 í Viðeyjarkirkju.
Dómorganisti og Dómkór leiða þar
söng. Eftir messu verður staðar-
skoðun. Bátsferðir um helgar eru á
klukkutíma fresti kl. 13-17 og á hálfa
tímanum í land aftur. Þess utan eru
kvöldferðir og hægt að panta auka-
ferðir eftir þörfum.
Norræna húsið
Sunnudaginn 5. júlí kl. 16 verða tón-
leikar í fundarsal Norræna hússins.
Tónleikarnir marka upphaf að sum-
ardagskrá Norræna hússins sem
verður með fjölbreyttu sniði og
helguð þemanu Konur ( listum. Á
tónleikunum á sunnudag koma fram
Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari
og Unnur Vilhelmsdóttir píanóleikari
Stuðmenn á ferð um landið
Stuðmenn verða á Suðurnesjum á
föstudagskvöldið og fara svo til Eg-
ilsstaða og leika í Valaskjálf 4. júlí en
þann dag kemur út nýr 4 laga geisla-
diskur með sveitinni.
Kvitanyndir helgariniiar
Einungis er hægt að mæla með einni kvikmynd þessa helgina. Það er myndin Julia sem gerð er eftir
æviminningum leikritaskáldsins LiIIian Hellman. Hellman þótti reyndar listagóður Iygari og al-
mennt er talið að þessi saga sem hún segir vera raunverulega sé uppspuni frá rótum. En hvað um
það, þetta er eftirminnileg mynd um vináttu tveggja kvenna á uppgangstíma nasista. Vanessa Red-
grave fékk Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki og Jason Robards hampaði einnig Óskarnum
fyrir túlkun sína á rithöfundinum Dashiell Hammett sem var ástmaður Hellman í mörg ár. Jane
Fonda er góð í hlutverki Hellman og Meryl Streep bregður fyrir í Iitlu hlutverki en þetta ár, 1977,
var hún að stíga fyrstu spor sín í kvikmyndaheiminum.