Dagur - 03.07.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 03.07.1998, Blaðsíða 4
20-FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU á sína ábyrgð. En þegar kom í Ijós að þær voru rangar kvaðst viðskiptaráðherra enga ábyrgð bera, og bankaráðið bar enga ábyrgð á bankastjórunum, og enginn bar sem sagt neina ábyrgð á neinu - nema nú ber Halldór samkvæmt áliti Jóns Steinars ábyrgð á bréfi því sem hann skrifaði und- ir, af því fráleitt sé að menn geti firrt sig ábyrgð á því sem þeir leggja nafn sitt við. Samkvæmt þessu væri gaman að fá álit Jóns Steinars á ábyrgð viðskiptaráðherra, sem lagði líka nafn sitt við sömu röngu upplýsingarnar og Halldór gerði, og það væri líka skemmtilegt að fá álit hans á ábyrgð bankaráðsins á öllu málinu - því hann komst líka að þeirri niðurstöðu að enginn munur væri á ábyrgð bankastjór- anna fyrir eða eftir þá breytingu að Landsbankanum var breytt í hlutafélag - en stór partur af þeirri málsvörn banka- ráðsins að það beri enga ábyrgð á málinu er einmitt sá að núverandi bankaráð Landsbankans háeff geti ekki borið neina ábyrgð á því sem bankaráð Landsbankans aðhafðist áður en háeffinu var skeytt aft- an við - jafnvel þó nánast sömu mennirn- ir sitji í báðum þessum bankaráðum. Það ætlar sem sé seint að komast nokk- urs konar fullnægjandi niðurstaða í mál- efni Landsbankans, enda koma sífellt fleiri brotnir pottar upp á yfirborðið en verða líklega fyrst og fremst viðfangsefni fornleifafræðinga í bankasögu ef ekki verður fyrr en síðar gerð gangskör að því að hreinsa til í þessum fúla pytt. Það er ekki félegt til afspurnar það sem Jóhann Arsælsson upplýsti fyrir skömmu um starfsaðferðir í Landsbankanum, þegar hann vildi fá umræður um Lindarmálið góðkunna en var þá jafnharðan hótað með Þjóðviljamálinu - sem er nú líka orð- ið brýnt að fá uppá yfirborðið hvernig var vaxið. Og á bara að Iáta brandarann um Sólon Sigurðsson og laxveiðiævintýri hans í Rangá og Langá detta algjörlega upp fyrir? Utanrildsráðherra klæmist Það verður æ augljósara hversu nauðsyn- legt hefði verið að fá skipaða rannsóknar- nefnd Alþingis í vor, eins og stjórnarand- staðan lagði til, en ríkisstjórnin vísaði frá með miklum stóryrðum formanns Fram- sóknarflokksins - sem meðal annars gaf þá fáheyrðu yfirlýsingu að þeirri hugdettu að skipa rannsóknarnefnd hins íslenska Alþingis um spillingarmál í bankakerfinu mætti líkja við starfsaðferðir Maós for- manns í Kína - og gott ef hann nefndi ekki Stalín líka. Þessi yfirlýsing var algjör- lega út í hött og eiginlega ekki nokkrum manni sæmandi, síst utanríkisráðherra þjóðarinnar sem maður gerir kröfu um að viti svolítið um utanríkismál í víðu sam- hengi, það er að segja um mannkynssögu, og á þess vegna að gera sér grein fyrir því að það að nefna morðofsóknir Maós for- manns í sömu andránni og hugsanlega rannsóknarnefnd Alþingis er svo dónalegt að það verður eiginlega ekki kallað annað en klám. Rannsóknarnefnd eins og sú sem um var rætt hefði orðið okkur svo undur góð Iexfa í lýðræðislegum og opn- um stjórnarháttum. Eitt má þó Maó formaður reyndar eiga - hann hafði rænu á að kalla ofsóknarher- ferðir sínar gegn andstæðingum sínum fallegum nöfnum; Stóra stökkið fram á við, Menningarbyltingu. Við hér á Islandi þurfum á menningarbyltingu að halda - auðvitað ekki eins og þeirri sem Maó stóð fyrir, heldur menningarbyltingu sem bylt- ir þeim hugsunarhætti innan stjórnkerfis- ins sem opinberast hefur í Landsbanka- málinu og heldur sífellt áfram að dúkka upp betur og betur. Það þarf ekki einu sinni lögfræðiálit til að koma auga á nauðsyn slíkrar menningarbyltingar. Pistill Illuga varfluttur í morgunútvarpi Rásar tvö í gær. „Það eru sem sagt til lögfræðiálit og það eru til örtnur lögfræðiálit, og dá- lítið skemmtilegt að svo mikils met- inn lögfræðingur sem Jón Steinar Gunnlaugsson sé nú farinn að hafa dálitlar áhyggjur af þessu." Fomleifafræðingar bankasögimnar Það eru sem sagt til lögfræðiálit og það eru til önnur lögfræðiálit, og dálítið skemmtilegt að svo mikils metinn lög- fræðingur sem Jón Steinar Gunnlaugsson sé nú farinn að hafa dálitlar áhyggjur af þessu. En hitt er líka dálítið skemmtilegt að ekki verður betur séð en sú áhersla, sem Jón Steinar leggur á að auðvitað beri Halldór Guðbjarnason sína ábyrgð á því sem stóð í bréfum þeim sem hann undir- ritaði, hitti fyrir annan mann, auk Hall- dórs. Það er enginn annar en viðskipta- ráðherra sem síðan fór með upplýsing- arnar úr Landsbankanum niðrá Alþingi og lagði þær þar fram undir sínu nafni og Það var skemmtileg setn- ing sem datt upp úr Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögfræðingi í útvarpinu í gær, og líka er höfð eftir honum í Degi í morgun í svipaðri mynd. Tilefnið var bréf Halldórs Guð- bjarnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbank- ans, til bankaráðs sama banka, sem Halldór hafði sent fjölmiðlum, og var svar við greinargerð sem bankaráðið hafði fengið Jón Steinar til að setja saman um Iaxveiðar, ferðakostnað og annað smálegt í tíð þeirra þriggja bankastjóra sem sögðu af sér um páskana - en í greinargerð Jóns Steinars hafði hann komist að þeirri niðurstöðu að ekki væru að vísu efni til að Iögsækja banka- stjórana fyrrverandi en margt væri þó við gerðir þeirra að athuga - eða „háttsemi" þeirra, eins og það heitir ævinlega á stofnana- og lagamáli. Halldór Guð- bjarnason taldi þar að sér vegið, enda hefði „háttsemi" hans í bankanum verið bæði háttsöm og hógvær, andstætt bruðli og óhófi hinna bankastjóranna (þótt hann orði það að vísu ekki svona), og einkum og sér í lagi taldi Halldór í bréfi sínu til bankaráðsins það vítaverða stað- hæfingu hjá Jóni Steinari að víst bæri Halldór sína ábyrgð á því að Landsbank- inn sendi rangar upplýsingar um laxveiði- kostnað til viðskiptaráðherra sem síðan kom þeim á framfæri við Alþingi. Halldór hafði skrifað ásamt öðrum bankastjóra undir bæði þau röngu svar- bréf Landsbankans sem hér er um að ræða, en hann hefur sjálfur ævinlega haldið því fram að undirskrift hans hafi einungis verið formsatriði - af því ein- hverjar ævagamlar hefðir innan Lands- bankans hafi mælt fyrir um að tveir bankastjórar skyldu ætíð skrifa undir slík opinber bréf bankans, en hann hafi ekki haft hugmynd um undir hvað hann var að skrifa. Jón Steinar hafði sem sé ekki gefið mikið fyrir þessa skýringu og sagði í sinni greinargerð eitthvað á þá leið að auðvitað hlytu menn að bera ábyrgð á þeim bréfum sem þeir legðu nöfn sín við. Og nú mótmælti Halldór þessu og taldi meiðandi með afbrigðum, og sendi bankaráðinu meirað segja álit tveggja lög- fræðinga því til staðfestingar. „Háttsemi“ lögfræðinga Og þegar viðbragða Jóns Steinars var síð- an Ieitað, þá datt þessi skemmtilega setn- ing upp úr honum. Hann stóð sem fyrr fast á því að menn bæru ábyrgð á bréfum sem þeir undirrituðu og bætti síðan við að það væri alvarlegt mál fyrir lögfræð- ingastéttina í landinu ef hægt væri að fá hjá þeim lögfræðiálit um hvað sem er, í þessu tilfelli að undirskrift manna væri einskis verð og þeir bæru enga ábyrgð á bréfum sem þeir hefðu sjálfir skrifað undir. Bragð er að þá barnið finnur, segir þar, og það er gaman að Jón Steinar skuli nú hafa tekið eftir þessari „háttsemi" ís- Ienskra lögfræðinga sem lengi hefur þó verið nokkuð augljós í augum almennings - nefnilega að það hefur virst furðu auð- velt að panta Iögfræðiálit til stuðnings svo að segja hvaða málstað sem er. Nú er það mála sannast að auðvitað eru yfirleitt að minnsta kosti tvær hliðar á hverju máli og sjálfsagt í mörgum tilfellum að menn leiti sér aðstoðar lögfræðinga við að draga þær fram, en oft hefur manni samt dottið í hug að íslensk lög hljóti að vera einkennilega óljós og loðin - þegar máttarstólpar þjóðfélagsins deila sín í milli og veifa hver sínu lögfræðiálitinu, þar sem komist er að gjörólíkum niður- stöðum. Eg nefni bara eitt dæmi af ■ handahófi - þegar lögmaður ríkisins hafði komist að þeirri niðurstöðu að það væri ríkinu ekki endilega skylt að greiða fyrr- verandi ríkissaksóknara full og óskert laun til æviloka, þó hann léti af störfum, þá pantaði hann bara fleiri og fleiri Iög- fræðiálit þar sem komist var að allt annarri niðurstöðu, sem sé að það væri einmitt skylda ríkisins að borga þessum fyrrum saksóknara full laun til æviloka, og á þessu gekk þangað til ríkið lét und- an. UMBUÐA- LAUST lllugi Jökulsson skrifar Bragð er að...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.