Dagur - 25.07.1998, Side 2

Dagur - 25.07.1998, Side 2
' ' 18-LAU G ARI) AGV R 2SI JÚLl 1998 LÍFIÐ í LANDINU Jóhanna Vilhjálmsdóttir. Jóhanna Vilhjálmsdóttir þula stendur í ströngu um þessar mundir. Hún er nefni- lega að undirbúa brúðkaup sitt og síns til- vonandi, Birgirs Þórs Bragasonar „akst- ursíþróttasjónvarpsmanns". Þau ætla að láta pússa sig saman í október með pompi og prakt. Eiríkur Jónsson, fyrrverandi út- varps- og sjónvarpsmaður og Siggi Hall íjölmiðlafélagi, sást í suðræn- um löndum í síðustu viku. Hann naut sumars og sólar í menningar borginni Barcelona og spókaði sig á Römblunni margfrægu ásamt öðru sumarfrísfólki sem vildi njóta lífs- ins. Fjöllistahópurinn Gusgus er nýbúinn að semja tónlist við auglýsingu frá Tiyggingamiðstöðinni hf. sem verður frum- sýnd í kvöld. Ragna rappstelpa úr Subterranean, syngur þar lag við ljóð Steins Steinars, en Egill Snær fyrirsæta frá Eskimo models mun hafa komist á forsíðu Vouge eftir frammistöðu sína í auglýsingunni sem Lárus Jónsson, of- urtöffari hjá Saga fílm, leiksfyrði. Hróður íslands fer viða og í erlendum blöðum birtast reglulega lífsreynslusögur gesta sem hingað koma. Blaðamaður „kok- teilblaðsins" Class, sem eingöngu Ijallar um áfenga diykki, skrapp hingað til lands til að gera úttekt á íslensku vodka, börum og skemmtistöðum. Að mati blaðamanns- ins fær Astro fyrstu einkunn, Dubliners sagður eins og aðrir írskir barir, fiillur af vingjamlegu fólki sem vill syngja, Kaffi- brennslan sögð eiga mesta úrval bjórs á landinu og Oliver HtHl hcfðbundinn ís- lenskur bar, hvemig sem það nú er skilgrcint! Kaffibar Damon Albarn er álitinn bar þeirra fínu og frægu, einskon- ar samnefnari Met Bar í London. Damon Albarn. Haukur Grettisson, einn af þunga- vigtannönnum Frostrásarinnar á Akureyri, gekk í það heilaga um síð- astliðna helgi. Sú lukkulega heitír Kristín Rafnsdóttír. Engu var til sparað fyrir veisluna sem haldin var í Sjallanum. Vel á annað hundrað manns vom mættír og sjálfur PáU Óskar ásamt Casino söng fyrir parið hamingjusama. Þá söng Páll Óskar einnig í kirkjunni. Dagur óskar brúðhjónunum ungu tíl hamingju en þau ku vera í heimssiglingu á Karabíska hafinu um þessar mundir. Bon voyage! .Dagwr Margrét Kristinsdóttir framleiðir tölur úr hornum sem hún sagar niður, olíuber lítillega og pússar smávegis. Hún hefur tölurnar eins náttúrulegar og haegt er. mynd: ghs Margrét Kristinsdóttir fmmleidir tölur úr homum. Eftirspumin ersvogríðar- leg að hún hefurvarla undan. „Mig vantaði tölur á peysu og maðurinn minn sagði: „Er ekki hægt að nota hrein- dýrshorn? Er ekki hægt að saga það niður?“ Það varð úr. Eg sagaði horn með járnsög því að hornið er svo grjóthart og notaði á peysuna. Lengi vel handsagaði ég með járn- söginni og það var mjög erfitt en það borgaði sig ekki og smám saman fékk ég mér stærri og betri sög,“ segir Mar- grét Kristinsdóttir handverkskona. Hreindýrshom eru seigari en elgshom Margrét hefur verið í uliinni og hannað og prjónað peysur frá því Þingborg hóf starf- semi sfna árið 1991. Hún byrjaði að fram- leiða tölur fyrir tilviljun fyrir nokkrum árum síðan en það vatt smám saman upp á sig og nú hefur hún varla undan. I byrjun voru þær tvær, hún og Valdís Bjarnþórsdóttir, um framleiðsluna en Valdís hætti vegna anna. Hún hefur tölurnar mjög nátt- úrulegar að lögun og útliti, notar ekki lakk en smávegis olíu og pússar þær lítið, bara rétt til að ná fram skýrari línum. Hún notar hreindýrshorn, kindahorn og jafnvel elgshorn, sem eru náttúrulega ekki íslensk. „Mér voru gefin þau úti í Noregi fyrir nokkrum árum og ég hef líka búið til tölur úr þeim. Þau eru allt öðruvísi og brotna frekar. Það er seigara í hreindýrshornunum en elgs- hornunum. Kindatölurnar eru mjög vinsælar. Svo vorum við aðeins með tölur úr nautalegg og mér hefur dottið í hug að nota kinda- klaufir. Ég á það mikið af þeim. Það væri gaman að prófa það og svo rekur á eftir manni að það er sýning héma úti í félagsheimilinu núna um helgina f tilefni af 70 ára afmælis Sambands sunnlenskra kvenna," segir hún. Margrét er ekki bara að framleiða tölur. Hún er að velta fyrir sér að framleiða eitthvað meira úr hornunum, til dæmis servíettuhringi, og svo spinnur hún og prjón- ar peysur og sokka, svokallaða kofasokka. „Það eru svona sumarbústaðasokkar með fléttu aftan á.“ Aðal framleiðslutíminn hjá henni er á vorin og sumrin því að birtan hef- ur örvandi áhrif á hana. -GHS Maöur vikunnar er toppmaður! Frjáls maður! Þvílíkt, þægilegt! Sveinn Armann Sigurðsson tók niður toppinn sem hann notaði til að hylja skallann í 18 ár. Kvaddi spéhræðsluna og sprangar um nýr og hetri maður. Sveinn Ármann er fyrirmyndarhorgari í þjóðfélagi sem alla vill steypa í sama mót, toppmaður án topps! Sveinn Ármann - tók niður toppinn eftir 18 ár. f-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.