Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 6
LÍFIÐ í LANDINU VmyUinn fimmtugur Guöni Þ. Ölversson skrifar Vínylhljómplat- an á merkisaf- mæli um þessar mundirþvínú eru liðin fimm- tíu ársíðan Col- umbia hljómplötujyrirtækið í Bandaríkjunum setti fyrstu vínylplötuna á markaðinn. Utkoma vínylsins, sumarið 1948, var mikið framfaraspor á æviskeiði hljómplöt- unnar. Hinar mjúku vínylplötur tóku við af hörðum og brothættum 78 snúninga plötum, sem ekki uppfylltu lengur kröfur tónlistaramanna og unnenda tónlistar. Hljómgæði vinylplötunnar voru líka öll önnur og betri en gömlu platnanna. Tónninn var mýkri og vínyllinn skilaði betur afrakstrinum af starfi tónlistar- mannanna og upptökustjóranna til hlust- enda. Tónlistarunnendur höfðu himin höndum tekið og töldu sig vera lausa við allt auka suð og truflanir, sem gjarnan fylgdu 78 snúninga plötunum. Tónlistm verður almenumgseign Vínyllinn hafði fleiri kosti. Nú var hægt að hljóðrita allt að 22 mínútur á hvora hlið plötunnar í stað örfárra á þær gömlu. Tólf til fjórtán lög komu í stað tveggja til fjögurra. Grunnurinn að útgáfusprengj- unni var Iagður. Hér eftir varð hljómplat- an almennings eign. Plötuútgáfan tók kipp. Nú voru ekki lengur gefnar út nokkur hundruð þúsund hljómplötur á ári heldur milljónatugir. Hljómplötuiðnaðurinn varð að stóriðju á nokkrum árum. Bítlaæðið varð bylting í útgáfunni. Nú urðu táningar, milli tektar og tvítugs, stærsti kaupendahópur tólinst- ar. Plötuútgefendur fundu réttu formúl- urnar og græddu á tá og fingri. Geislabyltmgm 1988 En tækninni fleygði fram. Gamli góði vínyllinn varð „úr- eltur“ því litlir geisladiskar höfðu rutt sér til rúms sem þóttu betri en vínyllinn. Nú losnuðu hlustendur, aftur, algerlaga við allt suð og skemmdir vegna rispa! Geisladiskarnir áttu að vera óbrjótanlegir og útilokað að skemma þá með illri meðferð. Auk þess var hægt að hljóðrita mun meira efni á geisladisk- ana, allt upp í sjötíu mínútur. Nú þurftu hljómplötukaupendur að fjárfesta í nýjum og dýrum búnaði. Og það gerðu þeir. Geislaspilarar lækkuðu fljótt í verði og geislaplötur tóku við for- ystuhlutverkinu af vínylplötunum árið 1988. Svo mikið varð geisladiskaæðið að árið 1990 ákváðu stórfyrirtækin, Sony og Warners, að hætta með öllu útgáfu vínyl- plötunnar. Dagar hennar virtust vera taldir. Enginn veit hvað átt hefur Undirritaður var enginn eftirbátur ann- arra í geislavæðingunni. Þegar gamli góði svissneski Lencoinn, sem snúist hafði í milljónir hringja með Bítla, Kinks og Whoplöturnar, varð lasinn var ekkert hirt um sýna honum einhvern sóma lengur. Smá kríli frá Philips hafði tekið völdin. En enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og það er heldur ekki allt gull sem glóir. Sennilega er geislaspilarinn og geislaplöturnar bara glópagull. Altént fór fljótlega að bera á því að tónlistarunn- endur, á fertugsaldrinum og þaðan af eldri, fóru fljótlega að sakna einhvers þegar hlustað var á plötur. Þegar betur var að gáð sáust fáir tónlistarunnendur sitja með plastikhulstrið, utan af geisla- diskunum, í höndunum og lesa af því upplýsingarnar fram og til baka. Það er bara ekkert gaman að hand- fjatla plastikið og svo er letrið svo smátt að menn hreinlega nenna ekki að rýna í það með stækkunargleri. Það var einnig annað sem vantaði. Mýktin, sem menn fögnuðu með tilkomu vínylplöt- unnar hvarf með geisladiskinum. Tónn- inn varð harðari og smaug ekki lengur inn í innstu sálarkima manna. Hann braust í gegn. Hvað er svona inerki- legt við það? Eftir því sem árin liðu fóru margir að sakna gömlu platnanna sinna. Tíminn, þegar maður sat og spilaði nýja plötu í fyrsta sinn og fór um hulstrið mjúkum höndum sem ungmeyjarhold væri, var liðinn. Anægjuglottið hvarf af andliti manna og vellíðanin minnkaði í réttu hlutfalli við fjölgun geisladiskanna í safninu. Tilfinningunum mátti líkja við tilfinningar, íslensku kynslóðarinnar, sem fyrst kynntist japönsku bílunum. Það var eitthvað gervilegt við þá. Hvað er svona merkilegt við það að hlusta á geisladisk? Hver hefur gaman að því að heyra „She Loves You“ án þess að með fylgi vinalegir skruðningar frá ryki og rispum? Statt upp og gakk Vínyllinn er ekki dauður úr öllum æðum. Langt frá því. Nú er svo komið, áratug eftir geisladiskabyltinguna og á fimm- tugsafmæli vínylsins að eftirspurnin eftir þeim gamla er að aukast á ný. Eldri sem yngri tónlistarunnendur vilja nú gjarnan geta keypt eftirlætistónlist sína á hinni hefðbundnu vínylskífu. Af hverju? Einfaldlega vegna þess að þeir kunna betur að meta hljóminn. Mýktin er það sem flL_ . allir sækjast eftir. Enginn vill sofa í hörðu rúmi. Menn kunna illa að meta grjóthart krembrauð eða Lindubuff. Bíll- inn skal vera mjúkur og einnig hljómurinn úr hljómflutnings- tækjunum. Þar standa vínyll- inn og demantshljóðdósin einfaldlega betur að vígi en stafræni diskurinn og geislinn. Frelsarinn læknaði lamaðan mann fyrir tvö þúsund árum. Nú eru tónlistarhlust- endur um allan heim að hressa upp á gömlu góðu vínylplöturnar aftur. Plötu- búðir, með gamla Iaginu, sem sérhæfa sig í sölu á vínylplötum spretta nú upp víða um álfuna. I höfuðborg Noregs eru nú þegar 14 plötubúðir sem eingöngu selja vínylplötur. Gamli grammófónninn er aft- ur farinn að sjást í hillum hljómtækja- verslananna. I einni verslun borgarinnar segjast sölumennirnir selja einn til tvo plötuspilara í hverri viku. Unglingamir, þeir sem á annað borð pæla í tónlist, eru farnir að spyija eftir plötum gamalla, popp, sól og jasskempa, sem oft eru að- eins til á vinylnum. Þegar þeir kynnast þeim kunna þeir að meta þær. Sándið er ekki það sama. Það er betra. Vínyllinn er ekki farinn. Hann er kominn aftur. Nú til að vera. -.i Vínyllinn er kominn aft- ur og nú til að vera. Tónlistarunnendur sækjast eftir mjúka hljóminum sem fylgir hljómplötunum, enginn vill sofa I hörðu rúmi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.