Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 14
t
30 — LAUGARDAGUR 25. JVLÍ 1998
Þvagleki ergríðarlega al-
gengt vandamál, sérstaklega
hjákonum. Sumirtalajafn-
vel um best varðveitta leynd-
armál kvenna, því talið erað
jjórða hverkona sé aðglíma
við mismikinn þvagleka. Við
höfðum heyrt að stundum
mætti lækna hann með
mataræði, en málið reyndist
hreint ekki svo einfalt.
Gunnar Herbertsson kvensjúkdómalækn-
ir kannast vel við þvaglekavandamál sjúld-
inga sinna, en hann kannast ekkert við að
mataraeði geti læknað hann.
„Mataræði getur haft áhrif á meltingu
og þvagfærin, en þú færð tæpast þvagleka
af mataræði," segir hann hvumsa. „En það
má vissulega nota fæði til að minnka ert-
ingu á blöðruna. Allir sem drekka bjór vita
að hann örvar þvaglát og því er ekki hægt
að mæla með bjórdrykkju við þá sem þjást
af bráðaþvagleka.
Þegar talað er um mataræði í sambandi
við sjúkdóma, er yfirleitt ekki verið að tala
um lækningu. Sumar fæðutegundir geta
kallað fram einkenni, og þetta á alveg
jafnt við um þvagleka og mígreni."
Þetta er þá spuming um að hlusta á
kroppinn vilji maður láta sér líða betur?
„Það má kannski segja að í þessum efn-
um verði hver og einn að fara eftir eigin
reynsluþekkingu. Ef þú finnur að þvaglek-
inn eykst þegar þú borðar súkkulaði, sem
getur innihaldið efni sem erta þvagfærin,
þá er skynsamlegt að draga úr súkkulaði-
áti. En þetta verður hver og einn að finna
út sjálfur eða með hjálp læknisins."
En hvað kallarðu bráðaþvagleka?
„Það kallast bráðaþvagleki þegar maður
missir þvag án þess að vilja það. Þetta ger-
ist af því viðkomandi missir stjórn á að
stöðva það.“
Þú segir að fjórða hver kona þjáist af
þvagleka. Geturðu tilgreint ástæðumar?
„Það er nú einu sinni svo að það eru
konurnar sem ganga með börnin, og bæði
þungun og fæðing eru mikið álag fyrir
grindarbotninn. Margar konur fá þvagleka
eftir barnsburð og í 3-4% tilfella er þvag-
lekinn varanlegur.
Þvagleki er einn algengasti sjúkdómur
kvenna á barneignaaldri og hann fer vax-
andi með aldrinum, því þá slappast
vöðvarnir.
Algengastir eru áreynsluleki og sýking í
grindarbotni. Það er kallað áreynsluleki
þegar viðkomandi missir þvag við hósta
eða hlátur. Það er hægt að þjálfa grindar-
botninn til að ráða við áreynsluleka, en ef
áreynslulekinn er mikill þarf fólk að fara í
aðgerð til að lækna hann.“
Er þá ekki nóg að gera æfingar?
,/Efingin bjargar ekki öllu. Þær geta
vissulega hjálpað þeim sem missa pínulít-
ið þvag og geta gengið með innlegg, því
æfingarnar þjálfa hæfileikann til að halda
þvagi. En fyrir hinar duga þær ekki.“
Hvemig aðgerðir laga þvagleka?
„Orsakir þvaglekans geta verið svo
margvíslegar að það er erfitt að svara þess-
ari spurningu. Þvagleki getur orðið vegna
taugaskemmda eða vefjaskemmda. Og
stundum getur verið mjög erfitt að greina
orsökina rétt. Það er heldur engin ein ein-
föld aðgerð til sem lagar þvagleka, því að
minnsta kosti 2000 mismunandi aðgerðir
hafa verið prófaðar.
A síðustu árum hafa orðið framfarir
með notkun hormóna sem hafa áhrif á
þvaglát og hafa reynst sumum vel.“- MEÓ
HEILSUMOLAR
Konur og reykingar
Konur sem reykja
eru í meiri
áhættuhópi en
karlar sem reykja
þegar horft er til
hjartasjúkdóma.
Rannsókn sem
gerð var í Dan-
mörku á vegum
British Medical Journal, sem í tóku þátt
11,500 konur og 13,200 karlar, sýndi að
um 50 prósent meiri líkur væru á alvarleg-
um hjartasjúkdómum hjá kvenfólkinu.
Vísindamenn telja ástæðuna tengda kyn-
hormónunum. Konur sem reykja geti haft
lágt magn östrogens sem talið er að sé góð
vernd gegn hjartasjúkdómum.
Morgunverðurinn
mikilvægi
Því er alltaf haldið fram að mikilvægi þess
að borða á morgnana sé mikið. Nú hefur
það komið í ljós að þeim sem borða holl-
an, fitulítinn og kolvetnaríkan morgun-
verð líður miklu betur á allan hátt. Þeir
eru glaðari og orkumeiri en þeir sem
borða fituríkan eða alls engan morgun-
verð.
Þetta sýndi
rannsókn sem
gerð var á 16
einstaklingum
er látnir voru
borða mjög
hollan og kol-
vetnaríkan
morgunverð
upp í mjög
óhollan eða
alls engan
morgunverð.
Fólkið hélt
dagbók yfir andlega líðan sína fyrir
og eftir morgunverðinn og í ljós kom að
dagana sem morgunverðurinn var hollur
leið fólkinu mjög vel, það fann fyrir gleði
og mikilli orku sem síðan minnkaði eftir
því sem fita jókst og kolvetni minnkuðu.
Það virðist sem það sem við setjum ofan
í okkur á morgnana, næringarefnin, hafi
nefnilega áhrif á hormónastarfsemina og
þau skilaboð sem hormónin bera með
blóðinu upp til heilans. Líkaminn nemur
óholla morgunverðinn, sendir skilaboð
upp til heilans sem getur brugðist við með
því að skapið og orkan verður ekki eins og
við óskum okkur yfir daginn.
Öraggt kynlíf - kynsj úkdómar
KYNLIF
Undanfarið hafa blaðinu borist fyrir-
spurnir frá ungu fólki varðandi kynsjúk-
dóma. Ég mun Jþví fjalla um það efni í
næstu pistlum. I upphafi er rétt að fjalla
fyrst um öruggt kynlíf. I þessum pistlum
hef ég aðallega ungt fólk í huga, þó vissu-
lega höfði efnið ekki síður til þeirra sem
eldri eru. Nú Iíður senn að verslunar-
mannahelgi og hefur hún einmitt oft ver-
ið vettvangur fyrstu kynna unglinga af
kynlífi og þá oftar en ekki við miður
heppilegar aðstæður, þar sem áfengi og
jafnvel önnur vímuefni eru höfð um
hönd. Við þær aðstæður er hlustun oft ekki sem skyldi og
höfum við fagfólk oft heyrt sorglegar sögur af þessari
reynslu, svo ekki sé talað um þann glæp sem því miður á
sér alltof oft stað á útihátíðum sem er nauðgun.
Halldora
Bjarnadóttir
skrifar
Örnggt kynlíf
Talandi um öruggt kynlíf, þá er skírlífi að sjálfsögðu ör-
uggast. Einnig það að hugsa um kynlíf, tala um kynlíf,
snerta hvort annað, kyssast, faðmast, nudda líkama hvors
annars, stijúka eigin kynfæri, kyssa líkama hvors annars.
Það að stunda kynlíf er hlutur sem krefst þess af öllum,
ekki síst ungu fóllci, að það sé bæði Iíkamlega og ekki síð-
ur tilfinningalega tilbúið og fært til að axla þá ábyrgð sem
því fylgir. Kynlíf og ástundun þess tekur til ýmissa þátta,
svo sem líkamlegra, félagslegra og andlegra þátta.
Líkamlegir þættir geta verið t.d. það að verða ófrísk,
eða að valda þungun. Akveðin hætta er á smitun af kyn-
sjúkdómum, sem geta ómeðhöndlaðir valdið eggjaleiðara-
Öruggasta kynlífið - að leiðast hönd í hönd.
bólgu og/eða bólgu í eistnalyppum og í framhaldi af því
valdið ófrjósemi beggja kynja. I versta falli getur síðan
smitun á kynsjúkdómi valdið ólæknandi sjúkdómi eins og
Alnæmi.
Félagslegu áhrifin ef um ótímabæra þungun er að ræða
eru kannski þau, að breyta þarf ýmsum áformum varð-
andi framtíðina, nám og fleira og í dag hefur þetta ekki
sfður áhrif á líf stráka en stelpna, þar sem ungir feður eru
Iátnir taka hluta ábyrgðarinnar, ekki síður en mæðurnar.
Sjúkrahússdvöl getur verið inni í myndinni sé um kyn-
sjúkdóm að ræða.
Vandræðaleg umgengni og óvissa um sambandið, hvort
sem þú ert sá/sú sem smitaðist, eða sá/sú sem smitaðir
hinn af kynsjúkdómi.
Andlegu þættirnir koma inn á sömu hluti, eins og
hræðslu við þungun fram yfir næstu blæðingar, hræðsla
við það að hafa smitast af kynsjúkdómi, óvissan um fram-
tíð sambandsins og það hvort hún/hann er nógu hrifin/n.
Áhættuþættir
Því miður smitast margt ungt fólk af kynsjúkdómum í
dag. Ungt fólk sem veit ekki hvað það vill, er líklegra til
að taka áhættu og hugsa þá jafnvel. „Það kemur ekkert
fyrir mig.“
I kynlífí er það á ábyrgð hvers og eins að veija sjálfan
sig og taka því ekki óþarfa áhættu. Afengi og önnur vímu-
efni slæva dómgreindina og það hefur komið fram að
fleiri strákar en stelpur greinast með kynsjúkdóma.
Að verja sig
Til þess að koma í veg fyrir smitun, skalt þú fresta því að
hafa kynmök þar til þú ert tilbúin/n að axla ábyrgðina
sem því fylgir. Þekktu smitleiðir og sjúkdómseinkenni,
vertu vakandi fyrir breytingum sem verða á eðlilegu útliti
kynfæra og starfsemi þeirra svo sem aukinni útferð,
kláða, útbrotum og særindum við þvaglát. Vandaðu val
þitt á rekkjunautum og hafðu ekki kynmök við þann sem
þú þekkir ekki. Notaðu smokk á réttan hátt við samfarir
og hafðu ekki samfarir við þann sem þú veist að er sýkt-
ur, fyrr en hann/hún hefur lokið sinni meðferð!
Halldóra Bjamadóttir er hjúkrunarfræðingur og skrifar
um kynlíffyrir Dag.
k