Dagur - 25.07.1998, Qupperneq 5

Dagur - 25.07.1998, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 2S. Jú'lÍ'í'9 9 8 - ÍY ÐMýir- MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Á byggðasafninuHvoli á Dalvík erstofa helguð Jóhanni Krístjáni Péturs- syni, hæsta manni heims, í lifanda lífi. Hann léstáríð 1984 en hefði orðið 85 ára gamall á þessu árí hefði hann lifað. A safninu er mikið af munum sem Jó- hann skildi eftir sig og gefa skemmtilega mynd af lífi hans. Það sem vakti athygli var ekki bara að hann var haesti maður heims í lifanda Iífi, heldur líka hve fjöl- hæfur listamaður Jóhann var og hvað hann ferðaðist víða þegar ferðalög Islend- inga erlendis voru ekki algeng, sérstaka- lega ekki meðal bændasona úr Svarfaðar- dal. Svaf með fætuma í aflanuiu Jóhann Kristján „Svarfdælingur“ Péturs- son var 2,34 metrar á hæð, fæddur þann 9. febrúar árið 1913 á Akureyri, en flutti sem kornabarn út í Svarfaðardal með for- eldrum sfnum. Hann átti átta systkin sem öll voru eðlileg í vexti og eru getgátur uppi um að eftir að Jóhann fékk höfuð- högg 11 ára gamall hafi hann byrjað að vaxa óeðlilega hratt og náð þessari miklu hæð. Jóhann fór snemma til sjós en það var mjög erfitt fyrir hann vegna hæð- ar sinnar, því hann rak sig oft og iðulega í við vinnu og gat ekki rétt úr sér í káetunum meðan hann hvíldist og svaf. Einnig gat hann ekki fengið á sig nógu stór stígvél, enda erfitt fyrir mann að fá stígvél númer 84 árið 1935 á Islandi. Sumir skipstjórar reyndu að gera Jó- hanni lífið auðveldara og brutu þá gat úr káetunni fram í lest og svaf þá Jó- hann með fæturna í aflanum, og gat þá rétt úr sér yfir nóttina. Fjöllistamaðuriim Jóhairn Arið 1935 hélt Jóhann til Danmerkur og fékk vinnu við fjölleikahús við að sýna sig, hæsta mann veraldar. Hann hafði ekki gaman af að sýna sig, en varð að hafa ofaní sig og á. Árið 1938 hélt Jó- hann til Þýskalands og Frakklands þar sem hann vann áfram í fjölleikahúsi og var meðal annars staddur á heimssýn- ingunni í París 1938. Þetta líf bauð upp á margt fyrir vel gefinn mann og listhneigðan. Jó- hann fékk þarna tækifæri til þess að umgangast margt listafólk Evrópu þess tíma og kynnast . _>- n-rPVsa hafði meðferð- Ijöl- margar kvik- myndir sem hann hafði tekið ferðalögum sín- um bæði frétta- myndir og sirkuslífinu. Hann ferðaðist Heima er best Jóhann var skynsamur mað- ur og hann vissi að meðal- aldur fólks sem vpr jafn stórt og hann var aðeins 30- 40 ár því það er mjög erfitt að bera þennan þunga lík- ama. Jóhann var oft veikur í baki og þjáðist af fótá- meini sem hægt er að rekja til skóleysis á yngri árum, en hann koma reglulega heim til Islands í afslöppun og dvaldi meðal annars á Reykjalundi við endur- hæfingu. Hann starfaði sjálfstætt mesta starfsævi sína og var síðan alkominn heim árið 1982 orðinn nokkuð heilsu- tæpur. Hann flutti aftur til heimahag- anna og var vel tekið á móti honum í dvalarheimili aldraðra á Dalvík, Dalbæ, þar sem var sérsmíðaður handa honum hægindastóll og hann fékk í sjötugsaf- mælisgjöf. A Dalbæ dvaldi Jóhann síð- ustu tvö ár ævi sinnar og lést þann 26. nóvember árið 1984, 71 árs gamall. A Hvoli eru skemmtilegir munir til minnigar um Jóhann og vel þess virði að skoða minjar um óvenjulega ævi þessa sérstaka og ljúfa lista- nýj- um straum- um og stefnum. Jóhann tók bæði kvikmyndir og Ijósmyndir; spil- aði á harmoníku, saumaði út og mál- aði. Á byggðasafninu er nú til sýnis harmoníkan hans, kvik- Kvikmyndastjarnan Jóhann lék í kvik- myndinni „ Risinn myndavél og verk Jóhanns #■ ■ sem sýna dýr úr fjölleika- j húsum víða um heim, og annað það sem hann fékkst við. Þagar síðari heims- styrjöldin skall á reyndi Jóhann að komast heim til Is- lands, en lokaðist inni í Danmörku og kom ekki til Islands fyrr en í stríðslok. Á hringferð irm ís- land Jóhann kom heim til Islands árið 1945 um landið, sýndi þær og sjálfan sig og gladdi mörg börnin eftir erfiða stríðstíma með afþreyingu kvikmynda sinna. Hann var fær kvikmyndargerðamaður og vann sínar myndir algjörlega sjálfur, tók og klippti. Eftir hann hafa varðveist um 28 myndir sem er búið að setja á nú- tíma form. Jóhann reyndi alltaf eftir fremsta megni að lifa eðlilegu lífi þrátt fyrir að vera þetta hár og meðal annars lét hann smíða handa sér reiðhjól og skauta til þess að geta stundað þessar tómstundir ásamt vinum sínum. Kvikmyndastj arna í Ameríku Eftir hringferð um ísland, 1947, fluttist Jóhann vestur yfir haf og byijaði að starfa þar við fjölleikahús. Hann ferðaðist um alla Norður- og Suður-Ameriku og hitti margt frægt fólk þessa tíma, meðal ann- ars leikkonuna Bettie Davis. Hann lék sjálfur í kvikmynd samhliða störfum í Ijölleikahúsi og fékkst við töfrabrögð og margt annað í sirkus fyrir utan að sýna sig. Jóhann var einstaklega ljúfur og al- mennilegur maður í alla staði og kom kannski Islandi fyrstur Iistamanna á kortið, því hann var einstaklega vel Iiðinn meðal starfsfélaga í fjölleika- húsunum, og þegar Islendingar hafa hitt þessa listamenn erlendis hafa þeir gjarnan minnst á Jóhann með hlýhug.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.