Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 18
34- LAUGARDAGUR 2 S J Ú L í 1998
Það hefur verið nokkuð merkilegt með íslenska út-
gáfu á síðustu árum hversu margar plötur hafa Iit-
ið dagsins ljós með meira eða minna leyti lögum
eftir aðra en viðkomandi tónlistarmenn. Skýringin
er vitaskuld sú, að þetta hefur fallið í góðan jarð-
veg hjá landslýð og salan verið hin besta. Dæmi
um þetta eru Bogomil Font og Milljónamæring-
arnir, Sixties með Bítilæði (og raunar allar aðrar
plötur sem Rúnar og félagar hafa sent frá sér) og
svo „Millarnir" aftur í það skiptið með sjálfan Pál
Oskar við hljóðnemann. Þessar plötur urðu allar
með þeim söluhæstu viðkomandi ár. Og hvort sem
mönnum líkar það nú betur eða verr heldur þetta
áfram, ein og ein plata með þessu sniði kemur út
og sú nýjastá í þeim efnum er auðvitað með Páli
Óskari og Casínó, er kom út nú snemma sumars.
Palli er þarna semsagt einn ganginn enn til að
raula mörg af uppáhaldslögunum sínum, eins og
hann gerði á áðurnefndri plötu og líka á sínum
eigin plötum, sérstaklega þeim tveimur fyrstu.
„Lyftutónlist" eða „Stofupopp“ eða hvað annað
sem menn kalla þetta, er eins og flestir vita það
sem er á Sterio, eins og gripurinn nefnist og er þar
sá frægi lagahöfundur Burt Baccarach eins og
rauður þráður í gegnum verkið. Ekki er ástæða til
að tína út einstök lög hér, fólk er farið að kynnast
plötunni vel gegnum Ijósvakann, sem og með því
að kaupa hana, en annað verður samt ekki sagt en
að nokkuð vel er að verki staðið og að einhvers
lags sveiflusæla opinberist í þessari túlkun á 20-30
ára gamalli tónlistinni. Auðvitað ber þessi gjörn-
ingur ekki vitni um mikinn tónlistarlegan metnað,
svona sí endurtekinn af hálfu Páls Oskars, en með
það í huga að drengurinn er ekki hvað síst
skemmtikraftur, verður að taka viljann fyrir verkið.
Flutningurinn er svo bráðgóður, því má ekki
gleyma og eiga Casínódrengir hrós skilið fyrir
hann.
Páll Óskar og kumpánar hans í Casino eru í góðri sveiflu á Sterio.
Heldur uppi merkinu
Eftir að Stevie Ray Vaughan Iést árið 1990 og bróðir
hans Jimmie hætti í sveitinni sinni, Fabulous thunder-
birds á svipuðum tíma, hefur ekki ýkja mikið farið fyrir
Jimmie. Hann hefur þó verið að spila hér og þar, með
hinum og þessum og reyndar sent frá sér eina plötu
undir eigin nafni, Strange Pleasure árið 1994. En ann-
ars hefur lítið farið fyrir honum. Hann hefur þó ekki
setið auðum höndum, m.a. verið að fara í gegnum það
efni sem bróðir hans skildi eftir og herma fregnir að von
sé á eigi minna en fjögurra geislaplatna safni í haust eða
byrjun vetrar með ýmsu góðgæti. Nú Jimmie hefur líka
skipulagt minningartónleika sem haldnir voru í Texas og
kom plata frá þeim út 1996. Þar komu til dæmis fram
frægir kraftar á borð við B.B. King, Robert Cray, Dr.
John, Bonnie Raitt, Buddy Guy og fleiri auk Jimmie
sjálfs. En nú hefur Jimmie sjálfur rofið þögnina að nýju
og heldur uppi merki þeirra bræðranna á nýrri plötu
sem hann var að senda frá sér og kallast Out there.
Nokkuð er hann á svipuðum slóðum og á fyrri skífunni,
en nú þó mun meira blúsaðari á kostnað rokksins. A
Strange pleasure var helst gagnrýnt að rödd kappans
væri ekki nógu kraftmikil, enda er hann þar eiginlega að
syngja svo einhverju næmi í fyrsta skipti á plötu. Nú
hefur honum hins vegar farið mikið fram og segja kunn-
ugir að hann hafi hreinlega verið að læra að syngja á
síðustu árum. Flest Iögin á plötunni eru eftir hann sjálf-
an, en auk þess er þarna m.a. Iag eftir goðið Johnny
„Guitar" Watson, Motorhead baby.
Til hans hefur einmitt margur gítarleikarinn sótt
áhrif.
Prince, eða öllu heldur „mað-
urinn sem kallaði sig Prince"
er nýbúinn að senda frá sér
enn eina skífuna ásamt sveit-
inni, New Power Generation.
Nefnist hún, New Power Soul
og er nokkuð svo hörð fönk-
plata af nútímalegri gerðinni.
Nýtur kappinn á henni m.a.
aðstoðar frá söngkonunni
þekktu, Chaka Khan.
Lagið Come with me hefur
heldur betur vakið athygli hér-
lendis og víðar. Er lagið nú til
að mynda eitt það vinsælasta
hér á Islandi. Það sem vekur
hvað mesta athygli við Iagið er
að þar er einn af vinsáelustu
röppurum samtímans, Puff
Daddy í félagsskap einnar af
helstu gítarhetjum rokksins af
hvíta kynstofninum, Jimmy
Page úr Led Zeppelin. Er lagið
að finna í kvikmyndinni
Godsilla, um fræga samnefnda
ófreskju og fléttar þar Page
saman áhrifum frá frægðar-
verkinu Khasmir við rapp Puff
Daddy.
Ein helsta von Akureyrar í
rokkinu um þessar mundir,
200.000 naglbítar, Þeir Vil-
helm, Axel og Kári, sem gert
hafa það sérstaklega gott með
lögunum Hæð í húsi og Hvítt,
hafa nú að sögn gert útgáfu-
samning við Spor og eru þeir
nú í óða önn að vinna fyrstu
stóru plötuna. Má búast við
henni í október.
í umfjöllun um Gunnar Bjarna
og félaga hans í nýju sveitinni,
Mary Poppins, var óvart rangt
nafn sett á fyrsta lagið sem
þeir létu frá sér fara. Heitir
það að sjálfsögðu Magic, en
ekki Shine.
Mitt í þvi að sögusagnir hafa
verið á kreiki um að Björk okk-
ar eina og sanna ætli að fara
að leika og semja tónlist fyrir
nýja mynd eftir þann fræga
Lars Von Trier (Lansinn, Brim-
bott o.fl.) sem þó ekki hefur
verið staðfest, er hún að senda
frá sér sína nýjustu smáskífu.
Þar er Hunter aðallagið, en
það er fyrsta Iagið á seinustu
plötunni hennar, Homogenic.
Eins og nú er títt með slíkar
smáskífur, er hún gefin út í
fleira en einu lagi. Ein útgáfan
er til dæmis með tveimur mis-
munandi hljóðblöndunum af
Hunter, en önnur sömuleiðis
með tveimur slíkum (báðar
með svonefndri Radio edition)
auk sérútgáfu af AIl is full of
love. Það lag er reyndar líka að
finna á Homogenic.
Hunter er nýja smáskífan frá Björk.
Jimmie Vaughan. Góður á nýju piötunni.
Fyrir
krakk-
ana
Útgáfa, sérstaklega ætl-
uð börnum, er ekki svo
mjög algeng, allra síst að
sumri, en hefur þó alltaf
annað slagið þegar svo
hefur borið undir náð að
vekja mikla lukku. Seinasta
dæmið er líklega platan
hans Dr. Gunna, Gunnars
Hjálmarssonar, Abbababb,
sem kom út fyrir síðustu jól
og seldist mjög vel. Safn-
plötur með barnalögum
koma líka stundum út og
eru jafnan vel þegnar. Ein
slík, „bestu barnalögin
númer tvö“ kom út nú eigi
alls fyrir löngu frá Skífunni
og geymir hún ýmis lög,
samtals tuttugu, bæði af
eldri og yngri gerðinni.
Margir af helstu flytjendum
þjóðarinnar koma þar við
sögu, sömuleiðis af yngri
sem eldri kynslóðinni, til
dæmis, Svala Björgvins
(Halldórssonar) með söng
úr teiknimyndinni um
Anastasíu, Hrekkjusvínin
eru með Afasögurnar marg-
frægu, Laddi og Bjartmar
eru með Súrmjólkina í há-
deginu og Cheerios á kvöld-
in (Laddi í hlutverki Eiríks
Fjalars) og þannig mætti
áfram telja. Er þetta nokk-
uð svo skemmtilegt safn,
sem kemur í kjölfar annars
vel heppnaðs.