Dagur - 25.07.1998, Síða 19

Dagur - 25.07.1998, Síða 19
r LAUGARDAGUR 2 S . J Ú L í ' Í 9 9 8 - 35 LÍFIÐ í LANDINU LAND 06 ÞJÓÐ Kvígukeppnin. Um sl. helgi fór fram á Sel- fossi keppni þar sem leitt var til lykta hver væri fallegasta kvíga landsins. Hvaða heitir kvígan sú sem var dæmd lukkudrottningin; það er fallegasta kvíga keppni þessarar? Virkjunarframkvæmdir. Vegna stóriðju- framkvæmda liggur nú mikið á að raforku- framleiðsla í landinu aukist í næstu framtíð. Þess vegna meðal annars er unnið að fram- kvæmdum við Sultartangavirkjun. Hvenær er áformað að hún komist í gagnið? 1. Hvar á landinu er Upsa- strönd? 2. Fyrir um fimmtán árum var reist steinullarverk- smiðja á Sauðárkróki, sem er eitt öflugasta fyrirtæki þess bæjar. En það var ekki einsýnt að verksmiðj- an risi á Króknum. Lengi börðust talsmenn annars landshluta að fá hana til sín. Hverjir voru það og hver var staðurinn sem þeir buðu fram? 3. Hvar á landinu er Línakradalur? 4. Hvert var hið gamla kjördæmi Asgeirs As- geirssonar, síðar forseta Islands, þegar hann sat á Alþingi fyrir Aiþýðuflokkinn á fjórða og fimmta áratug aldarinnar? 5. Hvar var það á Iandinu sem sá danski ijölvörukaupmaður Lefolii bjó forðum daga - sem í dag er endurborinn í líki kaffihúss á þessum stað sem við hann er kennt. 6. Hvað heitir nýskipaður sýslumaður Akur- nesinga, sem áður vermdi stól yfirvalds Strandamanna? 7. Um komandi helgi verður í kauptúni á Austurlandi haldin hátíðin Franskir dagar. Er það vel við hæfi, enda er margt í þessu kauptúni sem minnir á veru franskra sjó- manna þar snemma á öldinni; svo sem grafreitur þeirra og spítali. Hvert er kaup- tún þetta? 8. Hvar á landinu eru Mánárskriður? 9. í vikunni var greint frá ferð vísindamanna út í Surtsey sem þar dveljast nú við rann- sóknir. Yfirumsjón með rannsóknum þess- um og umsjón og eftirlit með eynni hefur Surtseyjarfélagið. Hver hefur lengst af verið formaður þess? 10. Hvar á landinu er Skagijörðsskáli. Sigurður Bogi Sævarsson skrifar Ifið hljómborðið. Jakob Frímann Magnús- son er kappi sá sem hér sést við hljómborð- ið. Hver var afi hans og nafni og hvaða starfi gegndi hann? Sögustaður á Suðurlandi. Hver er sá frægi sögustaður á Suðurlandi sem hér sést og hver var kappinn sá sem þar bjó á sögu- öld? Sérstæð kirkja. Hvar á landinu er þessi sérstæða en samt býsna fallega kirkja sem hér sést á mynd. Og jafnframt - hvert er kauptúnið sem hún stendur skammt frá? Svör: * Það var kvígan Signý frá Signýjarstöð- um sem bar sigur úr bítum í fegurðar- samkeppninni á Selfossi um Iiðna helgi. * Aformað er að Sultartangavirkjun verði komið í full not eftir um það bil eitt ár. * Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri á Akureyri, var afi Jakobs Magnússonar, sem nú er búsettur í Bretlandi þar sem hann starfar meðal annars við tónlist og margmiðlun ýmiskonar. * Sögustaður sá sem hér sést er Hlíðar- endi í Fljótshlíð, þar sem Gunnar Há- mundarson bjó forðum daga. * Kirkjan sem hér er spurt um er Skeggjastaðakirkja, sem stendur skammt frá Bakkaíjarðarkauptúni. 1. Upsaströnd er norðan Dalvíkur og nær út að Olafsfjarðarmúla. 2. Það voru Sunnlendingar sem börðust fyrir því að fá steinullarverksmiðju til sín, sem var ætlaður staður í Þorláks- höfn. 3. Línakradalur er í V-Húnavatnssýslu, sunnan undir Vatnsnesfjalli. Er mýr- Iendur og grösugur. „Nafnið bendir á línrækt til forna, en tilgáta er um að fífubreiður í dalnum hafi minnt land- námsmenn á línakra í heimalandi sínu,“ segir í Vegahandbókinni. 4. yestur-fsaíjarðarsýsla. 5. A Eyrarbakka. 6. Ólafur Þór Hauksson heitir nýskipað- ur sýslumaður á Skaganum. 7. Kauptúnið sem hér er spurt um er Fá- skrúðsfjörður. 8. Mánárskriður eru á leiðinni til Siglu- fjarðar, skömmu áður en komið er að Strákafjalli og vestari gangamunna Strákaganga. 9. Steingrímur Hermannsson, hinn eini og sanni. 10. Skagfjörðsskáli er skáli Ferðafélags íslands í Þórsmörk. Fluguveiöai að sumrl (77) Rétta fhigan Flugan sem hann tekur. Hún er rétta flugan. En hver? Eg finn það á mér að ég er smám saman að verða kröfuharðari í hennar garð en ég var. Kröfuharðari í garð flugunnar sem hann tekur? Já, ég vil að hann taki hana látlaust og linnulaust, alveg villt og galið, sé á í hveiju kasti. Það er rétta flugan. Þegar ég er búinn að finna hana þarf ég ekki að kasta lengur. Nú er ég reyndar aðeins að tala um sér- stakar aðstæður. Mér dettur ekki í hug að ganga með því hugarfari að þekktri lax- veiðiá að nú þurfi ég að gera allt vitlaust í hylnum. Eða þegar ég fer í urriða í straumvatni, sjóbirting að hausti, eða aðra sambærilega veiði. Stundum vill reyndar svo til að maður lendir í því að lax, urriði eða sjóbirtingur taka viðstöðu- laust einhverja tiltekna flugu. Það er gaman þegar það er, en maður gerir ekki út á slíkt. Eg er frekar að tala um vatnableikjuna. Þegar hún er úti um allt og alveg vitlaus í æti. Eg er farinn að finna fyrir vaxandi þörf fyrir að hitta nákvæmlega á það sem hún vill. ViII vill vill. Ekki bara stundum, heldur alltaf. Því þá hefur maður sannað sig sem ansans ári klókan kall. Ganian gaman Einn sunnudagsmorgun í sumar reis ég mjög árla úr rekkju, skyggndist út yfir vatn og dýrðin dýrðin söng í hjarta. Logn, sól yfir austurfjöllum, fiskur að vaka um allt. Eg skvetti köldu vatni yfir hausinn og gekk út, beint á aðalstaðinn þar sem girð- ing kemur útí vatnið og svo virðist sem kaldar lindir spretti upp að- eins utar - þar er bleikjan oft, og nú var hún að vaka. Ein af traustari bleikjuflugum þessa sumars hefur mér sýnst vera peacock, en hnýtt með kúluhaus. Eg vel bogna öngla, jafnvel örlítið snúna (emerging nymph - eins og það heitir á pakkanum), og á þessa flugu set ég lítið rautt skott. Bleikja og urriði falla fyrir henni. Hún Iíkir ekki eftir neinu sem fiskurinn étur, en er áberandi aðlaðandi fyrir skynfæri silunga. Maður getur stundum veitt vel á hana. Og ég byrjaði á að taka fisk. Síðan gerðist það sem oft gerist. Fiskur um allt vatn, að éta, það sýndu hringir á yfirborðinu, en treg taka. Eg skipti yfir í aðra flugu sem oft reynist vel, Watson fancy með silfruðum kúluhaus og hvítu baki. Einu sinni veiddi ég á hana þarna á þessum stað, svo vel að nærstaddur veiði- maður hristi hausinn og skildi ekki hvers konar galdramaður væri á ferð. Kom og spurði hvaða undur væri í gangi. Nú gerðist ekki neitt, nema ég tók einn fisk, og varð lítið var. Morgunninn gæti liðið við mikinn fuglasöng en litla veiði ef svona héldi áfram. Eg næði kannski nokkrum fiskum. En það voru hringir um allt vatn. Náttúruval Við svona aðstæður er mikilvægt að greina á milli flugna sem kallast eftirlík- ingar, og hinna sem eiga einkum að vekja athygli. Utlendir veiðimenn sem ég hef spjalfað við gera stóran greinarmun. „Attractor-flies“ vekja athygli, og gagnast vel þegar fiskurinn er á góðri hreyfingu og étur eitt og annað. Við vitum líka að fiskurinn er oft tækifærissinnaður, og til- búinn að taka hliðarbeygju ef hann sér glampa á kúluhaus eða grilla í rautt skott. Eftirlíkingarnar, hins vegar, reyna að herma sem mest eftir því sem fiskurinn étur. Stundum er hann svo einhæfur í Sú sem hann vildi. vali sínu að ekkert kemst að nema ein hugsun: þessi lirfa. Ekkert annað. Sem þýðir á okkar máli: þessi fluga, hún er sú eina sem hann vill vill vill. Fór að leita Eg fór sem sagt að róta í boxinu mínu þennan fagra dag. Eg var kominn að þeirri niðurstöðu að fiskurinn væri mjög einsýnn þessa stundina, og þótt einn og einn rækist á aðlaðandi kúluhaus, þá sýndi athafnasemin undir yfirborðinu að flugan sem hann vildi væri önnur. Eg rölti utar, fór inn með vík þar sem mér sýndist mikið af fiski. Óð varlega út og fann stein til að standa á. Þegar gár- urnar hurfu sá ég langt niður í vatnið og út. A stöku stað komu hringir. Það voru ekki fiskar að éta á yfirborðinu, heldur gerðu hringina með snöggum hreyfingum rétt undir vatnsborðinu. En svo sá ég meira. Fullt af fiskum sem syntu um og hömuðust við að éta - voru eins og hæn- ur eftir fóðri - en gerðu enga hringi, því þér lágu aðeins dýpra. Það var bara einn og einn sem gerði hring, hinir voru á fleygiferð niðri; þarna var sem sagt mun meiri fiskur en hringirn- ir sýndu, og mun stærri veisla í gangi en mig hafði órað fyrir. Stundum sá ég 4-5 bleikjur í einu rétt við tærnar, og samtímis nokkra hringi utar. Og heppinn var ég. Fyrsta flugan sem ég setti undir leitast við að Iíkja eftir grænum flugnalirfum. Hún er vel þekkt í Elliðavatni, númer 14, með grænan búk, vafin fínum gylltum þræði með peacock Ijöð- urstaf lyrir vænghús. Akaflega einföld. Og árangursrík. Þennan morgun. Nú var á í hverju kasti. Þetta var flugan Þetta var flugan sem fiskurinn vildi vildi vildi. Eg kastaði á hringina, og oftast lið- ur 5-10 sekúndur áður en taka kom, stundum minna, stundum meira. Ef ég náði að draga fluguna í sjónfæri, sem gerðist oftast vegna þess að ég missti fisk, þá sá ég hvernig bleikjurnar komu aðvíf- andi, munnarnir opnuðust og lokuðust þar sem þær syntu með stuttum rykkjum, um leið og þær spændu í sig lirfur. Svo sáu fiskarnir fluguna, ögn stærri en það sem þeir voru að éta, og risu rólega og fumlaust beint í bana og tóku. Þetta var feiknagaman. Og loks það sem ég hef aldrei lent í áður. Flugan kom inn yfir grunnt vatnið, ég stóð á steini og sá hana vel. Þrjár bleikjur sáu hana jafn vel. Komu hver úr sinni áttinni og bókstaflega slógust um að fá að taka hana. Sú „heppna" varð heldur \itlaus þegar ég brá við, en svei mér þá, ég er ekki frá því að einhver aulasvipur hafi komið á hinar tvær! Þá getur maður hætt Eg tók 12 í viðbót við hinar tvær, þá hætti ég, var búinn að fá nóg og fór út í móa og lagði mig. Þetta sýndi vel hvers vegna maður á kannski ekki að sætta sig bara við sæmilega veiði, þegar maður get- ur Ieitað aðeins betur og fengið stórveiði. Ekki það að maður vilji stórveiði. En það er óneitanlega gaman að plata fiskana svona rækilega. A heimavelli. FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.