Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 10
26 - LAUGARDAGUR 2S. JÚLÍ 1998
r
r
r
r
LÍFIÐ í LANDINU
r
>
r
*
!
'
I
I
Þetta var táknræn aðgerð. Ég lít svo á að land og þjóð sé eitt. Fari fáni landsins niður með hverunum gráti hann þar með landinu yfir heimsku mannanna, “ segir Guðmundur Páll Ólafs-
son um fánann sem hann festi við Fögruhveri. mynd: úmar ragnarsson.
Náttúrufræðingurinn Guðmund-
urPáll Ólafsson erómyrkurí máli
vegna virkjanaframkvæmdanna á
hálendinu. Hann álíturað ríkis-
stjóm íslands sé náttúmfjand-
samleg og leyfi Landsvirkjun að
vaða yfirallt og alla. Hann syrgir
öllþau svæði semfara undirvatn.
„Ég var að reyna að skrásetja þetta svæði
með myndum, svæði sem þjóðin mun
aldrei sjá aftur, og mótmæla því siðleysi
að Landsvirkjun með leyfi stjórnvalda
eyðileggi þjóðargersemar, sem Fögruhver-
ir eru. Mótmæla því að fyrirtæki ríkis og
Reykjavíkurborgar vaði yfir allt og alla,
laumist bakdyramegin, vinni myrkraverk
án þess að þjóðin viti af. Það er ekkert
heilagt á þeim bæ. Þessi illræmda stofn-
un virðist eiga ótrúlega marga talsmenn á
Alþingi Islendinga, bæði talsmenn
Landsvirkjunar og stóriðjunnar. Þeir leyfa
sér að taka þátt í því að eyðileggja þjóðar-
gersemar,“ segir Guðmundur Páll Olafs-
son rithöfundur.
Guðmundur Páll vakti athygli um síð-
ustu helgi þegar fréttir og myndir bárust
af því að hann hefði sett niður fána við
Fögruhveri á bökkum Köldukvíslar til að
mótmæla því að dýrmætt land á stærð við
Mývatn fari undir vatn. „Þetta var tákn-
ræn aðgerð. Ég Iít svo á að land og þjóð
sé eitt. Fari fáni landsins niður með
hverunum gráti hann þar með landinu
yfir heimsku mannanna." Guðmundur
Páll sejgir að sér sé umhugað um allt há-
Iendi íslands og vistkerfi. Ekki síður sé
sér umhugað um landið sem sögulegan
arf sem eigi að skila lítt spilltum til kom-
andi kynslóða. En hver er hann þessi
maður sem hefur staðið upp til að mót-
mæla virkjanaframkvæmdum Landsvirkj-
unar og ríkisstjórnarinnar?
Guðmundur er náttúrufræðingur að
mennt, fæddur og uppalinn á Húsavík, í
Reykjahverfi og síðar í Reykjavík en hefur
búið í Stykkishólmi síðustu ár. Hann er
náttúrubarn að eðlisfari og hugarfari
enda afar annt um náttúru íslands. Hann
virkjar landið og hefur gert kvikmyndir;
eftir hann er fjöldi bóka um náttúru
lands og sjávar; Perlur í náttúru íslands,
Fuglar í náttúru Islands og Ströndin í
náttúru Islands svo að eitthvað sé nefnt.
Hann er nú að vinna að stóru heildar-
verki um hálendið.
Fögruliverir eru einstaMr
Guðmundur Páll hefur farið víða um Is-
land og telst til þeirra manna sem þekkja
landið einna best: „Fögruhverir eru
merkileg náttúrusmíð. Þeir eru einn af
þessum fágætu stöðum á Islandi sem telj-
ast mega einstakt fyrirbæri. Það er álitið
að það sé ekki til annað hverasvæði á
áreyrum á jörðinni - það er allavega ekki
þekkt. Við erum ekki aðeins með þjóðar-
arf sem er merkilegur á Islandi
heldur fyrir heimsbyggðina.
Það er siðferðileg skylda okkar
að vernda þetta fyrir mannfólk-
ið alls staðar,“ segir hann.
„Á áreyrum Köldukvíslar eru
það ekki bara Fögruhverir, sem
eru mikilvægir, þó að full
ástæða sé til að vernda þá með
öllum tiltækum ráðum, heldur
allt svæðið. Landið var ósnort-
ið, nú er það manngert. Köldu-
kvíslareyrarnar eru mjög aðlað-
andi og geta verið sláandi fagr-
ar. Þær eru Iíka hranalegar, frá-
hrindandi og hættulegar," segir
hann. „Menn hafa alltaf Iitið á
þetta svæði sem ljótt land. Það
er bara ljótur misskilningur."
Getur kallað fram jarð-
skjálfta
Guðmundur gagnrýnir virkjana-
stefnu Landsvirkjunar harðlega,
telur hana meingallaða og „al-
gjört tilræði við íslenska nátt-
úru“, eins og hann orðar það.
„Hún byggist á uppistöðulón-
um. Hún byggist á þvf að færa fallvötn
fram og til baka, breyta rennsli áa, breyta
vistkerfum, sökkva gróðurlendum, trufla
Iangtíma náttúrufar fljóta, strandsjávar
við Island og allt mögulegt sem menn vita
ekki um. Erlendar rannsóknir benda til
þess að vatnsaflsvirkjanir séu ekki bara
fjárhagslega vafasamar heldur séu uppi-
stöðulón einstaklega hættuleg, bæði vist-
kerfum og mönnum. Þau geta til dæmis
kallað fram jarðskjálfta fyrir utan alvar-
legar skemmdir á gróðurfari og dýralífi.
Stíflur geta brostið og stíflur bresta. Stífl-
an við Hágöngur er til að mynda á
sprungusvæði í grennd við virkustu eld-
stöðvar á Islandi," segir hann og kveðst
ekki hafa ímyndunarafl til að sjá að þetta
geti verið skynsamlegt frá neinu sjónar-
horni.
Guðmundur Páll segir að það skipti
Landsvirkjun engu máli hverjar afleiðing-
arnar verða, hvort þjóðargersemar eyði-
leggist eða ekki. Stefnan byggist bara á
því „að flýta sér að virkja vegna þess að
það heldur lífinu í þessari stofnun að
hafa nóg að gera meðan fólkið í landinu
situr óvirkt hjá. Það eru margir sérfræð-
ingar og eflaust ágætir en það er engin
heildarsýn á neinu. Það eru engar gegn-
umgangandi vistfræðilegar rannsóknir á
því að stífla allt vatnasvið Islands. Þeir
hafa ekki glóru um hvað er að gerast og
hafa misreiknað sig hrapallega í rennsli
þessara kvísla sem renna í Hágöngumiðl-
un. Þar munar um þriðjung eða helm-
ing,“ segir Guðmundur Páll og segir fjár-
hagshliðina „ennþá ruglaðri."
- Hvað nteinarðu með því?
„Það er verið að selja orku undir kostn-
aðarverði. Það er verið að styrkja stóriðj-
una. Almenningur á Islandi er að borga
niður þessa orku. Við vitum ekki hvað
hún er seld á vegna þess að eigandinn má
ekki vita það. Það er nefnilega verið að
plata hann herfilega. Hann lætur plata
sig vegna þess að hann trúir gífuryrðum
stjórnmálamanna. Það vantar raunveru-
Iegt umhverfismat þar sem tekið er á
landgæðum, hvers virði landið er til
næstu þúsund ára.“
Safna liði gegn óvættunum
- Er ekki ofseint að bjarga þessu svæði?
„Það eru margir sem hugsa þannig. Ég
held ekki. Ég held að það sé full ástæða
til að bíta í skjaldarrendur núna og safna
liði gegn þessum óvættum. Það er búið
að reyna að múta þjóðinni með peninga-
hyggju árum saman. Menn hafa keppst
við að réttlæta voðaverkin. Kjarninn er sá
að það má ekki eyðileggja náttúruperlur
og náttúrugersemar fyrir einhvern hugs-
anlegan stundargróða. Náttúrugersemar
á borð við ómanngerð víðerni hálendisins
með öllum þeim dásemdum sem þær
hafa að geyma eru þjóðararfurinn. Það er
röng hugsun að selja eða eyðileggja þjóð-
ararfinn. Það má ekki líta á landið sem
portkonu sem öllum er boðið upp á.“
Guðmundur Páll bendir á að margar
Ieiðir séu færar út úr virkjanabrjálæðinu,
til dæmis megi gjarnan gefa rennslisvirkj-
unum meiri gaum. Vindmyllur geti einnig
verið ákjósanlegur kostur og í framtíðinni
verði hægt að virkja háhitasvæði neðan-
jarðar þannig að það trufli ekki nein vist-
kerfi. „Við verðum að losna undan spell-
virkjum ófrumlegra stífluverkfræðinga og
hanna neðanjarðarvirkjanir til dæmis há-
hitasvæða með lögnum neðanjarðar án
þess að stórskaða land og aðrar auðlindir
okkar og komandi kynslóða. Stíflur og
uppistöðulón eru bein atlaga við heildar-
vistkerfi Islands. Það er verið að eyði-
leggja miklu meiri dásemdir og dýrðir en
verið er að uppskera, jafnvel þó það sé
talið í nokkrum hæpnum milljónum. Og
það er illa fenginn gróði!“
- Ætlarðu kannski að stofna samtök?
„Ég held að við séum að byija, ég vona
það. Ég held að þjóðin sé orðin ákaflega
hrædd við þessa stofnun og þá lágkúru
sem felst í stóriðjunni. Allar helstu nátt-
úrugersemar okkar á hálendinu, undur
veraldar, eru í stórri hættu vegna þess að
sumir stjórnmálamenn ætla sér að kaupa
atkvæði fyrir náttúruperlur þjóðarinnar
eins og á Norðausturlandi. Þjóðin hefur
ekki efni á slíkum atkvæðakaupum og
verður að fara að hugsa sinn gang og vara
sig á þessum mönnum. Það þarf að slá
skjaldborg utan um hálendið. Það er
reyndar næsta verk sem ég hef í huga, að
safna liði til að slá skjaldborg um allar
þær náttúruperlur sem Landsvirkjun ætl-
ar að eyðileggja. Hvað *það verður veit nú
enginn en það er hægt að giska á það. Við
sjáum til. Stríðið er hafið.“ -GHS
„Það þarfað slá skjaidborg utan um háiendið. Það er
reyndar næsta verk sem ég hefí huga, að safna liði til að
slá skjaldborg um aiiar þær náttúruperlur sem Landsvirkjun
ætlar að eyðileggja. Hvað það verður veit nú enginn en það
er hægt að giska á það, “ segir Guðmundur Páll Ólafsson.
mynd: teitur
1