Dagur - 30.07.1998, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 30.JÚLÍ 1 9 9 8 - 19
Th&pr.
LÍFIÐ í LANDINU
Hlaupa heim og segja frá
Gabríela Sigurðardóttir sáifræðingur segir mikilvægt að fullorðnir haldi ró sinni þegar barn segir frá því að maður hafi
sýnt kynfæri sín.
Foreldmreiga að brýna
fyrírbömum sínum að
sýna sem minnst við-
brögð efókunnugir
karlmenn sýna kyn-
færí sín. Þau eiga að
hlaupa beintheim og
segjafullorðnum frá
því sem gerðist.
Óvenjumörg tilfelli hafa komið
upp á höfuðborgarsvæðinu að
undanförnu þar sem karlmenn
hafa verið að sýna börnum kyn-
færi sín á almannafæri. Gabríela
Sigurðardóttir, sálfræðingur hjá
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur,
segir mikilvægt að foreldrar eða
aðrir fullorðnir bregðist við á ró-
legan hátt og ræði við barnið
þegar slíkt tilvik kemur upp.
Nauðsynlegt sé að fá nákvæma
Iýsingu á því sem gerðist, stað-
setningu atburðarins og upplýs-
ingar um það hvað barnið hafi
verið að gera áður en maðurinn
kom, hvernig barnið hafi sjálft
brugðist við og hvað maðurinn
hafi gert svo. Þessar upplýsingar
verði að fá á rólegan hátt.
Að sjálfsögðu eigi svo að láta
lögreglu vita.
Skýr skilaboðtil barnsins
„Það þarf að ræða við barnið og
segja því að það sé gjörsamlega
óviðeigandi að ókunnugur mað-
ur sé að sýna kynfæri sín. Barn-
ið veit kannski ekkert endilega
hvernig það á að bregðast við og
hvað það á að gera með þessa
reynslu. Barnið þarf að fá skýr
skilaboð um að þetta sé eitthvað
sem það eigi ekki að þurfa að
lenda í. Atburður á borð við
þennan vekur yfirleitt hræðslu
og undrun hjá barninu og það
þarf að róa barnið, segja því að
maður geti alltaf átt von á því að
lenda í ýmsu,“ segir Gabríela.
Flestar rannsóknir benda til
þess að karlmenn, sem sýna
kynfæri sín á almannafæri, séu
hættulausir, hneigist ekki til of-
beldis eða árása. Þeir komi yfir-
leitt ekki aftur á sama stað og
elti yfirleitt ekki börnin eða ráð-
ist á þau. Gabríela segir að oft-
ast sé það tilviljanakennt hvaða
barn lendir í þessu. Þetta þurfi
að útskýra fyrir barninu til að
það haldi ekki að atburðurinn sé
bundinn við einhvern tiltekinn
stað og að þetta gerist aftur ef
það fari á sama stað að gera það
sama og það var að gera þegar
maðurinn kom og sýndi sig.
Ef sama barn lendir í þessu
aftur og aftur á sama stað þá
þurfa fullorðnir að fylgjast með
og kalla á lögregluna þegar at-
burðurinn á sér stað, ekki að
reyna að grípa inn í sjálfir.
Vilja viðbrögð
„Það má kenna börnum að veija
sig fyrir svona atburðum, að
sýna sem minnst viðbrögð og
hlaupa heim, komast í örugga
höfn. Ekki standa og sýna
hræðsluviðbrögð eða ráðast á
manninn. Það eru ekki rétt við-
brögð,“ undirstrikar hún. „Barn-
ið á frekar að fara heim og segja
einhverjum fullorðnum frá.“
Gabríela segir að þeir sem sýna
kynfæri sín á almannafæri séu yf-
irleitt menn sem eigi í erfiðleik-
um með að nálgast konur og
tengjast þeim á samfélagslega við-
urkenndan hátt. Þeir hafi þó sína
drauma, þrár og þarfir fyrir ná-
lægð og ást og verði því að finna
einhveija aðra leið til að öðlast
þetta. Þeir fái fullnægingu út úr
því að sýna sig á almannafæri og
upplifa viðbrögð fómarlambsins;
undrun, hræðslu eða fát. Og þá
eru börnin auðveld bráð. -GHS
Bömin verði
send heim
Áslaug Þórarinsdóttir, Þórunn Bergsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir eru í foreldrahópi Vímulausrar æsku. Þær hvetja
foreldra til að bera saman bækur sínar og segja nei þegar börn undir lögaldri viija fá að fara á útihátíð. mynd: e.ól.
Vímuefnigeta valdið
varanlegum skaða. Ein
pillageturvaldið
heilaskaða, jafnvel
dauða. Hvað viljafor-
eldrarum verslunar-
mannahelgina? Vilja
þeirsenda unglingana
sína á útihátíð - og
taka sénsinn?Eða
segja nei.
„Ég upplifði tvær hliðar á þessu
máli. Ég fór sem unglingur á
útihátíð, var ekki sjálf undir
áhrifum en sá hvernig fólkið í
kring hegðaði sér. Ég var hálf-
hrædd við þetta ástand. Seinna
vann ég í sjúkratjaldi og þá sá ég
ógeðið. Ég sá blindfulla móður
með fimm ára barn klukkan
fimm að morgni. Barnið var ekk-
ert farið að sofa og var að tína
flöskur. Mamma hans sagði
bara: þetta bjargar sér. Þá fór
maður að spyrja: til hvers er
þetta? Er eitthvað fallegt við
þetta? Er eitthvað gaman við
þetta?,“ segir Þórunn Bergsdótt-
ir.
Foreldrar standi sanian
Aslaug Þórarinsdóttir, Þórunn
Bergsdóttir og Þórdís Sigurðar-
dóttir eru í foreldrahópi Vímu-
lausrar æsku og vinna að for-
varnarstarfi meðal foreldra og
unglinga ásamt 20 öðrum for-
eldrum. Þær hafa meðal annars
verið að senda lesendabréf á
fjölmiðlana og hvetja foreldra til
að standa saman, hafa samband
sín á milli og vera á varðbergi,
kynna sér aðstæður á útihátíð-
um, hvort um Ijölskylduhátíð
eða sukkhátíð er að ræða, hvort
eitthvert aldurstakmark er,
hvernig löggæslan er, hvort
læknisaðstoð og Stígamót eru á
staðnum. Allt getur þetta skipt
máli þegar unglingurinn biður
um að fá að fara á útihátíð.
Allar hafa þær þrjár reynslu af
vímuefnaneyslu unglinga. Ein
þeirra hefur reynslu af því að
barnið hennar var að vinna úti á
landi eitt sumarið. Það fór á úti-
hátíð, var þar tekið með vímu-
efni og komst á sakaskrá í fram-
haldi af þ\í. Þessi móðir var
heppin. En því miður skila sér
ekki öll börn heil heim og endar
þessi harmleikur oft með geð-
veiki eða dauða. Þessi mál hafa
því komið foreldrum á hreyfingu
síðustu vikur því að um verslun-
armannahelgina getur allt gerst.
Kaupa ekki vin fyrir börnin
„Það er eitt og annað sem hefur
gerst um verslunarmannahelgi
og maður þekkir fólk sem hefur
lent í ýmsu, veit um stúlkur sem
hafa orðið fyrir nauðgun, sem
þær hafa aldrei getað taiað um
vegna þess að þær voru dauða-
drukknar. Þær sitja eftir með
sektina sjálfar. Við vitum um
börn sem hafa byrjað að fikta
við fíkniefni um verslunar-
mannahelgi. Þau eru ekki komin
heim enn. Vímuefnaneyslan og
markaðssetning þeirra virðist
vera mikil um þessa helgi,“ segja
þær og benda á að mótshaldarar
eigi að framfylgja landslögum og
senda börn undir lögaldri bein-
ustu leið heim aftur. Börn geti
nefnilega stolist á útihátíð.
„Við hvetjum foreldra til að
segja nei við börn undir lögaldri,
senda þau ekki ein á útihátíð og
hjálpa börnunum að skilja að
„nei“ þýðir að við elskum þau og
viljum vernda þau. Einnig hvetj-
um við foreldra til að kaupa ekki
vín fyrir börn undir lögaldri. Það
sem við kaupum er oft hrein
viðbót við það sem þau eru búin
að útvega sér sjálf,“ bæta þær
við að lokum. -GHS