Dagur - 30.07.1998, Page 5

Dagur - 30.07.1998, Page 5
 FIMMTVDAGV R 30. JVLÍ 1998 - 21 Búist erviðfjölda manns á Halló Akureyri og erdagskrá fjölbreyttfyrirunga sem aldna. Fjölskylduhátíðin Halló Akureyri verður sett í dag kl. 1 5 á Ráðhústorgi og síðan verður sleitulaus skemmtidagskrá fram á mánu- dagsmorgun. Búist er við allt að 12 þúsund manns. „Fjöldinn fer mikið til eftir veðri og núna þegar spáin er góð fyrir Akureyri þá gera menn ráð fyrir mjög mörgum," segir Arni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri Akureyrarbæjar. Arni segir erfitt að vita hversu margir komi því utan við tjaldsvæðin þrjú gisti margir í heimahúsum og orlofshús- um ýmis konar. „Þá eru gistimöguleikar hér í nágrenni Akureyrar eins og í Húsabrekku og á Hrafnagili. Eyjafjörður og Akureyri getur því tekið við mjög mörgum.“ Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa hátíðina 1997 að leiðarljósi en hún tókst einkar vel. Þá voru skátarnir með sérstaka dagskrá í Kjarnaskógi og léttu á álaginu á miðbænum. „Það sama verður upp á teningnum núna og reyndin var sú að fólk var meira þar í fyrra. Þá verða íþróttafélögin með dagsltrá á sínum svæðum. Með þessu dreifist álagið og það verður jafnara, segir Arni.“ Að sögn Árna verður opinber viðbúnaður mjög mikill. Lögreglan verður með aukinn viðbúnað og mun taka hart á unglingadrykkju og hraðakstri. Þá verður heilbrigðisgeirinn í viðbragðsstöðu og einnig bæjaryfirvöld varð- andi þrif og annað í þeim dúr. „Við erum búnir að gera þetta eins vel og við getum og Geysilega fjölbreytt dagskrá verður á Halló Akureyri og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. teljum okkur geta sinnt þeim sem hingað vilja koma.“ Dagskráin er ótrúlega Qölbreytt og allir finna eitthvað við sitt hæfi. Mikið verður gert fyrir börn og unglinga. Brúðuleikhús og sirkus munu til dæmis skemmta yngstu kyn- slóðinni og unglingadansleikir verða haldnir fyrir unglingana. I Kjarnaskógi verður til dæmis farið í ratleiki, ævintýraferðir auk þess sem boðið verður upp á kvöldvökur og varðeld. Hljómsveitirnar sem skemmta á Ak- ureyri eru ekki af verra taginu. Sálin hans Jóns míns, Páll Oskar, Greifarnir og margar aðrar verða á staðnum og spila. Þá verður „landslið" plötusnúða statt á Ráðhúskaffi og þeytir þar skífum dag sem nótt. Gjald er innheimt á tjaldsvæðum en að öðru Ieyti kostar að sjálfsögðu ekkert inn á Akureyri. Það ætti því enginn að vera svik- inn af því að koma á fjölskylduhátíðina Halló Akureyri. Síldarævintýrið á Siglufirði verður nú haldið í áttunda sldpti og verður hátíðin með nokkuð hefðbundnu sniði. Hátíðin verður formlega sett kl. 16 á morgun og verður fjölbreytileg dagskrá alla helgina. Fínar hljómsveitir á borð við Sóldögg, Miðalda- menn og Tvöföld áhrif munu leika fyrir dansi. Þá verður sjóstangveiðimót, messa í Hvanneyrarskál og að sjálf- sögðu síldarsöltun í Síld- arminjasafhinu svo fátt eitt sé nefnt. Börnin fá einnig heilmikið fyrir sinn snúð. Brúðuleikhús, eldgleypir og sirkus verða á staðnum og þá verður haldin sérstök söngvakeppni barna. Ekkert kostar inn á svæðið. Listadagar unga fóLksins Á morgun hefjast listadagar ungs fólks á aldrinum 16-25 ára með rokktónleikum, breakdans og listasýningu kl. 17.30 í Deiglunni á Akur- eyri. Hljómsveitirnar 200.000 naglbítar og Rat Pfink a Boo Boo spila. Á laugardaginn verða framdir gjörningar og ljóð flutt ld. 17.30 og á sunnudaginn verður listasýning opin ld. 14-18. Allir viðburðir lista- daganna verða haldnir í Deiglunni og er aðgangur ókeypis á þá alla. Þá verður fjölbreytt dagskrá eftir helgi en dagarnir eru liður í Lista- sumri ‘98 á Akureyri. Lista- dögum unga fólksins lýkur 9. ágúst. Iimipukahátíð Kaffileikhúsið og hljómsveit- in Rússíbanar ætla að standa fyrir hátíð fyrir innipúka í Reykjavík um verslunar- mannahelgina. Innigleðin verður haldin á sunnudags- kvöldi, 2. ágúst og hefst klukkan 22. Um það leyti verður hljómsveitin Rússí- banar búin að stilla sér upp, tilbúin til að leika fyrir dansi. Spilaðir verða tangóar, salsa, slavneskir slagarar og til- brigði við meistara klassíkunnar, Brahms og Mozarts. Hægt er að panta miða all- an sólarhringinn í síma 551 9055 eða einfaldlega kaupa þá við innganginn. Leitað að snarki I Nýlistasafninu verður opnuð sýning á föstudagskvöld klukkan 20, sem ber yfirskriftina „Leitin að snarkinum", en það er tilvísun í samnefndan ljóðabálk eftir Lou- is Carol. Ljóðið samanstendur af 141 ferskeytlu og segir frá nokkrum landkröbbum, sem fara í sjóferð í Ieit að fyrirbærinu snar- ldnum, sem auðvitað er ekki til. Þegar þeir eru komnir út á rúm- sjó dregur skipstjórinn, sem kann engin skil á siglingafræði, upp risastórt sjókort sem er algerlega autt og fullyrðir að þannig líti bestu sjókortin út. Hjálmar Sveinsson sýningarstjóri og út- varpsmaður, lagði upp með þetta kort í ljóðinu sem táknmynd sýn- ingarinnar og sendi það tólf lista- mönnum frá Berlín og Reykjavík. Listamennirnir \inna síðan sam- an, t\'eir og tveir, inn í ákveðið rými út frá þessu auða korti. Myndlistarpörin á sýningunni eru Ántje Dom og Tumi Magnús- son, Ásta Ólafsdóttir og Wolfgang Muller, Tina Bom og Hannes Lárusson, Hulda Hákon og Grethe Pechken, Ósk Vilhjálms- dóttir og Danilla von Waberer og Hrafhkell Sigurðsson og Inge Mahn. Heiðursgestur er Magnús Pálsson, en hann ætlar að sýna verkið „Eye talk II“. Klerkar í Skálholti 1 Skálhotli um helgina verða tónleikar með sönghópnum The Clerks’ Group frá Oxford, en hann sérhæfir sig í flutningi tónlistar frá end- urreisn- artíman- um. Klukkan 14 á laugardag flytur Ed- ward Wicham, stjórnandi hópsins, erindi um enska endurreisnartónlist, en hópurinn kemur fram á tón- leikum klukkan 15 og 17. Á sunnudag klukkan 15 verður dagskráin endurtekin. I sunnudagsmessu klukkan 17 koma fram tónlistarmennirnir Helga Ingólfsdóttir sembal- leikari, Jaaps Schröder fiðlu- leikari, Margét Bóasdóttir sópran og sellóleikarinn Nora Kornblue. Helga Ingólfsdóttir. Tuttugu fermetrar Kjöraðstæður er yfirskrift sýn- ingar Helga Hjalta Eyjólfssonar sem opnar í galleríi 20 fermetr- um á laugardag. Yfirskriftin er sú hin sama og á sýningu Iista- mannsins í Sjónarhóli fyrir ári Hulda Hákon. ingu frá listamanninum, en þeir sem vilja komast til botns í við- fangsefninu, verða einfaldlega að mæta. HELGIN FRAMUNDAN HVAÐ ER í BOÐI? LEIKHUS KVIKMYNDIR TONLIST SKEMMTANIR fior IM Margrét E. Ólafsdóttir Jörundur Valtýsson Halló Akureyri HELGINA Síldin á Sigló Fiskui, fermetrar ogauttsjókort Listunnendur sem ætla að eyða helginni í Reykjavík ættu að fá eitthvað við sitt hæfi um helg- ina, því á laugardag verða opn- aðar þrjár myndlistarsýningar í höfuðborginni. Fyrst er að nefna aðra sýninguna af fjórum sem fyrirhuguð er í galleríi Fisksins við Skólavörðustíg í sumar. Að þessu sinni er um að ræða sam- krull fjögurra listamanna tóna og mynda. Guðmundur Markús- son og Jóhann Eiríksson í hljómsveitinni Reptilicus Ieggja til hljóð við verk vinar síns Franz Graf frá Austurríki, sem hefur blandað samlanda sínum, Evu Wohlgemuth í hópinn. Þeir sem sáu síðustu sýningu Fiskisns ættu ekki að láta framhaldið framhjá sér fara. síðan, þótt ekki sé um sömu sýningu að ræða. Eitthvað virð- ist innihald sýningarinnar vera loðið ef marka má fréttatilkyn-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.