Dagur - 06.08.1998, Qupperneq 2
18 - FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998
ro^tr
LÍFIÐ t LANDINU
■ SMÁTT OG STORT
UMSJÓN:
BJÖRN
ÞORLÁKSSON
Björn Jörundur
Friðbjörnsson.
„Ég er fullviss um
að gagnagrunns-
frumvarpið mun
fljúga í gegn á
Alþingi í vetur“.
Kári Stefánsson,
forstöðumaður
Islenskrar
erfðagreiningar.
Af drjóla poppara
Einkennilegasta stílbrot sem Iengi hefur sést í
blaðamennsku birtist í fylgiriti DV, Fókus, í
síðustu viku þar sem tekið var viðtal við Björn
Jörund Ieiklistarnema og nýdanskan. Viðtalið
fer fram á hefðbundinn hátt framan af þangað
til blaðamaður spyr allt í einu hvort Björn Jör-
undur hyggist nokkuð sýna á sér „drjólann"
fyrir fé líkt og íslensku gimbrarnar sýndu lík-
ama sinn á dögunum í Playboy. Neitar Björn
Jörundur þvi fremur fálega og síðan heldur
viðtalið áfram á klassískan hátt. Kurteislegar
spurningar og svör. Sá sem hér ritar hefur les-
ið margt um dagana og er langt í frá hneyksl-
unargjarn maður, en svona gerir maður ekki...
Hættulegt tún
Prestaskipti urðu í fyrra í Mývatnssveit þegar
sr. Örn Friðriksson sóknarprestur til langs
tíma hætti störfum vegna aldurs og Örnólfur
Ólafsson tók við. Heimamenn hafa almennt
tekið nýja prestinum vel en hann hefur lag á
að gera grín að sjálfum sér þegar þannig ber
við, líkt og forveri hans, húmoristinn séra Örn.
Og fleira er líkt með gamla og nýja tímanum
auk nafna þeirra sálusorgara. Þannig kom sr.
Örn einhleypur maður í sveitina, en náði sér
fljótt í frú sem bjó á Skútustöðum. Aftur ber
svo þannig við nú að sr. Örnólfur finnur konu-
efni sitt og aftur innan Skútustaðajarðarinnar.
Arnfríður Jónsdóttir er hin lukkulega og
kvæntist Örnólfur henni um sfðustu helgi.
Mun hann nýverið hafa Iýst þessu þannig;
„Fyrst kom Öm. Fór yfir túnið og náði sér í
konu. Svo kem ég. Fer einnig yfir túnið og er
nú kvæntur maður. Þetta er auðsjáanlega stór-
hættulegt tún!“
Orðspor íslenskra kvenna
Hvað sem hver segir þá hefur eitthvað orðið til
þess að Kaninn er kominn með kengbrjálaða
mynd af íslendingum og þá einkum ljallkonum
Fróns til sjávar og sveita. Þannig hitti ofanrit-
aður glaðlegan vörubílstjóra frá Ohio í sundi á
dögunum. Sá var einhleypur í sumarfríi og ný-
kominn til Iandsins og hélt vörubílstjórinn að
dvölin á íslandi yrði einn samfelldur
nammidagur. Eftir að hafa talað illa um Keikó
og Clinton og skimað eftir föngulegum kropp-
um, varð honum að orði: „Synda ekki íslenskar
konur topplausar í laugunum?" Ekki kannaðist
ég mikið við það og Kaninn virtist hissa. Sagði
hann kunningja sinn hafa sagt sér að á Islandi
væru allar konur meira og minna allsberar á al-
mannafæri og flestar til í tuskið þegar Amerík-
anar væru annars vegar. Skömmu síðar spurði
Kaninn um skilnaðartíðnina á Islandi. Fékk
loðið svar, en stökk síðan upp úr pottinum og
sagði: „Hi, I’m from Ohio.“ Ljóshærð stúlka
sendi honum augnaráð sem sagði allt sem
segja þurfti. Hann hafði verið gabbaður.
Valur bóndi Lýðs-
son á bænum
Gýgjarhóli í Bisk-
upstungum. Hann
er formaður
Drauga- og trölla-
skoðunarfélags
Evrópu.
Draugar og annað fólk
Drauga- og tröllatrú á sér sterka
hefð hér á Iandi og vandfundinn
sá maður er ekki hefur einhveija
skoðun á því hvort slík fyrirbæri
eru til eða ekki.
Valur Lýðsson heitir maður
sem býr að Gýgjarhóli í Biskups-
tungum. Hann er þar bóndi en
stundar nokkra félagsstarfsemi
meðfram, því hann er formaður
Drauga- og tröllaskoðunarfélags
Evrópu.
„Félagið var nú stofnað hér á
bænum,“ segir Valur hæglátlega
og horfir um Ieið svolítið kíminn
á þessa gesti sem komnir eru úr
Reykjavík. Það er ekki alveg á
hreinu hvort hann er að gera
grín að okkur eða hvort honum
er bara skemmt, svona almennt.
„Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá að
sameina fólk sem hefur skoðun á því hvort tröll
og draugar eru til og vísar orðið skoðunarfélag
til þess,“ heldur hann áfram. „Ekki til þess að
við séum endilega að skoða svo mikið af tröllum
og draugum, þó svo við gerum það auðvitað
líka.“ Allir hafa inngöngurétt í félagið en þurfa
að sækja um inngöngu hjá virtum félaga.
Draugar megi líka ganga í félagið, en hafi ekki
tillögu- eða atkvæðisrétt á fundum. „Það er svo
erfitt að henda reiður á þeim og hvernig þeir
greiða atkvæði, sjáðu til og snúið að fylgjast með
hversu margir eru á fundinum," segir Valur.
Afkvæmi drauga
í félaginu sem stofnað var 1994 eru bæði karl-
menn og konur og skoðunarstöð
hefur verið í bígerð um tíma fyrir
austan Bláljöll. „Það er erfitt að
komast að þessum stað en við
vonumst til að geta tekið hana í
notkun um þessar mundir,“ segir
Valur.
Hann segir það skoðun þeirra
sem vit hafa á að draugar séu að
jafnaði við Iýði í 300 ár en þar
sem á stöku stað, eins og til
dæmis í Hvítárnesi þar sem
draugagangur er allmikill hefur
enginn búið síðan 1104 og styður
það kenningu um að draugar geti
fjölgað sér. í Hvítámesi eru nú
að talið er 4 karlar og ein kona
en misjafnt er hvar vart verður
við þessa drauga.
Draugagestur
Valur segist hafa fengið gest með sér einu sinni,
en það var þegar Þór Vigfússon hélt fyrirlestur
um ákveðinn draug, sem svo flutti fyrir mis-
skilning heim með bóndanum á Gýgjarhóli.
„Hann var hérna að dunda í vikutíma en fór svo
aftur,“ segir Valur og finnst greinilega ekki mik-
ið til um að fá draug í heimsókn. „Alveg mein-
laus,“ bætir hann við.
Arni Björnsson hefur gert vættatal drauga en
Valur telur alveg nauðsynlegt að gera tæmandi
ættarskrá drauga á íslandi svo hægt sé að henda
reiður á þeim. En félagið lifir góðu lífi og þeir
sem hafa skoðun á tröllum og draugum vel-
komnir mæli virtur félagi með þeim. -VS
„Ekki til þess að við
séum endilega að
skoða svo mikið af
tröllum og draugum,
þó svo viðgerum það
auðvitað líka ef
hægter.“
SPJflLL
■ FRÁ DEGI TIL DflGS
Hver aldur hefur sína kosti en því mið-
ur uppgötva flestir menn það of seint.
Pablo Casals.
Þetta gerðist 6. ágúst
• 1981 var hringt til slökkviliðs Indiana-
polis en það reyndist vera gabb. Þegar
þeir komu til baka var slökkvistöðin í
ljósum Iogum. Einhver hafði gleymt
potti með olíu á!
• 1945 létust yfir 200.000 manns er En-
ola Gay, B-29 sprengiflugvél Amerík-
ana, sleppti kjarnorkusprengju yfir
Hiroshima í Japan. Þetta var í fyrsta
sinn sem slík sprengja var notuð í
stríði.
• 1945 var skömmtun á áfengi hérlendis
hætt og hafði þá staðið í tæp fimm ár.
Þau fæddust 6. ágúst
• 1976 fæddist Soleil Moon Frye leik-
kona er meðal annars lék í Punky
Brewster.
• 1911 fæddist Lucille Ball, leikkonan
fræga sem veitti þúsundum manna
gleði og ánægju.
Merkisdagurinn 6. ágúst
I Japan halda menn upp á það að friður
er kominn á og heitir hátíðin Peace Festi-
val. Þetta er hátíð sem haldin er í minn-
ingu þeirra er fórust í kjarnorkuspreng-
ingunni í Hiroshima og kannski í öllum
styrjöldum. Víða um heim er þess minnst
að sprengjunni ógurlegu var varpað á
Hiroshima og fólk fer í friðargöngur um
þetta Ieyti enda ekki vanþörf á að minna
á frið.
Vísa dagsins
Þessi vísa er gömul og óvíst hvaðan hún
kemur en margir kunna hana. Hvort börn
nútímans læra hana veit ég ekki en góð
er hún.
Hver er sá veggur víður og hár
vænum settur röndum,
gulur, rauður, grænn og hlár,
gjörður afmeistara höndum.
Afmælisbam dagsins
Djassbassaleikarinn Charlie Haden
er afmælisbarn dagsins. Hann
fæddist árið 1937. Haden hóf feril
sinn á sjötta áratugnum. Haden
spilar frídjass, eins og saxófónleik-
arinn Ornette Coleman, sem hafði
mikil áhrif á hann. Meðal annarra
þekktra hljóðfæraleikara sem
Haden hefur spilað með er Dexter
Gordon, Alice Coltrane, Pat
Metheny og píanósnillingurinn
Keith Jarrett.
Fátækt
Eitt sumarið var ég venju, fremur fátækur
og reyndi að afla mér skotsilfurs með því
að hirða flatir hjá samborgurum minum. I
einu húsinu þar sem ég bauð þjónustu
mína sagði frúin mér spunastutt að þar á
bæ sæi maðurinn hennar um það að slá.
En þegar ég gekk með húsinu í átt að hlið-
inu heyrði ég bankað á glugga og sá þar
fyrir innan mannsandlit. Hann henti til
mín miða og á honum stóð:
„Sláttuvélin er innst í bílskúrnum. Alla
fimmtudaga kl. 1. Peningar verða undir
dyramottunni. Ussss."
Veffang dagsins
Á Netinu er að finna ótal góða uppskrifta-
vefi. Áhugafólk um matreiðslu ætti að
finna ýmislegt við sitt hæfi á þessari slóð:
http://www.ibmpcug.co.uk/~owls/edibil-
ia.html/
Þarna má finna uppskriftir alls staðar að
úr heiminum.