Dagur - 06.08.1998, Síða 5

Dagur - 06.08.1998, Síða 5
I FIMMTUDA GUR 6.ÁGÚST 1998 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU „Leitin að smrkinum eryfirskrift samsýn- ingar tólfþýskra og ís- lenskra myndlistar- manna sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu. Yfirskriftin er eftir samnefndum ljóðabálki Lewis Caroll. Leitin er útgangspunktur, en vegvisir- inn er ekki ýkja nákvæmur; autt sjókort. Það var eðlilegt og sjálfsagt að velja saman þýska og íslenska myndlistarmenn og senda þá tvo og tvo saman í leit að snarkin- um. Annar sýningarstjórinn, Michael Glasmeier, er þýskur og hinn, Hjálmar Sveinsson, ís- lenskur. Báðir eru menntaðir í heimspeki og lágu leiðir þeirra saman á námsárum Hjálmars í Berlín, þar sem Glasmeier er háskólakennari. Þeir sáu um að velja saman myndlistarpörin og koma á sambandi þeirra. Hver og einn fékk síðan sendan ljóða- bálk Lewis Caroll sem heitir Leitin að snarkinum. Ljóðið seg- ir frá nokkrum landkröbbum sem fara í sjóðferð í leit að snarki. Kapteinninn hefur með- ferðis heldur óvenjulegt sjókort, því þar er ekki nokkur merki að finna önnur en áttirnar: Stórt landabréf keypti hann, þar sást bara sjór, það sýndi ekki af landi neinn vott: Um mannskapinn bylgja af fögnuði fór er þeirfundu hve kortið var gott. Með þetta erindi og 140 önn- ur að leiðarljósi var myndlistar- mönnunum tólf gert að búa til verk á sýninguna. Hjálmar Sveinsson segir að ekki hafi ver- ið ætlast til þess að listamenn- irnir reyndu að myndskreyta ljóðið eða koma með skýringu á tilveru snarksins, sem að sjálf- sögðu er ekki til. „Okkur fannst nauðsynlegt að leggja af stað með útgangspunkt,“ segir Hjálmar, þess að núllpunkturinn sé ekki síður við hæfi en hver annar. Landslag í spegli ljósmynda Eitt er víst, ljóðabálkurinn hafði mismikil áhrif á listamennina tólf. Þegar gengið er inn um dyr Nýlistasafnsins á jarðhæð koma gestir fyrst að verkum Tuma Magnússonar og Antje Dorn, sem Hjálmar segir okkur að hafi strax náð saman. „Antje er mál- ari eins og Tumi. Verk hennar minna um margt á verk Tuma þegar hann var að byrja, því hún málar hversdagslega hluti.“ Þarna sýnir Antje þó ekki hefð- bundin málverk. Nær væri að segja að hún hafi teiknað óræð form á veggi salarins með marg- litum garðslöngum sem hún síð- an skreytir með táknum. Tumi hins vegar heldur sínu striki og brýtur á hugkvæman hátt ramma hins hefðbundna mál- verks. Striginn hans virkar eins og segull á marglita málningar- punkta sem dreifast um allan sal, en sameinast í einni „klessu" á striganum. I salnum íyrir neðan hanga Ijósmyndir Hrafnkels Sigurðs- sonar af tærum vetrarstillum ís- lensks landslags og kallast á þvert yfir salinn. Hrafnkell skeytir saman tveimur ljósmynd- um í eina, en sú mynd sem hverfur bakvið fremri myndina „speglast" í ffemri myndinni á veggnum á móti, og öfugt. Hrafnkell var í sambandi við þýsku myndlistarkonuna Inge Mahn, en verk hennar er hvergi sjáanlegt á þessum stað; því hef- ur verið komið fyrir í dyragætt á miðhæðinni. Þar gerir fífilgul vindsæng sér far um að leika súlu. Verk Huldu Hákonar og Grethe Peschken mynda óvænta heild í Bjarta sal. Óræð vera veltist um Fyrir neðan verk Hrafnkels, í Gryfjunni, fer heilmikil starf- semi fram. Þar hafa Asta Olafs- dóttir og Wolfgang Muller opn- að Goethe stofnun, sem þau starfrækja af krafti þann tíma sem sýningin stendur. Það má kannski velta þvf fyrir sér hvern- ig hægt sé að kalla framtakið myndlist, og vísa í því sambandi á þýska listamannin Joseph Beu- ys, sem leit á allt sem hann gerði sem „þjóðfélagslejgan skúlptúr'. Goethe stofnun Ástu og Wolfgangs er svo sannarlega slíkur skúlptúr, því listamenn- irnir vonast til að gjörningurinn muni hafa áhrif á varanlega endurreisn stofnunarinnar. Á miðhæðinni er allt annað andrúmsloft, en hún skiptist í þrjá sali. Fyrst er Setustofan með verkum Hannesar Lárus- sonar og Tinu Born. Tina sýnir teikningar af svörtum hnullung- um, sem líkjast helst loftstein- um og virðast svífa um veggina í kyrrstöðu. Þessir steinar gætu allt eins verið snarkurinn, nema hann búi í haglega hönnuðu kassahúsi Hannesar á gólfinu. Þar mátti á opnunardaginn greina óræða veru inn um þak- glugga, sem veltist um. Fótboltahetjur og knunmaskuð I Svarta og Bjarta sal eru verk eftir þtjá listamenn. Magnús Pálsson fær sess heiðursgests sem sýnir myndbandsverkið „Eye talk 11“ í Svarta sal. Ein- hverjum þýsku listakvennanna fannst verkið ögrandi, að sögn Hjálmars; á stóru tjaldi sést and- lit listamannsins þylja eintóna texta með kinnina þétt upp að nöktu kvenmannsbrjósti sem lyftist og hnígur af illa duldum ekkasogum. I Bjarta sal sýna saman Hulda Hákon og Grethe Peschken. Hulda sýnir brjóstmyndir af fót- Neyðarskýli Úskar Vilhjálmsdóttur sem sýnir með Danielu von Waberer. boltaköppum, sem trjóna upp á vegg við enda salarins. Grethe, sem fæst mest við að endur- skapa rými, hefur tekist að gefa salnum alveg nýtt yfirbragð með því að mála á veggina metersháa okkurgula rönd. Þessi tiltekni litur segir Hjálmar að sé sérlega þýskur. Hann felur í sér eitthvað gamalt og þungt, en veggfóður- mynstrið sem Grethe hefur sett á ljósaskerm hangir niður úr loftinu, er í sama stíl. Gulgrænt mynstur nær yfir heíming skermsins á móti ljósmyndum af líflausum austur-þýskum krummaskuðum. Allt þetta rím- ar svo sérlega vel við fótbolta- hetjur Huldu að það kallar fram í hugann mynd af hvapholda knattspyrnuaðdáanda með stóra bjórkrús í annarri hendi. Síðasti áfangastaður leitarinn- ar er neyðarskýli Oskar Vil- hjálmsdóttur á efstu hæðinni. Líkt og félagar hennar í Gryij- unni er Ósk með nýlega frétta- viðburði í huga. Neyðarskýlið er vandlega búið viðlegubúnaði, væntanlega ætlaður þeim sem Ieggjast út til að bjarga nátt- úruperlum, sem þeir síðar meir eiga eftir að dást að í sjónvarp- inu. Fyrir utan skúrinn getur hins vegar að líta borgarlandslag Danielu von Waberer, sem sýnir skyggnur frá Berlín. Á myndun- um birtist okkur einnig ókenni- legt ofvaxið líffæri sem Daniela hefur stillt upp á ólíklegustu stöðum í Berlín. Leitinni að snarkinum er lok- ið. I bili. Þeim sem efast um að hann hafi fundist í Nýlistasafn- inu skal bent á að leitinni verður haldið áfram með sömu áhöfn, í Berlín á næsta ári. -MEÓ Tumi Magnússon hefur sprengt alla ramma utan af málverkinu. ■ MENNIIUGAR LÍFID Kvöld- skemmtun íformiljóða Ljóðídivöld þurfa eltki endilega að vera grafal- varleg. í„Heimi Ijóðs- ins“ verður léttara yfir hlutunum en þó allt með fullum metnaði. „Það hefur sprottið upp úr umræðunni innan Gilfélags- ins að reyna á einhvern hátt að auka þátt bókmennta í starfseminni. Myndlist er nokkuð ráðandi hjá okkur og töluvert er um tónlist. Bók- mennta- og leiklistaþáttinn hefur vantað," segir Sigurður Jónsson gjaldkeri Gilfélagsins. Sigurður stendur fyrir Ijóða- kvöldinu „Heimur ljóðsins." Lausara 1 reipuniun Hugmynd Sigurðar er að gera ljóðavöku að kvöldskemmtun. „Þetta er ákveðin tilraun. Eg vil reyna að gera kvöld- skemmtun sem er kannski að- eins lausari í reipunum og ekki jafn grafalvarleg eins og ljóðakvöld vilja vera. I því felst að reyna að brjóta þetta upp með tónlist og spjalli. Engu að síð- ur verður þetta með fullum metn- aði fyrir hönd ljóðsins og ljóðið verður þungamiðj- an.“ Sigurður hefur fengið listunnand- ann Arthúr Björgvin Bollason til liðs við sig ásamt rithöfundunum Guðmundi Andra Thorssyni og Steinunni Sigurðardóttur. Nokkur leynd hvílir yfir eíhisskránni og að nokkru leyti verður hún spiluð eftir hendinni. „Þau sjá alger- lega um efnisvalið, val á tón- list og dagskrána að öllu leyti. Eg set upp rammann fyrir þetta.“ Lesin verða Ijóð og þýðingar og farið verður langt aftur í aldir. „Það verður kom- ið við á helstu menningar- svæðunum eins og í Grikk- landi, Austurlöndum, Rómar- ríki og svo síðast í Evrópu. Heimur ljóðsins er stór,“ segir Sigurður. Reynt að gera ljóðið aðgengilegra Deiglusalurinn verður skreytt- ur að einhverju leyti og mun Aðalheiður Eysteinsdóttir myndlistarkona sjá um það. „Hún ætlar að búa salinn í einhvers konar hátíðarbúning og búa til í hann ákveðinn karakter.“ Sigurður segist ekki vilja uppljóstra hvernig salur- inn verði skreyttur, menn verði bara að koma og sjá. Umhverfið eigi þó að vera huggulegt og rómantískt. -JV S____________________> Arthúr Björgvin Bollason verður sögumaður í „Heimi Ijóðsins."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.