Dagur - 06.08.1998, Qupperneq 6
22 - FIMMTUDAGUR 6.ÁGÚST 1998
LÍFIÐ í LANDINU
Ttopir
Bjömbóndier
„svona rollukalT
ingu.“ Björn segist líka aðstoða
fólk við útvegun veiðileyfa, en
hægt er að komast í rjúpur, gæs-
ir og silung í nágrenninu. Einnig
er hægt að fá geymda hesta hjá
honum um lengri eða skemmri
tíma eftir atvikum og segir hann
það vinsælt.
Góður inatiir og dans
Þjónusta við ferðamenn er krefj-
andi starf og segir Björn ekki
mikið um frítíma eigi að sinna
því vel. Yfir sumarið eru 10-15
manns í vinnu hjá honum en til
að létta aðeins á hefur hann
leigt Jóhannesi Stefánssyni í
Múlakaffi aðstöðuna í veitinga-
salnum. „Með því vinnst líka
það að geta boðið upp á fyrsta
flokks veitingar og þjónustu sem
Jóhannes ræður yfir án þess að
ég þurfi að hafa áhyggjur af því,“
segir Björn.
Dansleikir eru haldnir öðru
hvoru í Réttinni og vekur það
ánægju gesta. Þá er gjarnan
boðið upp á mat líka og verði
mjög í hóf stillt að sögn Björns.
Rollukall
Björn segist ekki alveg hættur
venjulegum búskap. „Eg er
svona rollukall," segir hann og
hlær. „Mér finnst ég verða að
hafa einhverjar skepnur til um-
ráða, en þetta hefur breyst mik-
ið frá því að ég var með 500
kindur fyrir nokkrum árum. Það
var allt skorið niður vegna riðu-
veiki og eitthvað þurfti maður
þá að finna sér til Iífsviðurvær-
is.“
Heita má að orlofshúsabyggð
hafi verið óþekkt fyrir 30 árum
en á þeim tíma sem liðinn er
hefur verið mikil gróska í þess-
um geira ferðaþjónustunnar og
stéttarfélög ekki látið sitt eftir
liggja. „Svæðið hér hentar mjög
vel til þessara hluta því það er
ekki bara greiðfært hingað,
heldur Iiggur þetta við brún há-
lendisins," segir Björn. „Þannig
að ekki þarf að fara nema
nokkra kílómetra til að vera
kominn inn á hálendið og í
óbyggðir. Snjósleðafólk notfærir
sér þetta á vetrum enda af-
spyrnu gott snjófæri hér þegar
þannig viðrar og gott að ferðast
þannig.“ -VS
Allir á hestbak. Fanney og íris Þórarinsdætur, Gísli Snæbjörnsson og Guðrún
Magnúsdóttir voru á leið á hestbak.
Húsið stendur innst af
Bunguhúsunum, Alftabungu,
Réttarbungu, Breiðubungu og
Stórubungu og sést þaðan vítt
yfir.
I Uthlíð er margt um að vera
fyrir utan sundlaugina. Þarna
eru frábærar gönguleiðir, hægt
að fara á hestbak og stunda golf.
„Það er nauðsynlegt að þjónusta
allt þetta fólk vel,“ segir Björn.
„Hér eru oft um 2000 manns á
svæðinu um helgar og þó margir
séu á ferð og flugi, þá er alltaf
stór hópur sem heldur sig heima
við ásamt gestum sínum og gott
að geta haft einhverja afþrey-
í Úthlíd íBiskups-
tungum hefuráfáum
árum risið mikil sum-
arhúsabyggð með til-
heyrandi þjðnustu.
Þegar veður ergott eru
þama á stundum allt
að 2000 manns í
einu.Jafnastávið
heila borgl
Þau sjá um að eiga mat fyrir gesti og gangandi. Kokkurinn Helgi Júlíusson og
Birta Ingvadóttir er honum til aðstoðar.
Björn bóndi Sigurðsson í Úthlíð
er þekktur maður í sinni sveit og
þó víðar væri leitað. Hann hefur
á sér svipmót stórbónda, er þétt-
ur á velli og kvikur á fæti. Björn
er fæddur og uppalinn á bænum
Úthlíð í Biskupstungum og hef-
ur stundað þar búskap alla ævi
að heita má. Búskapurinn sá
hefur þó ofurlítið verið að breyta
um ásjónu hin síðustu ár, því í
stað kúa og kinda hefur Björn
haldið utan um rekstur mikillar
ferðaþjónustu sem hann hefur
verið að byggja upp.
„1 Úthlíð og nágrenni eru nú
rúmlega 300 sumarhús sem
mörg hver eru í eigu stéttarfé-
laga en önnur í minni umsjón,“
segir Björn þar sem við sitjum í
vinalegri stofu Réttarinnar,
Björn bóndi við sundlaugina í þjónustumiðstöðinni.
, c upiAa Daanv og Viktoria og
i sundlauginni voru þær Ev ^ 9 veðrinu.
skemmtu sérvepriðaðbuya^gærsiastig^------
en það heitir veitingasalurinn
við þjónustumiðstöðina.
„Þetta höfum við verið að
byggja upp síðustu tíu árin og
með tilkomu heita vatnsins á
Reykjum hefur öll aðstaða gjör-
breyst," segir Björn. „Þar fáum
við 50 sekúndulítra af heitu
vatni úr borholunni og það þýðir
að við getum haft heita potta við
húsin og sundlaugina sem fólk
kann vel að meta.“ Heita vatnið
þýðir líka það að húsin eru upp-
hituð og hægt að nota þau allt
árið, enda segir Björn það fara
sívaxandi að fólk sé í húsunum
yfir veturinn.
Baxa fyrir tvo
Björn byggir ný
hús á hverju ári
og nú er verið
að byggja hús
sem kallað
verður Astar-
bunga. „Þetta
hús er að því
leyti til sér-
stakt," segir
Björn, „að það
er eingöngu
ætlað tveimur.
Þarna verður
allur Iúxus
sem hægt er
að hugsa sér
fyrir tvo, fallegt útsýni, heit-
ur pottur, gott rúm og vart hægt
að ímynda sér rómantískari
brúðkaupsnótt eða brúðkaups-
ferð en svona nokkuð. Þetta er
líka fínt fyrir fólk sem vill hafa
það notalegt eitt sér þó svo ekki
sé um brúðkaup að ræða, alveg
friður og ró.“
Guðrún Magnúsdóttir var ekki
banginn við hestinn. Þótti hún sýna
góða tilburði þrátt fyrir ungan aldur.