Dagur - 08.08.1998, Qupperneq 6

Dagur - 08.08.1998, Qupperneq 6
t 6 -LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aóstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Sfmbréf auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Umbiui í fyrsta lagi I lítilli frétt hér í blaðinu í vikunni var greint frá nýjung, sem verðskuldar meiri athygli. Þetta var frétt um að fjögur sjúkra- hús hafi fengið sérstaka fjárveitingu upp á eina milljón króna hvert, sem viðurkenningu fyrir góðan rekstur. Þetta voru sjúkrahúsin á Isafirði, Sauðárkróki, Siglufirði og Egilstöðum. I fréttinni er haft eftir heilbrigðisráðherra að þetta sé í fyrsta sinn sem þetta er gert. Hér eru vissulega ekki háar fjárhæðir á ferðinni, en það munar um þær hjá ekki stærri stofnunum. Táknrænt gildi viðurkenningarinnar er ekki síður mikilvægt. Hún sendir skilaboð til starfsfólksins um að menn kunni að meta þær fórnir og það álag sem það hefur lagt á sig. 1 öðru lagi Almennt er það líklegra til árangurs að meta viðleitni fólks og verðlauna það fyrir að leggja hart að sér, en að refsa því. Starfsfólk heilbrigðiskerfisins almennt - ekki eingöngu á þess- um fjórum sjúkrastofnunum - hefur búið við stöðugan niður- skurð og sparnað um langt árabil. Afköst og skilvirkni í kerfinu hefur líka aukist með mælanlegum hætti, án þess að hægt sé að tala um minni gæði. Skrifað stendur að laun heimsins séu vanþakklæti. Það hefur heilbrigðisstarfsfólk fengið að sann- reyna, vegna þess að oftar en ekki hefur góður árangur í að- haldi og sparnaði verið talinn merki um að hægt væri að spara enn meira. í þriðja lagi En vegur vanþakldætis er nú senn á enda gegninn. Það er nauðsynlegt að innleiða ný vinnubrögð ef árangur á að nást. Að umbuna stofnunum fyrir góðan árangur er mjög áhugaverð aðferð, sem unnt væri að útfæra með ýmsun hætti. Það er ljóst að um ókomin ár munu menn áfram þurfa að sýna aðhald í heilbrigðiskerfinu. Til slíks verks er mun vænlegra að umbuna fólki og fá það í lið með sér, en að refsa því með miðstýrðu handafli. I því ljósi er fréttin áhugaverð. Viðurkenningar vik- unnar eru vissulega smáar í sniðum, en mjór er mikils vísir. Birgir Guðmimdsson. Garrifer á Stones Það var Halldór Ásgrímsson sem sagði Garra að ríkisstjórn væri engin rokkhljómsveit. Það var þegar Halldór gekk í bandið með Davíð og þeir mynduðu súpergrúppu með því að sparka Jóni Baldvini út. Garri er nú ekki frá því samt að ríkisstjórnin sé eins og Stones. „Rokksirkus eða raunveruleiki“ skrifar gagnrýn- andi Dags frá hljómleikum Rolling Stones í Noregi, en Garri fór á hljómleika hinna íslensku „Steina" í vik- unni: „Ogurlegt ösk- ur markaði upp- haf stundarinnar og þéttur gítarhljómur Davíðs sargaði hlustir landsmanna þegar „I can get no satisfaction" út af bankasölumálinu barst á öld- ur Ijósvakans. Davíð var greinilega ekki almennilega kominn í gang en samt búinn að taka fréttastofu Sjónvarps f sátt þegar hann æddi fram og aftur um sviðið. Ingibjörg Pálma heitir bak- raddasöngkona Davíðs og ótrúlega sexý þar sem hún tekur „Gimme Shelter" fyrir Kára Stefánsson með nýja genabankafrumvarpinu. Dúett hennar og Davíðs var fullkominn og röddun þeirra í „Gimme" nánast óaðfinnan- leg. Því miður fær Ingibjörg lítið annað að syngja. í klapp- inu rann Davíð örugglega yfir í „Saint of me“ meðan risastór mynd af Kára sveif yfir svið- inu og Davíð sleikti á honum tærnar: „Þetta er bara eins og í Hvíta húsinu“ stundu áhorf- endur. Halldór komst ágætlega frá raggílaginu „Thief in the night“ sem tileinkað var sænska Enskildabankanum, en Finnur var heldur dapur þar sem hann sló taktinn á bassann. Sveitin fór beint yfir í „Dead man walking" þar sem umhverfisráð- herra tók frekar misheppnað sóló og héldu hvorki hljóm- sveitin né áheyrendur út Iagið. „Sympathy for the devil“ sýndi að hjómsveitin er virkilega þétt þegar hún tekur sig til og stjórnar góðærinu í vasa réttu aðiljanna. Þor- steinn er feiknaöruggur í auð- lindaáslættinum og þótt 80 prósent áheyrenda vildu ekki heyra lagið keyrðu Steinarnir í gegn með góðum látum. Flugeldasjmingin þegar Dabbi kom inn með „I'm a man of wealth and taste“ sló allt ann- að út sem menn hafa séð f þeim bransa, fyrir utan þegar hann varð fimmtugur. Stórbrotnir hljómleikar hlutu að enda á „It's only rock and roIl“ fyrir þá sem hafa áhyggjur af efnahagsstjórn- inni og gamlar einokunarhetj- ur og fótafúnir sægreifar stauluðust ánægðir heim.“ Garri sá ekki eftir að hafa verið á Kántríhátíðinni á Skagaströnd um sfðustu helgi. GARRI Efnahagur á reiðiskjálfi Efnahagskerfin sem kapítalistar og sósíalistar hafa komið sér upp leika öll á reiðiskjálfi, sum þeirra eru þegar hrunin og önnur eru sjúk, jafnvel helsjúk. Þar sem best gengur byggist hagvöxtur á meiri eyðslu en vinnandi fólk hefur efni á. I hinum hagsæiu Bandaríkjum er farið að vara við bruðlinu og í góðærinu á Islandi aukast skuldir heimila mun hraðar en tekjurnar. Viðskipta- hallinn er hrikalegur miðað við æyintýralegar útflutningstekjur. I þeirri ringulreið sem ríkir í hnattræna fjármálaheiminum er peningum dælt inn í ört hrörn- andi „efnahagsundur" ríkja, sem ekkert ráða við frjálsan markað eða opin hagkerfi að hætti Norð- urálfu. Talið er að farið sé að sjá í botn á gullkistu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og fer þá að sneið- ast um bjargráðin þaðan, og þar með markaðshyggjuna sem lán- að er út á. Þegar ljallað er um hrun gjald- miðla og verðbréfa er sjaldnast minnst á annað en ríkisstjórnir og prósentutölur. Hugurinn er ekki leiddur að hundruðum milljóna manna, sem missa at- vinnu sína og eigur. Skuldafenið kæfir allar vonir um betri tíð. Matador I því ótrygga ástandi sem ríkir í alþjóðlegum efnahagsmálum og völt- um hlutabréfamörkuðum, eru ís- lensku viðskipaséníin upptekin af því að selja og kaupa ríkisfyrir- tæki, sem oftast fást fyrir slikk. Nú á að selja bankana með manni og mús og eru peninga- og valdafíklar farnir að spila matador um eignirnar. Ástþór forsetaframbjóðandi og Wallen- bergarnir sænsku bjóða í og Burðarás og aðrir angar kol- krabbans hrista teningana og freista þess að komast í góða að- stöðu til að hreppa fenginn. Og nú vilja sparisjóðirnir fá að vera með í leiknum. í ríkisstjórninni deila Fram- sókn og íhald hvort við annað um hvaða banka eigi að sameina og hveija eigi að selja, og hveij- um. Innan þingflokk- anna eru einnig skiptar skoðanir um bankasöl- urnar. Stjómarandstað- an hefur ótilgreindar skoðanir á málunum, eins og venjulega. Glámskyggni Svo virðist sem bankasameining- ar og sölur séu eingöngu á dag- skrá vegna þess að ríkissjóðinn bráðvantar peninga til að halda samfélaginu gangandi í sjálfu góðærinu. Aðrir telja að það sé ekki annað en að pissa í skóinn sinn og það muni skammgóður vermir að selja þrjá öfluga ríkis- banka á einu bretti. Hvað á þá að gera næst þegar ríkissjóður á ekki fyrir útgjöldum? Hlutabréfaheimurinn er fall- valtur og eftir að glámskyggnir hagspekingar og verðbréfabrask- arar urðu uppvísir að því, að hafa ekki hugmynd um ástand efna- hagsmála í ríkjum Asíutígranna fyrr en það hrundi nær til grun- na, er varlegt að trúa því sem áköfustu alþjóðasinnar peninga- markaðs vilja halda að manni í tíma og ótíma. Ekki er langt síðan íslenskir áhrifamenn sögðu tíðindi að austan með stjörnur í augum og reyndu að telja fólki trú um að þangað væri fyrirmyndir að sækja. Dellumakarar í stjórn- málaflokki bjuggu meira að segja til mikla stefnuskrá um útflutn- ingsleiðina þegar þeir gáfust upp á sósíalismanum og tóku upp ný trúarbrögð að austan. Nú væri ráð að hætta að spila matador við Ástþór, Wallenberga og kolkrabba, auk annarra, og líta betur í kringum sig áður en rasað er um ráð fram og íslenska peningakerfið selt í bráðræði. ro^ir Hefurþú virkilega trú á því að Rolling Stones komi til íslands næsta sumar? Pétui Kristjánsson poppari. „Því trúi ég. Stelpugreyið er búin að borga stórfé og mér finnast það full- gild rök að ekki hafi verið hægt að flytja fragtina hingað með flugi, þetta er svo rosalega mikið umfangs. Sjálfur sá ég þetta á tónleikum með þeim sem haldnir voru í Kaupmannahöfn 1995 og geri mér því fulla grein fyrir umfang- inu. Þessi Kaupmannahafnar- tónleikar með Rollingunum voru hreint út sagt æðisgengnir." Andrea Jónsdóttir poppspekúlant. „Eg er alveg til í að láta ljúga því að mér. Hins- vegar yrði ég ekki fyrir nein- um hræðilegum vonbrigðum þó þeir kæmu ekki, því ég hefði vilj- að sjá þá miklu fyrr. Nýjabrumið er fyrir löngu farið af þeim og síðan finnst manni líka að þeir séu heldur ekkert mjög áhugasamir Iengur, svo margt hefur gengið á aftur- fótunum hjá þeim að undan- förnu." Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Isafirði. „Eftir að Ijóst varð að Ragn- heiður Hanson myndi flytja þá inn hef ég ekki efast, hún er kjarnorkukona og sýndi hvers hún er megnug þegar hún flutti David Bowie hingað. Eg hef alltaf haft efasemdir um þær dagsetningar á fyrirhuguðum tónleikunum hér á landi eftir að tónleikaferðalagi Rollinganna var frestað í vor, til dæmis tón- leikum sem áttu að vera á Bret- landseyjum nú í ágúst var frestað. Ragnheiður gaf aldrei út neinn einn ákveðinn dag á tón- leikunum hér á Iandi. Síðan bara trúi ég því að RoIIing Stones hafi áhuga á því að spila fyrir Islend- inga því á síðustu árum hafa þeir verið að bæta við nýjum við- komustöðum á tónleikaferðalög- um sínum." Rúnar Júlíusson poppari. „Þeir gætu kom- ið á næsta ári, en ef ekki þá al- veg örugglega einhverntímann á næstu öld. Rollingarnir eru í fínu formi um þessar mundir, en eiga kannski misjafna daga einsog til dæmis fóboltalið.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.