Dagur - 08.08.1998, Page 7
Xk^ur
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 - 7
RITSTJÓRNARSPJALL
Bankasprengj an
Þrátt fyrir að sumarleyfi standi
sem hæst um þessar mundir er
margt að gerjast í stjórnmálun-
um á bak við tjöldin.
Ríkisstjórnin er að undirbúa
ýmis mikilvæg þingmál. Fyrir
utan fjárlagafrumvarpið, sem
veldur ráðherrum höfuðverk
þessa dagana, er gagnagrunns-
frumvarp heilbrigðisráðherra
sennilega mikilvægast. Frum-
varp sem Kári Stefánsson hefur
reyndar boðað blaðamannafundi
til að kynna eins og það væri
hans eigið skilgetna afkvæmi
sem Alþingi ætti að afgreiða í
snarheitum um leið og hausta
tekur. I leiðinni tókst honum að
móðga marga alþingismenn sem
vilja ekki kannast við það opin-
berlega að þeir séu stimpilpúði
fyrir hlutafélag vestur í Delaware
í Ohio í Bandaríkjunum. Líklega
finnst flestum þingmönnum al-
veg nóg að vera nánast sjálfvirkt
færiband fyrir ríkisstjórnina,
embættismannakerfið og Evr-
ópusambandið. Þeir geta í það
minnsta huggað sig við að tvennt
af þessu þrennu eru þó íslensk
fyrirbæri - ennþá.
Stefnubreyting
Mestum tíðindum sætir þó
bankasprengjan sem vonandi
hefur vakið ýmsa til alvarlegrar
umhugsunar um hvert íslenskt
þjóðfélag stefnir.
Þegar ríkisbönkunum var
breytt í hlutafélag í fyrra lá fyrir í
þinginu mjög klár Iína af hálfu
stjórnarflokkanna um næstu
skref í endurskipulagningu
bankanna. Það átti að selja 49
prósenta hlut í nýja bankanum
sem af einhverjum ástæðum var
búinn til á vegum ríkisstjórnar
sem segist vilja fækka bönkum.
Það átti einnig að auka hlutafé í
viðskiptabönkunum og selja þá
viðbót. Hins vegar áttu hlutafé-
lögin sem stofnuð voru um
bankareksturinn að fá góðan
tíma til að finna sig í nýju rekstr-
arformi. Það stóð því ekki til að
selja Landsbankann eða Búnað-
arbankann, nú eða meirihlutann
í nýja Fjárfestingarbankanum,
fyrr en í fyrsta lagi eftir Ijögur ár.
Þetta var hið yfirlýsta plan rík-
isstjórnarinnar á Alþingi í fyrra.
Og það var skynsamleg stefna.
En nú er allt skyndilega breytt.
Ef marka má framkomnar upp-
lýsingar er það fyrst og fremst
tvennt sem veldur stefnubreyt-
ingunni. Annars vegar virðast
ráðherrar ekki ná að hemja fjár-
lagafrumvarp kosningaársins.
Hins vegar fékk Þórður Friðjóns-
son, sem nú er eins konar einka-
væðingarstjóri viðskiptaráðherra,
hringingu frá Svíþjóð.
Símtalið frá Svíþjóð
Símtalið frá Lars Gustafsson í
svonefndum SE-banka (Skand-
inaviska Enskilda Banken) Wal-
lenberg-fjölskyldunnar sænsku
virðist heldur betur hafa hreyft
við ráðamönnum hér heima.
Þótt viðskiptaráðherra segi um-
ræðuna komna langt fram úr
sjálfri sér er deginum ljósara af
ummælum einkavæðingarstjór-
Það mun mjög fljótlega koma í Ijós hvort grundvöllur er fyrir samkomulagi íslenskra stjórnvalda og ráðamanna SE-bankans um kaup Wallenberga á ráð-
andi hlut í Landsbanka fslands. - samsett mynd
ans að hann hyggst fá meginat-
riði málsins á hreint alveg á
næstunni, það er þegar í þessum
mánuði.
Það hafa verið talin almenn
sannindi hér á landi að undan-
förnu að erlendir ijármálamenn
hafi engan áhuga á að kaupa ís-
lenska banka. Sú ályktun var
meðal annars dregin af því að út-
lendingar höfðu ekki hug á að
eignast hlut rfkisins (Fiskveiða-
sjóðs) í Islandsbanka.
Þetta mat er væntanlega á
misskilningi byggt. Auðvitað
hafa erlendir bankar takmarkað-
an áhuga á að eignast lítinn hlut
í íslenskum banka. Það tekur því
einfaldlega ekki fyrir slík fyrir-
tæki, sem eru risastór á íslensk-
an mælikvarða, að kaupa sig inn
í banka hér á landi nema þau fái
að ráða ferðinni.
Hins vegar er örugglega eng-
inn skortur á erlendum fjármála-
stofnunum sem vilja eignast
meirihluta í íslensku bönkunum.
Enda virðist það hafa komið
skýrt fram í spjalli þeirra Þórðar
og Lars hins sænska að skandin-
avíski bankinn vill fá tryggingu
fyrir því að aðrir hluthafar í
Landsbankanum geti ekki mynd-
að meirihlutablokk gegn sér. Þeir
vilja fá að ráða ef þeir eiga á ann-
að borð að vera með.
Frá þeirra sjónarhóli er þetta
auðskilið mál. En það snýr vænt-
anlega öðruvísi við Islendingum
sem sjá þar með fram á forræði
sitt í bankamálum hverfa f hend-
ur sænskra Wallenberga.
Ólikar leiöir
Stjórnarflokkarnir eru víst sam-
mála um að selja að minnsta
kosti stóran hluta ríkisbankana.
Þeir virðast hins vegar ósammála
um hvað eigi að selja og hveij-
um.
Það er nokkuð ljóst að ráðandi
sjálfstæðismenn vilja einkavina-
væða bankana - það er koma
þeim í hendur áhrifamanna
flokksins í atvinnulífinu, þeirra
sem ráða ferðinni í stórfyrirtækj-
um á borð við Burðarás, Eim-
skip, Flugleiðir, Sjóvá-Almennar,
Islandsbanka og fleiri slíkum.
Þetta er hinn margumræddi Kol-
krabbi sjálfstæðismanna, en
hann er að verða sífellt áhrifa-
meiri í íslensku efnahagslífi -
ásamt sumum stærstu h'feyris-
sjóðunum sem sjálfstæðismenn
stjórna einnig.
Slík sala, sem vafalaust yrði á
„hagstæðu" verði, myndi færa
mikla fjármuni frá þjóðinni,
skattborgurunum, til Kol-
krabbans. Hún myndi hins vegar
ekki auka samkeppni og þar með
hvorki skila landsmönnum betra
né verulega ódýrara bankakerfi.
Þetta er því afskaplega vond leið
fyrir almenning. En að sjálf-
sögðu kærkomin jólagjöf til Kol-
krabbans.
Ráðandi framsóknarmenn vilja
fara aðrar Ieiðir. Þeir hafa lýst
áhuga á að sameina Búnaðar-
bankann og Fjárfestingabankann
nýja og eru mjög opnir fyrir því
að selja erlendum banka ráðandi
hlut í Landsbankanum. Þannig
telja þeir sig geta tryggt aukna
samkeppni milli sterkari við-
skiptabanka og verulega hagræð-
ingu í rekstri meðal annars fyrir
tilstyrk hins erlenda kaupanda.
Á stjórnarheimilinu verður
tekist á um þessar ólíku leiðir
næstu vikur og mánuði. Engu
skal spáð um niðurstöðuna á
þessu stigi. Forræði málsins er
að sjálfsögðu í höndum fram-
sóknarmanna, það er viðskipta-
ráðherra, en sjálfstæðismenn
munu beita miklum þrýstingi til
að hafa sitt fram - og þeir kunna
vel til slíkra verka.
Vonandi verður niðurstaðan
ekki málamiðlun um verstu
hugsanlegu útkomu fyrir þjóð-
ina, eins og stundum gerist þeg-
ar stjórnmálamenn neyðast til að
semja um andstæða hagsmuni
flokka sinna.
Opið upp á gátt
Sumum brá nokkuð þegar frétt-
ist af formlegum viðræðum ís-
lenskra stjórnvalda við Wallen-
berga um yfirráð yfir Landsbank-
anum. Samt er slík innkoma
áhrifamikilla erlendra peninga-
manna í íslenskt Ijármálalíf að-
eins eðlileg afleiðing þeirrar
stefnu sem mótuð hefur verið af
valdamönnum þjóðarinnar og
tvær síðustu ríkisstjórnir hafa
fylgt.
Það er búið að veita íslensku
efnahagslífi inn í hið alþjóðlega
úthaf viðskiptanna þar sem risa-
vaxnir hákarlar eru si'fellt að leita
að gómsætum bitum. Sú gjörð
opnar leiðir í báðar áttir. íslend-
ingar geta Ijárfest erlendis, eins
og þeir eru þegar farnir að gera.
Utlendingar hafa sömu mögu-
leika á að kaupa sig inn í íslensk-
an atvinnurekstur. Alþjóðlegu
stórfyrirtækin eru stöðugt að
kaupa og selja hlutafélög, stór og
smá, um allan heim. Þótt ísland
sé smátt á mælikvarða þessara
risa er óhjákvæmilegt að augu
þeirra beinist annað slagið hing-
að.
Ekki verður annað séð en mik-
ill meirihluti kjósenda hafi verið
fylgjandi þessari stefnu í kosn-
ingum. Hvort sem þeir hafa gert
sér grein fyrir því eða ekki í kjör-
klefanum hlýtur mörkuð stefna
að Ieiða til sívaxandi ítaka alþjóð-
legra fyrirtækja hér á landi. Það
er nú þegar að gerast í verslun og
þjónustu. Það mun gerast í
bankakerfinu, annað hvort núna
strax eða þá á fyrstu árum nýrrar
aldar. Og það mun gerast á
mörgum öðrum sviðum.
Það er auðvitað dæmigert íýTÍr
þessa alþjóðavæðingu íslensks
samfélags að það virðist ekki fara
fyrir brjóstið á ráðamönnum að
afhenda bandarísku fyrirtæki
einkaleyfi á að búa til og nýta í
gróðaskyni einn allsherjar gagna-
grunn sem hafi að geyma ítarleg-
ar upplýsingar um heilsufar og
lífshætti hvers einasta íslend-
ings.
Ef fram fer sem horfir mun
þessi þróun stigmagnast á næstu
árum. Þær girðingar, sem áður
voru taldar nauðsynlegar til að
tryggja íslensk forráð í atvinnu-
lífinu, munu hverfa hver af
annarri. Allt verður opið upp á
gátt.
Pólitísk andstaða gegn þessari
alþjóðavæðingu atvinnu- og
efnahagslífs á Islandi er lítil og
máttlaus. En Islendingar mættu
hafa í huga að í þessu sem öðru
er of seint að iðrast eftir dauð-
ann.
ELÍAS
SNÆLAND
JÓNSSON
RITSTJÓRI
SKRIFAR