Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 12
12-LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998
Dvalarleyfi í Canada
Með því að fjárfesta í „Fleet Rent a Car“ sérleyfi (franchise)
er þér tryggt dvalarleyfi í Canada, jafnvel þeim sem ekki
hafa hreint sakavottorð. Heildarfjárfesting er 50.000
Kanadískir dollarar eða um 30.000 US$.
Hægt er að fá frekari upplýsingar með því að skrifa til: 5950
Bathurst Street, Suite 1009, Toronto, Ontario, Canada M2R
IY9 eða með því að hringja í síma 416-667-1676 eða með
því að senda símbréf í 416-667-1467.
Til sölu! Húseignin Grenivík (gamli læknisbústaðurinn) á Grenivík er til sölu. Tilboð í eignina verða opnuð á skrifstofu Grýtubakkahrepps mánudaginn 17. ágúst 1998 kl. 16.00. Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Sveitarstjórn.
^ RARIK Rauðárstíg 10-105 Reykjavík Sími 560-5500 - Bréfasími 560-5600 Rarik óskar eftir tilboðum í: RARIK 98002 66 kV Akraneslína. Niðurrif. Verkið felst í að taka niður línuna, bæði leiðara og staurastæður, þ.m.t. stálmastur í Kollafirði. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu RARIK, Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík frá og með mánudeginum 10. ágúst nk. Verð fyrir hvert eintak er kr. 2.000. Skila þarf tilboðum á skrifstofu RARIK, á sama stað, fyrir kl. 14.00 föstudaginn 21. ágúst 1998. Tilboðin verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem óska að vera viðstaddir. Vinsamlega hafið tilboðin í lokuðu umslagi, merktu: RARIK 98002.
rr Bciwbic p
G I T A L SOUMD S V S T E M
ÍÞRÓTTIR
Sex smnum holu í höggi
Arlegt golfmót Ein-
herjaMúbbsins fer
fram á Hvaleyrarvelli
um helgina. Einherja-
klúhhurinn er klúhh-
ur þeirra sem hafa
farið holu í höggi og
er Kjartan L. Pálsson
formaður hans.
- Hvað hefur formaðurinn oft far-
ið holu í höggi á ferlinum?
„Eg hef sex sinnum farið holu í
höggi á golfferlinum. Við erum
tveir snillingarnir sem höfum náð
þessu sex sinnum, en það erum
við Þorbjöm Kjærbo, meistarinn
mikli úr Keflavík.“
- Hvað eru margir félagar í
klúhhnum og hvemig er starfsem-
inni háttað?
„Ef allt er talið, þá eru það um
800 manns frá upphafi. Klúbbur-
inn var stofnaður 1967 og varð
því 30 ára f fyrra. Starfsemi
klúbbsins er mjög einföld í snið-
um. Við höldum eitt mót á ári og
er það núna um helgina á Hval-
eyrinni. Þar er spilað um und-
urfagran silfurgrip sem gefinn var
af veitinghúsinu Röðli á sínum
tíma. Síðan höldum við hóf einu
sinni á ári, milli jóla og nýárs, þar
sem þeim sem fóru holu í höggi á
árinu eru veittar viðurkenningar.
Það er ekki hægt að segja ann-
að en að þessi ldúbbur sé mjög
þægilegur. Eg var skipaður for-
maður fyrir mörgum árum af því
ég hafði oftast farið holu í höggi.
Það eru aldrei haldnir stjórnar-
fundir og ég fæ að raða sjálfur í
stjórnina, enda klúbburinn meira
til skemmtunar og til að halda
utan um fyrirbærið."
- Nit er golfhakterían ein sú
skæðasta sem um getur og gegn
henni fást engin meðul. Hvemig
smitaðist þú?
„Það var á þeim tíma sem ég
var íþróttafréttamaður. Það hefur
verið í kringum 1970 og verið var
að kynna golfið. Við fréttamenn-
irnir tókum upp á því að halda
Kjartan L. Pálsson, golfáhuga-
maður.
golfmót og ég man að í byxjun var
maður að berja þetta tíu tólf högg
inn á grín. Þar með náði bakterí-
an tökum á mér. Það var sagt í
gríni um okkur sem vorum hvað
áhugasamastir í þá daga að við
spiluðum átta daga í viku og ég
held að nokkuð hafi verið til í
því.“
- Það er ekki nóg að þú hafir að-
eins spilað golf þú hefur ein-
nig n undanfömum árum starfað
viðfararstjóm og kynningar á golf-
ferðum erlendis.
„Já það er rétt, að eftir að ég
hætti í blaðamennskunni, hef ég
starfað við fararstjórn og þá aðal-
lega í Hollandi. Þetta með golf-
ferðirnar byrjaði nú leyndar alveg
óvart. Menn voru að fara utan í
ferðir og tóku þá með sér golfsett-
ið, en áttu það til að gleyma
ldúbbskírteininu heima og fengu
þess vegna ekki að spila á völlun-
um. Þá fékk ég hollenskan vin
minn til að útbúa sérstök skírteini
sem á stóð „member“ og eitthvað
slíkt. Síðan fyllti ég þau út með
nöfnum og öðru nauðsynlegu og
þetta var tekið gilt á völlunum.
Upp úr þessu kom svo hugmynd-
in um að stofna sérstakan golf-
ldúbb, sem er SL-Golfferða-
klúbburinn. Þetta hefur fallið í
góðan jarðveg og félagar eru
orðnir vel á annað þúsundið.
Reyndar er verið að gera breyt-
ingar á þessu núna í tilefni 20 ára
afmælis Samvinnuferða/Landsýn-
ar. Frá og með haustferðunum
verða gefin út ný skírteini og
þeim fylgja ýmis fríðindi, eins og
50 prósenta afsláttur vallargjalda
á helstu golfvöllun landsins og
ýmislegt annað.“
- Hfl/fl golfferðir klúhhsins verið
vinsælar hjá íslenskum golfáhuga-
mönnum og hvað verður í boði í
haust og vetur?
„Ferðirnar eru mjög vinsælar að
nú þegar er nær fullbókað í sum-
ar þeirra. Við höfum reynt að hafa
hópana ekki of stóra og svona
fjörtíu manns er mjög heppilegur
fjöldi í hverri ferð. Fólki er boðið
upp á golfkennslu í þessum ferð-
um og mjög góða æfingaaðstöðu.
I ferðunum eru haldin mót og
leikir og í ferðalok er haldið sér-
stakt SL-mót með ýmis konar
verðlaunum.
Það eru ýmsar ferðir í boði að
þessu sinni og má þar nefna helg-
arferðir til Bretlands fram í sept-
ember. írland er á dagskránni í
október og verður haldið þar sér-
stakt Samvinn Golf-mót í lyrstu
ferðinni. Síðan er það Tæland í
nóvember og janúar, Spánn og
Mallorca í september að ógleym-
dri Kúbu í nóvember og árlegri
haustferð til Flórída.'1
ÍÞRÓTTIR
UM HELGINA
Laugardagur 8. ágúst
■ KNATTSPYRNA
Landssímadeildin
Ki. 14:00 ÍBV - Keflavík
Kl. 14:00 Valur - ÍA
1. deild
Kl. 14:00 Breiðab. - KVA
Sunnudagur 9. ágúst
Landssímadeildin
Kl. 16:00 Grindavík - KR
Kl. 16:00 ÍR - Leiftur
ÍÞRÓTTIR
Á SKJÁNUM
Laugardagur 8. ágúst
“EH3Œ32S1”
Hestaíþróttir
Kl. 13:00 Kappreiðar Fáks
Bein útsending frá Víðidal.
Golf
KI. 14:00 Landsmótið í
golfi Bein útsending frá
þriðja degi mótsins.
Fótbolti
Kl. 17:00 Enski boltinn
Hnefaleikar
KI. 22:30 Box með Bubba
Svipmyndir frá sögulegum
viðureignum.
Sunnudagur 9. ágúst
STÖÐ 2
Fótbolti
Kl. 12:00 Enska knatt-
spyman Bein útsending frá
leikArsenal og M. United
um góðgerðarskjöldinn.
Golf
Kl. 12:00 Landsmótið í
golfi. Bein útsending frá
fjórða degi.
Kl. 20:00 Golfmót í
Bandaríkjunum.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. á
Akureyri óskar eftir að ráða starfsmann
Leitað er eftir starfsmanni í deild er fer með gæðamál og
felur starfið í sér samskipti við framleiðendur
SH og söluskrifstofur fyrirtækisins erlendis.
Starfsmaðurinn þarf að hafa góða framkomu og eiga auð-
velt með samskipti við annað fólk. Þar sem hluti samskipta
er á ensku er nauðsynlegt að viðkomandi geti talað
og ritað á enskri tungu. Æskilegt er einnig að viðkomandi
hafi einhverja tölvuþekkingu og eigi auðvelt með að
tileinka sér ný vinnubrögð.
Starfsmaðurinn verður með aðsetur á skrifstofu SH á
Akureyri. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Þeir sem áhuga hafa fyrir starfinu eru vinsamlegast beðnir
um að senda umsóknir til
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf.,
Hvannavöllum 14, 600 Akureyri
fyrir 11. ágúst nk.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. annast sölu sjávarafurða fyrir yfir 100 innlenda og
erlenda framleiðendur. SH hefur frá stofnun, árið 1942, oftast nær veriö stærsti útflytj-
andi landsins og selur árlega sjávarafurðir fyrir hartnær 30 milljaröa króna frá íslandi,
meira en nokkurt annað fyrirtæki hér á landi.
Sölustarfsemi fyrirtækisins fer nær öll fram erlendis og spannar helstu markaði fyrir
frosnar sjávarafurðir. SH rekur nú dótturfyrirtæki í 10 löndum í þremur heimsálfum. Á
skrifstofum SH í Reykjavík og á Akureyri fer fram samræming sölustarfsins og nauð-
synleg upplýsingamiðlun.