Dagur - 18.08.1998, Blaðsíða 1
„Ég hafði ekki fengið úthlutað úr Launasjóði rithöfunda og sendi handritið í keppnina í eins konar örvæntingu til að bjarga fjármálunum, “
segir Bjarni Bjarnason, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. mynd: teitur.
Bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar voru veitt í
þriðja sinn á dögunum og
þau hreppti Bjami Bjama-
sonjyrir skáldsöguna Borgin
bak við orðin.
Þetta er ekki fyrsta viðurkenningin sem
Bjarni hlýtur fyrir ritstörf því skáldsaga
hans Endurkoma Maríu sem kom út árið
1996 var tilnefnd til Islensku bókmennta-
verðlaunanna. Bjarni segir verðlaunabók-
ina hafa verið alllengi í smíðum og í henni
séu textar sem séu eldri en Maríusaga
hans. Þegar hann lauk við handritið sendi
hann það ekki til útgefanda. „Eg var ekki
viss um að handritið væri nægilega gott,“
segir hann. „Eg hafði ekki fengið úthlutað
úr Launasjóði rithöfunda og sendi hand-
ritið í keppnina í eins konar örvæntingu til
að bjarga fjármálunum."
Handritið vakti hrifningu dómnefndar
sem taldi það best þeirra 33 handrita sem
bárust í keppnina. I áliti dómnefndar seg-
ir: „Hér er um að ræða afar sérstæða sögu
sem gerist á mörkum draums, ævintýris og
veruleika. Sagan er bæði áleitin og spenn-
andi en það sem kannski fyrst og fremst
vakti aðdáun dómnefndar var hinn vand-
aði, ljóðræni og persónulegi stíll sem ein-
kennir alla frásögnina." Höfundurinn seg-
ir um bókina sem kemur út á næstunni
hjá Vöku Helgafelli: „Mig langaði að búa
til persónulega fantasíu. Fantasíubók-
menntir sem eru hrein og klár ímyndun
verða stundum holar og snerta mann ekki
nægilega og ef þær eru of raunsæjar verða
þær of bundnar staðháttum. Mig langaði
til að finna lausn á þessum vanda og
skrifa raunsæja fantasíu sem væri upp-
spuni en þó full af sönnum tilfinningum.“
Skrifað við misjðfn skilyrði
Bjarni segir þessi verðlaun og tilnefningu
til Bókmenntaverðlaunanna vissulega vera
mikils virði en koma sér þó ekki úr jafn-
vægi. „Viðurkenningar og verðlaun vega
upp þau ár sem maður hefur verið að
skrifa við misjöfn skilyrði. Ég hef verið að
reyna að lifa á ritstörfum allt frá því ég
flosnaði upp úr menntaskóla fyrir þrettán
árum. Það var nánast útilokað, sama
hversu ég lagði mig fram en það var erfið-
ara að gera eitthvað annað. Draumurinn
hefur alltaf verið sá að geta framfleytt sér
á skriftum. Ég legg þó ekki mikið upp úr
því að kalla mig rithöfund eða skáld en
skriftirnar gefa mér mikið. Þetta er árátta
sem ég er haldinn og ég finn ekkert betra
til að drepa tímann með.
Þegar Bjarni er spurður um áhrifavalda
segir hann: „I byijun hafa Laxness, Þórberg-
ur og Sigurður Nordal sennilega haft mest
áhrif á mig. Annars er erfitt fyrir mig að
greina áhrif annarra á skáldskap minn, það
væri fróðlegt að sjá hvað öðrum sýnist.“
Þegar Bjarni tók við Bókmenntaverð-
launum Tómasar Guðmundssonar fór
hann hlýjum orðum um skáldið. Hann
segist hafa mikið dálæti á ljóðum Tómas-
ar: „íslenska konan er aldrei þokkafyllri en
í ljóðum Tómasar. Nálgun hans við ástina
er einnig mjög sérstök, í Ijóðum hans er
ástin ekki eilíf og ódauðleg heldur hverful.
Þannig fá fleiri hlutdeild í henni. í Fögru
veröld er hending á þessa leið:
Ei þekkti ég ást, sem aldrei dó.
En ást sem gerði Itfið bjart
um stundarbið, ég þekkti þó.
Þetta er eitthvað sem ég gæti skrifað und-
ir.“
Verd fiá \ ■■■>.*
8.114,-Ei.-ji.)
8.6S8,' sl;r )
Veið frá
10.430^0
Vcið fiá
9.484,- stgr. ~j
9 æ ð i á
frábæru verði!
est seldu d e k h á íslandi!
UNIRQYAL
Sterk og
vönduð jeppadekk fyrir
íslenskar aðstæður
Gúmmívinnustofan ehf.
Réttarhálsi 2, sími: 587 5588
Skipholti 35, sími: 553 1055
Þjónustuaðilar um land allt.
ngaÍKiógAÓ/' ■;<) ud'fit.c ö.i ' L'.VJLL*.
+
l