Dagur - 18.08.1998, Síða 4

Dagur - 18.08.1998, Síða 4
20-ÞRIÐJVDAGVR 18. ÁGÚST 1998 rD^ir LÍFIÐ í LANDINU Einhvemtíma um daginn fékk ég þá glimrandi góðu hugmynd, að skrifa úttekt á kvikmyndunum sem verið er að sýna í reykvískum kvikmynda- húsum. Mér datt þetta í hug þegar ég leit yfir bíó- auglýsingarnar einn dag- inn og sá úrvalið. Mig langaði ekki á neina mynd. Eg var búin að sjá „As good as it gets“ og hafði skemmt mér kon- Hinar myndirnar tvær, sem ég hefði getað hugsað mér að sjá, var ég fyrir löngu búin að fara á í útlöndum; „The Big Lebowski" Coen bræðra og Almadov- ar myndina „Kvikt hold“. Það þarf því enginn að segja mér að kvikmyndir séu frumsýndar fljótt og örugglega á Islandi. Það á aðeins við um ákveðna tegund bandarískra kvikmynda, sem á daglegu áhugamannamáli kallast Hollywood myndir. Af þeim er líka nóg. Það sann- reyndi ég í bíórassíu, sem ég tók á dögun- um. Ég varð mér úti um fullt af bíómiðum í nafni blaðsins og fór á eins margar mynd- ir og ég hélt út að sjá á tveimur helgum. Niðurstaðan? Fordómafullar skoðanir mínar voru á rökum reistar; úrvalið í kvikmyndahúsunum er einsleitt. Þreyttur leikari Þetta er allt sama lagalínan í mismunandi útsetningum. Kannski sá ég ekki allt það versta, né heldur allt það besta - ef hægt er að tala um gæði - en nóg af vondum myndum sá ég samt. Mér leið eins og ég hefði borðað yfir mig á þriðja degi jóla. Það ætti því að vera erfitt að útnefna verstu myndina, en svo er ekki. Hún heit- ir „Leathal Weapon 4“. Hún var alveg jafn gömul og þreytt og aðalleikarinn, Mel Gibson, sem stundi og barmaði sér í öðru hvoru atriði. Ekki var „Mercury Rising" mikið betri. Plottið var ömurlegt, og fullkomlega ósannfærandi. Samt var hún skömminni skárri en Þungavopnið. Þökk sé Bruce Willis. Hann er ekki stjarna fyrir ekki neitt. Það sannaði „Armageddon". Sú mynd er þvílík endemis della, að það er ekki annað hægt en hafa gaman af henni. Hún er dæmi um sannfærandi formúlu- mynd, sem gengur upp. Hún býr yfir töfr- um formúlunnar, því henni tekst reglu- lega að koma manni óvart með hnittnum útfærslum á margtuggnum atriðum. Bcðið eftir endiniun En þær eru sjaldgæfar formúlumyndirnar sem halda andlitinu lengur en í nokkrar mínútur af 120. „Sex dagar og sjö næt- ur“, með Harrison Ford og Anne Heche, fer til dæmis alveg þokkalega af stað. Parið leikur að sjálfsögðu steríótýpur, en tekst ágætlega upp í smellnum tilsvörum. Botninn dettur þó fljótlega úr gríninu og UMBUÐA- LAUST Margrát E. Ólafsdöttir skrifar unglega. „Sliding Doors“ er nauðgun á snilld- arverki Ki- ezlowskis, „Tilvilj- anir". Andlaus eftir það er ekkert annað hægt að gera en bíða eftir fyrirsjánlegum endi. Kvikmyndin „Heift“ er skyldari ákveð- inni tegund bókmennta, sem kennd hefur verið við konur. Hún treystir á leikkon- urnar, en þær standa ekki undir vætning- unum. „Sliding doors", sem hefur sömu karakterlausu Ieikkonuna í aðallhlutverki, er síst betri. Hvílík nauðgun á frábærri hugmynd Kristofs Kiezlowskis. „Tilviljun" var nýverið sýnd hér á pólskri kvikmynda- hátíð og minnir því óþyrmilega á sig. Þá er bandaríska útgáfan af „Himni yfir Berlín“ skömminni skárri. Englarnir eru hreinilega of sjarmerandi hugmynd, sem klikkar ekki í meðförum Nicolas Cage, þó svo myndin sé nær óbærilega væmin. Aukaverkanir þessarar úttektar var and- legur doði. Meira að segja mynd með stórleikurunum Paul Newman, Susan Sharandon og Gene Hackman tókst ekki að Iífga hann við. Það var þreytt mynd. Af öllum þeim myndum sem ég sá, kom aðeins ein mynd ánægjulega á óvart. „The man who knew too little“ reyndist bráðskemmtileg, listilega vel gerð stæling á njósnamyndum að hætti James Bond - frá tíma Sean Connory. Hún er lítið meistarastykki. En hvað segir þetta okkur? Að myndir þurfa ekki að vera „listrænar" til að vera góðar? Eða það sem verra er; „ólistrænar" myndir eru ekki nærri því alltaf góð af- þreying. Rltskoðum þingmennina Sennilega er engin stétt á íslandi haldin jafii ónauðsynlegri ritræpu og alþingismenn. Þessi stétt hef- ur ákafa þörf fyrir að segja einsk- isverða hluti í sem allra lengstu máli á sem dauflegastan hátt. Og hefur komist upp með það. Það er nefnilega ekki venja að rit- skoða greinar alþingismanna. Þetta var þó siður á Alþýðublað- inu því þar var illa skrifuðum greinum stjórnmálamanna stung- ið ofan í skúffu og þær látnar gleymast. Þingmenn fóru í fýlu og skildu ekkert í því að svo til eini stjórnmálamaðurinn sem fékk birtar eft- ir sig heilsíðugreinar var Jón Baldvin. En vegna þessarar kröfu um vel skrifað- an texta varð Alþýðublaðið hesta blað á MEIMNIIUGAR VAKTIN Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar íslandi. (Blessuð sé minning þess). Skrif alþingismanna bera yfir- leitt með sér að sá sem pennan- um stýrir hefur lesið dágóðan slatta af skýrslum en ekki nægi- lega mikið af góðum skáldskap. Textinn er marflatur og þar má finna vélræn stofnanaorð eins og „aðili" í annarri hvorri setn- ingu. A mínum árum í mennta- skóla hefðu menn fallið á svona stíl. Innihaldsleysi þessara greina er einnig æpandi. Það er eins og menn hafi ekkert að segja og greinarnar virðast aðallega skrifaðar í þeim tilgangi að fá af sér mynd í blöðin. Undantekningar finnast vissulega. Annar ritstjóri DV er stjórnmálamaður „Sennilega er eng- in stétt á íslandi haldin jafn ónauð- synlegri ritræpu og alþingismenn. Þessi stétt hefur ákafa þörf fyrir að segja einskisverða hluti í sem allra lengstu máli á sem dauflegastan hátt.“ sem er öðrum þræði rithöfundur. Hið sama á við um hæstvirtan forsætisráð- herra. Flestir alþingismenn búa þó ekki að slíkum gáfum og skrifa án þess að geta það. En það er svosem engin furða að þeir skuli ekki átta sig á þessari nöt- urlega staðreynd. Dagblöðin veita þeim skjól. Það kann að hljóma ótrúlega en samt er það svo að flestir þingmenn tala skárr en þeir skrifa og er þó ekki hægt að hæla þeim fyrir málsnilld. Það færi þeim samt best að halda sig í ræðupúlti í þingsölum og lesa skáldskap þess á milli. Umfram allt ættu þeir að láta það ógert að sóða út með vesældarlegum skrifum sínum lítið dagblað á við Dag. / MÚWmt* t.t* n t n 11 s vi vi11 -t we-jt* t Vt't'V 111 t t 1 » » 1*ÍV111 1 t v» »

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.