Dagur - 18.08.1998, Blaðsíða 5
ÞRIDJUDAGVR 18. ÁGÚST 1998 - 21
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
L
Renniverk-
Krístján Sverrísson
hefur leigt Renniverk-
stæðið frá því í vor.
Hann rekureinnig
BingDao ogsegir
reksturínn ólíkan.
Hann ætlar sér stóra
hluti í leikhúsrekstrín-
um.
„Það var eiginlega félagi minn,
Marínó Sveinsson, sem ýtti mér
út í þetta. Við leigðum Renni-
verkstæðið í vor og gekk vel.
Hann hvatti mig til að halda
áfram,“ segir Kristján Sverris-
son, eigandi matsölustaðarins
Bing Dao á Akureyri og nú
einnig leikhússtjóri. Leikhúsið á
Akureyri hefur nú alveg sagt
skilið við Renniverkstæðið og
Kristján hefur leigt það af
Gránufélaginu síðan í vor og
sýnir nú allra síðustu sýningarn-
ar á „A sama tíma að ári.“
Verð samkeppnishæfari
Bing Dao og Renniverkstæðið
eru í einu og sama húsinu,
gamla Gránufélagshúsinu við
Strandgötu á Akureyri og því
segir Kristján þetta mjög hent-
ugt. „Eg hef fengið matargesti
út á leikhúsið og þetta samteng-
ir staðinn mikið meira. Þetta
tryggir mig einnig gagnvart sam-
keppninni sem er orðin í veit-
ingarekstri hérna á Akureyri. Eg
er samkeppnishæfari fyrir vikið
ef svo má segja.“ Ohætt er að
segja að vel hafi gengið hjá
Kristjáni. Ellefu sýningar voru á
„A sama tíma að ári“ í vor og var
uppselt á þær allar. Vegna fjölda
áskorana var ákveðið að bæta
við fimm sýningum og eru tvær
þær síðustu um næstu helgi.
„Þetta er ekki bara upplyfting
fyrir mig heldur allt bæjarfélag-
ið. Það er að miklu leyti utan-
bæjarfólk sem sækir sýningarn-
ar. Þetta fólk verslar héma,
kaupir þjónustu og gistir á hót-
elum. Þetta skilar peningum á
alla staði.“
Kristján segist sjálfur ekki
vera mikill áhugamaður um leik-
Iist. „Eg hef samt gaman af því
að sjá létt verk og ég hef tekið
eftir því að það eru verkin sem
seljast. Hér fyrir norðan verðum
við bara að híta í það súra epli
að við erum ekki nægjanlega
mörg til að setja upp þung verk.
Þetta er svo bröneur hópur
hérna.“
Eins og Spánn og Grænland
Kristján segir tvennt ólíkt að
reka veitingastað og leikhús.
„Þetta er eins og Spánn og
Grænland," segir hann og hlær.
„Það er gaman að standa í
þessu. Fóíkið sem kemur að
þessu er svo skemmtilegt og ég
hef átt frábærar stundir með
því.“ Þar sem Kristján þekkir lít-
ið inn á leikhúsrekstur segir
hann samvinnuna sem hann
hefur haft við Loftkastalann
ómetanlega og þar á bæ hafi
menn verið sér innan handar.
Kristján segir einhverjar
áherslubreytingar verða á
Renniverkstæðinu frá því að
Leikhúsið var með það. „Ég hef
náttúrulega fylgst með því
hvernig verk það eru sem ganga.
Ég veit það manna best því ég
var hérna á barnum og sá
hvenær fjöldinn kom og hvenær
ekki.“ Að sögn Kristjáns verða
tekin fyrir léttari verk en einnig
sé húsnæðið notað á annan hátt
eins og með tónleikahaldi, böll-
um og jafnvel ráðstefnum og
fundum. „Ég hef fengið alveg
gríðarlega góðar undirtektir hjá
fólki og sjálfsagt væri ég ekki í
þessu ef ekki væri fyrir þær.
Maður tvíeflist í að halda áfram
við svona viðtökur.“
Óhemju dýrt
Leikhúsreksturinn er óhemju
dýr og kostnaður í kringum
hvert verk er mikill. I kringum
sýningarnar ellefu í vor var
kostnaður í kringum 4-5 millj-
ónir. „Loftkastalinn væri samt
ekki að koma hérna aftur til mín
nema þetta hafi farið vel. Það
voru bara nokkrar krónur sem
við vorum réttu megin við
núllið,“ segir Kristján. „Við ger-
um þetta í sameiningu, annað
væri ekki hægt.“
Að loknum sýningum á „A
sama tíma að ári“ hefur Renni-
verkstæðið sýningar á „Fjórum
hjörtum" sem gerði mikla lukku
sunnan heiða. „Við erum ekkert
byrjuð að auglýsa en þegar hafa
nokkur hundruð manns pantað
miða. Svo erum við að spá í
nokkur verk.“ -JV
Að semja og dansa
Níu Islendingar á aldrinum 15-21 árs dvöldust á
eyju í sænska skeijagarðinum um tíma í sumar
ásamt 50 öðrum ungmennum af hinum Norðurlönd-
unum við að semja Ijóð, sögur og annan texta, semja
músík og dansa. Hér koma nokkur dæmi um afrakst-
urinn.
Sæt lyktin af blómunum færir mig á
annan stað og annan tíma.
Ég heyri löngu gleytnd hljóð
og týnd lyktfyllir vit mín.
Friðurinn og öryggiskenndin
umlykur mig.
Ég vildi að svona væri þetta alltaf
og ekkert gleymdist.
Að ég myndi allt og gleymdi engti.
Margrét.
MENNINGAR
LÍFID
Margrét E>
Ólafsdóttir
Menningí
ágúströkkrinu
Tvær
fyrstu
Menning-
arnætur
Reykjavík-
urborgar
þóttu
takast vel
því þær
löðuðú
Ijölda
manns í
miðbæinn.
Ekki er því
ástæða til
annars en
halda
framtakinu
áfram og
því verður
Menningarnótt í þriðja sinn
næsta laugardag. Opinber
dagskrá lá íyrir á mánudag, og
er ekki annað að sjá en allir
eigi að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi. Þátttaka hefur
aukist ár frá ári, og því ætti
þessi Menningarnótt að verða
sú líflegasta frá upphafi.
Ljóðskáld munu spretta upp
á ólíklegustu stöðum, tónlist-
armenn gera innrásir í lista-
söfú, sem gagnstætt venju
verða opin Iangt fram eftir
kvöldi og Landsbankinn opnar
almenningi aðgang að lista-
verkasafni sínu í aðalbankan-
um. Tískuverslanir hleypa
listamönnum inn á gafl hjá
sér og gallerí bjóða börnum í
teiknisamkeppni. Allt lofar
þetta íjörugu laugardags-
kvöldi, þar sem fjölskyldufólk-
ið tekur völdin af næturgöltr-
urum á Laugaveginum.
Parmaggiaui
og ítalskur
heimspekmgur
Námskeið um sjónlistir á veg-
um Háskóla íslands hófst í
annað sinn föstudaginn 14.
ágúst. Námskeiðið var haldið í
fyrsta skipti í fyrrasumar að
frumkvæði Hannesar Lárus-
sonar, Ólafs Gfslasonar og
Helga Þorgils Friðjónssonar.
Þeir sjá um að útvega Ieið-
beinendur og hefur að þessu
sinni tekist að fá hingað þijá
listamenn, frá Kanada, Þýska-
landi og Ítalíu; frægastur
þeirra er án efa Italinn
Claudio Parmaggiani.
Einnig er von á tveimur
þekktum ítölskum fræði-
mönnum, sem báðir eru pró-
fessorar við háskólann í Tor-
ino. Heimspekingurinn Gi-
anno Vattimo kennir fagur-
fræði og Laborio Termine,
sögu kvikmynda og kvik-
myndagagnrýni. Báðir eru vel
þekktir af störfum sínum í
heimalandinu og fýrir að taka
þátt í opinberri menningar-
umræðu. Laborio er Islend-
ingum þegar að góðu kunnur
frá í fyrra, er hann kom hing-
að sem leiðbeindi á námskeið-
ið.
Þátttakendur á námskeiðinu
fá ekki einir að njóta visku Gi-
anno Vattimo því hann mun
halda almennan fyrirlestur í
boði heimspekideildar Háskól-
ans, 26. ágúst næstkomandi.
V
Linda Vilhjálmsdóttir
skáld er höfuðpaur
veglegrar Ijóðadag-
skrár á Menning-
arnótt.
Talið að ofan: Þorbjörg, Aldís, Margrét, HHdigunnur,
Sigríður, Magnús og Guðmundur.
J