Dagur - 21.08.1998, Síða 1

Dagur - 21.08.1998, Síða 1
4—^- BLAÐ Teygja, hlaupa, einn, tveirþrír! Alþingis- menn og borgaifulltrúar taka margirhverj- irþátt í Reykjavíkurmaraþoninu næst- komandi sunnudag. Viðforvitnuðumst um undirbúninginn. Tækifæri fjölskyldunnar Steinunn Valdís Oskarsdóttir borgarfulltrúi tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á sunnudaginn og stefnir á þrjá til sjö kílómetra. „Ég hef ekkert undirbúið mig sérstak- lega fyrir keppnina en ég hjóla heilmikið og er því í ágætu formi,“ segir Steinunn Valdís. Hún segist frekar líta á Reykjavíkurmaraþonið sem samveru fyrir fjölskylduna en keppni. „Aðalmálið er að vera með og hafa gaman af,“ segir hún. Hálfsvelti mig Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. „Það kemur bara í ljós þegar ég skrái mig, hvort ég fari heilt eða hálft maraþon," segir Steingrímur. Hann er jafnan í góðu formi og hleypur reglulega, enda fór hann létt með 42 kílómetrana í fyrra. Steingrímur passar mataræðið vel og borðar minna síðustu daga fyrir keppni. „Þetta er persónubundið en mér þykir best að hálf- svelta mig fyrir hlaupið,“ segir Steingrímur. Sonur Steingríms ætlar að hlaupa 10 kílómetrana og nú biðja þeir feðgarnir bara fyrir góðu hlaupaveðri. Aðalatriðið að vera með Lúðvík Bergvinsson alþingismaður ætlar að reyna við sjö kílómetrana en er ekki í jafn góðu formi og hann hefði kosið þar sem hann er nýkominn úr þriggja vikna fríi frá Portúgal. „Ég hef oft verið í betra formi og það er enginn vísinda- legur undirbúningur hjá mér, segir Lúðvík og bætir við: „En ég reyni að borða létta fæðu og hreyfa mig aðeins.“ „Markmiðið er að ldára hlaupið og aðalatriðið að vera með,“ segir hann. Nýfæddur í fyrsta hlaup Siv Friðleifsdóttir, þingkona, er mikil íþróttakona og tekur nú þátt í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt fimm ára syni sín- um, Hákoni, en saman ætla þau að hlaupa þrjá kílómetra. Hákon er ekki að taka þátt í stóru hlaupi í fyrsta sinn því nýfæddur fékk hann að vera með í burðarpoka fram- an á móður sinni í Kvennahlaupinu það árið. Siv er í ágætisformi og keppti í ýmsum íþróttir hér áður, en hún bæði hleypur og æfir badminton reglulega. Hún borðar létt og fer snemma að sofa kvöldið fyrir hlaup. Reyul að leggja af Pétur Blöndal, alþingismaður, er mikill hlaupagarpur, Siv Friðleifsdóttir, fimm ára sonur hennar Hákon, og Steingrímur J. Sigfússon eru meðal þeirra sem taka þátt í Reykjavíkur- maraþoninu um helgina. mynd: hilmar þór. ætlar hálft maraþon en hefur fjórum sinnum hlaupið heilt og tekur undirbúninginn föstum tökum. „Upp á síðkastið hef ég verið að æfa og reyna að auka hraðann, en ég er víst ekki mjög hraðskeiður,11 segir Pétur Blöndal. Pétur hleypur reglulega og passar mataræðið vel fyrir hlaup. „Ég hef verið að leggja af núna, því það munar um hvert kíló á hlaupunum, og þetta gengur bara vel,“ segir hann. Kvöldið fyrir hlaup forðast Pétur feitmeti og einblínir á kolvetni, til dæmis pasta. Á ekki einu sinni vigt! Guðlaugur Þór Þórðarsson, borgarfulltrúi, stefnir á að hlaupa fullt maraþon en lofar engu þar sem gömul fót- boltameiðsl eru að taka sig upp. „Ég hef ekki gefið upp alla von. Ég vona bara að ég geti hlaupið en þetta Iítur ekki vel út,“ segir hann. Guðlaugur spilar fótbolta af miklum krafti og hleypur þegar tækifæri gefst, en hefur ekkert undirbúið sig sér- staklega fyrir hlaupið né passað upp á kílóin. „Það fær mig ekkert til þess að svelta mig fyrir hlaup og ég á ekki einu sinni vigt!“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson að lokum. Skenuntileg áskorun Arni Mathiesen ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavík- urmaraþoninu og hefur verið að búa sig undir það síðustu vikur. Hann hefur lítið hlaupið frá því hann hætti í bolt- anum en Iítur á hlaupið sem góða æfingu og skemmtilega áskorun. „Ég held að ég geti farið tíu kílómetrana án þess að fara illa með mig,“ segir hann. Hann ætla að borða orkuríkan og heilnæman mat fyrir hlaupið. Að öðru leyti ætlar hann að hríla sig. Og þá er bara maraþonið eftir. -rut/ghs Þá er bara eftir L . . . gæði á -mest seldu dekk á íslandi! m Sterk og frábæru verði! I vönduð jeppadekk fyrir ísienslcar aðstæður Gúmmívinnustofan ehf. Réttarhálsi 2, sími: 587 5588 Skipholti 35, sími: 553 1055 Þjónustuaðilar um land allt. '4- i II

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.